Vísir - 23.07.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 23.07.1974, Blaðsíða 7
Vísir. Þriðjudagur 23. júli 1974. 7 Umsjón: EA og EVI Móðurinn síkkar, víkkar og „fíögrar f dag tekur fólk það ekki eins hátíðlega og áður fyrr, hvað sé í tízku. Konur klæðast því sem þær vilja og ef einhverjum líkar það ekki, þá getur hann lit- ið i aðra átt. Það er samt eitt, sem er mál málanna og vekur alltaf miklar umræður, hvort sem klæðzt er i kinverskan, mexikanskan, japanskan eða rússneskan búning; það er siddin á pilsunum. Á tizkusýningum fyrir haust og vetur sýna tizkuhús Parisar núna hálfsið pils. Þau voru I tizku 1930, komu aftur 1947 og náðu ekki vin- sældum 1970. Nú eru tizku- frömuður að koma með þau enn á ný. Ef konur vilja ekki klæðast þeim, fer sennilega fyrir svona pilsum eins og korselettunum. Þau fara á háaloftið til skemmtunar fyrir krakkana seinna meir I leik. Pilsið, sem koma á i vetur, er efnismikið, þrengir ekki að, mjúkt og sitt. Allt sikkar, vikkar, blaktir og blæs út, ef svo má að orði komast. Efnismiklar kápur eru með stórum handvegi, fara vel við einfalda skyrtukjóla og við pils með rykkingum eða fellingum i mittið. Mittið er áberandi i nýja móönum. t.d. meö mjög breiöu belti. Silkiblússur eru með skyrtusniði. Við pilsin á að vera i háum stigvélum og ekki á að sjást i leggina. Þetta er alveg eins og var fyrir fjórum árum siðan. Tizkuhúsin munu þó halda áfram að sýna hnésiða pilsið. Við þannig pils, sem eru bein niður eða aðeins útviö.á að klæðast i siða, þrönga jakka úr léttu ullarefni, flannel cashmere, eða tweedefni. — —EVI.— Hvað er svifflug? Líttu upp til mófanna Hvað er svifflug? Ef þessi spurning kitlar þig, þá skalt þú ganga eftir Skúlagötunni vestanverðri næsta góð- viðrisdag, þegar noröan and- varinn liður inn sundin, og virða fyrir þér hóp af máf- um, sem þar þreyta svokall að „hang-flug”. Frá þvi maöurinn fór að ganga upp- réttur, hefur honum veriö lit- ið tii fuglanna, sem Guð hef- ur skapað með þeim undur- samiega hæfileika að geta svifiö frjálsir um loftin blá. Maðurinn hefur þráð þetta frelsi loftsins, og það eru mörg hundruð ár siðan fyrstu tilraunir voru gerðar til svifflugs. En hvað kemur máfurinn þessu máli við? Jú, svifflugmenn hafa nefnilega lært svifflug af máfinum. Þessi sérkennilegi fugl leikur sér timunum saman dag hvern við margs konar flug. Við nefndum „hang-flug”, en það iðkar máfurinn þannig, að þegar vindur blæs að fjallshlið, sjávarbakka eða húshliö, leitar hann upp á við og yfir hindrunina og myndast þannig uppstreymi lofts, sem máfurinn notar sér til þess að geta svifið án þess að þurfa áð blaka vængjum. Hvort hann gerir þetta af einskærri leti eða er einn af sportidiótum náttúrunnar, verðum við að láta öðrum að finna út. En maðurinn hefur snemma veitt máfinum at- hygli, og „hang-flug” er ein- mitt fyrsta tegund svifflugs, sem maðurinn reyndi. Það má geta þess til gamans, svona máfinum til upplyft- ingar, að merki svifflug- manna um allan heim eru þrir máfar á bláum fleti. Það er merki, sem nem- endur fá að loknu svokölluðu C-prófi, en áður fyrr var not- að A-próf, eöa merki með einum máfi og B-próf með tveimur máfum. En A og B próf eru ekki lengur I notkun. Þau voru tekin hér áður fyrr þegar nemandinn var sendur einn i sitt fyrsta hopp á svo- kölluðum Schulgleiter, en það var nánast sæti sem var fest á einfalda grind með vængjum og stéli. Af þeirri gerð var reyndar fyrsta svif- flugan, sem smiðuð var hér á lslandi árið 1933. Máfurinn kann fleira en að fljúga, „hang-” framan við Skúlagötu. Á heitum sumar- degi hefur þú ef til vill veitt honum athygli, þar sem hann hnitar tignarlega hringi yfir borginni, stund- um lágt, en oft i töluverðri hæð. Þá hefur hann fundið það, sem svifflugmenn kalla termik. Termik er nánar tiltekið hitauppstreymi, sem mynd- ast, þegar sólin hitar jörðina og loftið næst henni. Þegar loftið hitnar nægilega, stigur það upp I nokkurs konar bólu, Þegar það nær vissri hæð, myndast úr bólunni bólstraský. Hraði loftsins upp á viö er stundum nægi- legur til þess að halda svif- flugu og nokkrum máfum á flugi, án þess að til þurfi vélarafl. Iþróttasiður dagblaðanna eru stundum upp á margar opnur, og þótt við flettum þeim vandlega, finnum við ekkert um svifflug. En svif flug er samt sem áður iþrótt, og meira að segja keppnis- iþrótt. Páll Gröndal. Þeim á ttalfu og f Parfs ber taisvert sam- an um haust- og vetrartizkuna. Fjaðrir og þviumlikt er mikiö i tizku, og sfddin er um öklana. Þessi kvöldklæðnaður er frá ítaliu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.