Vísir - 13.06.1974, Qupperneq 13
Vísir. Fimmtudagur 13. júni 1974
13
ÚRSÚLA AFTUR
ÚR FÖTUNUM!
Nakin eða ekki nak-
in... það er sýnilega
stóra vandamálið hjá
Ursulu Andress. Hún
hefur varla afklætt sig
á hvíta tjaldinu, þegar
hún sver, að þetta geri
hún aldrei aftur... En
nú hefur hún gert það
aftur. Það er i kvik-
myndinni „Hamingju-
sama gleðikonan”.
Hún mátti sjálfsagt búast viö
þvi, að hún kæmi ekki þrældúð-
uð fram i kvikmynd með þessu
nafni, en hún segist hafa gleymt
að spyrja um það, þegar hún
skrifaði undir samninginn — og
nú er orðið um seinan að snúa
við.
Myndin er byggð á sjálfsævi-
sögu Xavieru Hollander, sem
var „Mamma” við fjölda gleði-
húsa i Bandaríkjunum á sinum
tima. Bók hennar vakti geysi-
lega athygli og var metsölubók I
Bandarikjunum og viðar.
Með Ursulu leikur I myndinni
vinur hennar Italinn Fabio
Testi, og hjálpar það henni mik-
ið segir hún... Það er auðveld-
ara að klæða sig úr með ein-
hverjum, sem maður þekkir,
sagði hún nýlega I viðtali við It-
alska blaðamenn, — og þeir
lögðu það allir út á einn veg —
henni og Fabio til lítillar
skemmtunar.
Þetta er Xaviera sjálf. Hún varð fræg fyrir bók sina „The Happy
Hooker”, en þessi mynd er á plötualbúmi með henni, sem mun
vlst vera anzi fróðlegt fyrir suma.
ÞAÐ
VAR
E KKI
EPLI
SEM
EVA
IBAUÐ
ADAM
Var það epli eða aprikósa, sem
hún bauð Adam I Eden hér um
árið?
Eva bauð Adam ekki epli
hérna á erfiðu dögunum um árið
— hún bauð honum aprlkósu.
Það segir a.m.k. prestur
ensku kirkjunnar I Ncw York,
sem nýlega opnaði stóran
blóma- og trjágarð umhverfis
kirkju safnaðarins. Þar er að
finna yfir 100 trjátegundir, sem
talað er um i bibliunni — en
eplatré er þar ekki að finna.
— Allar rannsóknir benda i
þá átt, að það hafi engin eplatré
verið til á þeim timum, og þvi
engin epli verið til, segir prest-
urinn.
Við höfum komizt að þeirri
niðurstöðu, að það hafi þvi verið
aprikósa, sem Eva bauð Adam,
og þvi er að finna stórt og mikið
aprikósutré i garðinum okkar —
og þar hefur bölvaður ormurinn
leynzt.
gHúsfrQyjustóll
Hægindastóllinn vinsæli frá Módelhúsgögnum.
Hlýlegur stóll, sem sæmir sér vel hvar sem er.
0-lQlsingi
Frábært sófasett fyrir vandláta. íslenzk eða
erlend áklæði eftir eigin vali. 2,3, eða 4 sæta sófi.
Velja má um stál eða tréfætur.
Húsbóndastólinn má kaupa sérstaklega.
°6ommoda
Sófasettið, sem endist helmingi lengur.
Formfagurt og sérlega þægilegt. Nýtízkulegt
í hönnun: tveir púðar í baki; allir slitfletir
viðsnúanlegir.
SkEIFM'
-* SKE/FAM tS
©omino
Sófaspttifí vinsapla pr knmifí ?
MlKLAfcRMJJ
Sófasettið vinsæla er komið aftur. Eldri
pantanir óskast endurnýjaðar. Takmarkaðar
birgðir.
HUSGAGNAVERZLUN
GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR
Skeifan 15 Sími 82898