Vísir - 31.01.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 31.01.1974, Blaðsíða 4
4 Visir. Fimmtudagur 31. janúar 1974. Ryan O’Neal ásamt dóttur sinni Tatum, en þau léku aöalhlutverkin I „Paper Moon.” — Atriðin þurfti stundum að endurtaka margoft vegna þess að Tatum gat ekki fyrir sitt litia líf lært setningarnar utan að. „Hvernig átti ég að vita, aö mitt eigiö barn kæmi til með að stela allri senunni frá mér?” og vinnan er erfið. Mér leið held- ur ekki vel, þegar við þurftum að kvikmynda um kaldar nætur utanhúss og þurftum stundum að endurtaka 40 sinnum atriði, þvi að hún getur ekki fyrir sitt litla lif lært margar setningar utan að. Mér leið heldur ekki vel, þegar hún þurfti að reykja eins og strompur. Ekki henni heldur, en þaö gæti enginn séð, þegar horft er á kvikmyndina.” Tatum gengur i heimavistar- skóla og leiklistina hefur hún lagt á hilluna. Helzt langar hana að veröa hárgreiðslukona eða eitt- hvað slikt. A hárgreiðslustofuna vill hún eingöngu fá negrakonur. „Við höfðum barnfóstru fyrir hana, sem var með dæmigert negrahár, og mesta skemmtun Tatum var að fá að fikta i hárinu á henni.” Umsjón: Edda Andresdottir „Hvernig átti ég að vita að barnið mitt stœli frá mér senunni?" — segir Ryan O'Neal, sem lék aðalhlutverkið ásamt 10 ára dóttur sinni, Tatum, í„Paper Moon" „Hvernig átti ég að vita það, að mitt eigið barn kæmi til með að stela senunni frá mér?” Þetta sagði hinn kunni leikari Ryan O’Neal i viðtali fyrir skömmu, en Ryan og dóttir hans 10 ára, Tatum, léku saman i kvikmyndinni ,,Paper Moon”, sem fyrir nokkr- um vikum siðan var byrjað að sýna i Sviþjóð. Ryan O’Neal og Tatum fara með aðalhlutverkin. Hún leikur litla harða stúlku, sem reykir og er harla villt. Tatum hefur gert svo mikla lukku i þessari fyrstu kvikmynd sinni, að myndin geng- ur oft á tiðum aðeins undir nafninu „Dóttir Ryans.” Það hefur litið borið á þessari litlu stúlku i lffi Ryans, sem hann segir, að sé mikilvægasta konan i lifi sinu. „Hún þarfnaðist min frekar en móður sinnar, segir hann. Hún kom til min og bað um að fá að vera hjá mér. Ég út- skýrði fyrir henni að það væri erfitt, ég væri litið heima og oft mánuðum saman i burtu við kvik- myndagerö. Þá svaraði hún: Ég skal lofa þvi að vera ekki fyrir. Tatum hefur rödd, sem likist helzt marri i gömlum skó, hún er sjálfselsk og löt, en hún á það lika til að vera geysilega dugleg og hörð. Hún er góð litil manneskja, og fyrst og fremst ætla ég að kenna henni náungakærleik. Ég held hún hafi haft nokkuð gott af kvikmyndaleiknum. Ég hikaði, áður en ég ákvað að leyfa henni að taka að sér hlut- verkið. Ég vissi ekki, hvernig áhrif það myndi hafa á hana, hlutverkiðvarenginn barnaleikur, Samband Ninu og Irvings kvikmyndað: Nina kærir sig ekkert um að samband hennar og Cliffords Irving birtist á hvita tjaldinu og hefur hótað málssókn. Nina hótar málsókn, neitaði tilboði um aðalhlutverkið Ráðgert er nú að kvikmynda ástarævin- týri Ninu van Pallandts og Cliffords Irving. En Nina sjálf er aldeilis ekki á þeim buxunum, að ævintýri þetta komi fram á hvita tjaldinu. Hún vill halda þvi fram að kvikmyndin komi til með að skaða mannorð hennar og krefst þess, að kvikmyndataka verði stöðvuð. En vestur-þýzkir kvikmynda- tökumenn eru þegar farnir af stað og ætla sér að taka mynd- ina á Ibiza, þar sem ástarævin- týrið átti sér stað, og þar sem Nina,hitti Irving fyrst. Sögusagnir herma, að mikið veröi um ástarsenur i kvik- myndinni og sagt er, að leik- stjórinn, Peter Schultze-Rohr, byggi kvikmyndina mikið á einu svari Ninu, á meðan á réttar- höldunum yfir Irving stóð. „Hann hefúr ekki haft tæki- færi til þess að sjá aðra en mig, þvi við höfum eytt siðustu 48 timunum I rúminu”, var svar Ninu, þegar dómarinn spurði hana, hvort Irving hefði haft einhverja möguleika á að hitta Howard Hughes i Mexikó. Mótmæli Ninu vegna kvik- myndarinnar hafa þó komið þvi til leiðar, að vestur-þýzka kvik- myndafólkið hyggst -breyta nafniNinu i myndinni I Marina, og læða þvi einhvers staðar að, að likist persónur myndarinnar I einhverju þeim Ninu og Cliff- ord, þá sé það aðeins tilviljun. Framleiðandinn, Henry Kolarz, á erfitt með að skilja reiði Ninu: „1 myndinni kemur stúlkan fram á miklu geðfelld- ari hátt en i raunveruleikanum, og við buðum meira að segja Ninu sjálfri að fara með aðal- hlutverkið.” Nina svaraði tilboðinu með hótun um málsókn, og hlut- verkið fékk i staðinn leikkona frá MUnchen, Eva Christian. Clifford Irving hefur hins veg- ar farið fram á 10 þúsund doll- ara greiðslu fyrir notkun á sögu hans, en með hlutverk hans fer Horst Frank. Irving fer fram á 10 þúsund doliara greiðslu fyrir kvikinynd- un á ástarævintýri hans og Ninu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.