Vísir - 23.07.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 23.07.1974, Blaðsíða 4
4 Vísir. Þriðjudagur 23. júli 1974. AP/NTB í MORGUN ÚTLÖNDÉ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Í MORGUN ÚT Friðarviðrœður Fulitrúar þeirra þriggja rikja, Bretlands, Grikklands og Tyrk- lands, sem samkvæmt samningi frá 1960 ábyrgjast sjálfstæði og hlutleysi Kýpur, búa sig nú undir það að koma saman til fundar i Genf/i þvi skyni að finna varan- lega, friðsamlega lausn á Kýpur- deilunni. A sama tima hvetur Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna til þess aðfjölgað verði I 2300 manna friðargæzluliði samtakanna á eyjunni. Bretar hafa heitið 600 manna liösstyrk i þvi skyni. Utanrikisráðherrar gæzlurikj- anna þriggja hafa lýst sig fúsa til að sækja fundinn i Genf, sem lik- lega hefst á föstudag. Fulltrúi tyrkneska sendiráðsins i Genf sagði, að Turan Gunes, utanrikis- ráðherra, kæmi þangað á morg- un. James Callaghan, utanrikis- ráöherra Breta skýrði starfs- bræðrum sinum i ráðherranefnd Efnahagsbandalagsins frá gangi mála á Kýpur á fundi i Brussel i gærkvöldi. Bandarikin hafa lýst algjörri andstöðu sinni við stefnu grisku stjórnarinnar i Kýpurmál- inu. Östaðfestar fréttir herma, að Bandarikjamenn hafi tekið þá stefnu gagnvart frekari viðleitni til friöargerðar á Kýpur, að frum- kvæðið sé úr þeirra höndum eftir að þeir beittu sér fyrir vopnahléi. Nú sé komið að Bretum að leiða frekari viðræður gæzlurikjanna þriggja. Eftir að Bulcnt Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, hafði tilkynnt það opinberlega á laugardagsmorgun, aö innrásin á Kýpur væri hafln, faömaði hann Sancar herráðsforingja og kyssti hann sigurkoss. Svarti dauði Tólf ára telpa á ibúðasvæði Navajo—Indiána i Nýju Mexikó lézt fyrr i mánuðinum af völdum svarta dauða, sem Evrópubúar minnast enn með hryllingi frá miðöldum, þegar hann lagði þriðjung ibúa álfunnar I gröfina. Heilbrigðisyfirvöld rikisins hafa gripið til viðtækra ráðstaf- ana, en þetta er þriðji Banda- rlkjamaðurinn, sem verður svarta dauða að bráð núna i mörg ár. Annar var I Oregon 1970, en ungur Navajo-Indiáni tók veikina I Nýju Mexikó 1965 og dró hún hann til dauða. SKÓGARHÓLAR Bíla- og tjaldstæði Tjaldstæói Hjólhýsastæói Bilastæðij Bilastæói Tjaldstæói LEIRUR ÖXARÁRFÖSS ÞINGVALLABÆR VALHÖLL Bilastæði EFRIVELLIR HÁTlÐARSVÆÐI Þingpallur Lúórar Lúðrasveit KÁRASTAÐIR 2,6km Bilasfæði ® « « ~ •» V' ^plat, LOKAÐ SVÆÐI ÞINGVALLAVATN ÞJOÐHATIÐ A ÞINGVÖLLUM 28.JÚLÍ 1974 Skiltin, sem veróa til leiöbeiningar á Þingvallasvæóinu. [p Bílastæói [wc| Salerni (3E) Vatnsból X LokaÓ A Tjaldstæói Œ) Karlar MengaÓ vatn lOCRtClAN Lögreglan m Hjólhýsastæói m Konur |vy Póstur STJORN Stjórn + Skyndihjálp Veitingar Sölutjald tö Snyrting Strætisvagnar *7S* 0 ■ Sími Mióstöó Umsjón PRESSE BlaÓamenn Feróir frá Reykjavík til Þingvalla. Þingvallaferðir á þjóðhátíð hefjast sunnudagsmorguninn 28. júlí kl. 7 f.h. frá Bifreiðastöð íslands, Umferðarmiðstöðinni, og halda áfram fram að hádegi eftir því sem farþegar koma og bílakostur endist. 5 Forsala farseðla I sem gilda báðar leiðir hefst I Umferðarmiðstöðinni eftir hádegi á föstudag | og lýkur kl. 20 á laugardag. I 5 'í § < Geymið auglýsinguna. ENGIN TRYGGING ER FYRIR ÞVÍ AÐ ÞEIR FÁI FAR, SEM EKKI KAUPA FARSEÐLA Á OFANGREINDUM TÍMA. Ferð með strætisvögnum Strætisvagnar Reykjavíkur og Kópavogs fara til Þingvalla kl. 6.30 á sunnudagsmorgun 28. júlí. Þeir hefa ferðina frá endastöðvum sínum í úthverfum borgarinnar á fyrrgreindum tíma, kl. 6.30. Þeir sem óska að taka sér far með strætisvögnum, fá því aðeins að fara að þeir hafi áður keypt farseðla í Umferðarmiðstöðinni. Þingvallasérleyfi, Þjóóhátíóarnefnd 1974

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.