Vísir - 29.06.1974, Side 7

Vísir - 29.06.1974, Side 7
Vísir. Laugardagur 29. júni 1974. ■ 7 cTVIenningarmál HANDA HVERJUM? Hverjir skyldu sækja listahátið? Þeir eru margir, svo mikið er að minnsta kosti vist — sextán þúsund aðgöngu- miðar seldir fyrir tiu milljónir króna, að sögn forráðamanna, en þar við bætast um það bil átta þúsund gestir á myndlistarsýningarnar á listahátið. Þær hygg ég að flestar hafi verið opnar til þessa, þótt há- tiðinni lyki sjálfri fyrir viku, sýning Ninu Tryggvadóttur i Lista- safni verður opin viku af júli, en stóra sýningin á Kjarvalsstöðum fram i miðjan ágúst. Þetta er ein bragarbót, sem oröib hefur á skipulagi listahátiö- ar, en á hinum fyrri hátiöum var listsyningum harðlega lokað um leiö og hinir annasömu hátiðis- dagar voru liðnir. Eins og aðsóknartölurnar gefa til kynna eru það aðrir atburðir en listsýningar sem i svip sópa að sér athygli og aðsókn á listahátið- um. Þar fyrir væri fráleitt að vanmeta þátt myndlistar i hátið- arhaldinu, og hann mætti meira að segja vera meiri. í ár var þannig horfið frá þeim sið að reisa einhvers staðar á almanna- færi „skammtima-listaverk” i tilefni listahátiðar. Hina fögru og svipmiklu mynd Svavars Guðnasonar sem hann málaði vegna hátlðarinnar hafa ekki aðr- ir séð en þeir sem sóttu sýningar Þjóðleikhússins á hátiðinni. Þar er henni fráleitt ætlað að vera til frambúðar — hún hlýtur að verða á einhverjum fjölförnum stað þar sem myndin um leið nýtur sin vel og betur en I leikhúsinu. Þótt meira sé af öðru látið i svip verða mikilsháttar listsýningar sinum gestum áreiðanlega ekki siður minnisverðar og lærdóms- rikar en annað sem á hátiðinni gerist. Svo var t.a.m. fyrir mig um Munch-sýninguna á fyrstu listahátið. Á annarri hátiðinni efndi Listasafn tslands til eftir- minnilegrar yfirlitssýningar yfir verk Sigurjóns Ólafssonar, og i ár er hinn sami þráður tekinn upp með stórri sýningu á verkum Ninu Tryggvadóttur. Nina á Þingvöllum. Areiðanlega eru margir sem muna yfirlitssýningu yfir verk Nínu sem haldin var i Lista- mannaskálanum fyrir tiu árum eða svo: þar mátti skýrt sjá hve mikill er hlutur hennar I sögu is- lenskrar nútima-listar og sam- hengið og þróunina i hennar eigin verki. En vitaskuld er það miklu stórfelldara ágrip af list hennar, hinnar sömu sögu sem nú getur að lita á listasafninu. Þar eru meir en tvöhundruð myndir, allt frá einhverri fyrstu til siðustu myndar, sem eftir hana liggur. Það er vitaskuld tilviljun að báð- ar þessar myndir snúast um þingvallastef, en yngsta myndin á sýningunni, stórt og fjarska sér- kennilegt oliumálverk frá árinu 1967, varð i fljótu bragði skoðaö einhver hin eftirminnilegasta á sýningunni. Stofnun Alþingis nefnist þessi mynd, en gæti fyrir mér allt eins heitið „landnám” eða jafnvel „papar”. Þessi ein- kennilega „sögu-mynd” er engan veginn eina dæmi þess á sýning- unni aö eftir hinn langa og fjöl- skrúðuga abstrakt-kafla, sem vafalaust verður talinn þunga- miðjan i list Ninu Tryggvadóttur, hafi fjölbreyttara myndefni og tækni en áður vakið áhuga hennar á seinni árum. En þetta er verk sem nauðsyn ber til að Ilendist hér heima. , Festan i fjölbreytni hennar er annars það auðkenni sýningar- innar sem ef til vill verður manni hugstæðast. Uppistaðan 1 sýning- unni er vitanlega oliumálverk Ninu, frá hennar fyrstu fullveðja myndum, um 1940, fram til hinna stóru ljóðrænu og dramatisku abstraktsjóna seinni áranna. En þá sögu þekkja menn fyrir. Ef til ir: sýningin er hin glæsilegasta upprifjun og árétting þeirrar for- tiðar sem komið hefur fyrir al- menningssjónir. Það kemur vitanlega lika fram á Kjarvalsstöðum hversu skýr eru skil nútimalistar og arfleiföar eða leifa hinnar eldri myndlistar i landinu, svo skýr að hér er um tvö aögreind sýningarefni að ræða sem ef til vill hefðu betur notíö sín hvort I sinu lagi. Saga nútimalist- ar er svo mikil fyrir sér að von- laust er að gera gilt „yfirlit” hennar I þvi formi sem hér er haft. En á sýningunni er vitan- Fyrri grein eftir Ólaf Jónsson Stofnun Alþingis, 1967 — mynd eftir Ninu Tryggvadóttur á yfirlitssýningu verka hennar I Listasafni ís- iands. Ljósm. Bjarnleifur. Hátið fyrir hverja? En hvað sem öðru liður hygg ég að aösóknin sýni að ástæðulaust hafi verið að óttast það að listahá- tiðin yrði einhvers konar snobb- hátið fámenns áhugahóps um list og menntir. Það sýndi sig i þétt- skipaðri Laugardalshöllinni á hinum stóru tónleikum og full- setnum salarkynnum i Háskóla- bió og Norræna húsinu á söng- skemmtunum, upplestrakvöldum og tónleikum, að almennur áhugi er á þvi sem fram fór á hátiðinni. En þaðan af siður en það séu penipgamenn i Reykjavik, verður hinu haldið fram, að erlendir túr- istar haldi hátiðinni uppi. I upp- hafi munu menn hafa gert sér vonir um verulega aðsókn ferða- manna að listahátið, ef hún kæm- ist á laggirnar til frambúðar, en engar tölur hafa heyrst um miða- sölu til ferðafólks það sem af er. Vera má aö hátíðin komi með timanum til að fá auglýsingagildi fyrir ferðamenn og verði þar með að einhverju marki til að örva ferðamannastraum til landsins. En áreiöanlega hefur hlutur er- lendra gesta hingað til verið ó- veruleguraf allri aðsókninni. Það er almennur áhugi heimamanna sjálfra sem er og verður undir- staða hátiðarhaldsins. Annaö mál er það að áreiðan- lega mætti auka aðsókn innlendra ferðamanna að listahátið I Reykjavik frá þvi sem verið hef- ur: með þvi að gefa fólki úti á landi kost á hagkvæmum hóp- ferðum gagngert til að sækja há- tiðina. Areiðanlega væri þetta hægt með góðum vilja og timan- legri skipulagningu. Og óneitan- lega kemur það stundum spánskt fyrir á listahátið að sjá og heyra erlenda snilldarmenn sem fluttir eru hingað um langan veg með ærnum tilkostnaði til að koma fram aðeins einu sinni. 1 ýmsum tilfellum hefði aðsókn liklega hrokkið langt i tvær húsfyllir — svo sem á jasskvöldi i Háskólabió og ljóða- og söngskemmtun i Nor- ræna húsinu i ár, en aðgöngumið- ar seldust upp i skyndi á báðar þessar skemmtanir. En væri ekki hugsanlegt, úr þvi gestir eru hingað komnir á annað borð, að einnig væri hægt að fá þá til að koma fram utan Reykjavik- ur i leiðinni, og færa listahátið með þeim hætti út um landið. Það erfyrirhyggja og skipulag sem til þarf. vill verður sýningin enn eftirtak- anlegri vegna fjölbreytninnar, allra hinna minni verka á sýning- unni i margskonar efni, svo margra gullfallegra mynda i svo skýru samhengi við hin stærri verk og stórvirki málarans. Og þetta er auðvitað sýning sem eng- inn áhugamaður um myndlist má láta fara framhjá sér. Samhengi og sagan Þaö er annars skaði hve is- lenskar bókmenntir um listir, gagnrýni svo aö ekki sé talað um rannsóknir myndlistar, eru enn sem komið er fátæklegar. Þótt við höfum eignast myndarleg drög að sögu islenskrar nútlmalistar i hinni stóru bók Björns Th. Björnssonar hefur litið sem ekk- ert verið skrifað um verk og sögu einstakra myndlistarmanna ann- að en misjafnlega vel orðaðar tækifærisgreinar áhugamanna um efnið. En I ferli og verkum málara eins og t.a.m. Ninu Tryggvadóttur eru umhugsunar- og rannsóknarefni sem meira skipta islenska nútlma-menningu og menningarsögu en margt ann- ao. Nú tekur hver á eftir öðrum að þjóöhátiðarsýningin á Kjarvals- stöðum, Islensk myndlist I 1100 ár, sýni fram á „samhengið” I sögu Islenskra lista. En þetta er vitanlega tóm glósa. Myndlist I nútimaskilningi orðsins hefst ekki hér á landi fyrr en á eöa I lok sið- ustu aldar og er sérstök og að- greind frá sögu hinnar eldri myndlistar i landinu. Hitt gerir sýningin á Kjarvalsstöðum lýðum ljóst, og sjálfsagt ljósara en verið hefur, aðfyrr á öldum hefur verið uppi I landinu furðu fjölskrúðug myndlist og margskonar listiðn- lega til að dreifa f jarska miklu og fjölbreyttu dæmasafni islenskrar myndlistar allt frá fyrstu mynd- um frá öldinni sem leið fram til nýlegs módernisma — i svo miklu návigi að mikla hugarró og þolin- mæði þarf til að gera sér gott af myndunum á sýningunni, hverri fyrir sig. Um kostnað og fyrirhöfn Að þvi. hefur verið fundið, minnir mig, að sýningin á Kjar- valsstööum sé áhorfendum kostn- aðarsöm — kosti ekki minna en 500 kr aö hafa full not af henni, 300 kr sýningarskrá, sem er reyndar fallegt og fróðlegt rit, en 200 kr aðgangur að sýningunni oftar en einu sinni. Og enginn skoðar hana I einni ferð sér til fullra nota. Þá er ekki gert ráð fyrir þvi að menn þyrsti eða svengi yfir listskoðun sinni og vilji styrkja sig i gildaskála húss- ins sem lika kostar sitt. Er þetta mikið eða litið á viö það sem menn verja til annarra nota eða skemmtunar sér? Minnsta kosti held ég að það verði ekki kallað dýrt, hvað þá ofvirði, þótt meira sé en gerist á venju- legum sýningum. Ef ég hef skilið fjárhagsdæmi listahátiðar rétt er ætlunin að aðgangseyrir greiði helming tilkostnaðar, eða rúm- lega það, en hinn hlutinn sé styrktarfé, einkum frá riki og bæ. Er þetta eölilegt hlutfall? Um það má sjálfsagt deila sitt á hvað, en of mikill verður tilkostnaður há- tiðarinnar þvi aðeins að hún dragi fé frá annarri liststarfsemi i land- inu, i annan tima — hvort heldur væri úr vasa almennings eða op- inberum sjóöum. En fyrir þvi að svo sé hafa ekki sést nein fram- bærileg rök. ÞJÓÐHÁTÍÐ í Reykjavík 1974 ÍÞRÓTTIR Laugardagur 29. júni: Laugardalsvöllur kl. 14: Frjálsar Iþróttir Skerjafjörður kl. 14: Siglingar Laugardalshöll kl. 17: Fimleikasýning—Kl. 17,30 Lyftingar og Judo —Kl. 18,30. Sveitaglima (Reykjavik—landið) Sunnudagur 30. júni: Grafarholt kl. 14: Golfmót Laugardalsvöllur kl. 14: Knattspyrna (Reykjavik—landið) Sundlaugarnar i Laugardal kl. 16: Sundmót með þátttöku sundfólks frá Stokkhólmi Mánudagur 1. júli: Laugardalshöll kl. 17: Badminton (Reykjavik—Þórshöfn) — Borðtennis (Reykjavik—Þórshöfn) — Kl. 20 Körfuknattleikur (Reykjavik —Helsinki) — Kl. 21,15 Handknattleikur (Reykjavik—Oslo) Þriðjudagur 2. júli: Sundlaugarnar i Laugardal kl. 19. Sundmót — Gestir frá Stokkhólmi Laugardalshöll kl. 18,30: Blak (Reykjavik—landið) — Kl. 20 Körfuknattleikur (Reykjavik—Helsinki) — Kl. 21,15 Handknattleikur (Reykjavik—Oslo) Laugardalsvöllur kl. 19: Knattspyrna (Reykjavik—landið) II. flokkur

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.