Vísir - 31.01.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 31.01.1974, Blaðsíða 1
64. árg. — Fimmtudagur 31. janúar 1974. — 26. tbl. Fóru létt með hœttu- legasta mótherjann! t — og Islandsbikarinn í handknattleik fer enn einu sinni til Hafnarfjarðar Sjá íþróttir í opnu „Aðeins ögn af því sem koma skal" — segir Hjálmar Vilhjálmsson um loðnuvertíðina — Sjá baksíðu Z HÖGGVIN Y BORGIÐ — sjá bls. 3 9 milljónir nafna sprengja nafnnúmera- kerfið — bls. 2 Frestur á illu beztur? — oft þeir sömu, sem biðja um frest á skilum skattframtalanna — baksíða Nixon fékk gott klapp Þingmenn fulltrúadeildar- innar geröu góöan róm aö máli Nixons Bandarfkjafor- seta i gærkvöldi. Aö minnsta kosti tvivegis stóöu margir þingfulltrúar úr sætum og klöppuðu fyrir yfirlýsingum Nixons. — Ræðu þessari var sjónvarpað. Sjá bls.5 ÁVARP 170 FRAMSÖKNARBRODDA LOKS BIRT (AD HLUTA): „Undirskríft eðlileg" — sögðu þeir er þeir gengu á fund forsœtisráðherra í gœrdag — eru á móti því að herinn hverfi af Keflavíkurflugvelli Forsætisráöherra var hinn alúðlegasti við flokksbræöur sína, sem komu til fundar viö hann í gærdag. Hann brá sér af fundi á Aiþingi til aö taka á móti ávarpi þeirra gegn brottför hersins, en kunnugir telja, að Ólafisésú yfirlýsing ekki óljúf.til mótvægis viö „Möðruvellinga” og aðra slika óþæga flokksmenn. A myndinni hér aö ofan eru auk forsætisráöherra þeir Björn Guðmundsson, Björn Stefánsson, báöir starfsmenn Sambandsins og Óskar H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Osta og smjörsölunnar. framsóknarmönnum vlðsvegar aö af landinu. Er það að hluta til birt i Timanum i morgun, og þar kemur fram, að 170 menningarnir hvetja til viðsýni, varkárni, fyrirhyggju og raunsæs mats á utanrikismálum þjóðarinnar. Lýsa þeir yfir andstöðu við uppsögn varnarsamningsins nú, og telja þeir ekki timabært að gera grundvallarbreytingar á núverandi kerfi öryggismála Islands og samstafi á þvi sviði við Atlantshafsbandalagið og Bandarikin. Ávarp þetta hefur legið nokkra undanfarna daga hjá Timanum, en ekki fengizt birt fyrr en i dag. Mun samþykkt framkvæmda- stjórnar Framsóknarflokksins, sem kom i Tímanum siðastliðinn laugardag, vera svar við þessu ávarpi. Þar er lýst yfir fullum stuðningi við tillögur Einars Ágústssonar utanrikisráðherra i varnarmálum og flokksmenn einnig varaðir við að taka þátt i nokkurs konar úndirskriftum um varnarmálin. I þeim hluta ávarps 170 menninganna, sem ekki er birtur i Timanum i dag, kemur fram, að þeir telji eðlilegt, að fólki gefist kostur á að lýsa skoðun sinni með undirskriftum. Enda er efni ávarpsins i fullu samræmi við stefnu „Varins lands”. 1 hópi þeirra 170 framsóknar- manna, sem undirrita ávarpið, eru menn alls staðar af landinu og þar á meðal ýmsir forustu- og frammámenn flokksins. Má þar meðal annars nefna þá, sém helzt beittu sér fyrir ávarpinu: Heimi Hannesson varaþingmann, Tómas Karlsson, annan stjórnmálaritstjóra Timans, Jón Kjartansson for- stjóra, sem setið hefur á þingi fyrir Framsóknarflokkinn, Vilhjálm Jónsson, forstjóra Oliu- félagsins og Sigurjón Guðmunds- son, fyrrverandi ritara flokksins. t hópi undirskrifenda eru margir af forustumönnum sam- vinnuhreyfingarinnar, og þó að þar sé ekki nafn forstjóra Sambandsins, Erlends Einars- sonar, mun hann hafa starfað að undirbúningi ávarpsins og vera efni þess fylgjandi. Sama mun gilda um fleiri forustumenn Framsóknarflokksins, sem ekki töldu sér henta að skrifa undir, þó að þeir styðji efni þess. Má þar nefna þingmennina Jón Skafta- son, Björn Fr. Björnsson og vara- þingmanninn Tómas Árnason Mikill fjöldi af miðstjórnar- mönnum Framsóknarflokksins er meðal undirskrifenda en megin- markmið þeirra mun vera að benda á, að timi sé kominn til aö „Raunveruleg stefna’flokksins i varnar- og utanrikismálum komi fram. Venjan hefur verið sú, að flokkurinn hefur verið linur við vinstri menn sina i varnarmálum utan stjórnar, en hvorki hreyft legg né lið i þeim málum i stjórnarsamstarfi. Þessi 170 manna hópur telur stuðning við vestræna samvinnu hina raunverulegu stefnu Fram- sóknarílokksins i varnarmálum og vill nú hefja hana til vegs. Talið er, að Ólafi Jóhannessyni sé þetta ávarp ekki óljúft. Hafi honum þótt timi til kominn, að þessi armur flokksins léti i sér heyra til mótvægis við háværa „Möðruvellinga” og aðra. —ÓG Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra heilsaði flokksfélögum sinum ljúfmannlega, um leið og hann gekk inn um dyr stjórnarráðshússins við Lækjargötu rétt rúmlega hálffjögur i gærdag. Kom hann i sama mund og hinir sið- ustu af 32 flokks- félögunum, sem þar voru mættir til fundar við foringja sinn. Reyndar hafði Ólafur orð á þvi, að hann hefði þurft að fara frá óloknu verkefni á Alþingi. For- sætisráðherra tók siðan af sér yfirhöfnina og bauð gestum sinum til fundarherbergis sins. Erindi hópsins, ýmissa forustu- manna Framsóknarflokksins, var að afhenda formanninum ávarp um utanrikis- og varnar- mál, undirritað af 170 Framsóknarmenn ganga á fund ÓlafsJóhannessonar meö ávarpiö gegn ótimabærri brottför varnar- liðsins. Fremst á myndinni eru þeir Gunnar Þorsteinsson, viö- skiptafræðingur, Vilhjálmur Jónsson, forstj. oliufélagsins og Tómas Karlsson, annar stjórn- málaritstjóri Timans. Aftar eru Alfreð Þorsteinsson borgarfull- trúi, Jóhann H. Nielsson lög- fræðingur og Þorsteinn Hannes- son söngvari. Matsveinar fengu 18% hœkkun í þrem nföngum - samið til tveggja árn „Þetta gekk allt með friði og spekt og við vor- um ekki einu sinni búnir að sitja samningafundi nema innan við 50 klukkustundir," sagði Hallgrímur Jóhannesson formaður Félags mat- reiðslumanna í viðtali við Vísi i morgun. Samningar náðust milli mat- reiðslumanna og veitinga- manna klukkan rúmlega sex i morgun, en þá hafði fundur staðið siðan klukkan niu i gær- kvöldi. Var þetta sjöundi fundur deiluaðila, en sá fyrsti með sáttasemjara. „Kröfur okkar voru um 25% launahækkun fyrir fundinn i nótt, en við sættumst á 18% hækkun i þrem áföngum,” sagði Hallgrimur ennfremur. Laun hækka strax um 10%, en siðan um 4% 1. september á þessu ári og um önnur 4% 1. april 1975. Samningarnir gilda til tveggja ára eða til 1. desember 1975. Auk þess náðist samkomulag um starfsaldurshækkanir og einnig vaktaálag fyrir nema, en Félag matreiðslumanna semur fyrir þá. 1 félaginu eru um það bil 150 matsveinar, en þeir samningar. sem gerðir voru núna, gilda fyrir rúman helming mat- sveina. Hinir eru á kaupskipa- flotanum, og sagði Hallgrimur Jóhannesson, að ekki hefði enn verið boðað til fundar um kjör þeirra, en samningar þeirra eru lausir. —-ÓG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.