Vísir


Vísir - 29.06.1974, Qupperneq 6

Vísir - 29.06.1974, Qupperneq 6
6 Vísir. Laugardagur 29. júni 1974. vism Íítgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fr,éttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Askriftargjald 600 kr. Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur á mánuði innanlands. I lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Eigum við samleið ? Lykilatriði kosninganna á morgun er spurn- ingin um, hvort óháðir kjósendur, ungir kjós- endur og óánægðir fylgismenn Framsóknar- flokksins, Samtakanna og Alþýðuflokksins eigi samleið með sjálfstæðismönnum um þessar mundir. Hin pólitisku örlög þjóðarinnar næstu árin ráðast af þvi, hvernig kjósendur svara þess- ari spurningu hver fyrir sig. Við vitum, að veruleg hætta er á, að vinstri- stjórnin verði endurlifguð eftir kosningar með aðstoð Alþýðuflokksins. Vinstristjórn er bein- linis stefnuskráratriði Framsóknarflokksins og Samtakanna, og Alþýðuflokkurinn heldur öllum leiðum opnum. Við vitum, að bræðravigin halda áfram af auknum krafti i endurlifgaðri vinstristjórn. Fyrir utan andstæðurnar, sem þar eru fyrir, bætist við hatrið milli Framsóknarflokksins og Möðruvalla- hreyfingarinnar og milli Alþýðuflokksins og Samtaka jafnaðarmanna. Við vitum, að horfurnar i efnahagsmálum eru meira en iskyggilegar, eins og kemur fram i skýrslu stjórnarsérfræðinganna um ástandið. ,,Ljótt er það”, gæti verið yfirskrift þeirrar skýrslu. Við vitum, að engin vettlingatök duga við að moka út flórinn, siðan rikisstjórnin tæmdi opin- bera sjóði og hóf útgáfu innistæðulausra ávisana á Seðlabankann, meðal annars til að halda þjóðinni mikla kosningaveizlu i mjólk og smjöri, kindakjöti og kartöflum. Við vitum, að reynslan hefur enn einu sinni sýnt, að rekstrartækni og fjármál eru lokaðar bækur foringjum vinstri flokkanna. Þeir eru enn bundir gömlum kreppuórum og stunda þar á ofan fjárglæfra i meðferð þjóðarbúsins. Við vitum, að spákaupmenn blómstra á kostn- að þjóðhagkvæms atvinnurekstrar og að margar mikilvægustu greinar atvinnulifsins ramba á heljarþröm. Við vitum, að endurlifguð vinstristjórn af- nemur landvarnir á íslandi á næstu tveimur árum og frestar nauðsynlegri og timabærri út- færslu landhelginnar i 200 milur. í stuttu máli sagt geta Framsóknarflokkurinn, Alþýðubandalagið, Samtökin og Alþýðuflokk- urinn ekki tryggt kjósendum landvarnir, 200 milna landhelgi, rikisstjórn án bræðraviga og styrka efnahagsstjórn. Mikill hluti kjósenda áttar sig á, að þjóðmálin eru komin i hreint óefni, að timabært er orðið að taka upp gerbreytta stefnu og starfshætti og að Sjálístæðisflokkurinn einn gefur vonir um þ'essa möguleika. Þess vegna er timabært, að ungir kjósendur, óháðir kjósendur og óánægðir fylgismenn Fram- sóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Samtakanna taki til höndum með sjálfstæðismönnum og knýi fram fráhvarf heljarstefnu undanfarinna þriggja ára. —JK Við eigum samleið! r jPt æ& JmB í’ 'iliíí Björn Bjarnason: Éinn flokkur með skýro og ótvírœða eðli sínu samkvœmt getur vinstri stjórn ekki verið framtakssöm í utanríkismólum stefnu Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn, sem fyrir þessar kosningar hefur sett fram skýra og ótviræöa stefnu I utanrikis- og varnarmálum. Aðrir flokkar hafa látið sér nægja að vitna annað- hvort til eldri samþykkta sinna eða lýst yfir stuðningi viö um- ræðugrundvöll rikisstjörnarinnar I varnarmálunum og „sjálf- stæða” utanrikisstefnu siöustu ára, hvaö sem felst I þvl. í stefnuyfirlýsingu sinni segist Sjálfstæðisflokkurinn hafna til- lögum þeim, sem rlkisstjórnin hefur lagt fram sem umræðu- grundvöll I varnarmálaviðræðun- um viö Bandarikjamenn. Segist flokkurinn munu beita sér fyrir þvl að kosningum loknum, að til- lögurnar verði dregnar til baka. Einnig hafnar hann allri máls- meöferð ríkisstjórnarinnar i varnarmálunum. Flokkurinn segir, að vinstri stjórnin hafi brugðizt þvi hlutverki sinu að gera þjóðinni rækilega grein fyrir þvi á hverjum tíma, hvaða ytri atvik ráði mestu um öryggishags- muni hennar. Vegna þessa framtaksleysis rikisstjórnarinnar telur Sjálf- stæöisflokkurinn nauðsynlegt, að stjórnvöld beiti sér fyrir sérstakri athugun á eftirfarandi sér- greindum málefnum meö tilliti til öryggis íslands: a) Útþensla sovézka flotans ogáhrifhennaráöryggiokkar og rikjanna beggja vegna Atlants- hafs. b) Viðræðurnar um samdrátt herafla i Mið-Evrópu milli aðildarlanda Atlantshafsbanda- lagsins og Varsjárbandalagsins. c) Samningur Bandarikjanna og Sovétrikjanna (SALT I) um takmörkun gjöreyðingarvopna og frekari viðræöur þeirra um það efni. d) öryggisráöstefna Evrópu. Hér er drepið á helztu mál, sem nú eru efst á baugi I huga allra, sem fjalla um öryggi i Evrópu. Um þessar mundir bendir flest til þess, að litiö sem ekkert gerist i þeim viðræðum austurs og vesturs, sem nefndar eru i þremur siðustu liðunum. Hins vegar er timabært, að Islenzk stjórnvöld geri úttekt á stööu íslands miðað við þróunina I alþjóðamálum I okkar heims- hluta siðustu ár og misseri. Það hefur greinilega ekki fallið saman viö „sjálfstæða” utanrikisstefnu vinstri stjórnarinnar að láta þessi mál sérstaklega til sin taka. Sjálfstæðisflokkurinn segist munu beita sér fyrir þvi, að niöurstööur þessarar athugunar verði gefnar út, svo að landsmenn geti gert sér grein fyrir stöðu íslands og við þær verði stuðzt, þegar stjórnvöld móta stefnu sina. Sjálfstæöisflokkurinn gerir þá afdráttarlausu kröfu, að enn um sinn veröi tryggt með varnar- samningi við Bandarikin, að hér verði varnarlið i þvi skyni að koma I veg fyrir, að árás verði gerð á landið. Flokkurinn vill, að héðan veröi rekið flug til eftirlits með siglingum I og á hafinu kringum landið og fylgjast með feröum ókunnra flugvéla um Islenzkt flugstjórnarsvæði til að tryggja timanlegar upplýsingar um hernaðarleg umsvif. Hann vill einnig, að varnarliðið sé þess megnugt að veita viðnám gegn árás á landið, ef gerð verður, og halda uppi vörnum, þar til frekari liðsauki berst. Þessi stefna flokksins er gjör- ólik þeim tillögum, sem utan- rikisráðherra hefur lagt fyrir Bandarikjastjórn og hlotið hafa blessun Alþýðubandalagsins. Þar er ekki gert ráð fyrir neinum liðs- afla til að verja landið árás. Þótt eftirlitsflugvélar fái leyfi til aö lenda hér, eru þær um leið sviptar nauðsynlegu samstarfi við aðila i landi til að annast eftirlitsstörf sln, ef tillögur vinstri stjórnar- innar ná fram að ganga. Undir nýrri vinstri stjórn yrði sem sé engin raunhæf varnar- eða eftir- lits starfsemi rekin frá Kefla- vikurflugvelli. Talsmenn Framsóknarflokks- ins i utanríkismálum hafa ýmsir hverjir gert sér grein fyrir þessum vankanti á stefnu utan- rikisráðherra. Meöal þeirra, sem gagnrýnt hafa umræðugrundvöll- inn á þeirri forsendu, að hann kæmi i veg fyrir, að héðan yrði rekið raunhæft eftirlitsflug með kafbátum, er Tómas Karlsson, ritstjóri Timans. Nú fyrir kosn- ingar reynir hann hins vegar að slá á aðra strengi og segir i blaði sinu: „Stefna Sjálfstæðisflokksins er óþjóðholi og nánast kjánaleg undirlægjustefna. Hún gerir ekki ráð fyrir neinni endurskoöun á varnarsamningnum, heldur beinlinis, ef alvarlega væri tekin, að komiö væri upp herstöðvum i öllum sýslum landsins”. Þetta er fróðleg yfirlýsing og sýnir, að framsóknarmenn eru loksins búnir að átta sig á þeirri staðreynd, að með ábyrgðarleysi sinu i varnarmálunum hafa þeir glatað trausti allra, sem ekki vilja minnka öryggi þjóðarinnar. Ritstjóri Timans veit, að hann þarf að leita til vinstri I atkvæða- veiðum sinum og þess vegna reynir hann jafnvel að yfirbjóða Alþýðubandalagið i árásum á ábyrga stefnu Sjálfstæðisflokks- ins. í stefnuyfirlýsingu sinni fellir Sjálfstæöisflokkurinn þungan dóm yfir utanrikisstefnu vinstri stjórnarinnar almennt. Þar segir: „I utanrikismálum að öðru leyti hefur stjórnartið fráfarandi rlkisstjórnar einkennzt af fram- taksleysi og skorti á viðleitni til að laga Isl. utanrikisstefnu að breyttum viðhorfum. Við nú- verandi aðstæður i alþjóða- málum, þegar stórveldin vilja meö samningum sin á milli sitja að lausn mála, er smárikjunum mikilvægara en áður að treysta stöðu sina og gæta þess, að ekki sé gengið fram hjá þeim, þegar ákvarðanir eru teknar”. Þessum dómi verður ekki mót- mælt. Framtaksleysi rikis- stjórnarinnar stafar liklega fyrst og fremst af þvi, að ráðherrarnir hafa lent i sjálfheldu vegna innbyrðis ágreinings um grund- vallaratriði. Nefna má tvö nýleg dæmi. I skýrslu sinni um utan- rikismál, sem lögð var fyrir alþingi i vor, styður utanrikisráð- herra hugmyndir Bandarikjanna um það, hvernig háttað skuli samstarfi þeirra við aðildarlönd Efnahagsbandalagsins. Magnús Kjartansson lýsti andstöðu sinni við þetta sjónarmið meðráðherra sins. Utanríkisráðherra sam- þykkti Atlantshafsyfirlýsinguna fyrir Islands hönd. Magnús Kjartansson sagðist ekki sjá, að utanrikisráðherra hefði nokkra heimiid til að gefa slika yfir- lýsingu. t hvorugt skiptiö þorði utanrikisráðherra að bera mál sitt undir rikisstjórnina áður en hann flutti það. Hvernig er unnt að búast við þvi, að slik stjórn móti framtaksama stefnu I utan- rikismálum — hvað þá heldur sjálfstæða? Eðli sinu samkvæmt getur vinstri stjórn ekki verið framtaksöm i utanrikismálum. öllum ætti að vera ljóst, að það er nauðsynlegt að breyta um stjórn á utanrikismálum eins og landsmálum almennt. Það veröur aöeins gert með þvi að veita Sjálfstæðisflokknum fylgi i kosningunum á morgun.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.