Vísir - 23.07.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 23.07.1974, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 23. júll 1974. Tíundi hver Dalamaður tók þátt í undir- búningnum „Þjóöhátiðin i Búðardal var i alla staði mjög vel heppnuð þótt að visu rigndi allhressilega á okkur fyrri part dagsins á sunnu- dag”, sagði Einar Kristjánsson, forstöðumaður þjóðhátiðarinnar, I viðtali við VIsi. Einar sagði, að þarna hefðu verið saman komnir um 1000 manns og sást ekki vin á nokkrum manni. Sagði Einar, að þvi væri ekki að leyna, að þeir I þjóðhátið- arnefndinni hefðu haft áhyggjur i þessu sambandi, en það hefði al- veg reynzt óþarft. Hátiðin hófst á laugardaginn með sýningu á handmennt kvenna frá fyrri og sfðari timum og vakti sýningin verulega lukku. Þess má geta að i sýslunni búa um 1100 manns og lætur nærri að tiundi hver maður hafi tekið þátt i undirbúningi hátiðarinnar. I hér- aðskórnum eru t.d. milli 50-60 manns. — EVI — Sérstök þjóð- hátíðar- ullar- teppi líka! 1 tiiefni af 1100 ára afmæli byggðar á Islandi hefur Ull- arverksmiðjan Gefjun fram- leitt sérstök ullarteppi með áletruðum ártölunum 874 og 1974. Framleidd voru nokkur þúsund slfk teppi, og hefur sala þeirra gengið mjög greiölega. Eru þau að mestu uppseld hjá verksmiöjunni. — EVI — Þau Björn Þorsteinsdóttir, Vigdls Finnbogadóttir og Sigurður Magnússon f kynnlsferð nm Reykjavfk, cn þannig ferðir verða á vegum sýningarinnar Þróun 874-1974. Reykjavík í nýju Ijósi: Höfuðborgarbúar fó leiðsögn í eigin borg! ,,Ég býö ykkur leiðsögu- komin I þessa kynnisferð um dálitið ankannalegt i augum menn, blaðamenn og aðra vel- Reykjavik. Það er kannske sumra að fara I slika ferð um Grótt gaman í smóauglýsingu: f „FYNDINN" AUGLYSANDI HRELLIR ELDRI KONU Einkamálaauglýsingar VIsis hafa náð miklum vinsæidum und- anfarin ár. öðru hverju birtast I dálkinum auglýsingar, sem yfir- leitt eru þess efnis, að tilboðum er skilað, fólk vill auglýsa nafnlaust. En á dögunum birtist i ógáti aug- lýsing, þar sem simanúmer var gefið upp. Óskað var eftir konu, sem kynni að baka lummur. Kon- an átti að vera á aldrinum 23-35 ára. Simanúmer var gefið upp. Siðan hefur hringingum varla linnt I þessu númeri. Þar býr eldri kona, en enginn á heimili hennar hefur sent inn þessa auglýsingu. Einhver ,,fyndinn”'náungi úti i bæ virðist hafa sent auglýsinguna með leigubfl, borgað fyrir og fær nú að sjá árangur gerða sinna. Konan kann að vonum illa við fyndni manns þessa og hefur orð- iö fyrir verulegu ónæði vegna auglýsingarinnar. VIsi þætti vænt um, ef leigubil- stjórinn, sem kom hér við sögu, hefði samband við ritstjórn blaðsr ins hið allra fyrsta. Vísir harmar, að auglýsing þessi skyldi hafa birzt I blaðinu. Grunsamlegar auglýsingar eru gjarnar stöðvaðar og hefði svo átt að vera i þessu tilviki. — JBP — ,Örlaga- skotið' Skotgat rétt ofan við sjólinu á brezka togar- anumC.S. Forester er i daglegu tali kallað ,,ör- lagagatið”, þessa dag- ana. Slðasta kúlan, sem skotið var á togarann á föstudag, gerði þetta gat. Þegar inn var komið, rifnaði kúlan I tætlur, og skáru sprengibrot i sundur aðal raf- leiðslurnar í vél togarans. Afleiðingin varö sú, að togar- inn fór að bakka, svo ekki var um annað að ræða en stöðva vélarnar. önnur kúla hefur ekki farið siður glæsilega ferð um togar- ann. Þegar inn um skipshliðina var komið, fór hún I gegnum stafla af járnplötum, en staflinn var minnst tveir og hálfur metri á þykkt. Or járnbitanum kom kúlan i tætlum, og fór einn hlut- inn upp i gegnum þilfarið, en annar út um hina hlið skipsins. — ÓH. — - w 1 . * . * 1 ■ 'M ’ WmM-I 1 1 ‘'i ** S. ttkSm *| m I* * ggP rte 1,4 / :#♦* ..vffi&BB \ ; 1-. . YYJy-. v Fyrsti vélstjóri á C.S. Forester bendir hér á rafleiðslurnar sem fóru i sundur. Þetta eru aðalleiðslurnar, cn beint á móti eru varalciðslurnar. Brot úr kúlunni fór I þær og tætti i sundur. Afleiðingin af þessu var sú, að togarinn fór aö bakka. Ljósm. VIsis: ÓH. borgina, en við nánari ihugun er það ekkert kúnstugt að læra um umhverfi sitt og fá aðeins að vita meira en fyrr. Við eigum það ekki sizt tilveru okkar að þakka, að Ingólfur fór i kynnis- ferð til lslands og samkvæmt ábendingu guðanna settist aö i Reykjavik”. Þetta sagði Sigurður Magnús- son, sem er starfsmaður Reykjavikurdeildar sýningar- innar Þróun 874-1974. Sýningin hefst I Laugardalshöllinni 25. júli og stendur til 11. ágúst. í tengslum við sýninguna hefur verið ákveðið að bjóða upp á kynnisferðir um borgina I rút- um. Verða þær daglega kl. 3 á daginn og standa I 3 klst. Gjald- ið er kr. 500 fyrir fullorðna og 250 kr. fyrir börn. Ef vel tekst til, verður ferðunum haldið áfram i sumar. Fyrirtækið Kynnisferðir sér um þær. Nú fór rútan af stað og ýmsir kunnir leiðsögumenn eins og t.d. Björn Þorsteinsson sagnfræð- ingur, Vigdis Finnbogadóttir leikhússtjóri og dr. Gunnlaugur Þórðarson kepptust við að miðla okkur af þekkingu sinni. Óneitanlega fræddist maður mikið, þó að viðkomandi sé Reykvikingur i húð og hár og þættist vita heilmikið um borg- ina. Það vita nú sennilega flestir að þvottalaugarnar eru I Laugardalnum, þangað keifuðu þvottakonur með þvottinn úr Reykjav. Igamla daga. Brautin þeirra nefnist Laugavegur. Nú er þar einungis þvottakonan hans Asmundar Sveinssonar. En færri hafa sennilega leitt hugann að því, að dalurinn er eitt af verðmætustu svæðum á Islandi.Þar koma úr jörðu um 300 sekúndulítrar af 128 stiga heitu vatni, en það jafngildir sem hitagjafi um 70 þús. tonn- um af oliu á ári, en kostnaðar- verð hennar er rúmur einn mill- jarður króna. Og hitagjafinn er ómengað vatn, sem dælt er beint inn I húsin okkar. Við Uppsali á horni Suður- götu og Aðalstrætis er vitað um elztu mannvistir á Islandi. Hef- ur komið i ljós við uppgröft veggur, eldri en landnámsgosið svonefnda um 900. Alþingishús- ið er reist I kálgarði Halldórs Friðrikssonar úr höggnu grá- grýti 1880-81. Við þá byggingu lærðu Islendingar steinsmiði. Þegar Dómkirkjan var byggð, fannst hella, sem talin var vera úr fjósi Ingólfs Arnarsonar. Af öskjuhllðinni þeim fagra útsýnisstað er ekki úr vegi að hlusta á frásögina af þeim sögu- fræga atburði þegar Tyrkjafar strandaði árið 1627 við Alftanes- ið, en þeir ætluðu að ræna Bessastaði. Islendingar urðu hræddir við Tyrkjann og vildu flýja til fjalla, en til landvarna var Holgeir Rósinkranz aðmir- áll og bannaði hann vigfærum körlum fjallaferðir og flótta i holur og klungur, setti þá upp á hross og lét þá fá hrifusköft i hendur og þeysa um nesið hina vígalegustu, þótt hjartað væri niður i lendum á hestunum. Höfði á sér lika sögu og ku vera svo mikill draugagangur þar, að veizlugestum, sem fara þangað I kokkteilboð, helzt ekki á glösum sinum. Þau eru hrein- lega slegin úr höndum þeirra. Norðurpóllinn frá þvi um aldamót (næst fiskbúð Hafliða) þar sem Hverfisgata og Lauga- vegur mætast.þótti áður fyrr svo langt út úr bænum að byggingin hlaut þetta nafn. Á Rauðará (þar sem Frimúrarahúsið stendur nú) keyptu nunnurnar i Landakoti mjólk. Þar var 20 kúa fjós og þótti geysistórt. Það var föst venja hjá nunnunum að þær komu gangandi með nestiskörf- ur sinar einu sinni á sumri og gerðu upp reikning sinn. Systurnar þáðu góðgerðir hjá húsfreyju og héldu siðan eftir troðningi með sjónum i þvotta- laugarnar. Þar helltu þær sér upp á kaffi og löbbuðu siðan heim. Þetta kölluðu þær að fara i sumarfri og hlökkuðu til þess allt árið. Hér kemur fram aðeins örlitið brot af þvi sem við fengum að vita og látum við leiðsögumönn- um þeim sem fara með væntan- lega farþega i slikar ferðir eftir að segja frá þvi sem eftir er. — EVI —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.