Vísir - 13.06.1974, Síða 6
6
Vfsir. Fimmtudagur 13. júnf 1974
vism
(Jtgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Fxéttastj. erl. frétta:
Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiðsla:
Ritstjórn:
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Haukur Helgason
Björn Bjarnason
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Hvcrfisgötu 32. Simi 86611
Sfðumúla 14. Simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands.
t lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Full atvinna var,
er og verður
Athyglisvert er, að ekkert skráð atvinnuleysi
var i Reykjavik niu af tólf árum viðreisnar-
stjórnarinnar. Hins vegar hefur verið skráð at-
vinnuleysi öll þrjú stjórnarár vinstri stjórnarinn-
ar.
Atvinnuleysið árin 1968-1970 stafaði af verð-
hruni islenzkra afurða á erlendum markaði. Þá
minnkaði verðmæti útfluttra fiskafurða um nærri
helming. Þetta olli gifurlegum erfiðleikum hér
heima fyrir, meðal annars atvinnuleysi.
En þá brugðust stjórnvöld hart við og gerðu
ráðstafanir, sem dugðu til að koma þjóðar-
búskapnum yfir erfiðleikana. Snemma árs 1970
tókst að snúa atvinnudæminu við. Varð þá meiri
eftirspurn eftir vinnuafli en framboð á þvi. Þetta
var meira en ári áður en vinstristjórnin tók við
völdum.
Þetta var i samræmi við stefnu viðreisnar-
stjórnarinnar. Hún taldi það meginatriði, að allir
hefðu tækifæri til að nýta starfskrafta sina. Og
þetta tókst henni vel, þótt þá væru tímar strang-
ara aðhalds i fjármálum rikisins og verðbólga
nánast engin i samanburði við þau ósköp, sem
tóku við, þegar vinstristjórnin komst til valda.
Vitanlega er auðveldara að halda fullri at-
vinnu, þegar verðbólga er 30-40% á ári en þegar
hún er aðeins 10%. En árangur viðreisnar-
stjórnarinnar á þessu sviði sýnir, að ofspenna i
fjármálum er engin forsenda fullrar atvinnu. Þvi
marki má ná, þótt gætilega sé farið i fjármálum.
Einnig náði viðreisnarstjórnin umtalsverðum
árangri i að kveða niður atvinnuleysi við sjávar-
siðuna. Þar skipti mestu máli mikil uppbygging i
fiskiðnaði og rúmlega tvöföldum fiskiskipastóls-
ins að rúmlestatölu.
Fiskiskipastóllinn hefur ekki aukizt jafnhratt,
siðan vinstristjórnin tók við. Og hún fann ekki
heldur upp skuttogarana, þótt hún haldi þvi fram.
Búið var að panta sautján skuttogara, áður en
hún komst til valda. En þeir komu til landsins eft-
ir stjórnarskiptin og stuðluðu þá þegar að minnk-
andi atvinnuleysi i sjávarplássum, sem áður áttu
i erfiðleikum á þvi sviði.
Bæði viðreisnarstjórnin og vinstristjórnin
stefndu að fullri atvinnu. Viðreisnarstjórnin náði
strax mjög góðum árangri á þessu sviði og
var fljót að komast yfir erfiðleikaarin 1968-1969.
Siðustu þrjú árin hefur vinstristjórnin haldið
merkinu á lofti.
Þannig hefur verið hér á landi langt timabil
fullrar atvinnu. Er ísland nánast einsdæmi meðal
nálægra landa að þessu leyti. Við teljum þetta
einn af beztu kostum þjóðfélags okkar. Og allir
eru sammála um, að þessari stefnu beri að halda
áfram af fullum krafti, hverjir sem halda um
stjórnvöl þjóðarskútunnar.
Full atvinna er eitt af þvi fáa, sem viðreisnar-
stjórnir og vinstristjórnir eru sammála um. Hitt
er svo annað mál, að viðreisnarstjórnin hafði
flesta aðra þætti efnahagslifsins i góðu lagi, en
vinstristjórnin hefur klúðrað flestum þáttum
efnahagslifsins. Það gerir gæfumuninn.
— JK
Um Jean-Jacques Servan-Schreiber:
FURÐULEGT AÐ
HANN SKYLDI
ÞÓ VERA
RÁÐHERRAí
ELLEFU DAGA
Forsiöa þessa
heftis
vikuritsins
L’Express, þar
sem Servan
Schreiber
kvaddi lesendur
sina eftir aö
hafa veriö
skipaöur ráö-
herra. Undir
myndinni af
h o n u m e r
vitnaö I þessi
orö skáldsins
Paul Valéry:j
Hin heilaga
óþoiinmæöi
deyr einnig.
„Það furðulegasta
varðandi mál Servan-
Schreibers er ef til vill
ekki það, að hann var
rekinn úr frönsku rikis-
stjórninni eftir aðeins 11
daga setu þar, heldur
hitt, að hann skyldi þó
sitja þar svo lengi. Einn-
ig var við þvi að búast af
nýja forsetanum, að
hann myndi á skjótan og
miskunnarlausan hátt
bregðast við á þann veg,
að hann visaði þessum
pólitiska glanna úr
rikisstjórninni.”
Þannig kemst brezka blaðið
The Times að orði i forustugrein,
þar sem það fjallar um brottvis-
um Servan-Schreibers vegna
gagnrýni hans á kjarnorkutil-
raunir Frakka á Muruora-eyjum
á Kyrrahafi.
Óneitanlega vakti það mikla
undrun, þegar Jean-Jacques Ser-
van-Schreiber var skipaður um-
bótaráðherra i ríkisstjórn Frakk-
lands. Hann hafði að visu lýst yfir
stuðningi við Valery Giscard
d’Estaing þremur dögum fyrir
seinni umferð kosninganna, en af
Gaullistum og flestum öðrum
stuðningsmönnum rikis-
stjórnarinnar er hann talinn
pólitiskur ævintýramaður, sem
svifst einskis til að vekja á sér at-
hýgli.
Þegar Giscard forseti gerði
rikisstjórn sinnigreinfyrir brott-
visun Servan-Schreibers á mánu-
daginn, sagðist hann ekki hafa
rekið hann vegna efnislegs á-
greinings, heldur þeirra aðferða,
sem hann beitti til að koma sjón-
armiðum sinum á framfæri.
Hann sagðist fyrst hafa frétt um
blaöamannafund ráðherrans um
málið frá fjölmiðlum. Yfirlýsing-
ar hans um það væru auk þess
rangar, þvi að herinn hefði ekki
sett stjórninni stólinn fyrir dyrn-
ar og heimtað tilraunirnar. Þaö
væri forsetinn, yfirmaður herafl-
ans, sem tæki ákvarðanir um
þær. — Brottför Servan-Schreib-
ers er nauðsynleg til að halda
einingu og eðlilegum vinnubrögð-
um innan rikisstjórnarinnar,
sagöi forsetinn.
Jean-Jacques Servan-Schreib-
er er 50 ára. Hann er þekktastur
fyrir útgáfu sina á vikuritinu
L’Express, sem er með svipuðu
sniði og bandarlsku vikuritin
Time og Newsweek, þótt það sé
mun pólitiskara og skrifað i per-
sónulegri stil.
Servan-Schreiber hóf útgáfu
timaritsins 1953 i samvinnu við
Francoise Giroud, sem nú er rit-
stjóri þess. Henni var boðið að
vera aðstoðarráðherra i rikis-
stjórn núna, en hafnaði boðinu.
Strax frá upphafi fylgdi vikublað-
ið frjálslyndri vinstri stefnu og
pólitisk fyrirmynd hins unga út-
gefanda var Pierre Mendes
France. L’Express barðist hat-
rammlega gegn framferði
Frakka i Indókina og Alsir. Var
það stefna Servan-Schreibers, að
þessum nýlendum ætti að veita
sjálfstæði.
Til þess að þagga niður i gagn-
rýnandanum á striðsrekstrinum i
Alsir, var Servan-Schreiber
kvaddur i herinn 1957. Hann á-
vann sér gott orð i herþjónustunni
I Alsir og var sæmdur heiðurs-
merkjum fyrir frammistöðu sina.
Hann ritaði bókina Liðsforinginn I
Alsir um þátttöku sina i striðinu
þar og var sakaður um að draga
úr baráttuvilja hermanna með
henni.
Þegar.fyrsta rikisstjórn Gaull-
ista var mynduð, starfaði J.J.S.S.
sem blaðamaður, og það var ekki
fyrr en 1962, sem hann reyndi
fyrst að komast á þing. Honum
mistókst það þá. 1967 gaf hann út
þá bók, sem hefur mest kynnt
nafn hans: Le Defi Americain,
sem fjallar um bandarisk áhrif á
efnahag Evrópurikja og kalla
mætti á islenzku? Hin bandariska
ögrun. Bókin sló i gegn og seldist i
llllllllllll
umsjón BB
sex hundruð þúsund eintökum á
einu og hálfu ári.
1969 fagnaði Servan-Schreiber
falli de Gaulle, eftir að frumvarp
hans um skipan franskra byggða-
mála hafði fallið i þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Sama ár var hann
kjörinn framkvæmdastjóri Rót-
tæka flokksins og 1970 efndi hann
til flokksþings til að semja nýja
stefnuskrá hans. Þar náðu öll
hans mál fram aö ganga, en þau
voru meðal annars um það, að
koma ætti I veg fyrir, að mikil
auðæfi gengju i arf, og skilja ætti
á milli fjármálavaldsins og póli-
tiska valdsins. í júni 1970 var
J.J.S.S. i fyrsta sinn kjörinn á
þing.
Sama haust vakti hann á sér
mikla athygli. Þá var efnt til
aukakosninga i Bordeux, kjör-
dæmi Jacques Chaban-Dalmas,
þáverandi forsætisráðherra.
Servan-Schreiber nýkjörinn þing-
maður i öðru kjördæmi, ákvað að
bjóöa sig fram gegn forsætisráð-
herranum. Þeirri baráttu lauk
með glæsilegasta sigri, sem
Chaban-Delmas hefur nokkru
sinni unnið i kjördæmi sinu.
Servan-Schreiber lét þetta af-
hroð ekki lengi tefja fyrir sér.
Hann tók til sinna ráða á flokks-
þingi róttækra haustið 1971 og lét
kjósa sig formann flokksins. 1
þeirri kosningu sigraði hann
Maurice Faure, sem hafði beðið
hann um að taka að sér fram-
kvæmdastjórn flokksins tveimur
árum áður. I formannsembættinu
byrjaði J.J.S.S. að vinna að gam-
alli hugmynd sinni um að mynda
þriðja aflið I frönskum stjórnmál-
um, sameina umbótasinna milli
vinstrimanna og Gaullista.
Þeir tóku höndum saman, Jean
Lecanuet, sem nú er dómsmála-
ráðherra i stjórn Giscard
d’Estaing, og Servan-Schreiber.
Umbótahreyfingin svonefnda var
stofnuö i nóvember 1971. Francois
Mittefrrand var boðið til
samstarfs við hana, ef hann vildi
losa sig við kommúnistana. Ætl-
unin var að koma á svipuðum
valdahlutföllum og réðu á sjötta
áratugnum. En Mitterrand vildi
halda sig að kommúnistunum.
1 kosningunum til franska
þingsins i marz 1973 höfðu þeir
Servan-Schreiber og Lecanuet
með sér kosningabandalag. Segja
má, að samningatilraunir þeirra
hafi misheppnazt i þeim kosning-
um. Þeir fengu aðeins 34 þing-
menn kjörna, en Gaullistar 181.
Kosningabandalagið lifði á þvi,
að fyrir siðari umferð kosning-
anna sömdu þeir um það,
Lecanuet og Pierre Messmer,
þáv. forsætisráðherra, að þeir
skyldu lána hvor öðrum atkvæði,
umbótamenn og Gaullistar.
Jean Lecanuet lýsti yfir stuðn-
ingi við Valery Giscard d’Estaing
strax fyrir fyrri umferð forseta-
kosninganna. En Servan-Schreib-
er beið með sinn stuðning þangað
til þremur dögum fyrir þá siðari,
eins og áður er sagt.
Þótt Servan-Schreiber hætti rit-
stjórn blaðs sin, þegar hann varð
þingmaður, hélt hann áfram að
skrifa I það fastan dálk. Þegar
hann var orðinn ráðherra, skrif-
aði hann kveðjuorð til lesenda
sinna. Þau orð virðast nú ótima-
bær, þvi að vafalitið mun þessi
maður, sem The Times kallar
„pólitiskan glanna” halda áfram
að láta rödd sina heyrast i mál-
gagni sinu, úr þvi að honum brást
bogalistin i ráðherraembættinu.
Óvist er hver verður pólitisk
framtið J.J.S.S. Þegar Giscard
d’Estaing rak hann, stóð forset-
inn frammi fyrir þvi að halda
fylgi þeirra umbótasinna á þingi,
sem styðja Servan-Schreiber, eða
góðu sambandi við Gaullista.
Hann fórnaði auðvitað þeim fá-
mennari. Raunar styðja ekki allir
róttækir skoðanir formanns sins.
Gabriel Perronet, sem nú er
framkvæmdastjóri Róttæka
flokksins og hefur verið skipaður
aöstoðarráðherra, lýsti skoðun
flokksformanns sins á kjarnorku-
tilraununum á þennan veg: —
Þetta er hans eigið frumkvæði og
um það hefur hann hvorki haft
samráð við flokkinn né mig.