Vísir - 31.01.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 31.01.1974, Blaðsíða 3
Vísir. Fimmtudagur 31. janúar 1974, 3 HORFIN YPSILONIÐ EKKI í HÆTTU Stafsetningarnefnd ríkisstjórnarinnar hefur skiiað ólitsgerð sinni og tillögum. Þar er afndm z veigamesta breytingin. Einn nefndarmanna vildi fella niður y og ý og nn í enda orða Nokkrir þingmcnn hafa tekið sig saman og hafið baráttu fyrir endurreisn bókstafsins Z i ritmáli. Þeir Sverrir Hermannsson, Ellert Schram, Bjarni Guðna- son og Helgi Seljan hafa lagt fram þingsályktunartillögu, svo sem kunnugt er. Fyrstu umræðu var frestað og málinu visað til allsherjar- nefndar. Nú hefur svo menntamála- ráðuneytið sent frá sér álitsgerð stafsetningarnefndar. Staf- setningarnefnd var skipuð af Magnúsi Torfa Ólafssyni menntamálaráðherra i fyrra- vor, og fól hann nefndinni að endurskoða núgildandi staf- setningu og greinarmerkja- setningu og gera tillögur að nýjum reglum. Nefndin lagði svo til i haust, að z yrði lögð niður. Afnám z veiga- mesta breytingin Alitsgerð stafsetningar- nefndar er löng og ýtarleg. Eru tiundaðar þær tillögur, sem nefndarmenn komu fram með, könnuðu, rökstuddu og ræddu. Heildarniðurstaðan af starfi nefndarinnar er sú, að hætt hefur verið að kenna reglur um ritun z. Einnig lagði nefndin til smávægilegar breytingar varð- andi reglur um notkun upphafs- stafa i orðum. Þannig vill nefndin að framvegis verði þjóöaheiti eftirleiðis skrifuð með litlum staf, svo sem íslend- ingur, svlio.s.frv. Þá koma lika til álita breytingar á reglum um greinarmerkjasetningu. Nefndarmenn greindi nokkuð á varðandi upprunasjónarmið og framburðarsjónarmið i staf- setningu. Einn nefndarmanna, Indriði Gislason lektor, hallaðist i rikari mæli en hinir nefndarmennirnir fjórir að framburðarsjónarmiðinu, og skilaði Indriði séráliti. Vill Indriði leggja til, að allar stafsetningarreglur verði ein- faldaðar, m.a. vill hann hætta að rita y og ý og hann vill hætta að kenna mönnum að rita aðeins granna sérhljóða á undan ng og nk. Indriði vill lika kanna til þrautar, hvort ekki geti verið til bóta aðrita eitt ni áherzlulitlum eða áherzlulausum atkvæðum i stað nn. ,,Hvað dvelur okkur?” Sérálit Indriða Gislasonar lektors er fróðleg lesning, þótt sumum finnist það eflaust einum of byltingarkennt. Indriði segir að lokum: ,,Nú fer fram viðtæk endursköpun móður- málskennslu á skildunámsstigi. Þar beinist athigli first og fremst að málinu sjálfu, notkun þess. Sá þáttur hefur of leingi verið vanræktur en tima eitt i formsatriði og orðið að litlu gagni. Það er ekki sist vegna þessarar stefnubreitingar að okkur er áriðandi að eignast stafsetningu sem nokkuð hefur verið leist úr viðjum hins formlega uppruna — létta staf- setningu, góða stafsetningu. Okkur er i lófa lagið að eignast slika stafsetningu án þess að rjúfa teingsl við bókmál okkar. Hvað dvelur okkur?” Formkerfi ritmálsins Auk Indriða Gislasonar lektors, sátu i stafsetningar- nefndinni þeir Baldur Ragnars- son kennari, Gunnar Guðmundsson skólastjóri, Kristinn Kristmundsson skóla- meistari og Halldór Halldórsson prófessor, sem jafnframt var skipaður formaður nefndar- innar. Segir I formála fyrir álitsgerð nefndarinnar, að „veigamestu breytingartillöguf nefndarinnar eru annars vegar afnám z og hins vegar mikil einföldun á kommusetningarreglum og að nokkru öðrum greinarmerkja reglum..Þá má telja það mikil- vægt, að stafsetningárnefnd hefir gert tillögur um atriði, sem aldrei hafa gilt stjórnskip- aðar reglur um. Má þar t.d. nefna stóran og lftinn staf, eitt eða tvö orð o.fl.Nefndin hefir oft ekki viljað breyta þeim reglum, sem nú gilda, þótt hún hafi komið auga á aðrar einfaldari. Sem dæmi mætti nefna, að enginn vafi leikur á þvi, að það myndi horfa til mikillar einföld- unar að rita alltaf n i stað nn i áherzlulausum atkvæðum i enda orða. En með þvi að nefnd- inni virtust önnur atriði þar þyngri á metunum, þ.e. form- kerfi ritmálsins, lagði meiri- hluti hennar til, að engin breyting yrði gerð”. Þá segir i formála álits- gerðarinnar, að andspyrna gegn afnámi z hafi orðið meiri en nefndin hafi gert ráð fyrir. Og þá er eftir að sjá, hvernig tillögum stafsetningarnefndar verður tekið — eða hvort fimm- menningarnir hafi til einskis setið á rökstólum allt s.l. sumar, og zverði aftur tekin upp. Það virðist vera talsvert þingfyigi nú með z, en reyndar merkir samþykkt þingsályktunartil- lögu ekki að eftir henni verði farið, þótt erfitt yrði fyrir menntamálaráðuneytið að horfa fram hjá slikri samþykkt. —GG AFBROTAUNGLINGAR í BRENNIDEPLI „Það er mjög erfitt að segja til um breytingar á fjölda afbrota unglinga, eða aðrar breytingar á þeim, þvi skýrslur um það eru ekki til ”, sagði Hiidigunnur ólafsdóttir afbrotafræðingur I viðtaii viö Visi. Hildigunnur er frummælandi á fundi, sem félag sérkennara heldur í kvöld. Fundurinn á að fjalla um afbrotamál barna og unglinga. „Seinustu heillegu skýrslurnar, sem gerðar hafa verið, eru frá árinu 1968,” sagði Hildigunnur. Að sögn hennar eru algengustu afbrot barna og unglinga þjófnaðir. Þess eru jafnvel dæmi, að unglingar hafi átt aðild að stórþjófnuðum. „En önnur tegund afbrota er fremur sjaldgæf. Oftast eldist þetta svo af unglingunum. Hins vegar hefur drykkjuskapur unglinganna sjálfra sjaldnast afgerandi áhrif á afbrot þeirra. Og aukin drykkja undanfarin ár hefur ekki verið þess valdandi að hafa áhrif á afbrot þeirra,” sagði Hildigunnur. Fundurinn, sem hefst kl. 20.30 i kvöld, er opinn öllu áhugafólki um málefnið. Hann verður haldinn I ráðstefnusal Hótel Loft- leiða. Auk Hildigunnar talar á fundinum fólk, sem hefur nálægt þessum málum komið og haft afskipti af þeim. —ÓH TOMMY OG LEYNIMELUR 13 Á NEMENDAHÁTÍÐ í VERZLÓ Popp-óperan Tommy, sem hijómsveitin Who á heiðurinn af, verður á dagskrá Nemenda- móts Verzlunarskóla tslands, en sú hátið verður haidin um miðjan næsta mánuð. Þá eru Verzlunarskólanemar jafn- framt að æfa leikritið „Leyni- melur 13”, sem sýnt var við gifurlega aðsókn i Iðnó fyrir nokkrum árum. Nemendur skólans eru að sjálfsögðu misjafnlega sviðs- vanir, en þeir hafa fengið reynda leiðbeinendur til að Við sögðum frá ferðadiskó- tekinu Asláki i þriðjudagsblaðinu. Þar stóð, að Aslákur væri eina ferðadiskótekið á landinu. Stjórnandinn, GIsli Sveinn Loftsson, hafði samband við blaðið i gær. Hann baðst forláts á stóryrðum sinum um, að hann væri sá eini. Æskulýsðráð Reykjavikur, hefur haft ferða- diskótek i nokkur ár. Gisli gleymdi þvi bara i viðtalinu. „Þetta feröadiskótek okkar er þáttur I þjónustu Æskulýðsráðs við félög og skóla,” sagði Hinrik stjórna æfingunum. Eru það Jón Hjartarson leikari, sem æfir með þeim „Leynimelinn” og Sigurður Rúnar Jónsson tón- listarmaður, sem auk þess að æfa bæði kór og hljómsveit, hefur einnig unnið allar út- setningar fyrir flutning popp- óperunnar. Kórinn er skipaður 50 söngvurum, sem er heldur stærri hópur en endranær. I hljómsveitina hafa valizt tveir félagar úr hljómsveitinni Náttúru, sem nú er hætt. Sú Bjarnason framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs. „Það er fyrst og fremst ætlað fyrir félagsstarfsemi, sem vinnur að æskulýösstörfum. Þá er hægt aö hringja og panta diskótekið.” Tveir til þrir plötusnúðar sjá um diskótek Æskulýðsráðs, en það er mikiö eftirspurt. Mikil aösókn er I diskótekið, en ekki er hægt að sinna öllum. Sumum er ekki sinnt, þar sem viðkomandi starfsemi er utan ramma æskulýösstarfsem i. Diskótekið kostar 3000 kr. I leigu fyrir kvöldið. —óH hljómsveit lék einmitt á sinum tima langan kafla úr Tommy. Það verður 40 minútna kafli úr óperunni, sem Verzlunar- skólanemendurnir hyggjast taka. Verða þeir þá i búningum, en út i nákvæma sviðsetningu verður ekki farið. Ef vel þykir takast til, er fyrirhugað, að hafa sýningar i Austurbæjarbiói fyrir almenning og bjóða þar upp á bæði leikritið og popp-óperuna. _____________________—ÞJM Ekið á stúlku á gangbraut Tólf ára gömul stúika slasaðist mjög aivarlega I gærdag, er ekið var á hana. Stúlkan var að fara yfir gangbraut á Hafnargötu i Keflavik. Með henni voru tvær vinkonur hennar. Bill kom aövifandi og ók á tvær stúlknanna. önnur meiddist iitil- lega á fæti, en hin hlaut mikil innvortis meiðsli. Hún fór i aðgerð á sjúkrahúsinu i Keflavik og er nú talin úr ailri lifshættu. Mikil hálka var á Hafnarbraut- inni. Ekki kom i Ijós, að bílstjórinn hefði ckið óeðlilega hratt. Hins vegar mun hann ekki hafa tekið eftir stúlkunum nógu timanlega til að geta hemlað. Skyggni var ágætt, er slysið varö, en það var i hádeginu. —ÖH Áslákur er ekki einn í heiminum „BLOMSTRANDI FYRIR FRAMAN GLUGGANN MINN í FEBRÚAR" „Ég er venjulega meö túli- pana blómstrandi fyrir framan gluggann minn i febrúar,” sagöi Emil Guömundsson, móttöku- stjóri á Hótel Loftleiðum, en þegar Visismenn áttu þar leið um i gær, komu þeir auga á gróður, sem var að skjóta upp kollinum i snjónum og kuldanum, sem maður hefði trúað, aö hefði ekki beint heilla- vænleg áhrif. Það mætti ætla, að þetta væru túlipanar af sérstakri gerð, en ástæðuna fyrir þessu kvað Einil vera þá, að sundlaugin og gufu- baðið á hótelinu væri þarna fyririnnan og gufan streymdi út og yrði eins konar vermir. Þrjár vikur eru nú siðan þeir á Loftleiðum tóku eftir þessu, og liklega verða þar blómstrandi túlipanar iöngu fvrir hinn rétta tima. EA Nýr minjavörður í Árbœ Nýr minjavöröur hefur nú verið ráöinn til Arbæjarsafns, og er það Nanna Hermannsson, að sögn Hafliða Jónssonar garð- yrkustjóra. Nanna starfar nú viö þjóö- minjasafnið i Færeyjum, en væntanlega tekur hún við starfinu i Arbæ með vorinu. Nanna er islenzk i móðurætt, og þó að hún hafi dvalið nokkuð er- lendis, lauk hún námi frá Menntaskólanum á Akureyri, og talar islenzkuna reiprennandi. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.