Tíminn - 18.01.1966, Qupperneq 3

Tíminn - 18.01.1966, Qupperneq 3
ÞRBDJUDAGUR 18. janúar 1966 3 TÍMINN____ INNSTÆÐUR í BÚNADARBANK- ANUM ERU1200 MILLJ. KR. Á fundi bankaráðs Búnaðar- banka íslands s.l. föstudag lögðu bankastjórar fram reikninga bank ans og allra útibúa hans fyrir ár- ið 1965. Starfsemi allra deilda bankans jókst mjög mikið á árinu og varð heildarveltan 34.8 milljarðar króna, eða 23% meiri en árig áð- ur, en þá jókst hún um 18.5%. Vöxtur sparisjóðsdeilda bankans varð meiri en nokkurt ár annað. Samtals varð aukning innstæðu- fjár í bankanum tæpar 286 millj. Samtals varð ukning innstæðu- LEIKUR OSWALD í SJÚN- VARPI? Hér til hægri á myndinni er bandaríski leikarinn Tony Bill, en á hinni mynd- inni er Lee Harvey Oswald. Samkvæmt fréttum. hefur Tony verið valinn til þess að leika Oswald í sjónvarps- mynd fyrir brezka sjónvarp- ið. Myndin ber heitið „Lee Oswald, launmorðingi" og mun verða sýnd í brezka sjónvarpinu í marzmánuði n.k. Fullvíst þykir, að Oswald hafi myrt forseta Bandaríkj anna, þótt að næturklúbbs- eigandinn Ruby hafi skotið Oswald áður en hann kom fyrir rétt. Reynt verður að byggja myndina á sannsögu legum upplýsingum. króna eða um 30%, 'en ef frá er ■dregið innstæðufé eins sparisjóðs, sem bankinn yfirtók á árinu eins og það var við yfirtökuna, varð hrein innstæðuaukning um 271.6 millj. króna. Á árinu 1964 varð heildaraukn- ingin 229 milljónir króna, en þá yfrtók bankinn þrjá sparisjóði með um 60 milljónum kr. inni- stæðufé. Heildaraukning sparifjár varð 264 milljónir kr. eða um 34%, en veltiinnlána tæpar 22 milljón- ir. Heildarinnstæður í Búnaðar- bankanum námu í árslok tæpum 1200 milljónum króna, en voru í árslok 1964 912 milljónir, og í árslok 1963 um 682 milljónir. Rekstrarhagnaður sparisjóðs- deildar varð 5.141.201.98 á móti 3.2 milljónum 1964, og 1.2 millj. 1963. Eignaaukning bankans varð 38.5 millj. króna, þar af eigna- aukning Stofnlánadeildar landbún aðarins 34.7 milljónir króna. Hrein eign Stofnlánadeildar er því um áramót kr. 92.4 milljónir króna. Búnaðarbankinn setti á stofn tvö útibú á árinu, eitt í Rvík, í Búnaðarbyggingunni v. Hagatorg og annað í Búðardal, og yfirtók um leið starfsemj Sparisj. Dala- sýslu. Bankinn starfrækir nú fjög- ur útlbú í Reykjavík og sjö úti á landi. Vöxtur útibúanna hefur verið mikill og ör og rekstraraf- koma góð. Lokið var á árinu smíði íbúð- arhúss útibússtjóra á Hellu á Rangárvöllum og byrjað var á smíði nýrra bygginga fyrir starf- semi útibúanna á Sauðárkróki og Stykkishólmi. Þá keypti bankinn á árinu hús á Blönduósi fyrir starfsemi útibúsins þar. Aukning innstæðufjár í ein- stökum útibúum bankans nam frá 22.6% allt upp í 128%, þar sem mest varð. Veðdeild Búnaðarbankans lán- aði á árinu 6.5 millj. kr. *eða 83 lán á móti 5.6 millj. kr. og 83 lánum 1964. Öll lán veðdeildar voru veitt til jarðakaupa. Stofnlánadeild landbúnaðarins afgreiddi á árinu samt. 1503 lán að fjárhæð 127.8 milljónir króna eða 25.3 milljónum meira, en nokkurt annað ár. Eftir var að afgreiða um ára- mót lán, er námu ca 2 millj. kr., Komin er út á vegum Ríkis útgáfu námsbóka ný hjálparbók í umferðafræðslu. Hún nefnist „í umferðinni". Jón Oddgeir Jóns son tók saman efni bókarinnar og valdi myndimar. Umbrot bókar innar og teikningu annaðist Torfi Jónsson. Formálsorð ritaði Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri. Bók þessi er einungis ætluð nemendum gagnfræðastigsins. Hún getur þó eigi að síður verið gagnleg fyrir fullorðna vegfarend ur, hvort heldur þeir stjórna ökutækjum eða eru fótgangandi. Reynt hefur einnig verið að miða GE-Reykjavík, miðvikudag. Komið er út almanak um árið 1966, gefið út af Menningarsjóði og Þjóðvinafélaginu og prentað í Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg. Samningu almanaksins hafa ann azt þeir Trausti Einarsson prófess or og dr. Þorsteinn Sæmundsson. Almanakið á sér orðið langa sögu, því að það hefur komið út samfellt í 130 ár. Fram til þessa sem bankastjómin hafði samþykkt að veita, en annað hvort hafði ekki verið vitjað fyrir áramót, eða einstök lánsskjöl vantaði. Staða bankans gagnvart Seðla- Framhald á bls. 14. bókina við það, að hún hentaði vel þeim, er búa sig undir aksturs próf á vélhjóli eða bifreið. f bókinni, sem er 80 bls., eru umferðalög og reglur með um 180 skýringarmyndum, ennfremur lit myndir af öllum umferðarmerkj- unum. Einstakir þættir heita m.a. Akstur og ökutæki, Beygt við gatnamót, Framhjáakstur, Öku- hraði, Hemlaútbúnaður, Ljósa- tími ökutækja, Öryggisútbúnaður, Ökuskírteini, Dráttarvélar og Gangandi vegfarendur. Setningu bókarinnar annaðist ísafoldarprentsmiðja h.f. Litbrá h.f. prentaði. hefur almanakið svo til haldizt óbreytt í heila öld, en nú með almanakinu 1966 verður mikil breyting, því að nær allir stjarn fræðilegir útreikningar eru unn- ir með rafreikni Háskóla íslands og reikniefni þannig mjög aukið. Er þar brotið blað í sögu alman- aksins því að með fyrri aðferðum voru útreikningarnir svo umfangs miklir, að ekki þótti koma til mála ncin1 teljandi aukning á reiknuðu efni fram yfir það, sem fyrir var í almanakinu. Nú, þegar rafeindareiknirinn er kominn til sögunnar, er hægt að birta í al manakinu miklu ítarlegri sólar gangstöflu en áður. Áður voru aðeins birtar sólargangstöflur fyr ir Reykjavík, en nú hafa bætzt við töflur fyrir fimm staði á landinu ísafjörð, Akureyri, Grímsey, Vorð fjörð, og Vestmannaeyjar. Efni almanaksins hefur verið aukið að ýmsu öðru leyti, svo sem ýmsum upplýsingum úr stjarnfræðitöflum um vindstig, vindhraða, hitastig loftþyngd mál og vog. Að blaðsíðutali er almanak ið þriðjungi lengra en undanfar in ár. VERKSTJÓRANÁM- SKEIÐ Nýtt namskeið nefst mánudaginn 7. febrúar n.k. Námskeiðið er að venju í tvennu lagi. fyrri hluti 7 —19 febrúar og síðari hluti 21. marz — 2 apríl n.k. Aðal kennslugrein á fyrri hiutanum er verkstjórn. en á þeim síðari vinnu hagræðing. Nánari upplýsingar gefur iðnaðarmálastofnun ís- lands, Skipholti 37. / umhrSinni, hjáipar bók um umferðina RAFREIKNIR NOTADUR VID GERÐ ALMANAKS Á VfÐAVANGI R Vísitalan Dagur á Akureyri segir ný- K lega svo: „Vísitalan á vöru og þjón- I ustu var í nóvember sl. 208 | stig, en húsnæðisvísitalan, sem f reiknuð er á útslitnum grund- |j velli, 126 stig. Þessar tvær töl- Iur gera mcðalvísitölu 194 stig. Vísitala beinna skatta var á sama tíma 132 stig, en frá dregst hækkun sú, pr orðið hafði síðan 1959, á fjölskyldu- bótum og niðurgreiðslum miða ■i smjörs og miðasmjörlíkis. Út- koman Iækkar vísitöluna niður ; í 180 stig, sem var hin opin- Ibera framfærsluvísiíala í nóv- ember 1965. Vísitóluútreikniug urinn er miðaður við marzmán uð 1959 og þá talin 109 stig. Vísitalan 180 st. á því að þýða 80% hækkun á framfærslu- kostanði frá því í marzmánuði 1959. Fyrir alla þá, sem þurfa að greiða fyrir húsnæði á nú- verandi markaðsverði, er hún sjálfsagt mun meiri. Tekfur og gjöld ríkis- sfóðs Tekjur ríkissjóðs (innborgan ir) á árinu 1966 eru í nýju fjárlögunum áætlaðar rúmlega 3800 millj. króna og vegasjóðs rúmlega 254 millj. kr. Sam- tals er þetta rúmlega 4054 millj. kr. Útgjöld (útborganir) svo að segja sama upphæð. Talið er, að samsvarandi tala í fjárlögum fyrir árið 1953 hafj verið rúm lega 882 millj. kr. Hækkun 3172 millj. kr eða nálega 360%. Nýir skattar Nýir skattar á þessu ári eru: Gjaldeyrisskattur, rafmagns- skattur, eignaskattshækkun og aukatekjuhækkun (134 gjald- hæKkanir samtals.) Á síðast. liðnu hausti voru einkasöluvör ur hækkaðar í verði, póst- og símagjöld hækkuðu nú um ára- mótin, svo og benzín. í fjárlög- um er ekki gert ráð fyrir verð- uppbótum til útgerðar eða vinnslustöðva en þær munu koma til sögunnar síðar á þing- inu. Framlag til aflatrygginga- sjóðs er í fjárlögum áætlað 29 millj. kr„ en auk þess eru sjóðn um veittar 40 millj. kr. „til styrktar útgerð togara eftir reglum, sem sjávarútvegsmála- ráðuneytið setur.“ Yfirborganir á vinnu- markaði Um fjármagnspólitík ríkis- stjórnarinnar — eða réttara sagt stjórnleysi í þeim málum, sagði Halldór E. Sigurðsson á Alþingi í vetur: „Það er vitan- legt, að þeir, sem hafa náð til fjármagnsins — haft eigið fjármagn og aðgang að bönk- ununi, hafa verið í kapphlaupi við að koma áfram sínum fjár- festingum, enda hefur þeim verið Ijóst, að slíkt hefur jafn- Ian borgað sig, því að þó að þeir hafi hlaupið hratt, hefur dýrtiðin þó hlaupið enn hrað- ar. Þess vegna er það vitan- legt, að hér hafa átt sér stað yfirborganir á vinnumarkaðin- um, stórfelldar hjá þeim, og "| þeir vinnusamningar, sem Ígerðir hafa verið, hafa venju- lega Icomizt það lengst, að Jtað 1 festa þær yfirborganir, sem orðnar eru og kannski tæplega ; það, og síðan hefur kapphlaup- '? ið hafizt á nýjan leik. Hæst- 1 virt ríkisstjórn hefur svo dreg- Framhald á bls. 14. i IMMIMMhílimyMHllli——IW<i

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.