Vísir - 13.06.1974, Side 3

Vísir - 13.06.1974, Side 3
Vlsir. Fimmtudagur 13. júnl 1974 Einn af mönnum Lénharös virö- ir Eystein á Mörk fyrir sér i dauöateygjunum. Þaö er Siguröur Karlsson, sem þarna deyr meö mikium tilþrifum og glæsibrag. Er vafamál, hvort nokkur tslendingur hefur dáiö eins fallega á sjónvarpsskerm- inum. „Gunnar minn, ég ráðlegg þér aö drekka ekki I botn I hvert skipti sem við endurtökum atrið- iö.” „Þetta verður mun eðlilegra svona, Tage,það er ómögulegt að sýnast. Nei, ég vil heldur drekka I botn.” „Jæja, það ert þú en ekki ég, sem þarft að bregða þér fram á eftir til að losa þig við þessa vætu.” 70-80 starfsmenn vinna að þess- ari viðamiklu og dýru kvik- myndatöku. Aætlað er, að sýningartími myndarinnar verði 90 minútur, og verður hún væntanlega sýnd á jólunum. Kvikmyndatakan hófst i lok mai og er vonazt til að henni ljúki i þessum mánuði. — JB. sjómannalög Það var allt I lagi með Guðmund Kjærnested, en að hlusta á Lúðvik og Sverri, tóm pólitlk! Er það þetta, sem við erum skikkaðir til að hlusta á þennan hátiðisdag sjó- manna? Má ég biðja um eitthvað skemmtilegra, t.d. meiri sjó- mannalög fyrir okkur úti á sjó, þó ekki væri annað.” ljóður á I sambandi við þetta listaverk og fjöldamörg önnur, sem opinberir aðilar kaupa I allri sinni rausn af listamönnum okk- ar. Við verkin er sem sé ekki staf- krók að finna fróðleiksfúsum til upplýsinga. Væri nú ekki ráð að reyna að bæta úr þessum skorti? Setja upp við listaverkin litlar plötur með upplýsingum eins og nafni verksins, nafni höfundar, hvenær verkið var gert, og ef til vill sitthvað fleira, sem gæti glætt áhugamanna enn meir. Það hefur verið sagt, að landslag yrði litils viröi, ef það héti ekki neitt. Ég er á þvi að þetta eigi ekki siður við um listaverkin okkar.” Framboð 5 Af hlaupum I Frjálslynda flokkinn fékk margur vondan sting. 1 framboö þeir allir ætla, en enginn vill komast á þing. Enginn þar afneitar völdum aö efla þar sjálfs sin hag. Mikill er Mööru-völlur á Magnúsi Torfa I dag. Ben. Ax. 3 • • Ondvegissúlur nútímans: legar Ef þið gangið fram á öndvegissúlu niðri i fjöru, þarf ekki endi- lega að vera að hún sé frá landnámsöld. Þetta gæti fullt eins verið ein af þeim öndvegissúl- um, sem áhöfnin á haf- rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni henti frá borði. Tilgangur Hafrannsóknar- stofnunarinnar er þó langt I frá sá, að nema land alls staðar, þar sem þessar 110 súlur rekur að landi. Húsnæðisvandamál stofnunarinnar er annað mál og alls endis óskylt þessu súluvarpi þeirra. Þessar súlur eru heldur hvergi nærri eins glæsilegar og súlurnar hans Ingólfs Arnarson- ar landnema. Þetta eru bara málaðir girðingarstaurar með litilli plastplötu á. A plötunni stendur Ingólfur 874-1974. Þar fyrir neðan stendur einhver tala, sem segir til um hvar súl- unni var varpað frá borði. Fólk er þó vinsamlegast beðið um að fara ekki að girða hjá sér með þessum súlum, heldur senda þær til Þjóðhátíðarnefnd- ar Reykjavikur i Hafnarhvoli, sem stendur fyrir þessu uppá- tæki. Finnendur eru lika beðnir um að skrá hjá sér fundarstað Ekki eins glœsi- og súlur Ingólfs og fundartimaog ef þeim tekst vel upp við allt þetta, mega þeir eiga von á einhverri þóknun fyr- ir. Eins eru sjófarendur, sem á þessar girðingarsúlur rekast beðnir um að skrásetja tima og staðog leyfa þeim siðan að sigla sinn sjó. Það er sem sagt Þjóðhátiðar- nefnd Reykjavikur, sem átti frumkvæðið að súluvarpinu, og fékk Hafrannsóknarstofnunina tii að framkvæma það. Þeir gripu hugmyndina fegins höndum og ákváðu að notfæra hana til straummælinga i leiðinni. Súlunum var varpað frá borði á 11 stöðum undan Suðurlandinu allt frá Stokksnesi og Ingólfs- höfða að Reykjanesi og Garð- skaga. Var varpað út 10 súlum á hverjum stað. Sennilegast rekur þessar súl- ur vestur með landinu eins og súlurnar hans Ingólfs. Straum- ar á þessu svæði liggja i vestur, þannig að sagan um Ingólf og öndvegissúlurnar gæti vel verið sönn. Enda er tilgangurinn með þessum súlum þjóðhátiðar- j*---------------->- Þar fer ein öndvegissúlan i hafið frá ungum starfsmanni Ilafrannsóknastofnunarinnar, en Ingvar Hallgrimsson, for- stöðumaður stofnunarinnar, horfir hróðugur á glæsileg til- þrif I súlukastinu. Líklega hef- ur Ingóifur ekki getað sveifiað sinuin súlum svo létt? (Ljósm. Sv. A.Malmberg). þetta skemmtilegt uppátæki i tilefni þjóðhátiðarársins. — JB. nefndar ekki sá að gera Ingólf að lygara, heldur fannst þeim BÍLUNN Litil fólksbifreið fór I sjóinn við Kópavogslæk I fyrrakvöld og sökk þar. Stúlka ók bilnum, en hún og piltur, sem var farþegi, náöu aö komast út úr honum áöur en hann sökk. Fólksbillinn var að koma frá Hafnarfirði. Þegar hann kom að brúnni yfir Kópavogslækinn á mörkum Garðahrepps og Kópa- vogs, snerist hann á veginum, og rann útaf rétt við brúarstólp- ann hægra megin. Talið er að stúlkan hafi misst stjórn á biln- um. Billinn sleit stag á ljósa- SÖKK UNDIR BRÚNNI staur um leið og hann fór út i. Þar sem billinn fór útaf, er lón. Billinn flaut á þvi til að byrja með og barst með útfall- inu undir brúna. Þar sökk hann, eftir að fólkið hafði bjargað sér. Sjórinn flaut yfir þakið á biln- um. Talsverðir erfiðleikar voru við að ná bilnum upp, þar sem hann var að mestu undir brúnni. Tvær kranabifreiðir þurfti til áður en hann náðist upp. Stúlkan og pilturinn skrámuð- ust litillega. — ÓH. NORRÆN VEFJARLIST Á LISTAHÁTÍÐINNI Jú, þctta orö vefjarlist er ný- yröi, sem Björn Th. Björnsson hefur fundið upp,” sagði Þóra Kristjánsdóttir er viö fundum hana að máii i Norræna húsinu. Ilún er nýráðin viö húsiö til að sjá um sýningar þar. Þar stendur yfir um þessar mundirsýning á norrænni vefjar- list. Þeir listamenn sem sýna þar verk sin eru allir i hópi hinna fremstu á sinu sviði. Tilgangur- inn er að gefa spegilmynd af þessari listgrein, sem stendur á gömlum merg. Þóra sagði okkur að 4 islenzk- um listakonum hefði verið boðin þátttaka i sýningunni. Allar hafa tekið meiri og minni þátt i sýning- um áður. Vigdis Kristjánsdóttir er að visu aðeins með eldri verk á sýningunni, en hún vinnur nú sem stendur aö stóru veggteppi i til- efni af þjóðhátið. Það er ofið eftir málverki eftir Jóhann Briem. Barbara Arnason er eingöngu með listaverk gerð úr lopa, þau eru ekki aðeins ofin, heldur, „hef ég mína eigin einka aðferð,” eins og hún segir sjálf. Asgerður Búa- Irma KuKKasjarvi tynr iraman verK sitt „Jökull” ofiö úr glertrefjum. Þaö kostar u.þ.b. 250.000.00 kr. dóttir er með teppi, sem gerð eru úr ull og hrosshárum. En Hildur Hákonardóttir vefur sin teppi, og sýnir hún gjarnan þjóðfélags- ádeilu i verkum sinum. Fjórar listakonur, ein frá hverju hinna Norðurlandanna sýna einnig. Þóra sagði, að þær hefðu eiginlega verið sjálfkjörnar til þess að taka þátt i þessari sýningu. Sú norska Synnöve Ank- er Aurdal, væri nú sem stendur að vinna að stóru veggklæði, sem Norðmenn ætla aö gefa Islending- um á 1100 ára þjóðhátiðarárinu. Teppi hennar eru unnin úr ull, hör og málmþræði. Maria Adler- creutz, sú sænskætekur viðfangs- efni sin úr pólitik og vefur gjarnan eftir fréttamyndum. Danskalistakonan Nanna Hertoft hefur verið fulltrúi Dana á mörg- um sýningum. Við hittum hana i Norræna húsinu. „Ég hlakkaði mjög mikið til að koma til tslands, hef aldrei komið hér áður. Það hafa einmitt marg- ir spurt mig i Danmörku, hvort ég hafi verið á tslandi. Sennilega er ástæðan litirnir i teppunum min- um”. Nanna Hertoft vefur teppi sin úr handspunnu ullarbandi, og hún sagðist lita allt sitt band sjálf með jurtalitum. Nanna Hertoft hefur ofiö þessa samstæöu, sem hún nefnir „Vor.” Samstæðan kostar u.þ.b. 290.000.00 kr. Irmu KukkasjSrvi frá Finnlandi hittum við lika að máli, en hún vinnur teppi sin mjög sérkenni- lega, m.a. úr glertrefjum. „Þetta er nú ekki mitt aðal- starf, ég hanna einnig húsgögn. Við getum kallað vefjarlistina mitt tómstundagaman. En hún er — mitt líf.” — EVI

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.