Vísir - 23.07.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 23.07.1974, Blaðsíða 3
Vísir. Þriðjudagur 23. júli 1974. 3 laganna verðir ekki augu i hnakk- anum, þannig að a.m.k. tveir yfir sig forvitnir og lævisir blaðamenn sluppu gegnum greipar réttvis- innar niður i káetu kafteinsins. Eini Bretinn, sem ekki lét sér leiðast var fyrsti vélstjóri, sem var á þönum við að framkvæma viðgerðir eftir kúlnahriðina, eða „sprengiregnið” eins og eitt dagblaðanna orðaði það. Ekki bætti veðrið úr leiðindun- um, þvi önnur eins stanzlaus rigning hefur vist ekki komið á Seyðisfirði i langan tima og var þar um helgina. bað bætti þó aðeins úr leiðind- unum hjá Tjöllunum að milli skúra gátu þeir brugðið sér i krikket á bryggjunni. Mesta fjör- ið i þeim leik virtist þó vera það að missa kúluna i sjóinn og þurfa að fiska hana upp með körfu. Réttarhöldin yfir Taylor voru rétt nýbyrjuð þegar blaðamaður Visis yfirgaf Seyðisfjörð. Við bryggju lágu tvö skip, og áhafnir þeirra áttu báðar örugglega eina sameiginlega ósk — aö réttar- höldunum lyki sem fyrst. Bardaginn var búinn, og allir voru sammála um að ekki ætti að teygja hann á langinn meö mál- þófi. — ÓH. Rœtt við Niels P. Sigurðsson: Málið um kjarnorkutil- raunirnar tafði úrskurð alþjóðadómstólsins í vikunni fyrir alþingiskosn- ingarnar birtist um það frétta- tilkynning frá utanrikisráðu- neytinu, að alþjóðadómstóllinn i Iiaag mundi kveða upp úrskurð sinn i fiskveiðilögsögumálinu gegn tslendingum 10. júli. Þessi frétt var höfð eftir sendiráði ts- lands I London. Nú hefur hins vegar verið ákveðið, að úr- skurðurinn verði birtur n.k. fimmtudag, 25. júli. Visir hafði af þessu tilefni samband við Niels P. Sigurðs- son, sendiherra tslands i Lond- on, og spurði hann, hvað hefði valdið töfinni miðað við það, sem stóð i fréttatilkynningu ut- anrikisráðuneytisins. „Upplýsingar minar til ráðu- neytisins voru á þann veg, að al- þjóðadómstóllinn i Haag mundi kveða upp úrskurð sinn i máli Bretlands gegn tslandi i kring- um 10. júlí,” sagði sendiherr- ann. „Mál Astraliumanna og Nýja Sjálands gegn Frakklandi út af kjarnorkusprengjutilraun- um Frakka á Kyrrahafi var tek- ið fyrir 4. júli. Mér var sagt i trúnaði, að úrskurður i máli Breta gegn okkur yrði birtur i framhaldi og eftir, að dómstóll- inn hefði haft tækifæri til að meta kjarnorkutilraunamálið. — En hvers vegna þurfti dómstóllinn að biða eftir þvi til að kveða upp dóminn i fiskveiði- deilumálinu? „Þótt fiskveiðideilan og kjarnorkutilraunamálið séu i eðli sinu algjörlega óskyld mál- efni, eru samt ýmis alþjóðarétt- arleg vandamál, sem tengja þessi mál saman. Það er ástæð- an fyrir þvi, að dómstóllinn á- kvað að biða með úrskurð sinn i fiskveiðideilunni, þar til dómar- ar hefðu hlýtt á málflutning Astraliumanna og Nýja Sjá- lands.” — Var upphaflega ráðgert, að flutningi þessa máls yrði lokið fyrir 10. júli? „Já, það var búizt við þvi, að málflutningurinn um lögsögu i þvi máli tæki aðeins nokkra daga og var þvi álitið, að úr- skurður i málum Breta og Vest- ur-Þjóöverja gegn okkur yrði kveðinn upp i kringum 10. júli,” sagði Niels P. Sigurðsson. „Hins vegar tók málflutningurinn um kjarnorkutilraunirnar lengri tima. Eftir að það var ljóst mat ég stöðuna þannig, að úrskurð- urinn i fiskveiðideilunni mundi frestast fram yfir 20. júli, þótt hann lægi fyrir fjölritaður og jafnvel prentaður. Það hefur nú komið á daginn.” — BB — Skytturnar á Þór við byssuna, sem þeim tókst að stööva C.S. Korester með, án þess að nokkur slasaðist — Guðjón Arngrimsson 3. stýrimaður og Friðgeir Olgeirsson 1. stýrimaður. Ljósm. VIsis: ÓH. Samið við Energoproject: „VEIGAMIKLAR LEIÐRÉTT|NGAR" — segir Sigurður Óskarsson „Samningum er lokið við júgóslavneska verktakafyrir- tækið Energoproject og var skrifað undir s.l. föstudag. Að samningum standa 4 verkalýðs- féiög Rangæinga og 2 landssam- bönd, Santband rafiðnaðar- manna og Múrarasamband ts- iands.” Þetta sagði Sigurður Óskars- son, framkvæmdastjóri stéttar- félaga Rangárvallasýslu, i viö- tali við Visi I gær. „í þessum samningi náöust að minum dómi nokkrar veiga- miklar leiðréttingar og kjara- bætur. Menn fengu nú i fyrsta sinn 130% álag, ef unnið er á stórhelgum. Þá var geröur ýt- arlegur samningur um öryggi, aðbúnað og tómstundaaðstöðu. Laun verkafólks við óþrifa leg störf hækkuðu og þar sem að- stæður kunna að vera hættuleg- ar, svo sem i djúpum skurðum, göngum og klettaveggjum, hækkar slysatryggingin tvöfalt frá hinni venjulegu og jafnframt er greitt hærra kaup. Bifreiðastjórar fá verulegar kjarabætur frá þvi sem veriö hefur og tímaskrift i vaktavinnu. var leiðrétt, en það hefur gilt, að okkar mati, óraunhæf tima- skrift i sllkri vinnu. Nú eru ferðapeningar, i fyrsta sinn á þessum háfjallastöðum, greidd- ir eftir raunhæfu mati,” sagði Sigurður. Þetta er það helzta I samning- unum en ýmislegt fleira fengu þeir. Viðræður voru vinsamleg- ar, og sagðist Sigurður hafa fulla trú á að framkvæmd samningsins muni ganga eöli- lega fyrir sig. Er greinilega aukinn skilningur verktakanna á þessum kjaramálum. — EVI — Bílakœrir Norðlendingar ó þjóðhátíð „Einkabilisminn” sýndi sig i framkvæmd á þjóðhátið Akureyr- inga um helgina. Hátiðin var haldin I Kjarna- skógi, sem er nýopnað útivistar- svæði. Á timabilinu frá hádegi á sunnudag, þangað til kl. 20.30 um kvöldið, voru 3400 bilar taldir fara inn á hátiðasvæðið. Bilar með A-númeri eru samtals tæplega 5600talsins, þannig að þarna hafa verið mætt tæplega 60% allra bila á Akureyri og I Eyjafjarðarsýslu. Taka verður tillit til þess að þarna voru bilar komnir úr ná- lægum sýslum, og jafnvel að sunnan. En að sögn lögreglunnar á Akureyri, var yfirgnæfandi meirihluti bilanna með A-númeri. Miðað við tvo til þrjá farþega I Ekkert svar íslendinginn Ekkert svar hefur borizt til utanrikisráðuneytisins varðandi isienzku konuna, sem gæti verið á Kýpur. Við höfðum samband þangað I morgun, og var þá ekki vitað, hvort hún væri þar ennþá. hverjum bil, hafa þvi a.m.k. sjö þúsund manns sótt þessa þjóðhá- tið. — ÓH. varðandi á Kýpur Eins og sagt var frá i Visi I gær, höfðu ættingjar konunnar sam- band við ráðuneytið og báðu þaö að grennslast fyrir um hana. — EA. ■íttuýp BOB DYLAN & THE BAND / BEFORE THE FLOOD Beatles/allar. Carlos Santana & John McLaughlin. Santana/No one to depend on. Santana/Abraxas. Santana/ Caravansera. Carlos Santana & Buddy Miles. Deep Purple/allar. Uriah Heep/allar. 1.2. top/Tres Hombres. Crowbar/Crowbar. Ike & Tina Turner/The gospel. Ike & Tina Turner/River deep mountain hig. Isac Hayes/Tough guys. Curtis Mayfield/Sweet exorcist. Jerry Lee Lewis/T-40 Countrys. Lynyrd Skynyrd/Second helping. Maria Muldaur/Midnight at the oasis. Gene- sis/Live. Genesis/ Nursery crime. Queen/11. Herbie Hancock/Head Hunters. Lou Reed/Berlin. Lou Reed/With Welvet underground 1969 Gladys Knight & Pips/Knight time. Steve Wonder/lnnervisions. Mike Oldfield/Tubular Bells. Billy Cobham/Spectrum. Billy Cobham/Cross- winds.c Bill Haley/Golden Hits. Edgar Winter/Shock Treatment. Nazareth/Rampant. Anita Kerr Singers/SentimentaI jorney. Charlie Rich/Boss Man. The Sting/Soundtrack. Scott Joplin/Josuha Rifkin piano. Thats Entertrainment/Soundtrack. Neil Diamond/Greatest hits. Mott The Hoople/Rock and roll queen. Golden Earring/Moontan. White Witch/Whíte Witch.Arlo Guthrie.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.