Vísir - 23.07.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 23.07.1974, Blaðsíða 1
64. árg. —Þriðjudagur 23. iúli 1974. — 130. tbl. Fram fékk Real Madrid í hádeginu var dregið í Evrópukeppnina I knattspyrnu. íslenzku liðin mæta: Keflavik—Hadjuk Split, Júgóslaviu, i meistarakeppninni. Fram—Real Madrid i keppni bikarhafa. Valur—Portadown, N-lrlandi i UEFA-keppninni. ENGINN ÁGREININGUR Þrátt fyrir mciriháttar á- greining og átök á Kýpur á dögunum. voru þær hinir mestu mátar Kýpurstúlkan Andri Tsangaridou og tyrk- neska stúlkan Simeiteh Gakir- goz. Tyrkneskar hersveitir voru i árásarstöOu, þegar myndin var tekin af þeim stöliunum á Manilla, þar sem alþjóOIega fegurOarkeppnin Miss Universe fór fram. Spönsk senjórita var annars kjörin Ungfrú Alheimur i þessari keppni, en tsiand fór meö ein sigurlaunin, eins og frain kom i blaðinu í gær. Ekki barizt ó Kýpur í nótt — sjó bls. 5 FH siglir hraðbyri í 1. deild — íþróttasíða Hvoð er svifflug? - INN-síða ó bls. 7 Watergate-málið: Ákvörðun fulltrúa- deildar- innar nálgast — sjá bls. 5 — 35 gráðu halli kominn að skipinu vegna leka eftir brotsjó á Skjálfandaflóa — engin slys á mönnum Flutningaskipið ís- borg fékk á sig brotstjó klukkan fjögur i morg- un, en klukkan sjö var tilkynnt, að skipið væri komið með slagsíðu og leki kominn að þvi. Um ellefu leytið var kominn mikill halli á skipið, eða um 35 gráð- ur, svo að þvi var siglt upp i fjöru við Víkur- höfða i mynni Flateyjar- dals á Skjálfanda. Engin slys urðu á mönnum. Isborgin, sem var keypt til landsins fyrir stuttu, var stödd norðvestur af Tjörnesi, þegar skipið fékk á sig brotsjó. Tilkynnt var um atvikið til Siglufjarðar- radiós, en sagt að allt væri i lagi. Klukkan sjö var hins vegar haft samband aftur og sagt, að llklega væri leki kominn að skipinu, þvi það væri farið aðfá á sig slagsiðu. Skipstjórinn ákvað þá að breyta um stefnu og sigla að Flatey. Halli skipsins hefur aukizt sifellt allan timann og var orðinn 35 gráöur þegar séð varð að með sliku áframhaldi hvolfdi þvi. Skipstjórinn ákvað þá að sigla skipinu i land við Vikurhöfða og freista þess að bjarga þvi þannig. Flutningaskipiö Hekla var á þessum slóðum I morgun, og sigldi strax að skipinu, og hefur verið þar. Brjálað veður er á þessum slóðum og ekki fært fyrir báta. Flutningaskipið Selá var statt i Húsavíkurhöfn, þegar kall- iðkom frá Isborgu. Beðið var um. aö Seláin færi að tsborgu meö dælur og slöngur. Þau tæki feng- ust hjá slökkviliðinu á Húsavik. Með Selánni fóru einnig félagar ús slysavarnasveit staðarins, meö gúmbát og froskmenn. Samband var haft við Land- helgisgæzluna til að fá varðskip til frekari aðstoðar. Isborg var að koma frá Alaborg i Danmörku með sementsfarm, sem átti að fara á Norður- landshafnir. — ÓH. isborgln — myndin er tekin, þegar hún kom ttl landsins 6. þessa mánaöar. útgeröarmaöur, keypti skipiö notaö frá Danmörku, en þaö er smiöaö 1968. Guömundur A. Guömundsson Ljósm Visis: BG. Síðustu fréttir: Dœlur komnar í skipið Um hádegið var flutninga- skipið Selá komiö á staöinn þar sem Isborginni hafði verið siglt upp i fjöru. Björgunar- sveitarmenn Siysavarnafé- iagsins fóru að flytja dælur og slöngur yfir I tsborgina, og gekk þaö verk vel. Erfitt var að ná sambandi viö strandaöa skipið, en að sögn skipsmanna á Seiá gekk allt aö óskum. Kortið hér aö neöan sýnir vett- vang óhappsins. örin bendir á Víkurhöfða, þar sem skipinu var rennt upp i fjöru. Brot- sjórinn kom á skipið norö- vestur af Tjörnesi. —ÓH. - jV- Mánar Tjörnes Harry Steinsson, skipstjóri á Isborg, staddur i brúnni á skipi sinu. Myndin er tekin viö komu skipsins hingaö fyrir nokkrum vikum. Höfuðborgarbúar fó leið- sögn í eigin borg! _ buksíðo Erlendur Björnsson bæjarfó- geti yfirheyrir Richard Taylor I gærdag. — Ljósm. VIsis: ÓH. Taylor dœmdur í varðhald og sektir 1 hádeginu I dag var felldur dómur i ináii Taylors skip- stjóra hjá emhætti bæjarfó- geta á Scyöisfiröi. Brezki skipstjórinn var ' dæmdur i 30 daga varöhald, og er gert aö greiöa 1.2 milljón króna sekt. Afli skipsins og veiðarfæri veröa og gerö upp- tæk. Nánar segir frá málinu á bls. 2 og á baksíðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.