Vísir - 31.01.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 31.01.1974, Blaðsíða 6
6 Visir. Fimmtudagur 31. janúar 1974. VÍSIR Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Skúii G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32 (Simi 86611) Síðumúla 14. Simi 86611 (7 linur) Askriftargjald kr. 360 á mánuði innaniands. i iausasölu kr. 22.00 eintakið. Biaðaprent hf. Nixon á niðurleið Senn stendur ekki steinn yfir steini i vörn Nix- ons Bandarikjaforseta og ráðgjafa hans gegn ásökunum um grófa misnotkun forsetavaldsins. Nú siðast hefur verið flett ofan af þeirri fullyrð- ingu, að einkaritari Nixons hafi i misgripum þurrkað út mikilvægan samtalskafla á hinum margumræddu segulbandsspólum forsetans. Rannsókn á böndunum hefur leitt i ljós, að þessi kafli hefur ekki verið þurrkaður einu sinni út, heldur fimm sinnum. Engin leið er að trúa þvi, að mistök hafi valdið þessu. Hitt virðist liggja i augum uppi, að kaflinn hafi verið svo hættulegur Nixon, að ekki hafi þótt duga minna en fimmföld útþurrkun. Nixon hefur nú fórnað nær öllum nánustu sam- starfsmönnum sinum frá fyrra kjörtimabili til að bjarga eigin skinni. Sumir þeirra hafa verið dæmdir, aðrir sæta ákærum, sem án efa leiða til sakfellingar, og loks biða sumir, að höfðað verði mál gegn þeim. Ef Kissinger utanrikisráð- herra er frátalinn, er það ömurlegt og siðlitið lið, sem Nixon hefur safnað að sér á fyrra kjörtimabili sinu. Val hans á samstarfsmönnum nægir eitt til að telja hann óhæfan um að gegna embætti sinu, þótt hann hafi ekki vitað um gerðir þeirra i einstökum atriðum. En málið er alvarlegrá. Með hverri vikunni, sem liður, virðist liklegra, að forsetinn sé sjálfur á kafi i fjóshaugnum. Mikill meirihluti bandarisku þjóðarinnar álitur hann meðsekan aðstoðar- mönnum sinum. Þá eru skattskýrslur hans á eng- an hátt i samræmi við hugmyndir almennings um, hvernig forsetar og forsetaefni eigi að hegða sér. Viðbrögð Nixons við þessari þróun eru svipuð viðbrögðum Agnews á sinum tima. Agnew var hinn hortugasti og neitaði öllum ásökunum, unz spilaborg hans hrundi og hann varð að segja af sér til að komast hjá fangelsisvist. Nixon lætur ekki heldur neinn bilbug á sér finna, þótt stór hluti þjóðarinnar sé farinn að telja hann réttan og sléttan bófa. Þessi afstaða Nixons skaðar mjög flokk hans, þjóð og vestræn riki álmennt. Republikanar sjá fram á fylgishrun i kosningum þessa árs, þótt þeir hafi mörgum ágætum frambjóðendum á að skipa. Og þjóðin sem heild á mjög bágt með að sætta sig við lamaða forustu afhjúpaðs forseta i heil þrjú ár i viðbót. Þar á ofan bætist svo bölið, sem vestræn riki hafa af Nixon, þótt Kissinger kunni að geta fyllt skarðið að meira eða minna leyti. Tregða Nixons við að segja af sér hefur ýtt á eftir undirbúningi þingsins að brottrekstrarmáli. Óvist er þó, að þingið visi Nixon úr embætti, þvi að mörgum þingmönnum er um og ó að taka svo örlagarika ákvörðun. Ef til vill treystir Nixon á varfærni þingmanna. Það eru fleiri en islenzku ráðherrarnir, sem halda dauðahaldi i embætti sin. En niðurlæging Nixons verður ekki minni, þótt hann fórni hagsmunum flokks, þjóðar og vina- rikja fyrir þriggja ára framhaldssetu i forseta- stóli. —JK Veggspjald í Gorky-stræti I Moskvu. Vegfarendur stanza til þess a6 lesa háö og fordæmingar um- Solzhenitsyn og bók hans. — En þvi andsnúnari sem yfirvöld eru bókinni, þeim mun meira er spurt eftir henni hjá fornbókasölum. Þeir lifa af forboðnum ávöxtum iiiiiiiiiin Umsjón: Guðmundur Pétursson „Fornbókasalar á svarta markaðnum i Moskvu hafa þegar úr- skurðað bók Alexanders Solzhenitsyns „Archi- pelago Gulag” fyrir mest seldu bók ársins,” skrifar fréttaritari Reuters, Vincent Buist. Bókin er bönnuð i Sovétríkjunum, eins og lesendur vita, en hún var gefin út skömmu fyrir jól i Paris, og var fyrsta útgáfan á rúss- nesku, en siðan fylgdu aðrar útgáfur á eftir þýddar á fjöllesin tungu- mál. 011 verk Solzhenitsyns eru reyndar bönnuð i Sovétrikjunum. Sjálfum var honum visað úr rit- höfundasamtökunum sovézku ár- ið 1969. Núna i herferðinni, sem farin hefur verið gegn honum, m.a. i lesendabréfum flokksmál- gagnsins, Pravda, og viðar, hefur hann verið kallaður liðhlaupi og föðurlandssvikari. Ekkert af þessu hefur megnað að fæla menn frá þvi að lesa bæk- ur hans. Einu vandkvæðin, sem forn- bókasalarnir og svartamarkaðs- braskararnir i Moskvu hafa við að striða, er að útvega nógu mörg eintök af bókum hans til þess að fullnægja eftirspurninni. Eftirlit- ið er strangt, bæði við landamær- in og i póstinum. En takist hins vegar einhverjum að lauma bók inn i landið, þá er svarta- markaðsverðið himinhátt, marg- falt raunvirði. Fornsalarnir gera sér fulla grein fyrir, þegar þeir bjóða sum- ir hverjir bækur sinar til sölu á gangstéttunum utan við gistihús- in og bókaverzlanir i Moskvu, að forboðnir ávextir bragðast bezt. Bækur, sem stjórnin hefur for- dæmt og bannað, hafa ávallt ver- ið i efsta sölusætinu á bóka- markaðnum siðasta áratúginn. Eftir að bók Boris Pasternaks „Doktor Zhivago” var gefin út á ítaliu 1957, sögðu talsmenn stjórnvalda i Sovétrikjunum, að hann „stæði lægra en svin”, og honum var hótað útskúfun. En „Doktor Zhivago” þaut upp úr Alexander Solzhenitsyn og synirnir Ignati og Yermolai. —■ Hann er nú „jnetsölu- bókar”-höfundur. öllu valdi i sölu á svarta markaðnum i Moskvu, þar til framboðið var orðið svo mikið, að braskarar fengu ekki orðið meira fyrir bókina en nam venjulegu búðarverði. Hins vegar gera fornbókasalarn- ir i Moskvu sér grein fyrir þvi, að þvi fordæmdari sem bókin er og eftirspurnin meiri, þeim mun hærra verðs geta þeir krafizt. Sumir þeirra gera ráð fyrir að fá fimmtánfalt kaupverðið fyrir „Archipelago Gulag”. Þessir söluhákarlar velja sér gjarnan stað til leita að viðskipta- vinum einhvers staðar i grennd við eina af bókaverzlunum rikis- ins, einhverja þeirra, sem kemur notuðum bókum aftur i verð. Þar stöðva þeir viðskiptavini verzlunarinnar, sem ýmist eru komnir til að selja eða til að kaupa eða til að fá bækur metnar til fjár. Braskararnir bjóða viðskipta- vininum gjarnan hærra verð fyrir bókina hans, heldur en hann gæti fengið i fornbókabúðinni. Um leið spyrja þeir oft, hvort viðkomandi hafi fleiri bækur, sem hann gæti hugsað sér að selja. Vilji menn kaupa bók — hvort sem um er að ræða dýrar erl. bækur með myndum eða ræðu- safn Stalins frá þvi fyrir 1938 — þá eru sjaldnast nokkur vandkvæði á þvi, svo framarlega sem menn fást til að greiða sanngjarnt verð fyrir þær. Svartamarkaðs- braskarinn þarf bara að fá sima- númerið og einhvern ákveðinn tima til að hringja á. Þessum simanúmerum er siðan venjulega miðlað til fleiri slikra fornbóka- sala um öll Sovétrikin, og þeir kanna móinn hjá kollegum sinum öðrum. Auðvitað er þetta hrein og skær forvitni, sem veldur þvi, að for- boðnu bækurnar eru svona eftir- sóttar. Þær, sem stjórnin for- dæmir harðast, verða mesta keppikeflið. Það er gamall brandari, að faðir einn, sem gat illa haldið syni sinum að lestri hinna sigildu skálda, fékk einka- ritara sinn til að fjölrita bækurn- ar og smygla þeim snjáðum til sonarins undir þvi yfirskini, að þær væru gefnar út af einhverri neðanjarðarstarfseminni og for- boðnar. Varð drengurinn varla rifinn upp frá lestri þeirra eftir það. Meðal þeirra höfunda, sem mest eru eftirsóttir á bannaða markaðnum, eru Isaak Babel, rithöfundurinn frægi frá þriðja áratugnum. Madeltam, skáldið, sem hvarf i fangavinnubúðum, er annar. Yuri Olasja, sem skrifaði i hæðnistón um skrifstofubáknið, er enn einn. Og Mitail Soszhtenko, sem lýsti lifnaðarhætti Sovét- borgara, er svo enn einn. Þeir eiga það allir sameigin- legt, að bækur þeirra seljast drjúgt á svarta markaðnum. Ilja Ehrenburg, sem starfaði fyrir Stalin, en skrifaði siðan gagnrýni á yfirboðarann sinn fyrrverandi, er mjög vinsæl lesn- ing. — Honum standa litið að baki ýmsar bannaðar endurminningar marskálka, á borð við Sjukov og Rokossovski. Þar má finna atvik úr heimsstyrjöldinni, sem hvergi er að sjá i hinum opinberlega viðurkenndu sögubókum. Það er við þessa, sem bækur Solzhenitsyn keppa, á svarta markaðnum. En reynslan sýnir, að hann ber þar stóran hlut frá borði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.