Vísir - 13.06.1974, Blaðsíða 4
4
Vísir. Fimmtudagur 13. júnl 1974
AP/NTB MORGUN UTLÖNDS MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND í MORGUN
VILJA SAFNA LIÐI
GEGN SUÐUR-AFRÍKU
— Við gctum strax byrjað
frclsun þeirra svæða, sem hvitir
menn raða',i suðurhluta Afriku, ef
við setjum herdeildir úr herjum
landa okkar undir sameiginlega
herstjórn á vegum Einingarsam-
taka Afrikuríkja, sagði
Mohammed Siad Barre, forseti
Sómaliu, i ræðu á setningarfundi
11. ársþings samtakanna i gær.
A fundinum, sem haldinn er i
Mogadisu i Sómaliu, var i upphafi
gengið til kosninga um formann
samtakanna. Yakubu Gowon for-
seti Nigeriu hætti forsetastörfum
en Siad Barre var kjörinn i hans
staö. Ársfundinum lýkur á
laugardag.
Eitt af helztu verkefnum
fundarins verður að ræða um ný
viðhorf, sem hafa skapazt vegna
valdatöku hersins i Portúgal. í
ræðu sinni vitnaði Gowon i bréf,
sem hann hafði fengið frá Antonio
de Spinola, forseta Portúgals.
Þar viðurkennir Spinola rétt ný-
lendnanna til sjálfsákvörðunar.
Spinola lætur einnig i Ijós von um
það, að gagnkvæmur skilningur
geti haft i för með sér lausn á
vandamálum Portúgala i Afriku
innan ramma samstöðu Afriku-
rikja. Almennt hafa menn ekki
látið i ljós álit sitt á boðskap
Spinola, en sagt er, að honum
verði hafnað, ef hann gerir ekki
ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu i
nýlendunum um framtið þeirra.
Gull orðið verðhœft
Giovanni Leone, forseti ttaliu,
mun væntanlega i dag tilnefna
þann, sem hann felur að reyna
stjórnarniyndun eftir lall
stjórnar Mariano Rumors.
Efnahagsvandræði Itala
breyttust aðeins til hins betra i
gær, þegar fjármálaráðherrar
helztu iðnrikja heims, sem eru á
fundi I Washington, samþykktu,
að nota mætti gull sem tryggingu
fyrir láni. Þetta voru góðar fréttir
fyrir Itali, sem þarfnast mjög er-
lendra lána. 64% af varasjóðum
landsins eru gull og ákvörðunin i
Washington þýðir fyrir Italiu — á
pappirnum a.m.k. — að landið
verður fjórum sinnum rikara, á
svipstundu.
En þetta veitir aðeins gálga-
frest, þvi að fjármagnsþörf
landsins er svo gifurleg. Vandinn
verður ekki leystur nema komizt
verði fyrir rætur hans.
Enn eru spádómar um það, að
næsta stjórn Italiu verði minni-
hlutastjórn Kristilegra
demókrata. Talið er liklegt að
forsetinn snúi sér tii Amintors
Fanfani, leiðtoga þeirra, Emilio
Colombo, fyrrv. fjármálaráð-
herra, eða Giuelio Andreotti,
fyrrv. várnarmálaráðherra.
r
BILAVARA-
HLUTIR
NOTAÐIR
VARAHLUTIR
I FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLÁ
T.d. vélar, girkassar,
drif í Benz ’59-’64,
Opel ’62-’66,
Moskvitch ’59-’69,
Vauxhall Viva,
Vauxhall Victor,
og flest annað
i eldri teg. bila,
t.d. hurðir og boddihiutir i miklu úrvali.
BÍLAPARTASALAN
Höfðatúni 10, simi 11397.
Opið frá kl. 9-7 alla virka daga og 9-5
laugardaga.
Sýningin
NORRÆN VEFJARLIST
er opin i sýningarsölum i kjallara Nor-
ræna hússins kl. 14:00-22:00 daglega.
Kaffistofa Norræna hússins verður opin
öll kvöld á meðan Listahátið stendur yfir
til kl. 23:00.
Verið velkomin i Norræna húsið.
NORRÆNA
HUSIO
Frá komu Nixons Bandarikjaforseta til Kairo i gær. 100.000 manns að minnsta kosti fögnuðu honum
og Sadat, þegar þeir óku I gegnum borgina.
& Skipzt á friðar-
oa fagnaðarorðum
— Án lausnar á
vandamálum Palestinu-
manna verður ekki unnt
að tala um frið i löndun-
um fyrir botni Miðjarð-
arhafs, en slikur friður
þýðir ekki það sama og
útþurrkun ísraelsríkis,
þannig komst Anwar
Sadat, Egyptalandsfor-
seti, að orði i skálarræðu
sinni fyrir Nixon Banda-
rikjaforseta i gærkvöldi.
600 gestir sóttu veizluna, sem
haldin var fáeinum klukkustund-
um eftir komu Nixons til Kairo og
gifurleg fagnaðarlæti, er hann ók
um götur borgarinnar. Meðal
skemmtiatriða i forsetaveizlunni
var magadans. Vakti það mikla
athygli, þegar dansmærin sté nið-
ur af senunni og sveif I áttina til
forsetanna og Henry Kissingers.
Dansaði hún i návigi við Nixon og
Kissinger, þeim auðsjáanlega til
mikillar ánægju.
I þakkarræðu sinni til Sadats
sagði Nixon, að hann heföi ekki
komið til Egyptalands með
fullbúnar tillögur um lausn á deil-
um Israelsmanna og Araba. Hins
vegar gæti hann fullvissað alla
um það, að Bandarikin vildu
leggja sig fram um að finna
réttlátan frið. — Áhugi okkar
beinist einungis að þeim friði á
þessu svæði, sem sérhver þjóð
getur sætt sig við og gefur hverri
þjóð tækifæri til að ná markmið-
um sinum eftir eigin leiðum án
erlendra afskipta, sagði banda-
riski forsetinn.
I dag ferðast Nixon meðal ann-
ars til Alexandriu og heldur
áfram viðræðum sinum við
Sadat, sem hófust I gær.
Aðalblaðið er að hluta til helgað þjóðhátíðarárinu. Þar er að finna
ávarp forseta íslands, herra Kristjáns Eldjárns, ennfremur kort
yfir hátiðahöld um allt land í sumar, svo og spurningar og svör
nokkurra þjóðkunnra manna varðandi fortíð og framtíð þjóðarinn-
ar. Þá er viðtal við Maj-Britt Imnander, forstjóra Norræna húss-
ins, og margt annað fróðlegt og skemmtilegt. En aðalnúmer 24.
tölublaðsins er myndarlegur blaðauki i litum og svart/hvítu um
heimsókn Ólafs Noregskonungs.