Vísir - 22.06.1974, Page 7

Vísir - 22.06.1974, Page 7
Vísir. Laugardagur 22. júni 1974 cTVIenningarmál HEIMAHUSUM KAMMERTÓNLEIKAR Kjarvalsstaðir, 8., 16., og 19. júni. Það var skemmtileg hug- mynd hjá forráðamönn- um Listahátiðarinnar að velja Kjarvalsstaði undir kammertónleika. („Kammer"tónlist er auðvitað ekkert annað en dönskusletta, réttnefni á islensku er stofutónlist). Sjálft orðið stofutónlist gefur til kynna tónverk fyrir fáa hljóðfæraleik- ara, oftast tvo til níu, og nýtur sín þess vegna best í stórri stofu eða litlum sal. En hvað er stofutón- list? Hvers vegna er hún vinsæl, og þá sérstaklega meðal hljóðfæraleikara. Stofutónlist i sinni víðtækustu merkingu, var til þegar á seinni hluta miðalda. Til eru tónverk frá þvi fyrir 1500, sem bera öll helstu einkenni stofutónlistar, eins og hún er i dag, þótt hún hafi ekki verið samin sem slik. Þá voru verkin ekki samin fyrir ákveðin hljóðfæri, heldur flutt af þeim hljóðfærum, sem voru til staðar i það og það skiptið. En eftir 1750 þá er það aðallega hljóðfæratónlist og eitt hljóð- færi, um hverja rödd. Þau hafa yfirleitt öll jafn mikið að „gera”, þ.e. ekkert hljóðfæri sker sig útúr sem ,,sóló”-hljóð- færi. Oft var stofutónlistin sam- in til flutnings 1 heimahúsi af’ vinum og vandamönnum, eða þá 1 setustofum heldra fólksins, til skemmtunar gestum þeirra. Var gestgjafinn oft meðal flytj- enda, eins og til að sýna gestun- um snilli sina. Loftið og hljómurinn Minni salurinn að Kjarvals- stöðum var hólfaður þannig nið- ur, að ætla mætti að um heldri manna stofu væri að ræða, a.m.k. að flatarmáli. Andrúms loftið var þægilegt,náið sam- band milli flytjenda og áheyr- enda, lýsing góð og sætin sæmi- leg. Fallegar og ekki fallegar myndir, (eftir spiekk hvers og eins sem á horfði), héngu I röð á veggjunum, og var gott að hvíla augun. frá sviðinu með þvi að virða þær fyrir sér öðru hvoru. En hvernig er hljómburð- urinn? Kjarvalsstaðir voru fyrst og fremst reistir sem handverks- listastaður, ekki sem hljóm- leikastaður. Salurinn er mjög dauður, nánast steindauður. Ef setið var aftarlega 1 salnum, þá var illt að greina milli hljóð- færa, t.d. blásturshljóðfæra, og ef um planó var að ræða með öðrum hljóðfærum, var það næstum undantekningarlaust of sterkt. Ætla ég að „dýra vitleys- an 1 loftinu”, ljósabúnaðurinn mikli, sem ég bjóst alltaf hálft i hvoru við að-fá I hausinn, hafi gleypt hljóðið, þvi að litið endurkast er i texplötunum, sem eru notaðar i hann. Ég heyrði einhvern tima að lista- hátiðarmenn hefðu hugsað sér að hafa báða hluta salarins opna á meðan á tónleikunum stæði, svo að hægt væri að ganga um á meðan og skoða málverkin, sem voru i hinum endanum, og njóta þannig hvors tveggja, tónilistar og myndlistar, i einu, en það reyndist glapræði. Sérstaklega Kjarvalsstaði á undan tónleik- unum, i hléinu og á eftir til að skoða þessa yfirgripsmiklu myndlistarsýningu. Hlaup og stökk Stofutónleikarnir voru aðal- vettvangur islenskrar tónlistar á Listahátiðinni. Sex islensk tónskáld áttu þar verk, og var helmingur þeirra frumfluttur a.m.k. á Isl. 8. júni var fyrri helmingur tónleikanna helgaður fslendingum, þrjú „gömul” verk, eftir Jón Leifs, Hallgrim Helgason og Jón Þórarinsson. Björn Ólafsson lék af kunnáttu- semi Prelúdium eftir Jón Leifs og sónötu fyrir einleiksfiðlu eftir Hallgrim. Prelúdium er mikið verk, þótt stutt sé og erfitt. Ekki likar öllum jafn vel við tónlist Jóns, en samt held ég, að hann sé islenskastur allra Islenskra tón skálda. Ekki er verkið fagurt öruggur klarinettleikari, hefur að visu ekki mjög fylltan tón, en það kemur auðvitað með reynslunni, og Gislier góður. Að visu hefur hljómburðurinn blekkt hann, og lék hann þvi fullsterkt á köflum, þannig að klarinettið hvarf oft, sérlega á neðra tónsviðinu. Þeir áttu það yfirleitt sammerkt, pianó- leikararnir, að þeir léku of sterkt. Andstæður Béla Bartoks er skemmtilegt stykki, og var það leikið af öryggi og leikgleði af öllum þremur hljóðfæra- leikurunum. EFTIR JON KRISTIN CORTEZ Halldór Haraldsson. á öðrum tónleikunum heyrðist hærra en þolanlegt var I alls konar skóbúnaði hinum megin frá, og var það til mikils angurs. A siðustu tónleikunum var búið að læsa þeim hluta. óneitanlega var gaman að geta gengið um Einar Jóhannesson eða skemmtilegt á að hlýða, allavega ekki i fyrstu. Fimmundin var gegnum gang- andi i verkinu, upphafsstefið angurvært, en er lengra leið á verkið, fór leikurinn allur að æs- ast. Þótti mér það orðið ærið ómstritt, mikið um erfið hlaup og stökk, og fannst mér stund- um sem Björn hlypi aðeins of langt. En það er alltaf erfitt að ræða um verk, sem maður hefur aldrei heyrt áður, verður þá að láta tilfinninguna ráða með um- sögn. En gaman væri að heyra annan fiðlusnilling leika þetta verk, þá fyrst fengist einhver samanburður. Betur fannst mér Birni takast I sónötu Hallgrims, .það er mun aðgengilegra verk, ljúft og áheyrilegt. Sónata Jóns Þórarinssonar fyrir klarinett og pianó var vel leikin af Sigurði Snorrasyni og Gisla Magnússyni. Sigurður er Sigurður Snorrason Okkar bestu menn Fjölnir Stefánsson samdi dúó fyrir óbó og klarinett i tilefni Listahátiðar sem flutt var að Kjarvalsstöðum. Verkið er vel samið en skildi ósköp litið eftir sig, nema að gaman var að heyra og sjá ungan klarinettu- leikara. Einar Jóhannesson. Stóð hann sig með ágætum. Seinni hluti þessara tónleika var mun skemmtilegri en sá fyrri. Stravinsky bar svo sannarlega höfuð og herðar yfir samtimamenn sina og marga aðra. Halldór Haraldsson lék af næstuin hnökralausri snilli ástriðulausan Tangó og Sirkus- polka. Gerðu þessi verk og leik- ur Halldórs mikið til að lifga upp á tónleikana og undirbúa jarðveginn fyrir siðasta verkið, sextett fyrir pianó og blásara- kvintett eftir Poulenc. Miklar andstæður eru i þvi, annars vegar léttúð og gamansemi, hins vegar alvara og þungi. Einstaklega skemmtilegt og ágætlega leikið, enda blásara- kvintettinn skipaður okkar bestu mönnum sinfóniunnar. Halldór gætti vel að jafnvægi pianósins og blásaranna, og held ég að þetta hafi verið best heppnaði flutningur stofutón- leikanna. Fengu þeir óspart klapp að launum. Á þessum tónleikum var skóbúnaður list- unnendanna i hinum enda salar- ins til mikilla leiðinda. Björn ólafsson llla leikinn Brahms Fyrsta verkið á efnisskránni 19. júni var Mánasilfur eftir Skúla Halldórsson. Bjart, litið og létt verk, alls óflókið. Var leitt hve ósamstæðir flytjend- urnir voru, skemmdi það heildarsvip verksins nokkuð. Heiti verksins á vel við, ég átti ekki erfitt með að sjá fyrir mér smágáróttan vatnsflöt litillar tjarnar, og svei mér þá, ef ekki voru þar álfar að leik. Poem (ljóðkveðja) eftir Sig- urð Egil Garðarsson þótti mér ákaflega leiðinlegt verk, og gamaldags var það lika. Verkið er samið fyrir pianó og fiðlu og lék höfundurinn á pianóið og Robert Jennings á fiðlu. Hvorugur lék vel. Hljómburðurinn fór illa með semballeik Helgu Ingólfsdóttur i sembalkonsert Manuels de Falla. Það heyrðist að visu, að hún var að spila, en hvað, það heyrðist oftast ekki. Það var ekkert sérstakt við flutninginn á þessu sérkennilega og skemmti- lega verki. Hljóðfallið, sem er sterkasta einkenni þess, varð aldrei eins lifandi og magnað og það ætti að vera, flytjendurnir voru „ekki með á nótunum”. „öldungurinn” i hópi tónskdldanna var Jóhannes Brahms. Trió i H-dúr op. 8 er endurskoðað æskuverk, og er jiað eina verkið, sem leikmað ur i dag mundi kalla stofutón- verk. Var leitt að heyra hve það var illa leikið á köflum, var eins og flytjendurnir væru eitthvað miður sin, alla vega hefði mátt ætla, að nýráðinn konsertmeist- ari sinfóniunnar léki betur. Rögnvaldur Sigurjónsson. pianó, og Pétur Þorvaldson celló, hafa sjaldan leikið verr i min oyru. Var mikið a’yggis- leysi i leik þeirra. Það var enginn hljóðfæra- leikari, sem sýndi sérstaka snilli á þessum þremur stofu- tónleikum. Halldór Haraldsson var eiginlega sá eini, sem mér fannst ekki leika „undir pari”, hvað sem veldur, hvort sem spilaþreytu sé farið að gæta eft- ir veturinn, eða þá að verkin hafi hreinlega ekki verið nógu vel æfð. Gaman og dapurt Norræna húsið, 18. júnl: Knut og Hanna-Kjersti Buen. Það var bæði gaman og um leið dálítið leiðinlegt að hlusta á frændsystkin okkar frá Noregi flytja okkur gamla norska tón- list og kveðskap. Gaman að heyra hvað norðmenn hafa gert til að endur- vekja þjóðlegheitin, og dapurlegt til þess að hugsa hvað við íslending- ar höfum ekki gert. Þau hjónin eru vist margfald- ir meistarar i sinum greinum, hann á Harðangurs-fiðluna, og hún i kveðskap. Gaman var aö hlýða á þau, bæði ákaflega eðli- leg og frjálsleg, og oft óskaði ég þess að skilja norskuna aðeins betur, textarnir fóru að mestu fyrir ofan minn garð og neðan, en kynningarnar komust samt flestar til skila. H a n n a - K j e r s ti hefur skemmtilega rödd, háa og tæra, að þvi er virtist óskólaða, alla- vega söng hún ekki langt niðri i hálsi eins og maður heyrir svo oft hjá skóluðum söngkonum. Dagskráin var vel upp sett, kvæðin voru t.d. mátulega löng eða stutt, þau enduðu alltaf þar sem maður vildi láta þau enda. Lögin voru ýmist um gleðileg efni, eða sorgleg, ástarraunir, eða barnagælur o.s.frv. Fór frú- in mjög vel með sönginn; kynn- ingu kvæðanna á undan, og svo túlkun hennar nægði til skiln- ings. Knut Buen er sannkallaður snillingur á Harðangurs-fiðl- una. Þetta hljómmikla hljóð- færi, sem er aðeins stærri en lágfiðla, og með að mér sýndist átta strengjum, fór vel i hönd- unum á honum. Ég fór að skilja betur, hvernig hægt var að leika fyrir dansi með einni fiðlu, er ég hlustaði á hann leika. Þar er ekki verið að reyna að ná sem mestum hraða á hljóðfærið, aðalvandinn virðist vera i hljómunum sem leiknir eru. Hér virðist allt þjóðlegt vera að hverfa. Ekki minnist ég þess að minnst hafi verið á það i sambandi við þjóðhátiðarárið, að reyna ætti að endurvekja is- lenska tvisönginn og rimurnar, sem útlenskar tónlistarorða- bækur segja, að lifi enn góðu lifi á Islandi og hafi verið óbreytt i 600 ár. Það hefði t.d. verið gott verkefni að vinna að endurút- gáfu þjóðlagasafns sr. Bjarna Þorsteinssonar. En þvi er ekki að heilsa, við virðumst ekki eiga listamenn á við norsku hjónin, hvað þá að efnt sé til keppni i þeim greinum. í dag köllum við rómantisk lög, samin undir þýskum eða dönskum áhrifum „þjóðlög”, og tárumst yfir þeim. Hanna-Kjersti og Knut Buen VÍSIR flytur helgar- fréttirnar á mánu- dögum. Degi fyrrenönnur dagblöð. *—7 ‘ (gerisl áskrifendur) FVrstur meó fréttimax vism

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.