Vísir - 31.01.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 31.01.1974, Blaðsíða 2
2 Visir. Fimmtudagur 31. janúar 1974. vímm- Hvernig lizt yður á að mjólkur- búðir verði lagðar niður, en mjólk þess i stað seld i matvöru- verzlunum? Ursula Sigurgeirsson, húsmóðir: — Mér finnst alls ekki gott að missa mjólkurbúðirnar. Annars hefur alltaf verið litið úrval af mjólkurafurðum i mjólkur- búðum,ogþaðúrval sem er, má alls ekki minnka við að þetta færist yfir á matvöru- verzlanirnar. Aftur á móti finnst mér óþarfi að starfrækja bakari i tengslum við mjólkurbúðir. Geirlaugur Magnússon, nem- andi: — Ég drekk ekki mjólk, og þvi koma mjólkurmál litið við mig. En ég hef ekki trú á þvi að þjónustan i mjókursölu þyrfti að minnka þótt salan færist yfir á matvöruverzlanir. Björn Jónsson, skrifstofumaður: — Mér er alveg sama um það, þetta skiptir mig ekki neinu máli. En mjólkursölufyrirkomulagið er gott eins og er. Jórunn Sveinsdóttir, banka- starfsstúlka: — Mér lizt ágætlega á það að hafa mjólkursölu saman við matvöruverzlanir. Oftast er betra að geta keypt sem flest i einni og sömu búðinni. Kjörbúðin þar sem ég verzla einna mest, væri t.d. mjög hentug til að fá inn mjólkursölu. Kristín Einarsdóttir, banka- starfsstúlka: — Ég er ánægð með að fá þetta. Annars hef ég aldrei saknað þess þótt mjólk fengist ekki i kjörbúðum. Magnús Danielsson, húsgagna- smiður: — Mér likar vél við það. Annars hef ég ekki rr ikið að segja af mjólkurkaupurr , konan sér mest um þau. En ég er vantrúaður á að þessi breyting breyti i raun og veru miklu. VIÐ MEGUM MILLJÓNIR — en þó eru líka öll nafnnúmer búin Hvað er hægt að lesa út úr nafnnúmerinu? Er það satt, að með alls konar talnakúnstum sé hægt að lesa út helztu upplýsingar um viðkomandi persónu? Margt hefur verið rætt um.hvað megi sjá út úr nafn- númerinu. Við spurðum Ásthildi Björnsdóttur hjá Hagstofunni um það. „Nafnnúmerið er ekkert annað en tala, sem sýnir hvar viðkom- andi er i stafrófinu,” sagði Ást- hildur. ,,t númerinu sjálfu eru átta tölur. Seinasta talan hefur ekk- ert aö segja I númerinu, þvi hún er aðeins tala til notkunar fyrir tölvur. Ef hún er skökk, þá gengur nafnnúmerið ekki gegn- um kerfið. Þetta þýðir, að sjö fyrstu stafirnir eru hið eiginlega nafn- númer. Þeir, sem eru framar- lega i stafrófinu, hafa lágt nafn- númer. Þeir, sem eru aftarlega, fá hátt nafnnúmer, allt upp yfir niu milljónir,” sagði hún. Þetta þýðir, að nóg er til af nafnnömerum. Rúmlega tvö hundruð þúsund nafnúmer hafa verið gefin út, siðan kerfið fór eiginlega af stað 1965. Hins vegar er pláss fyrir 9 milljónir og 999 þúsund nafnnúmer minus öll jafn- númer, sem talan 11 gengur upp i. Þau númer komast ekki gegn- um kerfið. „Flestir halda sinum nafnnúm erum út ævina. En ef einhver skiptir um nafn, tekur t.d. upp ættarnafn, þá breytist röð viökomandi i stafrófinu, og þar með númerið,” sagði Ásthildur. Asthildur sagði, að þess vegna væri fæðingarnúmerið i raun og veru mun áreiðanlegri tala. Fæöingarnúmerið er þriggja stafa tala, skráð á nafnskirteini fyrir aftan fæðingardag og ár. VERÐA 9 Þann dag, sem einhver fæðist,fær hann númer yfir, hvar i röðinni af fæddum á þessum degi hann er. Þetta númer helzt út ævina. Hvernig nota skattstofur nafnnúmer? „Það kemur oft fyrirað ieita þarf nánari upplýsinga um ein hvern. Þá er viðkomandi fenginn út úr tölvukerfinu með þvi að nota nafnnúmerið,” sagði Ásthildur að lokum. -OH. | v LESENDUR HAFA ORÐIÐ & MEÐ KVEDJU TIL „LANDKRABBA" 19.1. 1974 Jóhannesarborg. Bréf til Timans, frá Viggó. „Kæri „Timi.” 1 blaði yðar 10. jan. s.l. er óvenju rætin grein um mig og skrif mín I VIsi á þessu ári, undirskriftin er „Landkrabbi”. Ég, skógræktarstjóri og Laxness segja að bréf undir dulnefni séu ósiður. Laxness segir: „Afturá mætti reiða sig á að þegar slagsmálahundar og „þektir” innbrotsþjófar skrifuðu i blöðin, þá notuðu þeir einlægt dulnefnin.” Nafnlaus skammarbréf eru þvi „krabba- mein” eða „landkrabbamein.” Landkrabbi segir, að ég- nafi lengi plágað islenzk blöð með skrifum um ágæti kynþátta- kúgunar S. Afrikustjórnar, sem sé fordæmd af SÞ. Ég skora á „landkrabba” að senda mér eða birta eina heila grein til islenzkra blaða, þar sem ég mæli bót „þrælahalds-kynþáttakúgunar og skoðanakúgunar.” Ég hef afrit af greinum siðustu 10 ára um Afriku, og finn ég hvergi neitt um slikt. Svona áróður er refsiverður um íslenzka borgara, og get ég stefnt ritstjóra Tímans og Land- krabba fyrir meiðyrði hvenær sem mér þóknast. „Þrælahald” er einungis stundað i Araba- rikjum, en hvergi i hvitu Afríku þar sem milljónir svertingja eru frá „frjálsu Afriku” til að vinna fyrir sér og fjölskyldum i „frjálsu” rikjunum. „í S. Afriku stjórnar stjórnin eins og þörf er á, „til að vernda hagsmuni heildarinnar frá ógæfu verkfalla og verðbólgu. Hefur is lenzka eða brezka stjórnin gert það? Aðskilnaðarstefnan breýtist ár frá ári, eftir framþróun svertingja, t.d. voru fyrstu kosningar til svertingjaþings i nokkrum nýjum svertingja- lýöveldum i S. Afriku eftir að skilnaðarlögunum, sem mæla svo fyrir, að hver svertingjaþjóð, skuli ráða sér sjálf. 1 S.-Afriku eru9meginsvertingjaþjóðir, i SV Afriku 11. Maður, sem ég þekki ekkert, skrifar: „Hvergi i þeim heimi, sem ég hefi kynnzt, eiga óreglu- og óreiðumenn eins mikilli velgengni að fagna og hér,” (á Is- landi). Hálfur kaupstaður fer i eyði, óvátryggður hænsnakofi fýkur f illviðri og nokkrar rúður brotna. Allt er óvátryggt. Eins og i Gómorru og Sódómu, það þarf lengi að leita að ábyrgu liferni á íslandi eins og hjá Gyðingunum i „den tid.” Evrópumeistarar i dýrtið, segir heimspressan um Islandsstjtírn. Landráðasjóður borgar, til hvers eru trygginga- félög og ábyrgt liferni? Landkrabbi er forvitinn hvaða „kynlegi” maður ég sé og hvers vegna ég barst til S. Afriku. Það er sanngjarnt, að frægir rit- höfundar kynni sig, þvi ég hefi skrifað lengi i dagblöð, sem eru óháð skoðanaeinokun, eins og Visir og enska pressan I S. Afriku og Rhodesiu, en hvergi I heimin- um er meiri skoðanakúgun en i Skandinaviu. Frá íslandi flutti ég, þvi vinnustaðurinn var leiðin- legur, illa borguð vinna og ómögulegt að þróast i sérgrein minni sem sérfræðingur I korta- gerð eftir flugmyndum. 1 S. Afriku, sem mér fannst forvitni- legust, hefi ég dvalizt i tæpan ára- tug, nema 5 ár i Rhodesíu, þar sem ég naut unaðslegra ára. Þaðan fór ég af sömu ástæðum og á Islandi og er núna tæknilegur sérfræðingur i gerð Orthophoto korta, sem er nýjung'I kortagerð. Eins og „Landkrabbi” segir, er ég ógurlegur kynþáttahatari. Um þessar mundir er ég að gera landakort eftir orthophotoað- feröinni fyrir svertingjalandið Swaziland, þar sem kóngurinn hefur 100 drottningar, meir en 600 kortblöð I erfiðu, fjöllóttu kotriki. Bretar borga. Ég geri kortin af þvi fyrirtækið, sem ég starfa fyrir, er ódýrast og bezt I heims-samkeppni. Bretastjórn eys ekki fjárfúlgum til útlendra félaga að ástæðulausu. Einnig hefi ég gert orthokort af höfuðborg Malawi, hjá sver t i ngjanum Banda. Basutoland og Botswana hefi ég einnig kortlagt ásamt stórum svæðum af Zambíu og Rhodesiu, aðónefndri S. Afriku. Uppi á hillu á ég ibenviðarstyttu, sem svertingi frá Malawi gaf mér, og höggmynd eftir svertingja úr Rhodesiu þar sem ég skrifast á við suma fyrrver. (svarta) vinnufélaga mina. Hér liður svertingjum betur en mörgum 'i Evrópu. Það er fremur hjákátlegt af „Landkrabba” að telja, að skoðanafrelsi sé heft i S.Afriku á sama hátt og i stjórnarflokka- blöðum á Islandi. Það er almennt viðurkennd staðreynd, að enska pressan l.S.A. lætur engan skipa sér fyrir. Nefni ég þá Star, Sunday Times og Rand Daily Mail I Jóhannesarborg sem dæmi og eina dagblaðið I Salisbury, Rhodesia Herald. Margur heldur mig sig. Það er furðulegt, að fáfróðir menn eins og „Landkrabbi” skuli geta vaðið i miðlungsblöð með svona algjöra vanþekkingu á öðrum þjóðum. 1 10 ár hefi ég lýst skoðunum landsmanna án persónulegra fullyrðinga. Is- lendingar eru menntuð þjóð, sem getur dregið sinar eigin ályktanir af mismunandi skoðunum Aróður SÞ og kommúnista um S. Afriku er álika merkilegur og landhelgisáróður Breta við Is- lendinga. „Landráðanefnd,” sem ég uppnefni einhverja stofnun, sem bætir kærulausum fasteigna- eigendum tjón, sem þeir verða fyrir, af þvi þeir tima ekki að tryggja og skaða þvi sam- borgarana af engu tilefni. Hvers vegna skyldi ég ekki átelja stjórnarfar á tslandi. Sem rikis- borgari vil ég gjarnan flytja til baka EF ég fengi eitthvað betra en ég bý við. Hvernig eiga aularnir á Islandi að rétta sig við, ef þeir vita ekki, hvernig aðrar þjóðir búa? Hvers vegna er nautakjöt 5 sinnum dýrara á Is- landi en hjá eyðimerkurbúum? Hvi er flaska af rauðvini 20-30 sinnum dýrari hjá þjóð, sem hef- ur hefur engan her á launum? Hvers vegna er „Landkrabbi” feiminn við að birta nafn sitt? Ekki skammast ég min fyrir mitt, enda engin ástæða til. Er „Landkrabbi” kannski „þekktur slagsmálahundur eðá þekktur innbrotsþjófur,” eins og skáldið segir? Viggó Oddsson, P.O. Box 61399 Marshalltown, Johannesburg, S. Africa. Skóla- krakkar í undir- skriftum ÓH simar: „Hafa menn tekið eftir þvi, að undirskriftasöfnun Varins lands er einskorðuð við þá, sem „komnir eru til vits og ára,” þ.e. þá, sem hafa fengið kosningarétt. Mér virðist þetta sama ekki gilda um þá, sem rembast eins og rjúpa við staur að halda áfram tafarlausri uppsögn varnar- samningsins. I þeirri fylkingu er stór hluti undir kosningaaldri, skólakrakkar, sem takmarkað vit hafa á þjóðfélagsmálunum, en hlaupa eftir hávaðasömum slag- orðum og láta æsa sig upp.” Varið land-afstaða mín Undirskriftir hér tiðum eru I gangi. Nú út um landið mér hermt er að sótt þessi geisi. Það er spurt um, hvort viljum viöhafa herinn Ilandi eða, hvort við viljum stunda hér varnarleysi. Ef ég væri spurður um afstöðu mina til málsins, mátuleg þingmennskulykt yrði af minu svari. Ég er mótfallinn þvl að beita manndrápstólum, og á móti þvi lika að Hjálpræðisherinn fari. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.