Tíminn - 18.01.1966, Qupperneq 2
2
TIMINN
ÞRIÐJUDAGUR 18. janwar 1966
FLUGVÉLIN STAÐNÆMD-
IST Á KLETTASNÖSINNI
NTB-Frankfurt, Vestur-Þýzka-
landi, mánudag.
Flugstjóri bandaríska Da-
kota-herflugvélarinnar, sem
lenti í fjalllendi í Grikklandi
á fimmtudaginn var, skýrði í
gær fréttamönnum frá hörm-
ungum þeirra, sem lifðu af
lendinguna, en þeir höfðust
við á fjallinu í 40 langa klukku-
tíma í hríðarveðri og miklum
kulda.
Sex þeirra níu, sem voru um
borð í vélinni, komust lífs af,
þegar flugvélin rakst á Helmos-
fjallið á leið sinni til ítaliu
fi'á Tyrklandi, en tveir þeirra
létust síðar vegna kuldans.
Flugntjórinn, Thomas D.
Smith frá Dallas, og hinir þrír,
sem komust lifandi til byggða,
komu til Franfurt frá Wheelus
flugvellinum í Libyu. Flugstjór
inn, sem er 34 ára gamall, bar
merki hrakninganna, og hann
var klæddur í sömu blóðugu
fötin, og þegar hann nauð-
lenti.
Flugstjórinn kastaðist út úr
flugvélinni um leið og hún
kom við jörðina, í gegnum rifu
á hlið vélarinnar. Flugvélin
þaut eftir jörðinni og stað-
næmdist yzt á klettabrún, en
djúpt gil var fyrir neðan. Smith
og þeir, sem minnst
höfðu meiðst við nauðlending-
una, reyndu að snúa vélinni
þannig, að hún sner; stefninu
upp í vindinn — og varð þann
ig minni hætta á, að hún fyki
fram af klettabrúninni.
Smith skar fallhlífarnar í
sundur og notaði sumar þeirra
til þess að binda flugvélina nið
ur en hinar til þess að verja
þá, sem lifandi voru, fyrir kuld
anum. Frostið var 18 stig, vind
ur mikill og snjókoma.
Þarna urðu þeir að hafast
við um nóttina, og reyndu eft-
ir fremsta megni að sofna ekki.
Einn þeirra sofnaði þó, meðan
Smith reyndi að ná sambandi
við umheiminn með aðstoð
neyðarsenditækisins.
Snemma næsta morgun gat
einungis Smith hreyft sig, og
hann yfirgaf flugvélina og gekk
niður fjallshlíðina til þens að
leita hjálpar. Þoka hvíldi þá
yfir staðnum, þar sem flugvél-
in hafði lent,
Hann kom auga á litla flug-
vél, sem síðar reyndist vera
að leita að áhöfn flugvélarinn-
ar — og veifaði leifunum af
fallhlíf sinni og skaut upp neyð
arblysum.
Það tók hann tvo tíma að
komast upp til Dakotaflugvél-
arinnar að nýju, og var þá
einn látinn í viðbót.
Grískir björgunarmenn
fundu fjórmenningana síðdegis
á föstudag, og flutti þá á stað,
þar sem þyrla frá flugvélamóð-
urskipinu „Forrestaw" gat náð
í þá.
Smith flugstjóri, sem er
kvæntur á og fimm börn, tók
þátt í skotkeppninni á Olym-
píuleikjunum í Tókyó fyrir
hönd Bandaríkjanna.
FALLAST Á VOPNAHLÉ í
TILFFNI NÝÁRSHÁTlÐAR
NTB-Saigon, mánudag.
William Westmoreland,
höfðingi, yfirmaður herliðs Banda-
hers- ríkjanna í Suður-Víetnam, skipa-
UMFBiskupstungna
sýnir ErámeSan er
STJAS-Vorsabæ, mánudag.
Ungmennafélag Biskupstungna
hefur síðustu þrjá mánuði verið
að æfa ameríska gamanleikinn, Er
á meðan er, eftir höfundana Moss
Hart og George Kaufmann. Frum
sýningin var í Aratungu s. 1. laug
ardagskvöld. Leikstjóri er hinn
kunni útvarpsmaður Jónas Jónas-
son, þýðandi er Sverrir Thorodd-
sen. Leiktjöld gerði Jón Dalman
og Eiríkur Sveinsson, Ijósameist
ari og leiksviðsstjórí er Þorfinnur
Þórarínsson.
Fjölmenni var á frumsýning-
unni, og undirtektir áhorfenda af-
bragðsgóðar. Leikstjóra og aðal-
leíkendum bárust blómvendir að
lokinni sýningu. Alls eru hlutverk
í leiknum 19, og hafa Því allt að
30 manns unnið að þessari leik
sýningu. Hér verður ekki lagður
dómur á frammistöðu eínstakra
leikenda, yfirleitt skiluðu allir
hlutverkum sínum með mestu
prýði, enda mabgir allvanir lelk
sviði, í heild var þessi leiksýning
mikill sigur fyrir Ungmennafélag
Biskupstungna og alla, sem að
TALIÐ ER AD TILLAGAN UM AFNÁM KON-
UNGDÆMIS I SVÍÞJÓÐ VERÐI SAMÞYKKT
NTB-Stokkhólmi, mánudag.
Miklar umræður hafa orðið í
Svíþjóð að undanförnu um það,
livort afncma skuli konungsdæm-
ið og taka upp lýðveldi, eftir að
34 þingmenn jafnaðarmanna lögðu
fram fyrir nokkrum dögum til-
lögu í sænska þinginu um, að mál-
ið skyldi athugað. Talið er, að
þessi tillaga sé mun þýðingar-
meiri, að aðrar aðgerðir til þessa
af hálfu lýðveldissinna, en ríkis-
Happdrætti Há-
r
skóla Islands
Laugardaginn 15. janúar var
dregið í 1. fl. Happdrættis Háskóla
íslands. Dregnir voru 1,400 vinn
ingar að fjárhæð 4,300,000 krónur.
Hæsti vinningurinn, 500,000 kr.
kom á heilmiða númer 39,050. Ann
ar heilmiðinn var seldur i umboði
Guðrúnar Ólafsdóttur. Austur-
stræti 18 en hinn heilmiðínn í
umboðinu á Þórshöfn
100.000 kr. vinningur kom á heil
miða númer 32,158. Voru báðir
heílmiðar seldir í umboði Arndís
ar Þorvaldsdóttur. Vesturgötu 10.
10.000 krónur:
1781 — 11708 — 12145 — 16446
20597 — 25851 — 26825 — 29931
29987 - 31400 — 33016 - 34759
35708 — 36712 — 36801 — 39049
39051 — 41294 — 43128 — 45317
46236 — 46799 — 47092 — 47650
47989 - 49831 — 50243 — 50578
51279 -< 51755 — 52098 — 59420.
Birt án ábyrgðar)
stjórn landsins hefur ekki ennþá
látið álit sitt í ljósi.
Tage Erlander, forsætisráðherra,
sem hefur, sem formaður þing-
flokks jafnaðarmanna, gefið leyfi
til þess að tillagan verði lögð
fram í þinginu, hefur lýst því yfir,
að það sé ekki hið sama og að
hann styðji kröfuna um lýðveldi.
Talið er, að allir þingmenn jafnað-
armanna og kommúnista muni
greiða atkvæði með tillögunni, og
nokkrir lýðveldissinnar frá Þjóð-
arflokknum og Miðflokknum. Er
því talið, að tillagan verði sam-
þykkt.
Mjög róttæk og frjálslynd blöð
hafa lýst yfir stuðningi við þetta
frumkvæði jafnaðarmanna, og
bent á, að hvað sem öðru líður,
þá sé það mikils virði að fá greina
Framhald a t>Ls 14
henni unnu. Efalaust er hlutur
leikstjórans þó stærstur. Honum
hefur tekizt, að byggja upp undra
góða heildarmynd úr þeim efni
við, sem ekki er á allra meðfæri
að fága svo vel, sem hér var gert.
Án fórnfýsi fólksins, áhuga þess
og félagsþroska hefði honum þó
ekki tekizt, að byggja upp jafn
eftirminnilega sýningu og raun
varð á og halda hinum Þrjú til
fjögur hundruð áhorfendum, sem
á frumsýningunni voru í vaxandi
spennu allt frá því tjaldið var
fyrst var dregið frá, og þar til
afi gamli talaði við drottin sinn
í leikslok, þremur klukkustund
um síðar.
Ungmennafélag Biskupstungna
á þakkir skilið fyrir það framtak
að hafa ráðízt í þessa leiksýningu.
Sunnlendingar munu ábyggilega
fjölmenna á væntanlegar sýningar,
ef þeir vilja eiga ánægjulega
kvöldstund nú í skammdeginu. For
maður Ungmennafélags Biskups
tungna er Björn Sigurðsson bóndi
í Útihlíð.
aði I dag hermönnum sínum að
skjóta ekki, nema á þá verði ráð-
izt, þá daga, sem Víetnambúar
halda nýárshátíð sína, eða frá
fimiiitudagsmorgni til sxmnudags
að íslenzkum tíma. Hafa þar með
allir aðiiar stríðsins í Víetnam
fallizt á nýársvopnahlé. Viet Gong
bauð upphaflega vopnahlé, og hef-
ur gefið fyrirskipun um vopna-
hlé, sem er 18 klukkustundum
lengra en Bandaríkjamenn og
stjórnarherinn hafa fyrirskipað.
Þetta er í annað sinn á skömm-
um tíma, að slíkt vopnahlé kemst
á í Suður-Víetnam. Hitt fyrra var
um jólin, og féllust stjómarher-
menn og Bandaríkjamenn þá á
vopnahlé eftir miliigöngu páfa.
Bandaríkjamaður, sem starfar
við trúboð Bandaríkjamanna þar
var í dag handtekinn af Víet Cong
skæruliðum um 56 km norðvestur
af Saigon. Maður þessi, Douglas
Ramsey að nafni frá Nevada, var
á leið til Saigon frá Trung Lap í
bifreið, þegar Viet Cong menn
stöðvuðu hann. Var hann fluttur
á brott. Bílstjórann særðu þeir í
lærið, en létu hann vera að öðru
leyti. Hann ók til Saigon og sagði
frá því, sem gerðist.
Barizt var víða í Suður-Víetnam
í dag.
Söfnuðu fyrir fargjöldum
stúlknanna heim um jólin
EJ-Reykjavík, mánudag.
Blaðinu hefur borizt úr-
klippa úr norsku blaði, þar sem
sagt er frá því, hvernig nem-
endur lýðháskóla i Ringerike
í Noregi hjálpuðu tveim ís-
lenzkum námsstúlkum þar að
komast til íslands um jólin.
Hér er um að ræða tvær
Reykjavíkurstúlkur, Maríu Ing-
ólfsdóttur og Fjólu Gísladótt
ur, sem eru við nám i Ringe
rike Folkehögskole. Herbergis-
félagar þeirra á skólanum kom-
ust að raun um, að þær lang-
aði mjög til þess að komast
til íslands um jólin. en höfðu
ekki efni á því.
Nemendurnir tóku sig þá
saman og fiéldu á fund skóla
úiórans Eina- ^ntþi >f f“n?>
leyfi hjá honum að reyna að
safna saman peningum fyrir
flugfarinu. Skólastjóranum
þótti þetta mjög góð hugmynd,
og hófu nemendur peninga-
söfnun, sem stóð yfir í nokk*
urn tíma, en var vandlega hald
ið leyndri fyrir íslenzku stúlk-
unum.
Það var fyrst á síðustu laug-
ardagsskemmtuninni fyrir jól-
in að þeim voru afhentir mið
arnir.
Nemendurnir eru 90 talsins
og höfðu þeir safnað saman
1862 norskum krónum og ís
lenzku stúlkurnar gátu haldið
upp á jólin með fjölskyldum
sínum Hlýtur þetta að teljast
gott dæmi um norræna sam
v.innu
Kynning á fram-
leiðniaukandi
launakerfum
í nútímaatvinnurekstri gegna
launagreiðslukerfi mikilvægu
hlutverki. Reynsla síðustu ára hér
lendis hefur sýnt, að tilhögun á
launagreiðslukerfum getur ráðið
miklu um samkeppnishæfni ein-
stakra fyrirtækja. í því efni get
ur verið um ýmsar leiðir að ræða
eftir aðstæðum, og verður að telj
ast mikilvægt, að forstöðumenn
fyrirtækja hafi öðlazt nokkra yfir
sýn yfir það, hvaða leiðir þeim
eru færar í þessum efnum,
Það hefur orðið að ráði, að Iðn
aðarmálastofnun íslands í sam-
vinnu við Industrikonsulent A/S
boði til kynningar á framleiðni-
aukandi launakerfum dagana 3.—
5. febr. n.k. Á dagskrá þessa fund
ar verða m.a. tekin fyrir eftirfar-
andi atriði:
Helztu leiðir til aukningar fram
leiðni ' atvinnurekstri. Kynning
vinnurannsókna Algengustu launa
kerfi, Uppbygging ákvæðiskerfa,
Ákvörðun launahlutfalla, Launa-
kefi fyrir störf i hjálpardeildum,
Launakerfi fyrir verkstjóra, Við-
hald launakerfa Dæmi um launa
kerfj notkur hérlendis.
Fyririesarai verða sérfræðing-
ar frá industrikonsulent A/S og
Iðnaðarmálastofnun íslands. Þessj
kynning er ætluð fyrir forstöðu-
menn tyrirtækja og nánustu sam-
starfsmenn beirra
Alla oanari upplýsingar og uoi
sóknareyðublöð er að fá i Iðnað
armálastotnun (slands. Skipholti
37 umósknarfrestui er til 24.
lanúa, u.k
(Frettatilkynmng fra IMSÍ).
36 ár frá opnun
Hótel Borgar
Þriðjudaginn 18. janúar eru lið
in 36 ár frá því Hótel Borg var
opnuð. Fyrstu gestirnir voru með
limir Nýársklúbbsins, sem höfðu
frestað áramótafagnaði sínum, til
þess að geta fyrstir notið hinna
glæsilegu salarkynna og góðra
veitinga nýja gisti- og veitinga-
hússins.
Daginn eftir voru svo veitinga-
salmir opnaðir almenningi. Jó-
hannes Jósepsson, eigandi Borg-
ar sýndi gestum húsið og Knud
Zimsen, borgarstjóri í Reykja
vík, þakkaði eiganda þá rausn og
framtakssemi að hafa komið upp
þessu glæsilega gistihúsi, sem
vissulega markaði tímamót í gisti-
og veitingahúsamálum höfuð-
staðarins.
Það er haft á orði, að þegar
fyrstu gestirnir komu inn fyrir
snælduhurðina á Hótel Borg, hafi
einn fyrirmaður Reykjavíkur látið
svo um mælt, að „það væri á við
siglingu, að koma inn á Borg.“
Árið 1960 urðu eigendaskipti
að Hótel Borg.
Jóhannes Jósepsson seldi nú-
verandi eigendum hótelið og Pét-
ur Daníelsson tók við hótels-
stjórn. Nýju eigendumir hófust
þegar handa um ýmsar breytingar
og endurbætur að kröfum nýs
tíma og breyttra aðstæðna í veit-
ipgamálum.
Byrjað var á gistiherbergjum,
þá voru innréttuð gistiherbergi á
rishæð hússins og öll herbergi og
gangar teppalagðir að nýju. Þar
næst voru anddyri, fatageymsla
og snyrtiherbergi innréttuð að
nýju og síðan veitingasalir.
Eftir breytingar á vínveitingar-
reglugerð, var fyrir nokkrum ár-
um opnaður bar að Hótel Borg.
Þetta var gert til reynslu, enda
var þetta fyrsti bar á veitinga-
húsi í Reykjavík.
í hádegisverðartíma og kaffi-
tíma leika þeir Jónas Dagbjarts
son og Guðjón Pálsson, en á kvöld
in leikur hljómsveit Guðjóns Páls
sonar fyrir dansi. Söngvari með
hljómsveitinni er Óðinn Vald-
imarsson.