Vísir - 23.07.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 23.07.1974, Blaðsíða 5
Visir. Þriðjudagur 23. júli 1974. D í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón: BB/GP Ibólusóttin heftI Myndin er tekin frd hafnar- borginni Kyreniu á norður- strönd Kýpur, þar sem Tyrkir hafa náð fótfestu. Strókur eftir fallbyssuskot er I forgrunni, en úti fyrir eru tyrk- nesk herskip og landgöngu- prammar að búast til árásar. Myndin var tekin á laugardag en barst ekki til AP fyrr en I nótt. Ekkert barizt — Tyrkir til frambúðar ó Kýpur Vopnahléð á Kýpur var ekki virt fyrr en i gærkvöldi, um sex timum eftir að það gekk i gildi. Engar fréttir hafa borizt um al- varlega bardaga i nótt og virðist allt með kyrrum kjörum á eyj- unni. Fulltrúi hernaðaryfirvalda Ankara skýrði frá þvi i morgun, að ekki befði heyrzt annað en vopnahléð væri virt. Vopnahlé skyldi ganga i gildi kl. 14 i gær, en eftir þann tima voru Tyrkir að flytia liðsafla til eyjunnar. Bulent Ecevit, forsæt- isráðherra Tyrkja, hefur gefið það ótvirætt til kynna, að tyrk- nesku liðssveitirnar séu komnar til Kýpur i þvi skyni að hafa þar áfram aðsetur. Hann sagði, að hafnarborgin Kyrenia skyldi hér eftir vera i höndum Tyrkja. Um þær mundir, sem vopna- hléð var að koma til fram- kvæmda, skýrðu fréttamenn frá þvi, að a.m.k. 50 manns hefðu lát- izt i sprengjuárás tyrkneskra flugvéla á borgina Famagusta. Makaríos aflar sér stuðnings Makarios.forseti Kýpur, dvelst enn i Bandarikjunum siðan hann kom þangað á föstudag til að ávarpa öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Fréttaskýrendur eru sammála um það, að innrás Tyrkja á eyjuna verði ekki til þess að flýta fyrir þvi, að Makari- os setjist aftur i forsetaembættið á Kýpur. Makarios kynnir nú málstað sinn fyrir bandariskum ráðamönnum. i gær ræddi hann bæði við Henry Kissinger og utanrikismálanefnd Bandarikja- þings. Fundur Kissingers og Makari- osar stóð i 90 minútur og þeir stefna að þvi að hittast aftur eftir viku. Að loknum fundinum sögðu þeir báðir, að hann hefði verið „gagnlegur og raunhæfur”. Makarios vék sér alltaf undan að svara þvi, hvort hann hefði fengið stuðning Bandarikja- manna við að koma sér aftur til valda á Kýpur. Eina sem hahn sagði um þetta var á þann veg, að hann vissi, að utanrikisráðherr- ann styddi stjórnskipulega stjórn á eyjunni. Kissinger vildi ekkert segja um viðræðurnar. Fundur Makariosar með þing- mönnunum fór fram fyrir luktum dyrum og var ekki skýrt frá niðurstöðum hans. Watergate-mólið: i sigurvlmu gengu Tyrkir um götur Ankara og hvöttu til frekari hernaöaraðgerða á Kýpur. Ákvörðun fulltrúodeildar- innarnúlgast Bæði sérfræðingar Nixons Bandarikjafor- seta og dómsmálanefnd- fulltrúadeildar ar Bandarikjaþings búa sig nú undir lokaafgreiðslu nefndarinnar á þvi, hvort stefna eigi forset- anum fyrir öldunga - deildina vegna Water- gate-málsins. Nefndin mun greiða atkvæði um það i lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. A föstudag skýrði sérfræðingur nefndarinnar frá þvi áliti sinu, að hann teldi rétt að stefna forsetan- um. Vikuritið Time, sem kom út um siðustu helgi, segir, að at- kvæðagreiðslan i nefndinni fari á þann veg, að 26 muni greiða at- kvæði með þvi að forsetanum verði stefnt en ekki nema 12 á móti. Alls sitja 13 flokksmenn for- setans, repúblikanar, i nefndinni og segir Time, að 7 þeirra muni greiða atkvæði gegn Nixon. 19 af 21 demókrata i nefndinni hafa á- kveðið að stefna forsetanum. Til- laga nefndarinnar verður siðan lögð fyrir fulltrúadeildina, sem með einföldum meirihluta getur stefnt forsetanum. Almenningur i Bandarikjunum hefur fengið nýjan áhuga á Wat- ergate-rannsókninni, þegar á- kvörðun dómsmálanefndarinnar nálgast. Ekki eru nema nokkrar vikur siðan 53% af blaðalesend- um lýstu þvi áliti sinu, að blöðin og aðrir fjölmiðlar legðu alltof mikið rými undir Watergate. James St. Clair, lögfræðingur Nixons, hefur dvalizt i Kaliforniu undanfarna daga til viðræðna við skjólstæðing sinn. Hann sagði i gær á blaðamannafundi, að hann teldi ekki nægilegar ástæður fyrir hendi til að réttlætanlegt væri að stefna forsetanum fyrir öldunga- deildina. Heilbrigðisráðherra Ind- lands fullyrti i gær, að mikil bólusetningarherferð þar i landi að undanförnu hefði slegið á bólusóttina, sem þar hefur herjað á landslýð og lagt 22 þúsund Indverja i gröfina það, sem af er árinu. \ Dr. Kran Singh ráðherra sagði, að hjátrú ibúa margra þorpa ætti sök á útbreiðslu drepsóttarinnar að þessu sinni, en þeir tryðu því að bólusóttin boðaði komu gyðju einnar. Sömuleiðis mikill fjöldi ungbarna, sem ekki hefði notið bólusetningar gegn bólusótt. FÆRÍYJAR OG EBÍ Samningsdrögin milli Fær- eyja og EBE, sem áttu að veita Færeyingum nánast hagstæða skilmála, eins og full aðild veitir annars, fengu ekki viðurkenningu ráðherra- nefndar EBE á fundi hennar i Brussel i gærkvöldi. Hafizt var strax handa við uppkast að nýjum samningum fyrir Færeyjar, og verður það lagt fyrir nefndina i dag. Biggs óhultur Braziliustjórn hefur ekki af- ráðið, hvert hún eigi að senda lestarræningj- ann, Ronald Biggs, en eins og komið hefur fram i fréttum neitaði hún afi f ý.ÆMF'M'*: framselja Bret- ^iggs I við- landi manninn . la*'- á sinum tima. 1 Bretlandi bið- ur hans 30 ára fangelsisvist. Akveðið hafði verið að Biggs skyldi visað úr landi i Braziliu, en þó ekki til neins þess lands, sem hefur framsalssamninga við Bretland og mundi af- henda hann brezkum yfirvöld- um. Lögfræðingur Biggs segir, að slikt land sé vandfundið, og á meðan geti skjólstæðingur hans verið sem frjáls maður i Braziliu. En komi til þess að honum verði visað úr landi til einhvers annars rikis, þá geti hann öðlazt þar eftir eðlileg- um leiðum lögleg leyfi til að flytja til Braziliu aftur og til stúlkunnar, sem gengur þar með barni hans. Afmœli keisarans Það er heldur dapurlegur afmælisdagur, sem keisari Eþiópiu á i dag, en hann er 82ja ára. 1 riki hans er ringul ulreið og stjórn- málalegur glundroði eftir forsætisráð- herraskiptin i gær. Makonnen, sem settur var i þaö embætti fyrir 5 mánuð- 1 Vandræöin um, fór frá i steðja að. gær, Franco líður betur Læknar segja nú liðan Francos hershöfðingja betri i morgun, en draga þó enga dul á, að veikindi hans séu alvar- leg og að rikisarfinn Juan Carlos prins geri bezt i að búa sig undir að taka alveg við i náinni framtið. SJuan Carlos dvaldi i klukku- stund hjá gamla manninum i gærkvöldi, sem fól honum völdin fyrir nokkru, þegar hann sjálfur þurfti á sjúkra- hús. Samkvæmt 5 ára gömlum lögum verður prinsinn kon- ungur 8 dögum eftir andlát Francos, eða eftir aö hann læt- ur sjálfviljugur af völdum. Enn sprengja IRA I Birmingham i Englandi eyðilögðust 2 húsgagna- verzlanir i bruna vegna sprenginga i nótt, en IRA hef- ur einmitt látið mikið að sér kveða þar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.