Vísir - 23.07.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 23.07.1974, Blaðsíða 6
Vlsir. Þriðjudagur 23. júll 1974. vísrn Otgefandi: Heykjaprent hf. Frainkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Fréttastj. erl. frétta: Björn Bjarnason ^ Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Ilverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Ilverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjörn: Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Vísbending um vinstri stjórn Nýkjörið Alþingi hefur kosið forseta Sameinaðs þings. Formaður Alþýðuflokksins náði kjöri i þriðju atrennu og hlaut stuðning Framsóknar- flokksins, Alþýðubandalagsins og Samtakanna. Vinstri flokkarnir sameinuðust allir gegn Sjálf- stæðisflokknum, sem kaus Gunnar Thoroddsen. Við þær aðstæður, sem nú rikja á þinginu, þegar ekki hefur verið mynduð þingraeðisleg stjórn, hefði verið eðlilegt, að þingflokkarnir skiptu með sér forsetaembættum eftir stærð flokkanna. Kosning þingforseta er visbending um það, hvernig viðræður um myndun nýrrar rikis- stjórnar munu fara. Vinstri flokkarnir hafa verið með alls kyns undanslátt gagnvart Geir Hall- grimssyni, þegar hann hefur leitað eftir málefna- legum viðræðum við þá um leiðir til lausnar efna- hagsvandanum. Þeir hafa verið að sækja i sig veðrið og safna liði til myndunar nýrrar vinstri stjórnar með þátttöku Alþýðuflokksins. Eftir kosningarnar 30. júni varð jafntefli milli stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi. Sjálfstæðis- flokkurinn varð sigurvegari kosninganna og kjós- endur höfnuðu þeirri ósk stjórnarflokkanna að endurnýja umboð vinstri stjórnar. Fyrsta verk- efnið eftir kosningar var þvi að brjóta upp fylk- ingar stjórnar og stjórnarandstöðu eins og þær höfðu verið á kjörtimabilinu, sem lauk 30. júni, og gera tilraun til myndunar þingræðisstjórnar. Fyrsta skrefið til að brjóta isinn hefur nú verið stigið, þegar stjórnarflokkarnir fylkja sér á bak við einn helzta andstæðing sinn fyrir kosningarn- ar og kjósa hann forseta Sameinaðs þings. Ef forsetakosningin er visbending um vilja vinstri flokkanna til stjórnarsamstarfs, gefur hún einnig til kynna, hvernig þvi samstarfi verður háttað. 1 tveimur fyrri kosningunum um forseta kusu 11 þingmenn Ásgeir Bjarnason i embættið, eða jafnmargir og þingmenn Alþýðu- bandalagsins eru. Þessir 11 þingmenn vildu greinilega sýna formanni Alþýðuflokksins nokkra óvirðingu með þvi að kjósa Framsóknar- manninn. Þótt Alþýðúbandalagið hafi flutt Alþýðuflokknum bónorð um að setjast i vinstri stjórn, vilja þingmenn þess jafnframt minna á, hver það er, sem valdið hefur. Raunar hefði þess ekki átt að vera þörf gagnvart Gylfa Þ. Gislasyni, svo rækilega hefur hann vakið athygli á óþurftarverkum Magnúsar Kjartanssonar og Lúðviks Jósepssonar i stjórnartið fráfarandi vinstri stjórnar. Alþýðubandalagið vill einnig lá'ta lita svo út sem það gangi með ólund til sam- starfs við Alþýðuflokkinn, slikt er talið vænlegra til árangurs i þeim viðræðum, sem standa fyrir dyrum. Ekki mun ætlun rikisstjórnarinnar, að auka- þingið, sem nú hefur verið kallað saman, sinni öðrum verkefnum en þeim, er leiða af þjóð- hátiðinni á Þingvöllum. Þetta verður þvi hátiðarþing, sem til er stofnað i þvi skyni að sameina þjóðina um stuðning við mikilvægt þjóð- þrifamál. Þingmeirihluti hefur ekki enn skapazt til að glima við efnahagsvandann eða önnur brýn löggjafarmálefni. Engu að siður töldu vinstri flokkarnir nauðsynlegt að sýna vald sitt I upphafi þinghaldsins með þvi að sameinast gegn Sjálf- stæðisflokknum i forsetakjörinu. —BB íslendingar vilja endurskoðun varnar- samningsins við Banda- rikin með hugsanlega uppsögn í huga. — Sisco er fengið það mál. — Langdrægum eld- flaugum hefur verið komið fyrir á Kúbu og þeim beint að Banda- rikjunum. — Það er mál fyrir Sisco. — Strið hefur blossað upp i Austur- löndum nær, og jafn- harðan er Sisco sendur þangað. — Og siðast voru það vandræðin á Kýpur, en auðvitað er Joseph John Sisco falið að leysa það. Þegar vandi er á ferð- um, er Sisco, aðstoðar- utanríkisráðherra, sendur á stúfana. — Sisco er aðalsamningamaöur Bandarikjanna i sambandi viö endurskoðun varnarsamningsins við Island, en hætt er við, að hann hafi þokað þvi máli til hliðar sið- ustu vikuna, þvi að hann hefur sannast að segja haft um ærið annaö að hugsa. Sisco aðstoöarutanrlkisráðherra hefur til þessa staðið mjög I skugg- anum af yfirboðara slnum, dr. Henry Kissinger. — Nú siðast var sagt, að Grikkir og Tyrkir hefðu fallizt á að gera vopnahlé að tillögu Kiss- inger, en það var Sisco, sem var á þeytingi á milli Ankara og Aþenu. Þá er Sisco sendur Sérlræðingur bandariska utan- rikisráðuneytisins i málefnum Austurlanda nær, Joseph Sisco, á tali við Moshe Dayan, þá- verandi ráðherra I Israel. ástúf■ A sunnudag var hann staddur i Aþenu og gerði ýmist að ræða við grlska ráðamenn eða ráðfæra sig simleiðis við yfirboðara sinn i Washington. — Sá er annars enginn annar en hinn margnefndi Henry Kissinger, utanrikisráð- herra. Aður hafði Sisco átt viðræður i Ankara við utanrikisráðherra Tyrkja. Joseph Sisco, aðstoðarutan- rikisráðherra, hefur lengst af verið kunnur sem sérfræðingur Nixonstjórnarinnar i málefnum Austurlanda nær. Núna I desem- ber siðastliönum kunngerði Sisco, að hann segði starfi sinu lausu hjá hinu opinbera, þvi að hann ætlaði að verða forseti Hamilton- menntaskólans i Clinton I New York. ana iiiiiiiiiiii Umsjón: G.P. Sisco I viðræðum við Bulent Ecevit, forsætisráðherra Tyrkja á laugar- dagsmorgun. Yfirmenn hans tóku þá aldeilis viðbragð. Henry Kissinger harm- aði þessa ákvörðun Siscos og lýsti yfir mikilli eftirsjá sinni að manninum. „Starfsferill hans hefur einkennzt af óþreytandi eljusemi, vinnu og framúr- skarandi árangri,”- sagði Kiss- inger. „Siðustu tvo mánuðina hefur Sisco verið landi sinu ómetanlegur styrkur, og forset- anum, utanrikisráðuneytinu og mér persónulega”. I janúarmánuði hafði Kissinger samt talið Sisco hughvarf, og snemma I sama mánuði tilkynnti Nixon forseti, að diplomatinn hefði gengizt inn á að vera um kyrrt i þjónustu þess opinbera og yrði hækkaður i stöðu. Báðir lýstu þeir þvi yfir, Nixon og Kissinger, að Sisco væri ómissandi maður fyrir stefnu- mótun Nixonstjórnarinnar i mál- efnum Austurlanda nær. Sisco er, eins og nafnið bendir til, af itölskum innflytjendum kominn. Hann fæddist i Chicago 31. október 1919. Herþjónustu sina innti hann af hendi i fótgöngu- liöinu I siðari heimstyrjöldinni, en siðan starfaði hann hjá CIA, leyniþjónustu Bandarikjanna, eða fram til 1950, þegar hann tók að starfa i ráðuneytinu, eftir að hafa tekið doktorsgráðuna við Chicago-háskóla. Hann sérhæfði sig I málum Sovétrikjanna. Hækkaði hann ört I tign innan utanrikisþjónustunnar, þótt aldrei fengi hann embætti er- lendis. Hann starfaði við lausn vandamálanna, sem spruttu af Ungverjalandsmálinu og Súez- deilunni, en það bar hvort tveggja aö um svipað leyti eða 1956. Það mæddi nokkuð á honum togstreita austurs og vestur i Kongo 1958, og I Kúbudeílunni 1962 undirbjó hann marga ræðuna og frumvörpin fyrir Kennedy forseta. Vorið 1968 bauð Sisco sig fram til starfa að friði I Austurlöndum nær. Hvar sem hann lagði hönd að verki, hvort það var hjá Sameinuðu þjóðunum eða heima I Washington eða á mörgum feröum sinum erlendis, þá sýndi hann slika einbeitni og elju- semi, að samstarfsmönnum hans nær ofbauð. Eitthvert sinn var Sisco spurður að þvi, hvort hann teldi sjálfan sig fremsta sérfræðing ráöuneytisins i málum Austur- landa nær. Sisco svaraði: „Nei, þvi er ekki þannig farið. Það, sem ég þekki, er pólitíkin og stjórnar- stefnan. Ég veit sennilega meira um hana en nokkur annar hér. Ég hef átt þátt i að móta hana i nær 20 ár.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.