Tíminn - 18.01.1966, Side 9

Tíminn - 18.01.1966, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 18. janúar 1966 TÍMiNN BÁLFARIR Á INDLANDI Dauðinn hefur frá upphafi mannlífsins verið mikið um- hugsunarefni, og útfararsiðir og reglur urðu brátt fastur og mjög þýðingarmikill liður í lífi mannsins. Siðir hvers og eins mótuðust af mörgu, m. a. trú, umhverfi, stöðu hins látna í ættbálknum, þorpinu, þjóðfélag inu — i stuttu mál sagt: — út- farasiðir mótuðust af sam- spili fjölmargra atriða land- fræðilegra, menningarlegra og sagnfræðilegra. Því leiðir af sjálfu sér, að þeir eru margir og ólíkir eftir því, hvar stung ið er niður fæti. Sem dæmi um fjölbreytnina má nefna, að á eyju einni lítilli í Melanesíu hafa verið taldir yfir tuttugu mismunandi útfararsiðir. Víðast hvar eru útfararsiðir þýðingarmiklir. í Bandaríkjun- um, t. d., mun meira fjármagni vera eytt í jarðarfarir og allt það, sem þeim fylgir, en í sjúkrahús og heilsugæzlu. Jarðafarir eru þar „big buis ness“. Það er í sjálfu sér auðvelt að losna við lík, en siðir og regl ur í sambandi við dauðann eru mun flóknari, en sú einfalda at höfn krefst. Þegar dauðinn nálg ast, hefja ættingjarnir, og prestar, hverju nafni sem nefn ast framkvæmd þessara siða- reglna, og stunda þær af mikl- um dugnaði Þar til einhverju ákveðnu sorgartímabili er lokið, og þó stundum ekki einu sinni þá, sbr. forfeðratrú ýmissa þjóðflokka. Því er það, að fornir siðir hafa ákvarðað, hvemig eigi að losa sig við lík dauðs manns. Aðferðirnar eru fjöl margar, en þær bezt þekktu í sögu mannsins eru greftrun, likbrennsta, „vatnsgreftrun", líkgeymsla, mannát og að lik unum er kastað á bersvæði fyr ir villidýr að gæða sér á. Greftrun er sú aðferð. sem Kristin trú aðhyilist, og mun þar koma til m. a. trú - krist inna manna í upprisu holdsins. Greftrun er ein elzta aðferðin í sögu mannsins. Líkgeymsla, þ. e. að geyma allan líkaman sbr. múmíur, er gömul aðferð, sem einkum var þekkt í Egyptalandi til foma, en einnig hjá mjög frumstæðu fólki t. d. í Ástralxu. Venju lega var það þó einungis hátt sett fólk, sem varð þessarar virðingu aðnjótandi. -targar að ferðir hafa verið notaðar við geymslu líkamans. Þessi að ferð á upphaf sitt í löndum, þar sem loftslag er þurrt. Ýmsar sæfaraþjóðir setja lík manna í bát og láta hann hverfa í skaut hafsins. Aðrir fleygja líkunum í fljót, en það er einungis gert, ef um er að ræða persónu, sem lítils virði er talin í lifanda lífi. Þá tíðkast þar á sumum eyjum, að hluti strandarinnar er notaður sem ,,grafreitur“, og eru þá stein ar festir við líkin og þau látin sökkva til botns. Á Salomon eyjunum eru líkin lögð á rif, og hákarlarnir látnir sjá um afganginn. Virðist það mjög handhægt. Það mun einnig hafa tíðkast, að lík manna séu lögð út á bersvæði, undir tré eða á sér stakan pall, og er þá ætlunin, að dýrin gæði sér á þeim. Mun þetta vera útbreitt m. a. í Indónesíu, Ástralíu og Amer íku. • Þá mun Það tíðkast, þó ekki viða, að lík séu lögð sér til munns. Þetta mun gert vegna þess, að ættingjarnir vilja hafa 'hinn látna í sem nánustu sambandi við ættbálk inn, en ekki falla í hendur djöfla og annarra óvinveittra afla, og telja þetta beztu að- ferðina. Að lokum er það svo lík- brennsla, sem í rauninni varð til þess að alfræðiorðabókum var flett og grein þessi skrif uð. Eins og kunnugt er af fréttum var Lal Bahadur Shastri brenndur á báli að Hind úasið við hið heilaga fljót Jamnu fyrir nokkrum dögum með pomp og pragt, og þótti því hæfa að skýra nokkuð frá Þessari aðferð við eyðingu mannslíkamans. Líkbrennsla er þekkt um all an heim, en á ýmsu hefur þó gengið um vinsældir hennar. Hún á uppruna sinn hér í Evrópu fyrir bronsöld, og tók við af greftrun á því tímabili. En þegar Kristinn dómur reis upp til valda í hinu rómverska heimsveldi var líkbrennsla for dæmd, og því lítt stunduð í Evrópu um langt skeið. Á síð ari tímum hefur hún þó aftur unnið nokkrar vinsældir á Vest urlöndum. og fer nú mjög vax andi notkun hennar þar Líkbrennsla hefur um alda- raðir verið notuð meðal Hind úa, og er einnig vinsæl meðal Búddatrúarmanna, en í hinum fornu ríkjum í Egyptalandi, Kína og ísrael var líkbrennsla, Þar sem trúarbrögð þessara ríkja boðuðu að ódauðleiki væri kominn undir geymslu lík amans (Egyptaland). forfeðra- dýrkun (Kína) og upprisu holdsins (ísrael). Siðareglur 1 sambandi við dauða og annað líf eru mjög þýðingarmiklar hjá Hindúun um, þar sem Hindúatrúin boðar m. a. endurfæðingu. í raun og veru óskar sérhver Hindúi sér sonar, því að einungis sonur getur framkvæmt þær sérstöku helgiathafnir, sem tryggja giftu samlega endurfæðingu í fram tíðinni. Og helgiathafnir Hind úa í sambandi við dauðann eru Framhalti á bls 12 Þessar myndir eru frá bálför Lal Bahadur Shastris, forsætisráðherra Indlands. Hér að ofan sést sonur Shastris, Hari Kisha, tendra bálið. Kveikt hefur verjð í bálkestinum. L'kbrennslan er hafin. Prestarnir bæta viði á eldinn sem nú logar glatt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.