Vísir - 08.02.1974, Page 3

Vísir - 08.02.1974, Page 3
Vísir. Föstudagur 8. febrúar 1974. 3 Eins og aörir flugmenn þurftu flugstjórarnir á Concorde aö athuga meö veöurútlit á leiðinni tii Alaska. Hér eru þeir staddir uppi i veöurstofunni á Kefiavikurflugvelli. viðskiptafræðinemarnir liklega komið sem fulltrúar tilvonandi farþega vélarinnar. Blaðamenn fengu ekki að fara um borð. Þótti mörgum það súrt, sérstaklega þeim, sem vildu fullvissa sig um, hvort gluggarnir á þotunni væru stærri eða minni en skráargöt. Þótt engir væru farþegarnir um borð, var flugfreyja meðferðis. Hún setti upp angistarsvip er hún steig út i kuldann, en bráðnaði fljótlega aftur þegar hún var komin innan um lopann og heklið i Icemart. Apspurð sagði hún, að allt gengi mjög fljótt fyrir sig um borð i þotunni. Væri þó hraðinn á fram- reiðslunni nógur fyrir á ,,hæg- fara” þotunum. t viðtali við Visi sagði einn hinn franski kafteinn þotunnar, að ferðinni væri heitið til Alaska til að gera ýmsar tilraunir með þotuna i köldu loftslagi. Var hann alveg a þvi, að það væri alveg nóg að koma til- tslands til að finna kalt loftslag. -ÓH. Kafteinninn og flugfreyjan. Þau voru bæöi eilitið þreytuieg, þótt flugiö liefði reyndar ekki tekiö langan tíma. Ef einhver hefur fengiö staöfestan grun sinn um það, aö hér á landi byggju bara Eskimóar, þá var þaö flugáhöfn Concorde þotunnar, sem lenti á Keflavikurflugvclli i gær. Það sem blasti við þegar dyrnar voru opnaðar á þotunni, var hópur fólks, og mikill meirihluti hulinn stórum og þykk- um Eskimóaúlpum. Á ytra byrði voru þetta kannski Eskimóar, en innani voru áhugasamir ts- lendingar um flug, sem klæddu nistingskuldann svo rækilega af sér. Eflaust hefur mörgum brugðið, sem héldu alltaf að Concorde væri einhver risaþota. Hún er langtum minni en DC-8 þotur Loftleiða, og tekur raunar ekki nema um hundrað farþega. Það eru hin háu hjól hennar sem gera hana svo vigalega á myndum. Móttökunefndin á flugvellinum samanstóð af samgönguráð- herra, forstjórum flugfélaganna, flugmálastjóra og svo nokkrum viðskiptafræðinemum. Hafa Með sigið nef og miklum hávaða skellti Concorde vélin sér niður á eina flugbrautina á Kefla- víkurflugvclli. Concorde er út- lits lik og risastór hræfugl, til- búinn að liremma bráðina. ► 173.000 tonn komin á land — Börkur enn með 800 tonn á austurleið Nú eru 173.000 tonn af loðnu komin á land. Afl- inn i gærdag var 11.920 og voru það 54 bátar, sem tilkynntu sig til lands með þann afla. í nótt frá miðnætti til- kynntu 13 bátar afla, samtals 3.160 tonn. Þessi afli fékkst á fjórum veiði- svæðum, 2., 3., 4. og fimmta. P.eyndar var aðeins einn bátur á 2. veiðisvæði, sem er frá Ingólfs- höfða að Dyrhólaey. Hinir bátarnir voru vestar með Suður- ströndinni og allt vestur fyrir Grindavik. A þessum slóðum var gott veður i nótt. en nú er bræla og bylur fyrir austan. Þeir 13bátar. sem tilkynntu um afla i nótt dreifast á allar hafnir frá Reykjavik og austur á Nes- kaupstað. 1 fyrrinótt fylltist i Bolungavik, þannig að enginn fer vestur i bili. Þeir bátar. sem nú dreifa sér á hafnirnar. fylla i þau skörð. sem orðið hafa i þróm verksmiðjanna á þessum stöðum. Börkur varð aflahæstur i nótt. Hann fékk 800 tonn og ætlar aust- ur með þau. Sigurbjörg frá ólafs- vik og Viðir NK fengu 270 tonn og ætla báðir til Neskaupstaðar. Héðinn kemur með 330 tonn til Hafnarfjarðar. cn aðrir bátar. sem afla fengu i nótt. voru með undir 270 tonnum. —GG Snillingarnir sœkja sig Guðmundur, Friðrik, Ciocaltea og Smyslov unnu í gœrkvöldi. Friðrik efstur á Reykjavíkurmótinu „Snillingarnir okkar eru að sækja sig. Þetta voru skemmti- legar skákir i gærkvöldi", sagði sérfræðingur okkar i gærkvöldi. Friðrik vann Magnús af öryggi og tók þar með forystu I mótinu. Guðmuiulur Sigurjóns- son vann Július, en hins vegar tapaði Ingvar fyrir Ciocaltea. „Ciocaltea vann Ingvar með talsvcrðum glæsibrag. Einkum var það undir lokin, að Ingvar fór illa með hrókana sina", sagði sérfræðingurinn. Guðmundur Sigurjónsson Smyslov vann ögaard. Smys- lov átti ekki i neinum erfiðleik- um með Norðmanninn, enda miklu reyndari skákmaður. en Ogaard var fullkomlega rólegúr gegn heímsmeistaranum fyrr- verandi. þótt hann hefði litið gegn honum að segja. ögaard stefnir að þvi að ná sér i alþjóð- lega titilinn. og kannski tekst það von bráðar. en hann er að- eins tvitugur að aldri. Bronstein og Velimirovic sömdu um jafntefli eftir fáa leiki. ..Þetta var rakið stór- meistarajafntefli '. sagði sér- fræðingurinn. ,,Þeir gera þetta oft. semja um jafntefli og vilja þá hvila sig undir átökin gegn þeim veikari. Þeir viðurkenna það reyndar seint. að um sam- komulag sé að ræða — og stund- um er það nú. að skákirnar hjá þeim sterku fara i þennan jafn- teflisfarveg". Skákir Forintos og Jóns Kristinssonar. Kristjáns og Trinkovs fóru i bið, og töldu sér fræðingar á Kjarvalsstöðum i gær. að landarnir hefðu tapað þeim biðskákum fyrirfram. Forintoser a.m.k. með gjörunn- ið og Trinkov hlýtur að vinna Kristján. Kristján fór að herma eftir Fischer i bvrjun. en tókst ekki betur en svo. að Trinkov hefur nú betri stöðu. Biðskákir verða teíldar i kvöld að Kjarvalsstöðum. en fimmta umferð verður tefld á morgun. laugardag. Þá hefst tafl klukkan 13.30. og teflír þá Trinkov við Guðmund. Jón Kr við Kristján. Magnús við Forin- tos. ögaard við Friðrik. Frey- steinn við Smyslov. Ingvar við Benóný. Velimirovic við Ciocal- tea og Július við Bronstein. t gærkvöldi var frestað skák Benónýs og Freysteins vegna lasleika þess fyrrnefnda. Friðrik hefur nú 3 1/2 vinning. en Bronstein. Smyslov og for- intos koma fast á hæla honum. Smyslov á biðskák sem fleytir hans vinningatöln jafnvel upp i fjóra i kvöld. —GC>

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.