Vísir - 13.06.1974, Page 9
Vísir. Fimmtudagur 13. júní 1974
cTMenningarmál
Tsjekhov án tára
Dramaten:
VANJA FRÆNDI
eftir Anton Tsjekhov
Þýðing: Astrid Baecklund og Her-
bert Grevenius
Leikmynd: Mikael Sylwan
Leikstjóri: Gunnel Lindblom
róttækur þjóðfélagsgagnrýnandi og
umbótafrömuður.
Innra og yrta
Með þessum hætti má llka vera
aö einstaklingarnir, fólkið I leikn-
um og úrkostir þess, komi skýr-
legar fram og kímni hans njóti sin
þar með betur en við innilegri og
ljóðrænni túlkunarmáta. Svo enn sé
sama dæmi tekið — Vanja frændi:
Ulf Johanson er ekki innblásinn
einum eða neinum „skáldlegum
anda” I þessari sýningu, hann er i
fyrsta lagi mannlegur, skoplegur
og aumkunarverður I senn. Að
leikslokum er skipbrot hans lýöum
ljóst, að ekki slst honum sjálfum:
félagsskaþur þeirra Sonju er hans
eina haldreipi.
ekki þvi að
hefði verið
Það er
neita: meira
gaman að fá Strindberg i
heimsókn á gestaieik á
listahátíð en Anton
Tsjekhov. En þetta er svo
sem ekki sagt til að van-
þakka komu konunglega
dramatiska leikhússins
frá Stokkhólmi, sem
sýndi Vanja frænda svip-
hreinni fallegri sýningu í
Þjóðleikhúsinu um
helgina.
Um það bil tlu ár eru slöan Leik-
félag Reykjavlkur lék Vanja
frænda I Iðnó: ég finn að það sem
einkum hefur orðið hugfast úr
þeirri sýningu er Vanja Gisla
Halldórssonar, skáldleg og drama-
tisk mannlýsing þar sem manni
fannst birtast „klassiskt” þung-
lyndi rússneskra bókmennta. En að
öðru leyti man ég auðvitað ekki
þessa sýningu nógu vel til að bera
hana saman við sænska gesta-
leikinn — þótt eitthvert mark væri
á sllkum samanburöi takandi.
Sýning Dramatens er ný af
nálinri, tilkomin aðisögn fyrir frum-
kvæði leikenda sjálfra, og var
henni prýðilega tekið i vor. Með
þessari sýningu ásamt nýrri
þýðingu leiksins, hefur þótt brotið
blað I Tsjekhovtúlkun á sænsku
leiksviði. Og satt er það: i þetta
sinn er engan veginn stilað upp á
skáldlegan hugblæ, ljóðrænan inni-
leik túlkunarinnar i sama mæli
sem algengt er á Tsjekhov-sýning-
um (og við höfum raunar séð um
dæmi I sjónvarpinu, hvað sem llður
Islenzkum Tsjekhovsýningum) Það
er þurrlegri raunsæislegri
Tsjekhov sem hér kemur fyrir
sjónir en ella — þótt ofmælt væri að
hann birtist af þessari sýningu sem
LISTAHATIÐ
Vanja Ulf Johansonog Jelena: Solveig Ternström I Vanja frænda eftir Tsjekhov. Dramaten sýndi
leikinn þremur sýningum I ÞjóOleikhúsinu um helgina. Ljósmynd Beafa Bergström.
eftir Ólaf Jónsson
Þótt einkennilegt megi virðast
kemur eindregin bölsýni Tsjekhovs
enn gleggra fram með þessum leik-
máta en ella væri: fólkið I leiknum
býr við samfélagshætti og lifs-
skoðun, sem veitir þeim engrar
viðreisnar von. Einmitt þetta
kemur svo skýrt fram i leikslokin,
ásamt hinu fina jafnvægi harms og
kímni, gáska og trega sem auð-
kenndir alla sýninguna — þar sem
Sonja flytur Vanja frænda ræðu
slna um hinn ósegjanlega frið,
gæfuna sem biði þeirra. En enginn
hlustará hana, Vanja niðursokkinn
i örvæntingu slna, amma hennar.
Marla, I sln eilifu timarit, fóstran
sofnuð og farin að hrjóta.
Lifsvonin I leiknum er falin I
lýsingu Sonju: Margaretha
Byström lýsti henni sem þrótt-
mikilli ungri konu, það er hún sem
vinnur verkin á bænum. Hún
elskar Astrov feimulausri ást,
áfallið að því skapi aö hann skuli
bregðast. Lif hennar og Vanja
frænda hennar helgast af vinn-
unni, þrotlausri vinnu, eins og oftar
hjá Tsjekhov. Allir aörir byggja
hver sinn innilokaða heim, Astrov
læknir með ræktunarhugsjónir
slnar, Serebrjakov prófessor,
hryggileg rúst af manni, og hans
fagra frú Jelena, bitur og köld, —
sem dreymir um .„llf” en þorir
ekki að lifa. Og fóstran Marina,
undirgefnin i mannlegri mynd...
Þaö þarf ekki aö spyrja að jafn-
vlgum leik sænsku gestanna,
hinum flna og fágaöa brag allrar
sýningarinnar, hófstillingu hins
ytra og raunsæislega svipmóts og
hnitmiðuöu tilfinningalýsingar I
leiknum. Hún færði okkur Anton
Tsjekhov heim með skýrum og
skilmerkilegum hætti, ómenguðum
af hefð.ljóðrænni tilfinningasemi,
en án þess að hampa „nýjungum”
til skrauts. Þær voru allar hið innra
I leiknum.
Langt yfir skammt
'l'ónleikar 10. júnl 1974.
Sinfónluhljómsveit Islands.
Stjórnandi: Alain Lombard.
Einleikari á pianó: Jean Bern-
ard Pommier.
Fyrst á efnisskrá þess-
ara tónleika í Háskóla-
kvikmyndahúsinu var
áttunda sinfónían eftir
Franz Schubert, oftast
nefnd ,,Óf ullgerða hljóm-
kviðan", þar eð hún er
einungis í tveim þáttum í
stað fjögurra, svo sem
þeirra tíma var siður.
Greinir menn á um það hvort
Schubert hafi látið vera að full-
semja hana af ásettu ráði, eða
hvort handrit hafi glatast, eða
hreinlega tónskáldinu hafi ekki
unnist timi til þess að fullgera
verkið. Hér skal enginn dómur á
það lagður, en til hafa verið
menn, sem gert hafa sér það til
dundurs að „ljúka” sinfóniunni.
Þessi hugljúfa og trega-
blandna sinfónia er öllum kunn,
sem yndi hafa af sigildri tónlist.
Verkið lætur ekki mikið yfir sér
á yfirborðinu, en þeim mun ljúf-
ara og kærara er það þeim, sem
meta Schubert að þeim mak-
leikum, er hann hefur svo oft
farið á mis við.
Hljómsveitarstjórinn sýndi
fremur litil tilþrif I túlkun sinni
á þessu verki. Vill sá, sem þetta
skrifar, sveigja sem mest frá
umsögn um stjórnandann, Alain
Lombard. Má vera, að hann
þyki góður og gegn hljóm-
sveitarstjóri i sinu heimalandi,
en afskaplega fór hann dult með
hæfileika sina hér.
' Næst lék Jean Bernard
Pommier einleikshlutverkið I
einum fegursta pianókonsert
Mozarts. Einhvern veginn
fannst manni undarlegt að
hlýða á túlkun þeirra, frans-
manna, á þessu dulúðuga verki.
Einleikarinn komst þó skamm-
litið frá sinu.
Glitrandi Ravel
Að hléi loknu lék Pommier G-
eftir
Birgi Guðgeirsson
Alain Lombard
dúr pianókonsertinn eftir Ravel.
Voru stjórnandi og einleikari
mun betur i essinu sinu en fyrir
hlé. Svo sem kunnugt er, samdi
Ravel einungis tvo konserta fyr-
ir pianó og hljómsveit. Sá fyrri
Að lokum lék Sinfóniu-
hljómsveit Islands nokkur
glæsiverk úr „útskúfun
Fausts” eftir Berlioz. Flutning-
ur var að flestu leyti svo ger-
sneyddur öllu, sem heitir glæsi-
Jean-Bernard Pommier
er fyrir vinstri hönd einleikar-
ans eingöngu og saminn fyrir
pianóleikarann Paul Witgen-
stein, en hann missti hægri hönd
i fyrri heimsstyrjöld. Richard
Strauss og fleiri tónskáld sömdu
verk fyrir Witgenstein sérstak-
lega eftir það áfall. G-dúr pianó-
konsertinn, nr. 2, er að ollu jöfnu
talinn betra verk, og það glitr-
aði i höndum Pommiers. Stuðn-
ingur hljómsveitar við einleik-
arann hefði að skaðlausu mátt
vera styrkari.
bragur, að ihugunarefni er,
hvort þurfi að sækja svo ákaft til
annarra landa eftir einleikurum
og stjórnendum. Að fenginni
reynslu vitum við gerla, að Is-
land á; a.m.k. enn, jafngóða ef
ekki betri tónlistarmenn en þá,
sem heimsóttu okkur á mánu-
dagskvöld. Margséð er, að
Sinfóniuhljómsveit íslands er
orðin gott „instrúment”, hana
vantar einungis rismikinn
hljómsveitarstjóra. Óþarft ætti
að leita langt yfir skammt.