Vísir - 22.06.1974, Page 9

Vísir - 22.06.1974, Page 9
Visir. Laugardagur 22. júni 1974 9 Ég mun i þessum þætti halda áfram að vitna i Káinn, enda af nógu skemmtilegu að taka. En þótt Káinn hafi verið skopskáld fyrst og fremst orti hann tals- vert af alvarlegum visum. Visur, sem hann ýrkir til barna og um börn, eru meö þvi besta, sem ég hef lesið af sliku efni. Hreina ást og hjartans yl hef ég ekki að bjóða, en allt, skást er I mér til, áttu, barnið góða. t visunum kemur einatt fram, hve vænt honum þykir um börnin. Sjáðu þetta sjúka barn! Svit.inn döggvar brána. Láttu, drottinn liknargjarn, litla kroppnum skána. Þar er að finna umhyggju. Braginn flyt ég byrst með geð, barnið situr þarna, eggjárn biturt er hún með ,,er það vit að tarna”. Og þar er ástin á börnunum alltaf fyrir hendi. Ég finn, hve sórt ég sakna Síðan fyrst ég sá þig hér, sólskin þarf ég minna, gegnum lifið lýsir mér ljósið augna þinna. I minningarkvæöum um vini sina segir Káinn allt, sem þarf að segja á einfaldan og látlausan hátt. Þegar Káinn fréttir lát Stephans G. Stephanssonar yrkir hann. Ég. finn, hve sárt ég sakna, hve sorgin hjartað sker. Af sætum svefni að vakna, en sjá þig ekki hér; þvi svipur þinn á sveimi i svefni birtist mér. 1 drauma dularheimi ég dvaldi I nótt hjá þér. 1 kvæði, sem hann nefnir Við gröf B.B. er aftur á móti mátuleg kaldhæðni. Trú- lega hafa margir hugsað eitthvað álika og hann við svipað tækifæri. Ég held þú mundir hlæja dátt með mér, að horfa á það, sem fyrir augu ber. Þú hafðir ekki vanizt viö það hér, að vinir bæru þig á höndum sér. En dauðinn hefur högum þinum breytt og hugi margra vina til þin leitt, I trú og auðmýkt allir hneigja sig, og enginn talar nema vel um þig. Þá er rétt að enda eftirmælakvæðin með ljóði, sem Káinn nefnir Kveðið eftir vinnukonu og er skopkvæði eins og þau gerast best. Hún er farin! — Hana skal ei lasta, á hana skai ei þungum steini kasta. Hrærður skai ég hörpu Braga stilla og heldur tala vel um hana en ilia. Hún er farin! — Hennar má ég sakna, hugijúf var hún! — dauft er nú að vakna. Meira enginn gerir en hann getur. Geri aðrar vinnukonur bctur. A einum stað segir Káinn. Þetta færa þarf I stef, þótt ég hafi legið: Lifiö væri erfitt, ef enginn gæti hlegið. En honum er ekki alltaf hlátur i huga. Nú er K.N. sárt að sjá I solli rekka, sitja hjá og horfa á, er hinir drekka. Og stundum liggur honum jafnvel við að örvænta. Opnaðu, Pétur, þitt harðlæsta hlið að himinsins dýrðarsölum, skáldið er nú að skilja viö skrokkinn fullan af kvölum. Þegar svona er komiö er ekki um annaö að ræða en ákalla allra meina bót okkar karlmannanna. Aldrei framar skal ég reyna að skalda, skapanornir þessum raunum valda. Nú er i mér nábitur og kalda, nú þarf ég á kvenmanni að halda. Og Káinn ætlar að launa þetta vel. Ef ég dey, má undan skilja á mér „kyssarann”. Yngismeyjar okkar vilja ekki missa hann. Hann hefur lika haft það fyrir venju að launa bæði gott og illt með góöu. Einlægt þú talar illa um mig, aftur ég tala vel um þig. En þaö bezta af öllu er, að enginn trúir þér — né mér. í þeim erfiðleikum sem biðu Vesturfar- anna á sinum tima, hafa eflaust margir kosið að vita, hvað morgundagurinn hafði að geyma. Frá þvi skreiðzt er fyrst á kreik, unz farið er að hátta, mörgum finnst i lífsins leik iangt á milii þátta. Opnum vonaraugum með aliur starir fjöidinn. Gaman væri að geta séð, Itvað gerist bak við tjöldin. Oft hefur verið gott að hafa menn eins og Káinn til að stytta fólki stundirnar. Stundum var ég seinn til svara og seinn á fæti, en það voru engin látalæti að láta fólkiö gráta af kæti. En hann stytti ekki bara öðrum stundirnar, heldur sjálfum sér lika. Gaman er að gleðja fólk á gömlu tungu Braga, hún hefur verið móðurmjólk min um Ilfsins daga. Og þvi miður tekur allt einhvern tima enda. Mig brast ekki viljann, en breyskur ég var, — er búinn að hreyfa mig ögn- og eldurinn brennur sem útkulnað skar, svo enda ég kvæðið með söng. Ben. Ax. Innan skamms hefst einvigi um þátttökurétt á Evrópumótið I bridge, sem haldið veröur dagana 1.-16. nóvember i ísrael. Ásmundur Pálsson og Hjalti Eliasson, og Guðlaugur R. Jó- hannsson og örn Arnþórsson höfðu unnið sér rétt til þess að vclja meö sér sitt parið hvor, sem siðan spiluðu 128 spila ein- vlgi um landsliðssætin. Asmundur og Hjalti völdu hins vegar sveitarfélaga sina, Guðlaug og Orn, og færðist þvi valið til þriðja parsins, Guð- mundar Péturssonar og Karls Sigurhjartarsonar. Þeir völdu siöan með sér Simon Simonar- son og Stefán Guðjohnsen. Þeir spila I einviginu. Taliö frá vinstri: Guðmundur Pétursson, örn Arnþórsson, Guðlaugur H. Jóhannsson og Karl Sigur- hjartarson. Hverjir fara á Ev- rópumót i fsrael? Samkvæmt reglum úrtöku- mótsins var hægt að velja úr átta efstu pörunum, en eitt parið afsalaði sér réttinum og færðist þvi valið niður um eitt sæti. Einvigið verður spilað I fjór- um 32 spila lotum, og verður nánar greint frá þvi síðar hér i þættinum. 1 úrslitaleik Is- landsmótsins milli sveitar Þóris Sigurðssonar og Hjalta Elias- sonar.kom upp viökæmt varnar- spil, þegar allt var I járnum. Staðan var n-s á hættu og suð- ur gaf. é A ¥ 3 ' ♦ D-10-9-6-5 Jf, A-9-8-7-6-2 ♦ K-D-6 ¥ A-K-D-8-6 ♦ K-3 * D-10-3 * é 10-7-4-2 ¥ 5-4 ♦ A-G-8-7-2 * 5-4 A G-9-8-5-3 ¥ G-10-9-7-2 ♦ 4 K-G 1 lokaða salnum gengu sagnir á þessa leið: Suður Vestur Noröur Austur Simon örn Stefán Guöl, P 1 4 1 ♦ D 3 ♦ 3¥ 4 ♦ 4 ¥ P P 5 ♦ 5 ¥ P P P Norður spilaði út laufaás, gosi, fimm og þristur. Þá kom spaðaás, þristur, fjarki og kóng- ur. Norður spilaði nú tigli, suður drap með ás, spilaði spaða, sem norður trompaði. Tveir niður, 100 til n-s. A Bridge-Rama gengu sagnir þannig: Suður Vestur Norður Austur Hjalti Þórir Asmundur Hallur P 3 4 5¥ p 1 * 3¥ p p 1 G 4 ♦ P P D 4V 5¥ Fyrsti slagur fór eins. Siðan kom spaðaás, þristur, fjarki og sex. Norður spilaði nú meira laufi og spilið var unnið. A-v fengu 450 og sveit Þóris græddi 11IMP, sem gerðu út um leikinn. Smurbrauðstofan BJQRNINN Njálsgötu 49 — Simi 15105 FVrstur meö íþróttafréttir hetgarimiar vism

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.