Vísir - 16.02.1974, Síða 9
Visir. Laugardagur 16. febrúar 1974.
9
LÁTTU GANGA UÓDASKRÁ
Þættinum barst bréf um
daginn, sem er þvi miður
nafnlaust. Mér finnst fremur
leiðinlegt, að fá skemmtileg
bréf, sem ekkert nafn fylgir.
Það er hér um bil eins leiðin-
legt og að fá bréf ritað undir
dulnefni eingöngu.
Ég ætla samt að birta áðurnefnt bréf, en
það byrjar á visu, sem ort var út af máli
British Petroleum á sl. sumri.
önsi kærum kastar i
klögumála-lalla.
Mæðist titt við máva gný
Mammons veiðibjalla.
Segir bréfritari, að með orðinu klögu-
mála-lallar sé sennilega átt við löggur eða
lögmenn. Siðan segir hann að visa þessi
minni á aðra alkunna eftir Valdimar K.
Benónýsson um Svein frá Elivogum.
Sveinki freyðir lastalút
létt um skeið og hjalia.
Margeirs hreiður migur út
mannorðsveiðibjalla.
Aðurnefnd visa varð aftur á móti til
vegna annarrar, sem Sveinn hafði ort út
af söfnun Margeirs Jónss. i bækurnar
Stuðlamál á þriðja tug aldarinnar.
Margeirs sálin mærðargrút
mæðist ekki að safna.
Stuðlamálin unga út
eggjum flestra hrafna.
Það hafa trúlega margir gaman af nið-
og skammarvisum, og er sá skáldskapur
merkilegur kapituli i islenzkri visnagerð.
Hitt væri svo kannski skemmtilegt
rannsóknarefni, hve mikið af slikum vis-
um er ort i alvöru og hve mikið i gamni.
Þeim mun t.d. hafa verið vel til vina,
Sveini og Valdimar.
Sigurður Breiðfjörð og Bólu-Hjálmar
gistu eitt sinn á sama bæ i Hrútafirði.
Ortu þeir að skilnaði þessar visur.
Sigurður byrjaði.
Sú er bónin eftir ein,
ei skal henni leyna,
ofan yfir Breiðfjörðs bcin
breiddu stöku eina.
Hjálmar kvað.
Ef ég stend á eyri vaðs
ofar fjörs á línu,
skal ég kögglum kaplataðs
kasta að leiði þinu.
t kvæðinu Erfiljóð um prest eru næstu
visur. Það kvæði orti Bólu-Hjálmar i
gamni við séra Jón Benediktsson i Goð-
dölum.
Þarna liggur letragrér,
lýðir engir sýta.
Komi nú allir hrafnar hér
hans á leiði að skita.
Guði og Mammon særi sór
sanna skyldu rækja,
sem bóndi og djákn i búri og kór
beggja rétt að sækja.
Upp um stigann sá mun seinn,
er svimar á sléttu stræti.
í himnariki hefur ei neinn
lioppað á öðrum fæti.
Hjálmar orti töluvert um presta, og
virðast þeir ekki hafa verið i sérlega
miklu uppáhaldi hjá honum. Eitt sinn er
hann kom að kirkju kvað hann.
Ber mjög litið brúðarskraut
bærinn Krists á þessum stað.
Andlegt drynur inni naut.
Ætli drottinn heyri það?
Næsta visa er úr kvæðinu Hjónaskál.
Var það ort af þvi tilefni, að sextugur
prestur kvæntist tvitugri stúlku.
Ég fer þá að yrkja um prest,
um sem náði beiða.
Vakrari aldrei vissi ég hest
vitis traðir skeiða.
Næsta visa er úr þakkarkvæði, sem
Hjálmar orti til Péturs Péturssonar
biskups. Hafði biskup sent Hjálmari
peningagjöf án þess að láta nafns getið.
Visa þessi misritaðist i siðasta þætti.
Viða til þess vott ég fann,
þótt venjist oftar hinu,
að guð á margan gimstein þann,
sem glóir i mannsorpinu.
Þegar Hjálmari virtist einn af sveitung-
um hans ekki taka undir kveðju hans kvað
hann.
Er hér sálin inni svelt,
andinn þessu veldur tíðar,
hættir eru að geta geit
gamlir seppar Blönduhliðar.
Iðrun skáldsins nefnast siðustu visur
Hjálmars i þessum þætti.
Oft hef ég sáran illa kveðið,
svo út af réttum vegi ber,
l'ær mig blindað funageðið, —
fyrirgef þú, drottinn mér.
Mitt er hjarta kviða kafið,
kvæðin ill ég fyrirlit,
pund i jörðu guðs hef grafið,
grimman standa dóm ég hlýt.
Trúlega er lif margra svipað og Aron
Guðbrandsson lýsir i næstu visu, sem er
jafnframt siðasta visa þessa þáttar.
Yfir lifsins leggjabrjót
leið er mörgum gangan.
Stundum fékk ég storm i mót,
en stundum sól á vangann.
Ben. Ax.
Restin rann upp
eins og púsluspil
Að sex umferðum loknum 1
sveitakeppni Bridgefélags
Reykjavikur er staða efstu sveit
anna þessi:
stig
114
93
93
90
84
60
55
50
1. Sv. Hjalta Eliassonar
2. Sv. Harðar Arnþórss.
3. Sv. GuðmundarPéturss.
4. Sv. Gylfa Baldurss.
5. Sv. Þóris Sigurðss.
6. Sv. Axels Magnússonar
7. Sv. Braga Jónssonar
8. Sv. Sigurðar Sverriss.
Næsta umferð verður spiluð
n.k. miðvikudagskvöld kl. 20 i
Domus Medica.
Skemmtilegt spil kom fyrir I
siðustu umferð milli sveita
Þóris og Braga, sem sannaði þá
staðhæfingu mina síðan um
daginn, að oft væri gott að
trompa út.
Staðan var allir á hættu og
vestur gaf.
♦ 3
V K-D-8-5-4
♦ K-8-6-5-3
4 10-2
4 A-7-4 4 K-G-9-8-6
V A-9-6 V G-10-2
♦ 4 ♦ A-G-10-2
* K-G-9-8-6-4 4 3
4 D-10-5-2
V 7-3
♦ D-9-7
4 A-D-7-5
1 opna salnum, þar sem sveit
Braga sat a-v, tóku sagnir
heldur einhæfa stefnu:
Vestur Norður Austur Suður
1« iy U 1G
2* P 2 ♦ P
3* P P P
Varla óskasamningur á spilin,
enda fékk hann vonda útreið,
tvo niður eftir spaðaútspií
norðurs.
í lokaða salnum þar sem sveit
Þóris sat a-v réði Bláa Laufið
ferðinni, en þar gengu sagnir á
þessa leið:
Vestur Norður
2* P
2 G P
44 P
Austur Suður
2 4 P
34 P
P P
Nokkuð hart meldað, en eftir
að austur velur að krefja á
spilin, er erfitt að sleppa við út-
tektarsögn.
Suður spilaði út hjartasjö ,
litið, drottning og gosi. Noröur
trompaði strax til baka, áttan,
tian og ásinn. Þá kom tigull á
ásinn og laufaþristur.
Suður drap á ásinn og ihugaði
málið. Að lokum spilaði hann
hjartaþrist. Sagnhafi var fljótur
að drepa á ásinn og nú rann
restin upp eins og púsluspil.
Laufakóngur var tekinn,
hjarta kastað heima, siðan lauf
og tompað. Þá var tigull
trompaður, lauf trompað og enn
trompaður tigull með siðasta
trompinu i borði. Suður á nú
aðeins eftir D-5-2 I trompi og
sagnhafi spilaði nú hjarta úr
borði, kastaði tigulgosa að
heimanSuður varð að trompa,
en sagnhafi átti siðustu slagina
á K-G i trompi.
Þegar suður var inni á laufás,
þá átti hann skilyrðislaust aö
trompa út. Sagnhafi fær þá
aldrei nema sex slagi á tromp,
laufkónginn og rauðu ásana.
Sveit Þórís
breikkar bilið
Að sex umferðum loknum i
sveitakeppni Reykjavikurmóts-
ins, sem jafnframt er undan-
keppni fyrir islandsmót, hefur
bilið breikkað milli efstu sveit-
anna og er sveit Þóris Sigurðs-
sonar ennþá efst.
Röð og stig efstu sveitanna er
þessi:
1. Sveit Þóris Sigurðssonar
BR.................. 105 stig
2. Sveit Harðar Arnþórssonar
BR...................... 87 stig
3. Sveit Hjalta Eliassonar
BR...................... 84 stig
4. Sveit Hannesar Jónssonar
BR.................. 83 stig
5. Sveit Gylfa Baldurssonar
BR.................. 72 stig
6. Sveit Sigtryggs Sigurðss.
BR.................. 71 stig
7. Sveit Guðmundar Péturss.
BR.................. 66 stig
8. Sveit Tryggva Gislasonar
TBK ................ 54 stig
Næsta umferð verður spiluð i
Domus Medica þriðjudaginn 26.
febrúar kl. 20.
Hafnfirðingar
Æfingar skotfélagsins i Hafnarfirði hefj-
ast sunnudaginn 17. febrúar kl. 10 árdegis
i iþróttahúsinu við Strandgötu og verða
framvegis á fimmtudagskvöldum kl. 8.30
og sunnudagsmorgna kl. 10.
Stjórnin.
BILAVARA-
HLUTIR
NOTAÐIR
VARAHLUTIR
I FLESTAR GÉRÐIR ELDRI BÍLÁ
T.d. Vauxhall Victor
Commer sendiferðabifreið
Fiat 600 og 1100 Taunus 12 M
og Moskvitch
BÍLAPARTASALAN
Höfðatúni 10, simi 11397.
Opið frá kl. 9-7 alla virka daga og 9-5
laugardaga.
'Á **
BILLINN
'i:
Hverfisgötu 18
% Simi 14411.
Fiat 127 '73 Og 128 '73
Fiat 132 ’74
Saab 96 '70,
Volksvv. 1302 '71 og ’72
Peugeot 204 ’71
Peugeot 504 ’71
Cortina 1300 '71,
Skoda U0L ’73
Opið á kvöldin kl. 6-10 —
Laugardag kl. 10-4.