Vísir - 13.06.1974, Side 11
I/MM 74
Heimsmeistarakeppnin
13. júní - 7. júlí 1974
Leikir á HM
ó morgun
Þrír leikir veröa leiknir i heims-
meistarakeppninni á morgun, föstu-
dag. Aöalleikurinn veröur í Berlin, en
þar leika gestgjafarnir, Vestur-Þjóö-
verjar, viö Chilc. Leikurinn er I 1. riöli
oghefst kl. þrjú eftir islenzkum tima á
gamla, fræga Olympluleikvanginum.
Annar leikur i sama riöli veröur i
Hamborg. Þar leika Austur-Þýzka-
land og Astralia og hefst leikurinn kl.
6.30 eftir islenzkum tima. Þýzku liöin
ættu aö sigra nokkuö auöveldlega I
þessum fyrstu leikjum slnum — og
veröa i tveimur efstu sætunum I riölin-
um.
Þriöji leikurinn veröur I Dortmund
og þar hafa Skotar möguleika aö ná
sinum fyrsta sigri i úrslitakeppni HM.
Þeir leika þá viö Zaire — einu Afrlku-
þjóöina, sem tekur þátt i úrslitakeppn-
inni, Zaire, áöur belgiska Kongó, vann
undankeppnina fyrir HM á mjög sann-
færandi hátt I Afriku, og varö siöar
Afrikumeistari. Leikurinn hefst kl.
6.30 eftir islenzkum tima og er I 2. riöli.
Svissneskur
dómari í
fyrsta leik
Hinn frægi svissneski dómari,
Rudolf Scheurer, mun dæma fyrsta
leikinn i heimsmeistarakeppninni I
dag, þegar Brasilia og Júgóslavia
leika i Frankfurt. Linuveröir meö
honum veröa Belgiumaöurinn Vital
Loraux og Argentinumaöurinn Luis
Pcstarino. Dómararnir á HM munu
nota gul spjöld ef þeir áminna leik-
menn, en rauö ef um brottrekstur er aö
ræöa.
Fyrirliðinn
kemst
ekki í liðið!
Fyrsti leikur sænska liösins á HM
veröur á laugardag viö Búlgariu — og
þaö vakti mikla athygli I Dusseldorf I
morgun. þegar landsliösþjálfarinn
Georg Ericsson sagöi, aö hann mundi
ekki nota fyrirliöa sænska lisins, Björn
Nordquist, i þeim leik.
Allar likur eru á þvi, aö Kent Karls-
son frá Atvidaberg leiki gegn
Búlgarlu. Björn Nordquist er 33ja ára
og hefur leikiö næstum 80 landsleiki —
og sennilega má rekja þessa ákvöröun
landsliösþjálfarans allt til 1. mal, þeg-
ar Nordquist var bundinn ásamt Ralf
Edström viö leik hjá hollenzka liöinu
Eindhoven, sem þessir sænsku leik-
menn lcika meö.
Sama dag lék Kent Karlsson sinn
bezta leik meö sænska landsliöinu,
þegar sænska liöiö tapaöi 0-2 fyrir þvi
vestur-þýzka i landsleik I Hamborg.
Georg Ericsson er ekki beint ánægö-
ur meö stööuna. Hann sagöi i morgun:
Þaö þýöir ekki aö vera meö viö-
kæmni I þessu máli. Eins og sakir
standa viröist ekki vera pláss fyrir
Björn Nordquist i sænska liöinu — en
ég hef þó litla löngun til aö setja hann
úr liöinu. Enn get ég þó sofiö á málinu i
tvær nætur.
Björn Nordquist tók lifinu meö ró og
sagöi. Heimurinn hrynur ekki þó ég
veröi aö vera á varamannabekkjum.
Ég fæ tækifæri siöar.
Jairzinho, frægasti leikmaöur heimsmeistara Brazillu, til vinstri, reynir aö dreifa huganum frá
HM-keppninni meö þvl aö leika sömbu fyrir félaga sina á trommur — og þeir eru Marinho og Luiz
Perreira. Myndin var tekin sl. sunnudag I Frankfurt.
Stefón nálœgt sínu
bezta í vonzkuveðri
— Hálfgert „sundmót" þegar keppt var í fugþraut á Laugardalsvellinum í gœr
Tugþrautarmeistaramót is-
lands, sem háö var I gærkveldi,
var öllu likara sundmóti en frjáls-
iþróttamóti. Steypiregn var allan
timann, sem mótiö fór fram — og
löngu fyrir það — ásamt tilheyr-
andi roki, og var þetta þvi allt
annað en gott keppnisveður.
Þrátt fyrir veðrið og slæman
völl náðist mjög athyglisverður
árangur. Stefán Hallgrimsson KR
náði 7028 stigum, sem má telja
frábært i svona veðri, og á hann
áreiðanlega eftir að gera það gott
i sumar.
Arangur hans var þessi 100 m
11,5-langst. 6,86-kúluv. 1 3,00-hást.
1,93-400 m 50,07-110 gr. 15,5-
kringl. 35,58-stangas. 4,10-spjótk.
48,30-1500 m 4:34.08.
Annar var Karl West UBK með
6111 stig, eða 100 stigum betra en
hann átti áður. Þriðji varð Haf-
steinn Jóhannsson UBK með 6062
stig, sem 170 stigum betra en
hann átti bezt áður. I fjórða sæti
kom Helgi Hauksson UBK með
5227 stig, sem er hvorki meira né
minna en rúmlega 800 stigum
betra en hann átti áður.
Þá var keppt i 10 km hlaupi og
4x800 metra boðhlaupi i
meistaramóti tslands, sem sjálft
fer fram I lok júli. Emil Björnsson
KR sigraði I 10 km á 36:57,8 min.
Annar varð Högni Óskarsson KR
á 38:55,6 og þriðji Gisli Sveinsson
USVS á 43:20,0 mín.
I 4x800 metra boðhlaupi sigraði
sveit KR, hljóp á 8:25,04. I sveit-
inni voru Halldór Guðbjörnsson,
Vilmundur Vilhjálmsson, Emil
Björnsson og Högni Óskarsson.
önnur varð a-sveit FH á 8:37,06
og þriðja piltasveitFH á 11:17,06.
Fóru hinar sveitirnar tvisvar
Ríkki rétt við
heimsmetið!
Ricky Bruch, hinn frægi
kringlukastari þeirra Svianna,
var rétt við heimsinetiö, þegar
hann kastaöi 68.16 metra á
frjálslþróttamóti I Helsinki I
gærkvöldi. Það er aöeins 24
sentimetrum lakara en hcims-
metiö, sem Bruch á ásamt
Bandarikjamanninum Jay
Silvester.
Bruch hcfur hvaö eftir annaö
kastaö yfir 65 metra á mótum
siðustu vikurnar og þaö virðist
aöeins timaspursmál hvenær
hann eignast heimsmetiö einn •
og vcröur fyrstur til aö kasta
kringlunni yfir 70 metrana.
sinnum fram úr henni á leiðinni.
—klp—
Loks fóum við
að sjó
Skagamenn!
Einn leikur fer fram í i.
deildarkeppninni I knattspyrnu á
Laugardalsvellinum I kvöld. Þá
leika Fram og Akranes og hefst
leikurinn kl. 20,00.
Þetta ætti aö geta oröiö fjörug-
ur leikur þvi Framarar eru orönir
langeygir eftir sigri og Akur-i
nesingar eru farnir aö finna lykt-
ina af islandsbikarnum.
Þá leika I Kópavogi i kvöld
Breiöablik og Haukar I 2. deild og
á Seltjarnarnesi leika i 3. deild
Grótta og Fylkir.
Valsmaðurinn
í hinu Vals-
liðinu tapaði
í gærkveldi léku I H-riðli 3.
deildar islandsmótsins I knatt-
spyrnu Þróttur Neskaupstaö og
Valur Reyöarfiröi. Leiknum iauk
með yfirburöasigri Þróttar 6:0.
Með Þrótti leikur Armenn-
.ingurinn fyrrverandi, Jón Her-
mannsson, en meö Val sjálfur
Valsmaöurinn Ólafur H. Jónsson,
sem er þóöllu þekktari sem hand-
knattleiksmaður en knattspyrnu-
maöur. Þessir tveir Reykviking-
ar eru einnig þjálfarar liöa sinna.
Úrtðkumót á Selfossi
— fyrir Andrés ðnd!
Eins 05 undanfarin ár
verður 4 börnum frá ís-
landi boðin þátttaka í Don-
ald Duck-leikunum í
Kongsberg, sem að þessu
sinni fara fram dagana 31.
ágúst og 1. september.
Leikarnir eru einungis ætlaðir
börnum, sem fædd eru 1962 og
1963.
Keppt verður i þessum grein-
um: 60 m hlaupi, 600 m hlaupi,
langstökki og hástökki i öllum
flokkum og kúluvarpi (3 kg) i
flokki 12 ára telpna og 11 og 12 ára
flokkum drengja.
Úrtökumót verður haldið að
Selfossi 10. og 11. ágúst n.k. og
verður þar keppt i sömu greinum.
Að mótinu loknu verða islenzku
þátttakendurnir valdir. Til greina
kemur einnig árangur barna, sem
ekki geta tekið þátt i þessu móti,
hafi þau keppt viö lögleg skilyrði
og árangur verið tilkynntur fyrir
10. ágúst til stjórnar F.R.l.
13. júnl 1974
Vlsir. Fimmtudagur 13. júni 1974
11
Umsjón: Hallur Símonarson
Leikmenn Braziliu
hafa undanfarna daga
verið i algjörri
einangrun i búðum sin-
um i Vestur-Þýzkaland
— og enginn veit neitt
um getu heims-
meistaranna fyrir
átökin á HM, sem
hefjastkl. tvö i dag með
opnun 10. heims-
meistarakeppninnar.
Tveimur timur siðar
hefst fyrsti leikurinn —
milli Braziliu og
Júgóslaviu.
I Liðsstjórinn Mario Zagalo, einn
af heimsmeisturum Braziliu frá
1958, fór yfir leikaðferð Júgóslava
með leikmönnum sinum i Frank-
furt i gær — og þar voru skoðaðir
nákvæmlega hundrað metrar af
filmum með júgóslavneska
liðinu. Sagt er, að stemningin i
búðum heimsmeistaranna hafi
aukizt mjög til hins betra eftir að
Joao Havelange var kjörinn for-
maður FIFA i stað Sir Stanley
Rous. Allir leikmenn Braziliu
töldu það stórsigur fyrir landið.
Liðsskipan hjá Braziliu gegn
Júgóslövum i dag hafði ekki verið
gefin upp, þegar blaðið fór i
prentun.
Júgóslavar gera sér miklar
vonir um góðan árangur á HM og
liðið stendur vel að vigi að þvi
leyti, að milljónir Júgóslava
stunda atvinnu i Þýzkalandi og
fjölmenna mjög á leiki Júgós-
laviu. Júgóslavar verða þvi með
áhorfendur á bak við sig i næstum
jafnrikum mæli og gestgjafarnir,
Vestur-Þýzkaland.
IR ófram í bikarnum
Fyrsti leikurinn I Bikarkeppni
KSÍ á þessu keppnistimabili var
leikinn I gærkveldi i slagveöurs
rigningu og roki á Háskólavellin-
um. Liðin, sem opnuöu mótiö aö
þessu sinni, voru 3. deildarliöin
ÍR og Stjarnan úr Garðahreppi,
sem bæöi leika I B-riöli 3. deildar.
IR-ingarnir léku undan veðrinu
i fyrri hálfleik og skoruðu 2 mörk.
Voru það fyrrverandi Gróttu-
mennirnir og Framararnir Gunn-
ar Haraldsson og Ólafur Sveins-
son.
Stjörnumenn börðust vel á móti
vindinum og komust einu sinni i
gott færi til að skora, sem og þeir
gerðu. Var þvi búizt við að þeir
jöfnuðu og kæmust yfir undan
rokinu i siðari hálfleik, en það
varö ekki. IR-ingarnir áttu þá
engu minna I leiknum og skoruðu
sitt þriöja mark, sem þýddi
endanlegan ósigur Stjörnunnar
og tryggði 1R áframhaldandi
veru i Bikarkeppninni. — klp —
Júgóslavneska liðið hefur tekið
lifinu með ró siðustu daga og að
ráði þjálfarans hafa þeir eytt
mestum tima sinum i að hlusta á
tónlist Chopin! Gott fyrir
taugarnar, segir þjálfarinn.
Leikur Braziliu og Júgóslaviu
verður á Wald-leikvanginum i
Frankfurt. Hann rúmar 61.500
áhorfendur og allir aðgöngu-
miðar eru löngu uppseldir.
PIERRE ROBERT opna golf-
keppnin hjá Golfklúbbi Ness
hefst I dag á velli klúbbsins á
Seltjarnarnesi. Verður keppt I
meistara- og 1. fl. kvenna og
unglingaflokki, 18 ára og yngri.
A morgun veröur keppt I 3.
flokki karla og á laugardag I 1.
og 2. flokki karla. A sunnudag-
inn veröur keppt I meistara-
flokki, og veröa þar leiknar 36
holur. Keppnin I dag og á morg-
un hefstkl. 17.00, en á laugardag
og sunnudag kl. 9.30. islenzk-
Ameriska verzlunarfélagiö,
sem hefur umboö fyrir Pierre
Robert hér á landi gefur verö-
launin til keppninnar, og má sjá
smá sýnishorn af þeim á þessari
mynd. Þarna veröa veitt yfir 20
verölaun auk glæsilegra sér-
verölauna fyrir meistaraflokk.
Júgóslavarnir róuðu
taugarnar á Chopin!
— fyrir ótökin við heimsmeistarana í dag, en Brazilíumenn voru í einangrun
Nú er það Bommi skytta og
félagar hans Lolli og Polli!
— í dag byrjar Vísir að birta myndasögu, sem hefur farið sigurför víða um heim, og þar segir
fró þremur piltum í knattspyrnu — œvintýrum þeirra innan sem utan vallar
Teiknarinn Salinas
Textahöfundurinn Grassi.
Það er alltaf eitthvað að
ske þar sem knattspyrnu-
strákarnir þrír, Bommi
skytta og félagar hans
Lolli og Polli eru á ferðinni
— jafnt innan vallar sem
utan. Þeir eiga ekki aðeins
við mótherja á knatt-
spyrnuvöllunum heldur
alls konar skarfa, sem
reyna að hefta framgang
þeirra. Vísir byrjar í dag
að birta hina frægu
myndasögu þeirra Jose
Salinas og Alfredo Julio
Grassi, sem farið hefur
sigurför víða um heim
undanfarna mánuði á
íþróttasíðum dagblaða,
jafnt vestan hafs sem
austan — og það á vel við á
sama degi og 10. heims-
meistarakeppnin hefst.
Keppni Bomma, Lolla og
Polla er ekki síður
skemmtileg en æsilegustu
leikir á HM!
Þeir Salinas og Grassi kalla
sögu sina „Gunner” — og hvað á
það betur við en kalla aðalhetjuna
„Bomma skyttu” i þýðingu okk-
ar. Bommi er lika frægt nafn úr
islenzkri knattspyrnusögu, já,
Bommi, Lolli og Polli eru góð
nöfn á strákana.
Frami þeirra með knattspyrnu-
liði i Suður-Ameriku er mikill —
þeir keppa viða, lika i Evrópu, en
við ætlum ekki áð rekja það frek-
ar, strákar, — nú, og auðvitað
stelpur lika — en næstu vikur,
mánuði og ár munum við birta
myndasöguna hér á iþróttasíð-
unni. Og hún er spennandi — það
getið þið haft okkur fyrir.
Jose Salinas, sem teiknar
„Bomma” er einn kunnasti teikn-
ari Suður-Ameriku. Hann er
fæddur i Buenos Aires i Argentinu
11. febrúar 1908. Eftir nám vann
hann sem skrifstofumaður um
tima — en byrjaði að teikna 1929 á
auglýsingastofu. Sjö árum siðar
hóf hann að teikna skripamyndir,
sem urðu vinsælar — og þá#var
framtið hans ákveðin. 1950 réðst
hann til King Features i New
York til þess að teikna „The Cisco
Kid”, sem birzt hefur i islenzkum
blöðum og var þá nefndur „Kiddi
kaldi”. Hann býr i Buenos Aires
— kvæntur og á tvö börn.
Alfredo Julio Grassi hefur
skrifað mörg kvikmyndahandrit,
sem hlotið hafa frægð, en hann er
mikilsvirtur rithöfundur i heima-
landi sinu. Hann er fæddur i Santa
Fe i Argentinu 9. júli 1925 — og
hefurstarfað sem blaðamaður og
rithöfundur i Bandarikjunum,
Venezúela, Mexikó og Spáni auk
Argentinu.
Og þá er það myndasagan —
geriði svo vel. —hsim.
IAIM 74
Heimsmeistarakeppnin
13. júní - 7. júlí 1974
Það rignir í
V-Þýzkalandi
Það hefur rignt i Vestur-
Þýzkalandi siðustu daga — og
sama veðurútlit var þar í
morgun. „Þetta hjálpar
Evrópuþjóðunum í heims-
meistarakeppninni, þvi leik-
menn þeirra eru vanir þungum
og blautum völlum, en kemur
hins vegar suður-amerísku
liðunum illa. Þau leika venju-
lega á hörðum, sólbökuðum
völlum", sagði einn úr fram-
kvæmdanefnd HM í morgun.
En HM stendur til 7. júlí —
eða i 25 daga — svo þessi rign-
ing i Vestur-Þýzkalandi síð-
ustu daga hefur varla mikil
áhrif á keppnina.
Vellirnir
eru of góðir
Það er ekki aö sökuni aö spyrja —
þcssir vellir eru of góðir fyrir okkur,
sagði sænski landsliðsþjálfarinn Ge-
org Ericsson I gær. Grasiö er svo Hnt
og silkimjúkt og krefst allt annarrar
tækni en viö erum vanir á höröum og
yfirleitt slæmum völlum heima.
Sendingar þurfa aö vera fastari hér,
sagði Ericsson ennfremur, og hætt er
við, að Roland Sandberg, aöalmark-
skorari sænska liösins og fljótasti
sóknarmaður þess, fái hér viö vanda-
mál aö striöa á slikum völlum.
Þetta kemur þó ekki að sök i fyrsta
teiknum, þvi Búlgarar eiga þar viö
sama vandamál aö strlöa. Löndin
mætast á R hein-leikvanginum I
Dusseldorf á laugardag kl. þrjú eftir
Islenzkum tima. Þar rúmast 63 þúsund
áhorfendur.
Kissinger
heiðursgestur
Minnug atburðanna á Olymplu-
leikunum i Munchen fyrir tveimur ár-
um, þegar arabiskir hermdarverka-
menn myrtu ísraelska iþróttamenn,
hefur vestur-þýzka lögreglan mikinn
viðbúnaö I sambandi viö HM.
Yfir 10 þúsund lögreglumenn munu
fylgjast meö lcikjunum 38 og öllum
hreyfingum keppenda innan vallar
sem utan. Af þessum 10 þúsund munu
1200 vera innan vallar á tveimur siö-
ustu leikjununi 6. og 7. júli og fylgjast
meö áhorfendum á sérstökum sjón-
varpsskermum. Henry Kissinger,
utanrikisráöherra Bandarikjanna,
verður þá heiöursgestur . fram-
kvæmdanefndarinnar — og veröa
öryggisráöstafanirnar enn auknar
vegna hans.
Pele hefur ekki
trú á Brazilíu!
i fjórum efstu sætunum á HM veröa
Vestur-Þýzkaland, ítalia, Holland —
og Brazilia eöa Júgóslavia, sagöi
kóngurinn sjálfur, Pele, I gær. Hann
bætti viö. Brazillska liöiö er ekki nógu
gott til aö þvi takist aö verja heims-
meistaratitilinn frá Mexikó — allt of
margir reynslulitlir leikmenn i liöinu.