Vísir - 23.07.1974, Blaðsíða 13

Vísir - 23.07.1974, Blaðsíða 13
Visir. Þriðjudagur 23. júli 1974. — Það er með vilja gert, aö ég læt kjötið brenna... það verður þá einhver afgangur þar til á morgun. Þann 1/6 voru gefin saman I hjónaband i Kópavogskirkju af sr. Þorbergi Kristjánssyni ungfrú Guðbjörg Þórhallsdóttir og hr. Guðvarður Gislason. Heimiii þeirra verður að Mið- vangi 41, Hafnarfirði. (Ljósm.st. Gunnars Ingimars). Þann 18/5 voru gefin saman I hjónaband i Háteigskirkju af sr. Jóni Þorvarðarsyni ungfrú Sigriður Olafsdóttir og hr. Þor- björn Gunnarsson. Heimili þeirra verður að Ásbraut 7, Kópavogi. (Ljósm.st. Gunnars Ingimars). Þann 11/5 voru gefin saman I hjónaband i Hallgrimskirkju af sr. Jakobi Jónssyni Ungfrú Aðalheiður ófeigsdóttir og hr. Ni- els Hildebrandt. Heimili þeirra verður að Hraunbæ 166, R. (Ljósm.st. Gunnars Ingimars). 13 -K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-K-k-k-k-K-k-tE-k-k-k-K-k-k-k-K-k-k-K-k-k-k-k-K-k-k-K-k-k-k ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ■* -*• ★ $ ★ ★ ★ í ★ í ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ 1 í í ¥ *2* * * spe £3 M m Spáin gildir fyrir miðvikudaginn, 24. júlí. Hrúturinn, 21. marz-20. april.Hægöu nú aðeins á þér i dag. Þú mátt ekki krefjast of snöggra dóma og ákvarðana af öðrum — né sjálfum þér. Einbeittu þér að þvi, sem mest liggur á. Nautið, 21. april-21. maí.Haltu rólegum hraða, ef þú getur. Ýmsar hindranir og tafir gætu orðið. Hugsaðu um heilsuna: forðastu að ofgera þér eða vinna við hættuleg skilyrði. Tvlburinn, 22. mai-21. júnl. Það kynnu að koma upp deilur i ástarsambandi: Vertu ekki eigin- gjarn varðandi þarfir ástvina. Athugaðu með námsmöguleika barna. Sparaðu við þig gagnrýnina. Krabbinn, 22. júnI-23. júli.Taktu varfærnislega á öllum agabrotum heima fyrir. Einhverjum kynni að finnast þú helzt til strangur. Beittu ekki ósanngjarnri gagnrýni. Ljónið, 24. júlI-23. ágúst.Engin ferðalög núna! Á morgun ættirðu að igrunda alvarleg mál og umhugsunarefni. Athugaðu, hvort fótur er fyrir þvi, sem þú heyrir. Forðastu rugling. Meyjan, 24. ágúst-23. sept.Vandaöu orðaval þitt Ihvers konar yfirlýsingum: taktu af allan vafa. Reyndu að mýkja þau sár, er hörð gagnrýni hefur valdið samstarfsmönnum. Ekki fjárfesta núna. Vogin, 24. sept.-23. okt. Þú kynnir að vera undir smásjá núna. Gættu framkomu þinnar, þó sér- staklega varðandi fjölskyldu og yfirmenn. Þú kynnir að þurfa að gefa ofurlitið eftir. Drekinn, 24. okt.-22. nóv. Reyndu að sætta þig við takmarkanir. Láttu ekki bendla þig viö sögu- burð,láttu svoleiðis eins og vind um eyru þjóta eða leitaðu staðfestingar. Byrjaðu ekki á neinu i dag. Bogmaðurinn, 23. nóv.-21. des. Óskhyggja kynni að aflaga sannleikann. Leggðu áherzlu á sann- girni og heiðarleik varðandi félagsleg og fjár- málaleg tengsl. Losaðu þig við óheppilega skuld. Steingeitin, 22. des.-20. jan. Haltu aftur af at- vinnuframkvæmdum. þar sem mikilvægar upplýsingar vantar eða hefur seinkað. Endur- skoðaðu áætlanir með möguleika i huga. Hlustaðu á rök félaga þins. Vatnsberinn, 21. jan.-19. feb. Það kynni að koma upp misskilningur eða deilur I sambandi við skýrslur, minnisblöð og fréttir, er þú verður að grafast fyrir. Skoðanir annarra gætu verið i andstöðu við þinar eigin. Fiskarnir, 20. feb-20. marz. Einhver vandræði gætu skapazt út af sameignarfé. Vandaðu orða- val þitt á öllum pappirum I dag. Ekki er vist, að öllum liki nýja sparnaðaráætlunin þin. ★ ★ I í I í ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ K -¥■ *¥■ ¥ ¥ -¥ ¥• ¥ ¥ i ¥ ¥ ¥■ ¥• ¥■ ¥ ¥■ ¥ ¥• ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ t Í ¥- ¥■ ¥■ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ n □AG | n KVÖLD | □j □AG | n KVÖLD | n □AG | ÚTVARP • 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Slðdegissagan: Endur- minningar Mannerheims. Þýðandinn, Sveinn Asgeirs- son, les (23). 15.00 Miðdegistónleikar: Is- lensk tónlist. a. Sónata op. 23 fyrir fiðlu og pianó eftir Karl O. Runólfsson. Lárus Sveinsson og Guðrún Kristinsdóttir leika. b. Ballettsvita eftir Atla Heimir Sveinsson úr leikrit- i n u „Dimmalimm”. Sinfóniuhljómsveit íslands leikur, höf. stj. c. Lög eftir , Jóhann Ó. Haraldsson, Þór- arin Guðmundsson, Sigur- inga E. Hjörleifsson, Jón Benediktsson og Eyþór Stefánsson. Sigurveig Hjaltested syngur. Skúli Halldórsson leikur með á pianó. d. „Læti”, hljóm- sveitarverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Sinfóniu- hljómsveit Islands leikur, Jindrich Rohan stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15. Veðurfregnir. 16.25 Popphornið. 17.10 Tónleikar. 17.30 Sagan: „Fólkið mitt og fleiri dýr”, eftir Gerald Durrell. Þýðandinn, Sigrið- ur Thorlacius, les (16). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Húsnæðis- og byggingar- mál. Ólafur Jensson sér um þáttinn. 19.50 Ljóðalestur. Ingibjörg Jóhannsdóttir flytur ljóð eftir Jóhann Gunnar Sigurðsson. 20.00 Lög unga fólksins.Sverr- ir Sverrisson kynnir. 21.00 Skúmaskot Hrafn Gunn- laugsson og Davið Oddsson lita inn i kaffi hjá Ragnari Jónssyni i Smára. 21.50 Einsöngur I útvarpssal Benedikt Benediktsson syngur lög eftir erlend og innlend tónskáld. Guðrún Kristinsdóttir léikur á pianó. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Tengdasonurinn” eftir Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum. Steindór Stein- dórsson frá Hlöðum lýkur lestrinum (3). 22.35 Harmónikulög. Momari leikur. 23.00 Frá listahátlð. Knut og Hanne-Kjersti Buen flytja gamla norska tónlist og kveðskap i Norræna húsinu 18. i.m. (siðari hluti). 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. HVAÐ HEYRUM VIÐ í VIKUNNI? Frekar lltið sjáum við athyglisvert á dagskrá út- varpsins I þessari viku. Satt að segja flettum við alveg yfir til miðvikudags, áður en að nokkuð sérstakt nýtt og spennandi var á dagskránni. En látum okkur lita á mið- vikudag. Þar koma nokkur atriöi, sem liklega eru alveg þess virði að benda á. Við byrjum þá á útvarpinu kl. 17.10. Þar finnum við atriði fyrir börnin, þátt Berglindar Bjarna- dóttur, Undir tólf. Strax þar á eftir fer þátturinn Það er leikur að læra, I umsjá önnu Brynjúlfsdóttur. Klukkan 20.05 sama kvöld er Sumarvaka. Þar eru liðir á dag- skrá, svo sem sumarhugleiðing og fleira. Klukkan 22.15 er svo þátturinn Bein lina I umsjá Einars Karls Haraldssonar og Baldurs Guðlaugssonar. A fimmtudag er að finna þátt sem heitir A fimmtudagskvöldi. Þaö er Vilmundur Gylfason sem sér um þáttinn. Sá hefst kl. 19.40. Kl. 20.40 er leikritið „Gálga- maðurinn” eftir Rúnar Schildt. Leikritið var reyndar flutt áður 1963. Kl. 22.15 hefst svo ný kvöld- saga sem heitir „Sólnætur”. Sagan er eftir Sillanpaa, en Andrés Kristjánsson Islenzkaði. Baldur Pálmason byrjar lesturinn. Við hoppum yfir föstudaginn, en bendum á „Sænskt kvöld” á laugardagskvöldið. Hefst sá liöur kl. 19.35. Kl. 21.00 er svo þáttur sem heitir íslenzk mynd- list i ellefu hundruð ár. Þar er það Gylfi Gislason sem sér um þátt með viðtölum við skipu- leggjendur sýningarinnar, gesti o.fl. Fleira má finna i þeim þætti. —EA Smurbrauðstofan BJORfMINIM Njálsgötu 49 — Simi 15105 Laxveiði í Miðfjarðará Nú styttist í lokin Veiðitímanum í Miðfjarðará lýkur 15. ágúst • • Orfáar stengur lausar á tímabilinu 27. til 3. ágúst Afgreidsla og upplýsingar Sportval við Hlemmtorg sími 14390

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.