Vísir - 23.07.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 23.07.1974, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Þriöjudagur 23. júli 1974. TÍsntsm: Ætlar þú aö fara á þjóöhátiöina á Þingvöllum. Karl Eyjólfsson, verkstjóri: Ég er aö hugsa um að fara, ef veður- útlitið verður gott, annars er stutt að renna i bæinn aftur ef veðrið verður leiðinlegt. Ég fór bara nið- ur i Lækjargötu 1944, svo það er meiri ástæða til að skreppa núna austur. Ragnar Sigurösson, vaktmaöur: Ég var á hátlðinni 1944 og hefði liklega farið núna, ef ég væri ekki að vinna. Einar Guömundsson, skipstjóri: Ef ég mögulega kemst. Ég þarf yfirleitt að fara á sjóinn, þegar veður er gott, svo ég kemst varla nema veðrið verði leiðinlegt. Sævar Carlsson, nemi: Örugg- lega ekki, það er ekkert i dag- skránni, sem ég hef áhuga á og þvi ætla ég bara aö hafa það gott i bænum. Gunnar ögmundsson, nemi: Ég veit það ekki ennþá, en ef mamma og pabbi fara, þá fer ég með þeim. Egill Jóhannsson, nemi: Já, ég fer með pabba og mömmu. Ég hlakka svolitið til og vona að það verði gaman. Meðal kótra og ókátra — blaðamaður Vísis segir frá stemmningunni á Seyðisfirði eftir Kina vel heppnuðu togaratöku Sigurvíman var enn ekki runnin af varðskipsmönn- um á Þór í gær, þegar blaðamaður Vísis yfirgaf þá á Seyðisfirði. Þeir léku á als oddi og ræddu helzt ekki um annað en hina vel heppnuðu togaratöku. Ekki versnaði skapið hjá þeim við það, að nokkrir fengu heimsókn eiginkvenna sinna, þar sem ljóst var, að skipið mundi sigla beint til Reykjavikur eftir að réttarhöldum yfir Taylor lyki. Mörg heillaóskaskeyti bárust til Höskuldar skipherra og áhafnarinnar strax á laugardag. Þau voru jafnóðuni fest upp á tilkynningatöfluna á „miðhæð” skipsins, eins og landkrabbi mundi orða staðsetninguna. Með- al skeytanna mátti sjá eitt frá Sigga Jóns. Siggi er skyttan, sem hafði það hlutverk að sjá um byssuna i viðureigninni við Everton i fyrra. Á litprentuðu skrautskeyti voru sérstakar kveðjur beggja rit- stjóra Þjóðviljans, sem hlýjuðu ekki siður um hjartarætur skip- verjanna en sunnudagsleiðari blaðsins. Fariö yfir hin nákvæmu sjókort Landhelgisgæzlunnar, sem sýna eftirför Þórs — á myndinni sést I höfuðið á fulitrúa útgeröarinnar, en viö hliöina á honum er Young, sendiráösritari Breta. Næstur er Gisli Biöndal, sem mætti fyrir hönd umboösmanns togaranna á Seyöisfiröi, en viö hliðina á honum sjálf- ur Richard Taylor. Gisli tsieifsson, lögfræöingur Landhelgisgæzlunnar rekur eftirförina á kortinu. Ljósm. Visis: ÓH. Einar Karl Haraldsson frétta- maður sendi reyndar ekki jafn litrikt skeyti, en hann þakkaði skipherranum sérstaklega fyrir eitt — að hafa „rofið þagnarmúr- inn gagnvart fjölmiðlunum”. Einar minnist eflaust tilrauna sinna frá þvi i fyrra og hitteðfyrra til að afla frétta af gangi átaka á miðunum — fréttaöflun, sem ekki bar ætið tilætlaðan árangur, ef marka má reynslu annarra. Höskuldur skipherra og annar stýrimaður grúfðu sig yfir sjó- kort og gerðu skýrslu um átökin, sem átti að leggja fyrir rétt. Þeir lögðu geysimikla vinnu i skýrsl- una, til að hafa hana sem nákvæmasta. Svefngalsi var kominn I varð- skipsmennina á sunnudagskvöld- ið enda sumir þá ekki búnir að sofa nema nokkra tima siðan að morgni föstudagsins. Brezku sjómennirnir á Forest- er voru jafn daufir i dálkinn og þessir menn voru kátir. „Bloody hell”, með dæmigerð- um ,,kokney”-framburði var al- gengasta viðkvæðið þeirra, hvað sem um var rætt. Þeir áttu ekki orð til að lýsa leiðindum sinum i aðgerðarleysinu, sem hafði þjak- að þá siðan togarinn kom inn til Seyðisfjarðar á laugardagsmorg- un. Þeir voru lika sárir út i Seyð- firðinga fyrir að hafa meinað þremur þeirra aðgang að dans- leik á þeim forsendum að þeir væri af togaranum. Uppi i brú Forester voru lög- regluþjónar þeirra Seyðfirðinga á vakt. Taylor hafði beðið um að engum yrði hleypt um borð i skip- ið, en til allrar hamingju höfðu M LESENDUR hafa ORÐIÐ i UÓS VIÐ LISTAVERKIN Nv nöfn Lesendabréf Háttvirti Visir, mig hefir lengi langað til að minnast á litið mál við þig og læt nú verða af. Eins og allir vita- og kunna vonandi að meta — hefur nú verið aukin áherzlan á fegurri, manneskju- legri borg. Grasi er sáð, tré gróöursett og oft er augað glatt með laglegri styttu eða fögrum skúlptúr. Og þar er ég komin að merg þessa máls. Hinn almenni, vinnandi borgari (ég) getur sjaldnast notið þessara „borgar- vinja” nema á gönguferðum á kvöldin og nú þegar ég hugsa til hausts og þess 8 mánaða myrkurs. Siguröur Stefánsson frá Stakkahlið skrifar frá Seyöis- firöi: „1 þættinum Landshorn i Sjón- varpinu 29. marz s.l. ræddi fréttamaður, Vilmundur Gylfa- son, við Baldur Möller ráðu- neytisstjóra — Umræðuefnið var út af manni, sem orðið hafði sekur við lög og um hvað hann af- plánaði af refsidómi, er hann hlaut. Vilmundur leitaði svara ráðuneytisstjóra vegna þessa dóms. er þvi fylgir, langar mig til að beina þeirri ósk til yfirvalda, að þau gangist fyrir, að sett verði upp einhver ljós við listaverkin.og vil ég þá helzt minna á verk Gerðar Helgadóttur á nýja tollstöðvar- Öll svör hans voru óskýr I túlkun. Það hefði verið ætlandi af manni i hans stöðu að gefa glögg og skýr svör, svo að ljóst lægi fyrir, hvernig málið hefði verið I framkvæmd, V.G. upplýsti i þessum þætti, að um þær mundir hefði sami maður komist aftur i kast við lögin vegna misnotkunar af sama eðli og hann hafði hlotið fyrri dóm fyrir. Þó hefði hann verið tekinn i gæzlu, en verið sleppt aftur eftir klukku- tima vegna fyrirmæla frá ráðu húsinu, er glatar miklú giidi, um leið og sól nær ekki lengur til þess. Skora ég á aðra að taka undir með mér, máli þessu til styrks. Listunnandi. neytisstjóra dómsmálaráðu- neytisins, sem játaði, að það hefði hann gert á sina ábyrgð en ekki ráðherra. Nú vil ég leyfa mér að spyrja herra ráðuneytisstjórann, hver séu rök hans fyrir þessari gjörð, að sakborningnum var svo fljótt sleppt úr gæzlu. Og i öðru Lagi vil ég spyrja: Mun þessi gjörð hafa áhrif á rannsókn þess máls? Getur hún hindrað, að hið rétta komi fram I þessu máli!” á pjötl- urnar G.H.J. skrifar: „Þar sem lesendur blaðsins eru ekki komnir með nafn, sem dugar á baðfötin margumtöluðu, er ég hér með lausnarorðið, og ég spái þvi lifi I framtlðinni, en baðfötin vil ég láta heita BAÐ-HYRNUR. Bæði i bak og fyrir, jafnt að ofan og að neðan, er um þrihyrn- inga að ræða, sem móta þessi merkilegu og fallegu sólföt. — Sólbaðshyrnur mættu þær kannski lika heita, fyrir þær sem bara leggja sig i sólbað i þeim, en nota þær ekki fyrir sundföt.” Það sakar ekki aö rifja upp eitt heiti, sem annar lesandi stakk upp á hér eitt sinnið. Hann taldi „pjötlur” vera réttnefniö á þessar fllkur. — Sem annars rifjar þaö upp, er þeir hittust i simstöðinni i Hverageröi skáldin- , Kristmann Guðmunds- son og Jóhannes i Kötlum, óg Jóhannesi varð að oröi: Leit ég einn, sem list kann. löngum hafa þær kysst hann. Kristmann. Kristmann svaraði: Einkum þó vér ötlum, að þær fari úr pjötlum I Kötlum. HVÍ VAR MANNINUM SLEPPT SVO FLJÓTT?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.