Vísir - 23.07.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 23.07.1974, Blaðsíða 9
í r t Lengi titr- aði ráin, en féll svo — Þrír yfir 2.21 metra í hástökki í Árósum í gœr Danski NorOurlandamethafinn I hástökk- inu, Jesper Törring, stökk yfir 2.24 metra — einum sentimetra betra en met hans — á móti i Árósum i gær. Hann kom aðeins viö rána, sem lengi titraði, en þegar áhorfendur héldu að hún ætlaði að hafa það — féll hún skyndilega niður. Þar með varð þessi frá- bæri, danski iþróttamaður af Norðurlanda- meti — en hann varð sigurvegari i greininni, stökk 2.21 metra. Það gerðu lika tveir aðrir á mótinu I Arósum, Rune Almen, Sviþjóð, sem varð annar, og Rory Kotinek, USA. Slikt hástökk þekkist ekki nema i Sovétrikjunum. Gamli heimsmethafinn, Pat Matzdorf, USA, varð fjórði með 2.15 metra. Annars sýndu dönsku iþróttamennirnir vel á mótinu hve sterkir þeir eru orðnir. Tom B. Hannes sigraði með yfirburðum i 1500 m hlaupinu á 3:41.3 min. og voru þó snjallir menn I hlaupinu. Ulf Högberg Svfþjóð, varð annar á 3:42.2 min. Marty Liquori USA, 3ji á 3:42.9mín. og Scharn,HoÍlandi,fjórði á 3:43,4 min. 1 800 m. hlaupinu sigraði Sven-Erik Niel- sen, Danmörku, á 1:48.3 min. Jiri Luzins, Sovét, varð annar á 1:48.8 min. og Hol- lendingurinn van de Heuvel 3ji á 1:49.3 min. Heimsmetstilraun Dave Bedford, sem til- kynntvar i5000m hlaupinu, var nánastgrin. Þar sigraði Buerkle, USA, á 13:39.4 min. en Bedford varð langt á eftir — hljóp á 13:54.4 min. Þá kom á óvart, að Norðmaðurinn sterki, Per Halle, hljóp aðeins á 13:57.8 min. og varð þriðji. Þess má geta I sambandi við hástökks- keppnina, að ekki einu sinni á Olympiuleik- unum hafa þrir menn stokkið yfir 2.21 metra. — hsím. Skagamenn alls staðar í úrslitum Akurnesingar sigruðu Vestmannaeyinga i öðrum undanúrslitaleiknum i Bikarkeppni 1. I’lokks i gærkveldi með einu marki gegn engu. Leikurinn fór fram á Akrancsi. i hinum undanúrslitaleiknum áttust við Vikingur og Akureyri og lauk þcirri viður- eign mcð sigri Vikings 5:1. Urslitaleikurinn i þessari keppni verður þvi á milli Akraness og Vikings og fer hann fram á Mclavellinum annað kvöld kl. 20.00. Akurnesingar eru einnig i úrslitum i Bikar- keppni 2. flokks, en úrslitaleikurinn i þeirri keppni fer fram á Melavellinum á fimmtu- dagskvöldið klukkan átta. Þar leika Akurnesingar við Breiðablik. Skagamenn áttu að leika við FII I undanúr- slitunum en FII gaf leikinn. Breiðablik lék við Keflavik og sigraði 3:1. — klp — Hvaða lið mœtast í 16-liða úrslitum? Búið er að ákveða hvar siðustu léikirnir í undankcppni Bikarkeppninnar, sem fram eiga að fara á morgun, verða leiknir. Eru það þrir leikir og komast sigurvegararnir úr þeim I lokakeppnina. Leikirnir eru þessir: Ólafsvik........ Húsavik......... Eskif j......... .... Vikingur—ÍBÍ Völsungur—Leiftur ... Huginn—Þróttur Dregið verður um hvaða lið leika saman i 10-liða úrslitunum á fimmtudaginn. Fer sú „athöfn” fram á Ilótel Esju kl. 15.00 og er ætlazt til að þar verði fulltrúi eða fulltrúar frá þeim scxtán liðum, sem taka þátt i loka- keppninni. — klp — Bjarni Stefánsson, KR, hleypur léttilega I gegn langfyrstur i riðlakeppninni 1100 m I gærkvöldi. t úrslitunum hafði hann sömu yfirburði — og hljóp sitt bezta 100 m hlaup frá upphafi, þó svo of mikill meövindur geri það að verkum, að timinn 10.2 sek. verður ekki staðfestur sem íslandsmet. En það skyggir litið á frábært hlaup Bjarna. Ljósmynd Bjarnleifur. Gróði FH mestur þegar Breiðablik vann Þrótt! — FH hefur nú þremur stigum meira í 2. deild en Breiðablik og Þróttur Leikmenn Breiðabliks stokkuðu sæmilega upp spilin i 2. deildinni I gærkveldi, er þeir sigruðu Þrótt á heimavelli sinum i Kópavogi með þrem mörkum gegn engu. Þessi leikur var ekki siður sigur fyrir FH en Breiðablik. Með hon- um náðu FH-ingar þriggja stiga forustu I deildinni — þar hafa þeir nú 17 stig en Breiðablik og Þrótt- ur eru með 14 stig...öll eiga liðin eftir að leika 4 leiki, þar af á FH eftir að leika við Hauka, Þrótt, Selfoss og Isafjörð. Leikmenn Breiðabliks áttu góð- an dag á vellinum I gær og voru á flestum sviðum betri en Þróttar- arnir, sem þó voru ekki neitt slak- ir. Breiðablik fékk óskabyrjun, er einn varnarmaður Þróttar sendi boltann fram hjá sinum eigin markverði og i netið. Þrótturum tókst ekki aö hefna þessara ófara i fyrri hálfleiknum, en þá áttu þeir nokkur sæmileg tækifæri til að skora. í slðari hálfleiknum komu Kópavogsbúarnir enn ákveðnari til leiks, og eftir 10 minútna leik skallaði Ólafur Friðriksson bolt- ann i netið eftir sendingu frá Magnúsi Steinþórssyni. Hann var aftur á ferðinni með höfuðið nokkru siðar, en þá tók hann við gullfallegri sendingu frá Guð- mundi Þórðarsyni og afgreiddi hana sömu leið. Var þetta mark sérlega vel unnið og fallegt. — klp — TOKU EKKI VIÐ VERÐLAUNUM — Mikil keppni á meistaramótum golfklúbanna Við sögðum frá þvi I gær, að Björgvin Þorsteinsson hefði sigrað i Akureyrarmótinu i golfi, sem lauk á laugardaginn með þvi að leika Jaðarsvöllinn á pari- eða á samtals 292 höggum. Parið á 18 holunum þar er 73, og voru hringirnir hjá Björgvin sem hér segir.... 73-72-70-77... Hann var 14 höggum betri en næsti maður, sem var Gunnar Þóröarson, en hann lék á 306 höggum, þar af einn hringinn á 71 höggi. Úrslit i öðrum flokkum urðu þau, að Eggert Eggertsson sigraði I 1. flokki, Heimir Jó- hannsson i 2. flokki, Tryggvi Sæmundsson i 3. flokki, Sigurður H. Ringsted I unglingafl. og Karolina Guðmundsdóttir — skiðakonan góðkunna — I kvenna- flokki. Hjá Golfklúbbi Reykjavikur urðu þeir óttar Yngvason og Einar Guðnason efstir og jafnir eftir 72 holur... á 315 höggum. Þeir léku 3 aukaholur um 1. sætið og sigraði Óttar i þeirri keppni. Jóhann Ó. Guðmundsson varö þriðji á 323 höggum. Hvorki Einar né Óttar tóku við verðlaununum að lokinni keppni vegna ummæla, sem um þá voru höfð af tveim forráðamönnum klúbbsins, er þeir voru að ljúka við mótið. Sigurvegarar I öðrum flokkum en meistaraflokki karla hjá GR urðu sem hér segir: 1. flokkur Geir Svansson, 2. flokkur Kristján Astráðsson, 3. flokkur Guðni Guðnason, unglfl. Hannes Eyvindsson, drengjafl. Eirikur Þ. Jónsson, meistarafl. kvenna Agústa Guðmundsdóttir, T. fl. kvenna Svana Tryggvadóttir. GOLF Hjá Keili i Hafnarfirði sigraði Sigurður Thorarensen i meistara- flokki karla — lék á 319 höggum. Annar varð Sigurjón Gislason, fyrrum knattspyrnumaður hjá Val, á 326höggum og þriðji Július R. Júliusson á 339 höggum. Sigurvegarar I öðrum flokkum urðu: 1. flokkur Gisli Sigurðsson, 2. flokkur Samúel Jónsson, 3. flokkur Guðmundur Frimanns- son. 1 unglingaflokki sigraði Hálf- dán Þ. Karlsson. Hjá Golfklúbbi Ness sigraði Loftur Ólafsson I meistaraflokki karla, lék 72 holurnar á 309 högg- um. Annar varð Tómas Holton á 328 höggum og þriðji Kjartan L. Pálsson á 330 höggum. Sigurvegarar i öðrum flokkum urðu: 1. flokki karla Sveinn „Patton” Eiriksson, 2. fl. karla Jens A. Jónsson. M.fl. kvenna Ólöf Geirsdóttir, 1. fl. kvenna Friða Sigurjónsdóttir, drengjafl. Róbert Holton, stúlknafl. Ás- gerður Sverrisdóttir. Forgjafa- bikar mótsins hlaut Kristinn Bergþórsson. A Akranesi sigraði Hannes Þor- steinsson i meistaraflokki karla, lék á 309 höggum. Annar varð Guðmundur Júliusson á 338 högg- um. 1 1. flokki sigraði Finnbogi Gunnlaugsson, 2. flokki Alfreð Viktorsson, 3. flokki Janus Bragi Sigurbjörnsson og i unglinga- flokki ómar ö. Ragnarsson. Þorbjörn Kjærbo var yfir- burðasigurvegari hjá Golfklúbbi Suðurnesja, lék á 291 höggi... 11 yfir par vallarins... 72-75-72-72. Annar varð Hallur Þórmundsson á 313 höggum og siðan komu þeir Þórhallur Hólmgeirsson og Jóhann Benediktsson á 314 högg- um. 1 öðrum flokkum urðu sigur- vegarar þessir: l.fl. Jón Þor- steinsson, 2.fl. Sigurður Jónsson, 3. fl. Guðjón Stefánsson, unglfl. Jóhann Ó. Jósepsson og I drengjafl. sigraði Sigurður Sigurðsson. ;ur 23. júli 1974. Visir. ÞriOjudagur 23. júli 1974. Erlendur náði EM-lág- markinu í kringlukasti! — Bjarni hljóp glœsilega í 100 m hlaupi á 10.2 sek., en vindur var of mikill r — Ingunn einnig innan við Islandsmetið í 100 m hlaupi og Lára í langstökki Það var kalt og hvasst á Laugardalsvelli, þegar meistara- mótið I frjálsum iþróttum hélt áfram i gærkvöldi. Stórárangur fær ekki viðurkenningu vegna vindsins, en þeim, er sáu Bjarna Stefánsson, KR, hlaupa á glæsi- legan hátt 100 m hlaupið, duldist ekki að þar hljóp Bjarni sitt bezta hlaup um ævina — já, það var meira að segja glæsilegra en þeg- ar hann setti islandsmetið i 400 m á Olympluleikunum I Munchen. Timi Bjarna var 10.2 sek. — sekúndubrotibetra en islandsmet Hilmars Þorbjörnssonar, en vindurinn var of mikill. Það dreg- ur þó ekki mikið úr stórárangri Bjarna — þetta var hlaup upp á 10.3-10.4 sek., og það er greinilegt, að Bjarni er nú fljótari en nokkru sinni fyrr. Næstu menn, Vilmund- ur Vilhjálmsson, 10.9 sek. og Marinó Einarsson, 11.3 sek. hafa náð betri árangri — svo ekki virt- ist vindurinn hjálpa þeim. Synd, aö Sigurður Sigurðsson gat ekki tekið þátt I hlaupinu vegna las- leika. Ýms góð afrek voru unnin á mótinu og þar ber hæst árangur Erlends Valdimarssonar, 1R, i kringlukastinu. Hann kastaði lengst 59.76 metra — en lág- marksafrek fyrir EM — sett af mótsnefndinni — er 59.00 metrar. Erlendur er þvi fyrsti Islending- urinn, sem nær EM-lágmarkinu. Erlendur er greinilega I ágætri æfingu, þó hann hafi litið keppt, og þegar honum tekst virkilega vel upp bætir hann Islandsmet sitt 62.06 metra. 1 kringlukasti kvenna setti Guð- rún Ingólfsdóttir USU, nýtt Is- landsmet — kastaði 36.40 metra. Bætti met sitt um 24 sm. Ingunn Einarsdóttir, ÍR, var langt innan við íslandsmetið 1100 m hlaupi — sigraði á 12.0 sek. og Lára Sveins- dóttir, A, varð önnur á 12.2 sek. íslandsmet hennar er 12.4 sek. — og eitt er vist, þó þessi árangur fái ekki staðfestingu vegna vinds- ins, að Ingunn getur stórbætt metið — jafnvel Lára lika. Þá stökk Lára 5.81 m I langstökki — langt yfir meti, en enn var vind- urinn á ferðinni. Hann var 3.6-5.5 I gær á vellinum, löglegt er 1.9. í stangarstökki náði Guðmund- ur Jóhannesson UMSK, slnum bezta árangri, stökk 4.26 m. Karl West UMSK varð annar með 4 metra. Elias Sveinsson, ÍR, stökk 3.90 metra og Kristinn Arnbjörns- son, KR, setti drengjamet 3.72 metra. Friðrik Þór Óskarsson, IR, varð Islandsmeistari i þristökki 15.01 m og athygli vakti, að Helgi Hauksson, UMSK, stökk 14.34 m. I kringlukastinu varð Hreinn Halldórsson i öðru sæti með 51.32 m og Óskar Jakobsson nýi met- hafinn I spjótkastinu, bætti þar árangur sinn enn — kastaði 50.48 metra. Bezt áður hjá honum I kringlunni 50.10 m. Agúst Asgeirsson, IR, varð Is- landsmeistari I 1500 m hlaupi á 4:14.7 min. og Jón Diðriksson UMSB, varð annar á 4:18.0 min. Vindurinn eyðilagði hringhlaup- in. I sleggjukasti varð Erlendur Valdimarsson Islandsmeistari með 57.58 m og lyftingakappinn kunni, Óskar Sigurpálsson, A, varð annar með 49.96 m. Jón ö. Þórmóðsson, 1R, þriðji 43.08 m. Vilmundur Vilhjálmsson, KR varö íslandsmeistari i 400 m hlaupi á 53.2 sek. en Gunnar Jóa- kimsson, IR, annar á 53.8 sek. Stefán Hallgrfmsson, KR, varð Islandsmeistari 1 110 m hrhl. á 15.0 sek. og Hafsteinn Jóhannes- son, UMSK, varð annar á 15.6 sek. Sveit ÍR sigraði i 4x400 m boð- hlaupi kvenna á 4:38.2 min. en sveit KR i 4x400 m karla. á 3:31.0 min. — hsim. Lilja náði metinu aftur Lilja Guðmundsdóttir, hlaupa- konan góðkunna úr 1R, náði aftur islandsmetinu i 800 m hlaupi, þegar hún hljóp vegalengdina á 2:15.1 min. á meistaramóti Gautalands, sem háð var i Gauta- borg um helgina. Hún bætti met Ragnhildar Pálsdóttur um rúma hálfa sekúndu — og þetta er I ann- að skipti I sumar, sem Lilja setur tslandsmet I 800 m hlaupi. Siöari keppnisdaginn hljóp hún 1500 m á 5:00.0 min. sem er hennar bezti árangur. Lilja varð 3ja i 800 m hlaupinu — sigurvegarinn hljóp á 2:13.9 min. Fleiri islendingar náðu góðum árangri á mótinu I Gautaborg. Sigurður Jónsson, HSK, hljóp 400 m á 49.1 sek., sem er hans lang- bezti timi á vegalengdinni. Atti bezt áður 50.6 sek. 200 m hljóp hann á 23.2 sek. Július Hjörleifs- son, ÍR, hljóp 1500 m á 3:57.7 . min, sem er hans bezti árangur og 800 m á 1:57.2 min. Á mótinu var sett sænskt met I 400 m hlaupi. Michael Fredriksson hljóp á 45.8 sek. — Þau Lilja og Július keppa með Islenzka lands- liðinu I Lulea um næstu helgi. — hsim. LANDSLIÐSSIGUR A AKUREYRI Akureyringar skemmtu sér vel við aö horfa á sina menn leika við úrvalslið KSt i gærkveldi, en þá fór „landsliðiö” norður tii að taka þátt I minningaleiknum um Jakob heitinn Jakobsson. Leikurinn var lika skemmtileg- ur fyrir áhorfendur — oft mikið um ágætis knattspyrnu og góðar leikfléttur, — Sunnanmenn sóttu mun meir I leiknum, en áttu erfitt með að komast fram hjá varnar- mönnum Akureyringa. Ef það tókst var Samúel Jóhannssyni, markverði að mæta og hann varði oft stórkostlega vel i leikn- um. Aðeins einu sinni tókst „lands- liðinu” að komast fram hjá hon- um með boltann — það var á loka- minútum leiksins, er Jóhannes Eðvaldsson skallaði i markið af stuttu færi. Leeds nóði í góðan mann! Hefur ráðið Brian Clough til sín — Brighton ásakar Leeds Deildameistarar Leeds hafa náð sér i snjallan mann i stað Don Revie — sjálfan Brian Clough, framkvæmdastjóra Brighton, sem kunnastur er fyrir frábær störf sin fyrir Derby County. Einnig er hann einn vinsælasti sjónvarpsmaður brezkra I knatt- spyrnunni — maöur, sem þorir að láta skoðanir sfnar I ljós. Það var á föstudaginn, sem Leeds hafði leynilega samband við Brian — og i gærkvöldi réðst hann tilfélagsins. Hann mun taka þar við stjórn siðar i vikunni. Brighton, félagið I 3. deild, sem Brian Clough hefur stjórnað frá þvi að hann hætti hjá Derby County á siðasta keppnistimabili, er ekki hrifið af þessum málalok- um. Segir Leeds hafa lokkað Clough til sin með óleyfilegum brögðum og hótar málsókn i sam- bandi við brot Clough á samningi við félagið. Clough fær nú heldur betur tækifæri til að sanna ágæti sitt með Leeds, þvi félagið hefur ver- ið sigursælt undir stjórn Don Revie siðustu 12 árin. Virkilegt stórlið, en Revie hefur tekið við af Sir Alf Ramsey sem landsliðs- einvaldur enskra. Laun Brian Clough hjá Leeds verða 17.500 sterlingspund á ári — eða um fjórar milljónir Islenzkra króna. Ekkert var talað um það i gær hvort Peter Taylor, sem ávalt hefur fylgt Clough gegnum þunnt og þykkt, verður með honum hjá Leeds. Brian Clough var st'órsnjall knattspyrnumaður hjá Middles- bro og Sunderland — mikill markaskorari, sem skoraði 252 mörk á niu ára ferli sinum sem atvinnuknattspyrnumaður. Hann meiddist illa á hátindi frægðar sinnar — var þá nýkominn i enska landsliðið sem miðherji og lék þar tvo leiki —• og varð að leggja skóna á hilluna. Þá réðist hann til Hartlepools sem framkvæmda- stjóri og tók Taylor með sér, en hann hafði leikið með Middlesbro á sama tima og Clough sem markvörður. Hartlepool var það liö, sem menn vildu þá sizt taka við — hafði þrisvar árin á undan orðið I neðstu sætum 4. deildar og orðið að sækja um að fá að halda áfram i deildakeppninni. Clough vann þar stórvirki — menn bók- staflega stóðu og göptu þegar hann kom liðinu nær strax i 3. deild. Það var 1965 og 1967 sem Derby bauð honum fram- kvæmdastjórastöðu. Þar héldu þeir Clough og Taylor áfram á sömu braut — komu Derby i 1. deild og unnu deildakeppnina 1972. En Brian Clough er ekki allra maður — hann var leystur frá störfum hjá Derby vegna ýmislegs, sem hann lét frá sér fara i blöðum, sjónvarpi og á öðr- um vettvangi. Þá nötraði Derby — leikmenn liðsins voru næstum komnir i „verkfall”. En það leystist og Clough og Taylor fóru til Brighton, sem stóð illa I 3. deild. Þeim tókst að forða liðinu frá falli — og nú er Leeds fram- undan. Fyrsti stórleikur Clough þar verður 10. ágúst, þegar Leeds og Liverpool leika i hinum árlega „Charity Shield”-leik. — hsini. Eru möguleikar að j 1 verða meistari, Þá verðum við að inna nær alla leikj, Það er ánægjulegt. hvað þér hefur tekizt vel i uppáhalds iþrótt þinni, sonur1 en nú förum við að fara heim. Lára Sveinsdóttir stekkur 5.81 m i langstökki I gær — eða mun lengra en islandsmet Hafdisar Ingimarsdóttur er — 5.54 m. Hins vegar var vindur of mikill — en met hjá Láru kemur hvenær sem er. Ljósmynd Bjarnieifur. Frjóls verzlun fyrir þó sem fylgjast með Frjáls verzlun er stærsta og útbreiddasta sérrit landsins. Frjáls verzlun kemur út mánaðarlega og fjallar um viöskipti og at- hafnalif innanlands og erlendis. Frjáls verzlun fjallar að þessu sinni um viðhorfin i bankamálum og uppbyggingu Verzlunarbanka islands, Reykjaneskjördæmi og athafnalif þar, heimsborgirnar og það.sem þær bjóða upp á heimskreppu I stjórnmálum, kinverska sendiráðið og starfsemi þess og fleira efni ásamt föstum þáttum blaösins. Frjáls verzlun býður yður velkomin Ihóp fastra áskrifenda. ■ Til Sjávarfrétta, Laugavegi 178 Óska eftir áskrift að Sjávarfréttum, pósthólf 1193 Rvik. Nafn j Heimilisfang ■ simi J Útgefandi: Frjúlst Framtak h.f. Laugavegi 178 Símar 82300 og 82302

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.