Vísir


Vísir - 16.02.1974, Qupperneq 2

Vísir - 16.02.1974, Qupperneq 2
2 Visir. Laugardagur 16. febrúar 1974. risntsm-- Er nóg af skemmtistöðum fyrir ungt fólk i borginni? ■■■■■■■■BHHBBBMHHHnflHBHIHHSnHBBHHSnMBnHHHBBBMnHBHnMSBOHmB LESENDUR HAFA ORÐIÐ ■■■HHHHHHHHHHHHHBHHBHHHHHBBHHHBHHBHHniiSUfliJHUHHBBBHBHEflHBHHHBHHHRHBHHHHBHHHBHI VISIR Pyrstur með fréttirnar Hve lengi viltu biöa eftir fréttunum? Vlltu fáþuuhtim til |nii sumdu^urs? Kdaiillu bídu til ii.i'vtu ntK'/iins.' VÍSIK fluur frúttir dujísins i dutl! Birna H. Bjarnason, nemi MH. Nei, það finnst mér ekki. bað vantarstað fyrir 16-20 ára gamla. Tónabær er eingöngu fyrir yngri krakkana, en það er enginn stað- ur fyrir minn aldur. Sjálf er ég 19 ára. Birgir Gunnarsson, verkamaður. bað vantar alveg stað fyrir krakka 17-20 ára. Ég er 17 ára, og mér finnst þvi of ungir krakkar i Tónabæ. Signý Helgadóttir, Hagaskóla. Nei. bað vantar stað fyrir krakka 16-17 ára. Sjálf er ég 16 ára göm- ul. Maður ferð þvi aðallega á skólaböll. Ingibjörg Jónsdóttir, nemi MR. bað er alltof litið gert ráð fyrir fólki yngra en 20 ára. Ég er 18 ára og fór þvi oft i gamla Sigtún. Nú reynir maður aö komast inn i Klúbbinn, ef það er hægt. Haraldur Elvarsson, nemi Laugalækjarskóia. Já, mér finnst alveg nóg af skemmtistöðum. Ég sæki sjálfur Tónabæ, en ég er 15 ára. Ég fer reyndar ekki oft, að- eins annað slagið. En mér finnst ekkert vanta. Eva Guðný borvaldsdóttir, nemi. Nei, þaö er ekki nóg. bað vantar stað fyrir 18 ára og eldri. Ég sjálf er 19 ára, og ég reyni að komast inn i Klúbbinn, þegar ég fer á böll. Mengað lestarloft Geirharður hringdi: ,,Ég starfa við höfnina og þá oftast niðri i lestum skipa. bar er loftslag misjafnt að gæðum eins og gengur og þvi illt, þegar þvi er spillt — meira en brýnasta nauð- syn krefur. Slikt gerist þó oft, eins og t.d. þegar með þessum skipum eru fluttir bilar til landsins. brátt fyr- ir að biia þessa á eftir að selja Pétri eða Páli i landifsem nýja og ónotaða) þá er ekki haft meira við að vanda á þeim flutninginn en svo, að skipafélögin eða verk- stjórar þeirra, bera ekki einu sinni við að hasta á stráklingana, sem leika sér að þvi að láta mótorana ganga, stundum á miklum hraða. — bannig eru þvi tveir eða þrir bilar i gangi i einu, sem allir leggja þvi drjúgt til af baneítruðum útblæstrinum, er siðan mengar loftið i lestinni. Jafnoft kemur fyrir, að unnið er með véllyfturum niðri i lestunum. bá er eins og menn leggi sig i framkróka við að senda niður ein- hver lyftararæskni, sem helzt ekki má drepa á vélinni, þvi þá hafast þeir ekki i gang aftur. bvi dæla þeir þindarlaust útblæstrin- um i lestina allan timann, meðan þeir eru þar niðri. bað undrar þvi vist fáa, þótt ég segi hér, að oft er lúinn verka- maður kominn með hvinandi hausverk, velgju og aðra vanlið- an löngu áður en vinnudagurinn er á enda. Ég hef verið að velta fyrir mér, hvert maður geti snúið sér með kvartanir vegna þess arna. Til skipafélaganna þýðir ekkert fyrir verkakall að snúa sér með vin- samleg tilmæli, til verkstjóranna þýðir ekki heldur að höfða. Og ekki taka strákarnir neinar um- vandanir alvarlega að heldur. Ég hef reynt að bera mig undan þessu við verkalýðs.félagið, en það er eins og ég hitti alltaf svo á, að þeir, sem þetta eiga að láta til sin taka, séu ekki við. Mér er næst að halda, að það sé þó aðeins i orðinu og ég fái þau tilsvör, svo menn geti skotið sér undan öllu veseni út af þessu. Kannski er til eitthvað á vegum þess opinbera, sem eftirlit hefur með öryggi á vinnustööum. bað lætur kannski svona til sin taka. Ef slíkt apparat ræki nú augun i þessi skrif og léti gott af sér leiða á þessum vettvangi, þá þekki ég að minnsta kosti einn, sem yrði þvi feginn. (Kannski bilainnflytj- endur yrðu þvi fegnir lika.) KÚTTER SIGURFARI Getiö hefur verið um það i blöð- um, að hugmynd hefði skotið upp kollinum að fá hingaö til landsins gamlan kútter frá Færeyjum, er var i eigu lslendinga á. sinum tima, og varöveita til minningar um hiö merkilega timabil I sögu okkar — skútuöldina. Hugmynd þessifjekkgóðan byr,og fyrir ein- huga átak fjelaganna I Kiwanis- klúbbnum á Akranesi, sjerstak- lega, hefur draumurinn orðið að veruleika. Gengið hefur verið frá kaupum á kútter Sigurfara, og er hans von með vorinu til sinnar heimahafnar á Akranesi. Sigurfari var um langt árabil I eigu íslendinga, smiðaður i Eng- landi árið 1885 og keyptur til landsins frá Hull 1897. Mörg fyrstu árin áttu Sigurfara og gerðu hann út Pjetur Sigurðss., útvegsbóndi á Hrólfsskála á Seltjarnarnesi, faöir Siguröar, skipstjóra á Gullfossi (fyrsta) og afi Pjeturs Sigurðssonar, forstj. Landhelgisgæzlunnar, og Gunn- steinn Einarsson, skipstjóri i Skildinganesi. Átti Pjetur hann að tveimur þriðju og Gunnsteinn aö einum þriöja. Siðustu all-möre árin hjer heima var Sigurfari i eigu H.P.Duus-fyrirtækisins i Reykjavik og seldur Færeyingum i janúar árið 1920, annar siöustu kútteranna, sem Færeyingar keyptu af okkur, að jeg ætla. Sigurfari var happaskip alla tið og skipstjórar á honum aflamenn I fremstu röð. Eigendur hans i Færeyjum hafa jafnan veriö hinir sömu og gert hann út á handfæra- veiðar ár hvert, þar til fyrir tveimur árum eða svo. Sigurfari verður eign byggðasafnsins I Görðum á Akranesi og varöveitt- ur þar. Til eru myndir af mörgum, ef ekki öllum, gömlu kútterunum og skipshöfnum þeirra. Erindiö meö þessum linum er að leita til fólks um fyrirgreiðslu varðandi þessar myndir. bá, sem kynnu að eiga mynd af Sigurfara og mynd- ir af skipshöfnum hans, fyrr og siðar, svo og af skipstjórum hans, bið jeg vinsamlegast að lána myndirnar til eftirtöku. Hugsað er, aö myndunum veröi komiö fyrir á sjerstökum vegg i byggða safninu og i nánum tengslum við skipið. Æskilegt er, aö myndun- um fylgi skýringar, t.d.: af hverj- um þær eru (þar sem eru manna- myndir) og hvaðan og fl., frá hvaða ári o.s.frv. Einnig óskar safnið eftir mynd- um af öðrum kútterum og skips- höfnum þeirra, með það I huga meðfram, að Akurnesingar voru á sinum tima fleiri eöa færri á öllum kútterunum, sem geröir voru út sunnanlands. Munu þess- ar myndir varðveittar i byggða- safni Akurnesinga og nærsveita sem hinar. Jeg treysti góðu fólki til hins bezta i þessu efni. Og þvi lofa jeg, að eigendur myndanna fái þær aftur hiö bráðasta. Heimilisfang mitt er: Kirkju- hvoll, Akranesi. Simi: 1918. Með kveöju og góðum óskum til hinna mörgu. Jón M. Guðjónsson. FANGAR A FISKIBATUM Litla-Hrauni 11.2.’74 Vegna viðtals þess, er þér höfðuð við Jón Thors i dómsmálaráðu- neytinu og þér birtuð i dagblaði yöar, langar mig að koma með nokkrar athugasemdir i sam- bandi við þetta viðtal. bað er þá fyrst, að það er ekki rétt, sem sagt er, að þeir 5 menn, sem leyft var aö fara á vertið, hafi verið á seinni hluta refsingar sinnar. Mér er kunnugt um það, að að minnsta kosti tveir af þessum mönnum voru ekki búnir að ljúka einum þriðja af refsingu sinni og er það þvi einkennilegt, að maður i ábyrgðarstöðu gagnvart þessum málum skuli fullyrða það gagn- stæða. Eins vil ég eindregið mót- mæla þvi, að útgerðarmenn séu tregir til þess að taka við föngum á báta sina, þó svo ekki sé hægt að neita þvi, að einstaka maður sé með fordóma gagnvart afbrota- mönnum. Ég talaði sjálfur við tvo útgerðarmenn, sem eru með marga báta á sinum vegum og sögðu þeir ekkert vera þvi til fyrirstöðu að fangar fengju pláss á bátum þeirra, þvi þeir vildu allt fyrir okkur gera, ef við vildum hjálpa okkur sjálfir og fengjum aðstoð frá þeim i ráðuneytinu. Hitt er svo annað mál, sem mér er ekki kunnugt um, hvernig gengið hefur að útvega þessum mönnum, sem ráðuneytið losaði, vinnu. bað getur vel verið, að það hafi gengið tregt. bvi miður stóð einn af þessum mönnum sig svo illa, þegar honum var gefinn svipaður frestur og hann réð sig á bát i litlu sjávarplássi, að siðan eru fangar útilokaðir þar, en þetta hindraði ekki hið háa ráðu- neyti að taka þennan mann fram yfir aðra og virðist mér vægast sagt, að þar hafi annarlegar gerð- ir ráðið. Ég get staðið við hvert það orð, sem ég hef sagt i þessari grein, þvi bæði hef ég útgerðar- mennina tii vitnisburðar og hitt er til i opinberum skýrslum. Virðingarfyllst. (fangi) Viðbrögð Jónasar Árnasonar bað var lærdómsrikt at hlusta á Jónas rithöfund Árna son, þegar hann var að grátí örlög Solzhenitsyns og ber; þau saman við örlög Arthur Millers og Guðmunda I Danielssonar og bera samai,1 lifskjör almennings á Spán og i kommúnistarlkjunum. Ég hef bara ekið um Spán þrjár vikur og sá eng^ vopnaða landamæraverð viðbúna til að skjóta á land^ sina. Og ég held, að alþýðan Spáni þurfi ekki að sækja un leyfi til að skreppa 30 kiló metra frá Madrid, en þai þurfa fbúar Moskvu að gera Hárin gægðust ekki út undar sauðargæru Jónasar. bai hreinlega héldu henni hát uppi. Ég veit, að blessui fóstra min hefði ekki náð úi henni i eina smábarnaskó. Er hún hefði getað fléttað margr; álna langt, niðsterkt reipi úi úlfshárunum. betta rifjaði upp fyrir méi viðbrögð íslenzkr kommúnista við byltingunni Ungverjalandi, þegar allui hinn frjálsi heimur var felmtr skginu yfir fúlmennski Rússa. bá var það gæfa ís lendinga, að Vöku-stúdentai höfðu aðstöðu til að mótmæl; kröftuglega. Éf þeir, sem þa ráða núna, og búnir eru ai smána Háskólann, uppáhalds stofnun þjóðarinnar frá 1918 hefðu þá ráðið, hefðu fs léndingar orðið að viðundri augum hins frjálsa heims. Ilúsmóðir

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.