Vísir - 31.01.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 31.01.1974, Blaðsíða 7
Visir. Fimmtudagur 31. janúar 1974. 7 „FURÐULEGT, HVAÐ KARLMENN ERU HRÆDDIR VIÐ ÞAÐ, SEM ÞEIR KALLA KVENVERK" „Það er alveg furðulegt, hvað karlmenn eru hræddir við þaö sem þeir kalla kvenverk. Það er lika synd, þar sem vefnaður var áður nánast ein- göngu verk karlmannsins. Hér hefur til dæmis verið eingöngu kvenfólk. Það var núna i fyrsta skipti, sem karlmaður var inn- ritaður á siðasta námskeið, og það er einn, sem hefur látið inn- rita sig núna. Annars er öllum heimiil aðgangur, og I vetur var sú yngsta á námskeiði 14 ára gömul”. Þetta sögðu fjórar stúlkur, sem við heimsóttum eit kvöldið fyrir stuttu niðri i Myndlista- og handiðaskóla íslands, en þær hafa i vetur séð um textile-nám- skeið, sem standa yfir i þrjá mánuði hvert, tvisvar i viku, og eingöngu á kvöldin, þannig að þeir sem hefðu áhuga, ættu að geta gefið sér tima, ef vinnan kallar ekki. Það eru þær Sigriður Jóhannsdóttir, Ragna Róberts- dóttir, Asa ólafsdóttir og Friður ólafsdóttir, sem kenna á þess- um námskeiðum. Allar hafa þær lokið prófi frá skólanum sjálfum og svo menntazt erlendis. Friður er til dæmis fyrsti sérmenntaði fatahönnuð- ur á islandi, en hún lauk 4ra ára námi frá listiðnaðarskóla i Berlin i haust. „Að hafa fatahönnuð er alveg nauðsynlegt”, sögðu þær stúlk- urnar. „Það er smám saman að aukast skilningur á öllum tex- tile, þetta er ekki bara sauma- klúbbsstarfsemi”. Hægt er að velja um fjórar greinar á námskeiðunum: almennan vefnað, tauþrykk, „Það er lika synd, þar sem vefnaður var áður nánast eingöngu verk karlmannsins." myndvefnað og sniðteikningu. Sigriður kennir almennan vefnað, Ragna tauþrykk, Ása myndvefnað og Friður sniðteikningu. Þetta er i fyrsta sinn sem sniðteikning er kennd á námskeiði, en hinar greinarnar hafa verið kenndar áður i skól- anum. Mjög góð aðsókn er i myndvefnað og almennan vefnað en nokkru minni i tauþrykk og sniðteikningu, en fólk hefur komið alveg frá 14 ára aldri og upp i 60 ára — nema karlarnir. „Aðsókn hefur aldrei verið eins mikil og i ár á námskeiðin i skólanum”, sögðu þær stúlkurn- ar okkur. „Við vinnum eftir Silkiþrykk verður stöðugt vinsælia og hér má sjá nokkuð af verkum nemenda. Það er Ragna Róbertsdóttir, sem kennir tauþrykkið. Við tauþrykk er vel hægt að vinna heima, og hvað snið- teikningu snertir, þá er grunnundirstaðan kennd, en komið verður á framhaldsnám- skeiði. Þá eiga nemendur að geta teiknað snið og mátað og verið i sjálfstæðri vinnu að þvi loknu. Og þannig mætti áfram telja. ,, Uppgötvum hæfileikamanneskjur". „Við leitum mikið eftir þvi, að fólk vinni sjálft, geri sjálft sitt eigið mynztur og fái ekki uppskriftir úr blöðunum. Það er mjög erfitt fyrst. Fólk vill fá fyrirmynd, biður um blöð og mynztur, en það er svo gaman að upplifa það, að fólk getur gert þetta sjálft. Og það kann að meta það að geta gert hlut, sem það hefur algjörlega skapað sjálft. Við uppgötvum þvi hæfi- leikamanneskjur. „En maður tekur eftir þvi, að konur hafa minnimáttarkennd, þær vanmeta sig”, sagði Ása. „Og ekki aðeins i sambandi við þetta, heldur margt annað. En það þarf bara að koma fólki af stað. Þjóðfélagið hefur bara verið svo duglegt að grafa undan konum, að þær geti nokkuð, og lika það að benda karlmönnum á, að þetta sé kvenmannsvinna”. Erum aö reyna að byggja upp sem kvöldskóla „Við erum að reyna að byggja námskeiðið upp sem kvöld- skóla. Við höfum reynt að fá þetta viðurkennt af mennta- málaráðuneytinu, og þetta er að ströngu kerfi, en fólk kemur aftur og aftur. Þrir mánuður eru nefnilega ekki langur timi fyrir fólk, sem vill virkilega læra. Hámark eru 10 manns i hverju námskeiði. 1 verklegri kennslu er erfitt aðhafastærri hóp.Fólk kemur svo tvisvar i viku i allt, nema vefnaðinn, sem er 3 kvöld i viku”. „Fólk getur svo unniö sjálfstætt". Að loknu námskeiði geta menn svo unnið sjálfstætt, að sögn kennaranna. Fyrir þvi ætti að vera grundvöllur. Margir kaupa sér til dæmis vefstól, eða hafa átt áður en námskeið hófst. tengjast skólanum meira . Hingað kemur alls konar fólk, handavinnukennarar, sem vilja kynnast meiru, nemendur úr þessum skóla og öðrum, og svo fólk, sem hefur hugsað sér að vinna við eitthvað þessu likt heima. Við höfum lika fengið hingað erlent fólk. 1 vetur var hér ein áströlsk kona. Ein frönsk var hér i fyrra, og svo fáum við brezkar ameriskar og skandinaviskar.” Og það er mjög gaman að kenna á námskeiðunum, segja þær, kennararnir. Andinn er geysilega góður og samstaða rikjandi. Margar koma jafnvel og vinna fyrir utan námstim- Hér leiöbeinir Sigriöur einni stúlkunni á námskeiöinu I almenn- um vefnaði. Klippt og kiippt, ofiö aftur, og útkoman er þykkt og geysi- fallegt teppi. listamenn hérna. Þetta er stórkostleg þróun”, varð Ásu að orði. Og það sama má segja um allar greinarnar. Fólk lærir silkiþrykk, sem verður sifellt vinsælla núna, og margir listamenn hafa nýtt sér það, t.d. Andy Warhol, sem flestir munu kannast við. Alls kyns mottur, teppi, löber- ar og fleira verður árangurinn úr almennum vefnaði, og eftir sniðteikninguna ættu menn ekki að vera i vandræðum með að koma sér upp nokkrum fataleppum. ann. Þær gefa sé tima um helgar og koma þá. Á þeim hlutum, sem við feng- um að kikja á eftir nemendur, má sjá, að þeir hafa smátt og smátt tekið geysilega miklum framförum. Myndvefnaðurinn er kannski helzta dæmið um það, en þar setti Asa upp fyrir okkur eins konar þróunarsögu nemendanna. Fyrst hafa þeir byrjað hægt og hikandi, en fært sig svo upp á skaftið. Ein hafði til dæmis byrjað að vefa figúru, en endaði með þvi að vefa mynd af sjálfum biskupi tslands. „Ég sé þvi, að ég hef verið með tóma Hún var aö ganga frá einum árangri námskeiðisins, teppi. Þetta er siöasta kvöldiö á nám- skeiöinu, en fólki cr gefinn kostur á að halda áfram. „Ég hef veriö meö tóma listamenn hérna,” sagöi Asa um myndvefnaöinn, en hér má sjá eins konar þróunarsögu nemendanna, frá upphafi tii loka. Umsjón: Edda Andrésdóttir Litið inn í textile-námskeið í Myndlista- og handíðaskólanum, þar sem menn eiga kost á að lœra almennan vefnað, tauþrykk, myndvefnað og sniðteikningu L muammmmmmmmmmmmtnm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.