Vísir - 13.06.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 13.06.1974, Blaðsíða 8
8 Vísir. Fimmtudagur 13. júni 1974 sumar er það stutt hór! Látið okkur klippa og blása hárið Hárgreiðslustofan Valhöll Laugavegi 25 Sími 22138 Útboð — Jarðvinna Tilboð óskast i jarðvegsskipti og lóðafrá- gang við hús öryrkjabandalags íslands að Hátúni 10. Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofunni óðinstorgi Óðinsgötu 7, gegn 2000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð 19. júni n.k. Ljósprentunarvél Óskum eftir að kaupa notaða ljós- prentunarvél á hagstæðu verði. Uppl. í sima 41621 á skrifstofutima. Fró íþróttaskóla Sigurðar R. Guðmundssonar, Leirórskóla Vegna mikillar aðsóknar verður bætt við námskeiðum fyrir börn og unglinga i ágúst sem hér segir 7.-16. ágúst 9-11 ára 16.-25. ágúst 12-15 ára 25.-30. ágúst 9-15 ára Upplýsingar veittar að Leirárskóla dag- lega kl. 9-10. Skólastjóri. Grúppudýnamik — Leikrœn tjóning Kennarar - Félagsleiðtogar Nánari upplýsingar um námskeið i áður- nefndum greinum eru veittar að Leirár- skóla kl. 9-11 daglega. Skólastjóri KENNARAR - OPINN SKÓLI - DANSKA Að Leirárskóla i Borgarfirði vantar tvo kennara. 1. i dönsku (byggt er á kerfi Gurliar) 2. i kennslu 6-9 ára barna i ,,opnu kerfi”. Upplýsingar veitir skólastjóri Sigurður R. Guðmundsson Pósthestafenð Reykfavik-Vitu/heimamelar 1974 „TAK HNAKK ÞINN OG HEST" Pósthestaferðir eru liðnar undir lok, — og þó er a.m.k. ein eftir. Hún verður farin úr Reykjavik 3. júli og verður haldið á Vindheimamela 11. júli, en daginn áður hefst 4 daga landsmót hestamanna þar nyrðra. Það var i viðræðum við Þjóðhátiðarnefnd um framlag hestamanna til þjóðhátiðar, að þessi hugmynd kom upp. í póst- lestinni verða 20 hestar undir koffortum og sex hestamenn úr Fáki i Reykjavik, Gusti i Kópa- vogi og Herði i Kjósarsýslu. Lagt verður af stað úr gamla pósthúsinu i Reykjavik. Gisti- staðir verða Kiðafell i Kjós, Hrafnabjörg i Hvalfirði, Hestur i Andakil, Siðumúlaveggir i Hvitársiðu, Sveinatunga i Norðurárdal, Staður i Hrúta- firði, Lækjamót i V-Húna- vatnssýslu, Torfalækur i A- í s^ndi Hún., Æsustaðir i Langadal og Viðimýri i Skagafirði. Leiðin hefur verið könnuð og kom þá i ljós að gestrisnin meðal lands- manna á þjóðhátiðarárinu er ekki siðri en á dögum póstferð- anna. Stööug aukning hjá Cargolux Vöruflutningar i lofti virðast eiga mikla framtið fyrir sér, og hjá Cargolux jókst vörumagniö á siðasta ári um 28%, flogið var með 19 þús. tonn af vörum og flognar milur urðu alls 79 þús- und, eða 52% meira en árið á undan. Flugvélanýtingin jókst og um 39%. En þrátt fyrir svo fallegar tölur, varð stjórnarfor- maðurinn, Marcus Lambert að viðurkenna, að rekstrarhagnað- ur varð minni en ráð hafði verið fyrir gert. Eldsneytishækkanir sáu um það. Af sölutekjunum 1973, 1521 milljón, varð hagnað- urinn aðeins 3.5 millj. isl. króna. Reynsla af þotuflugi varð mjög góð og samkeppnisaðstaða vænkaðist verulega með til- komu þess. Hallgrímsminning i hálfbyggðu kirkjuskipinu Sérstök Hallgrimsminning verður i sambandi við presta- stefnu Islands, sem haldin verð- ur dagana 25.-27. júni nk. Fundir verða haldnir i samkomusal Hallgrimskirkju, en Hallgrims- minningin verður i tilefni af 300 ára ártið sálmaskáldsins. Hall- grimur Pétursson dó 27. okt. 1674 og mun hans þá minnzt i öllum kirkjum landsins. Heimilisaðstæður settar á leiksvið Nýstárlegt leikrit verður frumsýnt hjá Leikfélagi Hafn- arfjarðar annað kvöld, föstu- dagskvöld i Bæjarbiói. Fjórir ungir leikarar og leikstjóri standa að sýningunni á LEIF LILLU BRÚÐI og BLÓMA eftir sænskan rithöfund, Suzanne Osten. Leikritið fjallar um fjögur börn, leikfélaga, sem búa við mismunandi heimilis- ástæður og vandamál. Mundi það hjálpa að tala um vanda- málin? Það er einmitt efni leiksins að ekki er talað um vandann. Vandamálum hættir nefnilega til að vaxa og magn- ast I aðgerðarleysi, ekkert lag- ast af sjálfu sér. Aðeins tvær sýningar verða I Hafnarfirði, en siðan heldur hópurinn út á land i leikför og byrjar á Hornafirði 19. júni en heldur siðan á Aust- firðina og endar á Ólafsfirði 28. júni. MYNDIN: Sigriður Ey- þórsdóttir, Hörður Torfason og Gunnar Magnússon i hlutverk- um sinum. Trúnaðarbréf frá Brazilíu Stöðugt koma sendiherrar ýmissa erlendra rikja til Islands til að afhenda trúnaðarbréf sin. Flestir eru þeir á hraðri ferð, afhenda forseta tslands skilriki sin við stutta en ákaflega form- fasta athöfn sem utanrikisráð- herra er viðstaddur. En siðan er sendiherra haldið boð að Bessa- stöðum ásamt nokkrum gest- um. Þessi mynd var tekin af sendiherra Braziliu, Jose Os- waldo De Meira éenna afhenda trúnaðarbréf sitt. Land hans er einkar vinsælt á tslandi fyrir framlag sitt til kaffidýrkenda, en tsland leggur sitt af mörkun- um með saltfisksölum þangað suður i sólina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.