Tíminn - 16.02.1966, Blaðsíða 1
Auglýsing i Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda
Gerizt áskriíendur a'd
Tímanum.
Hringið 1 síma 12323.
38. tbl. — Miðvikudagur 16. febrúar 1966 — 50. árg.
■HHIiUMb
Mannfæð gerír lög-
reglunni ófært að
gegna skyldu sinni!
Léleg launakjör ástæöan, segir
í yfirlýsingu Lögreglufél. Rvíkur
Grænlenzki drengurinn borinn út úr flugvélinni á Reykjavíkurflugvelli í gær. —
#/■ rn sóttL EM V£!KT
BARN TIL ÁNSMASALIK
KT-Reykjavík, þriðjudag.
f dag kom Glófaxi Flugfélags
íslands til Reykjavíkur með
grænlenzkan dreng, sem flng-
vélin hafði sótt um morguninn
til Angmasalik á Grænlandi.
Þetta er í fyrsta skipti sem
Flugfélagsvél lendir í Angniasa
lik um vetur, en flugvéiin var
útbúin með skíðum. Sagði Jó-
hannes Snorrason, flugstjóri eft
ir ferðina, að lendingin hefði
verið mjög auðveld og gengið
eins og bezt hefði verið á kos-
ið.
Glófaxi lenti á Reykjavíkur
flug\'elli um kl. 16 í dag og
var mikill viðbúnaður að taka
á móti vélinni. Sjúkrabifreið og
lögreglubifreið voru á staðnum,
svo og. læknir.
Þegar slökkt hafði verið á
hreyflum vélarinnar, var stiga
rennt að hurð hennar og út
stigu nokkrar danskar hjúkr-
unarkonur. sem flogið höfðu
Framhald á bis 7.
EJ—Reykjavík, þriðjudag.
Blaðinu barst dag yfirlýsing,
sem sampykkt vai á aðalfundi
Lögreglufélags Reykjavíkur 10.
febrúar ».1.. þar sem mótmælt var
úrskurð’ kjaradoms i máli borgar
Iögreglumanna ■ Reykjavík, þar
sem „engar af kröfum lögreglu-
manna voru feknar ti) greina,
nema bær sem vinnuveitandinn
hafði áður fallizi á . og er sagt,
að veena lélegia launakjara sé
lögregiari ’ Revkjavík nú. vegna
mannfæðar „orðin ófær um að
veita þ? þjónustu, sem henni er
skylt’
Fréttiulkynmngir frá Lögreglu
félagin. et si'ohljóðandi:
„Eftirtvrandi vfirlysing var sam
þykkt « aðalfund; Lögreglufélags
Reyk.iavíkur '0 febrúar s.l.:
Aðaifundui Lögreglufélags
Reykjavikur. naidinn i Breiðfirð
ingabúf fimmtudaginn 10. febr-
úar 19tSb lýsii yfir megnri ó-
ánægjv með domr- þá i kjaramál
um opinberra starfsmanna. sem
kveðnii voru upp í nóvember og
desembei s.l
Sérsraklega mótmælir fundur
inn dóminum máli borgarlög-
Framhald á bls. 7.
ÓTTAST AD „FRJÁLS-
LYNDINU" SÉ LOKIÐ
NTB-Moskvu, þriðjudag.
Hinir hörðu dómar, sem í
gær voru kveðnir upp yfir rit-
höfundunum Andrej Sinyvasky og
Juli Daniel, boða ekki upphaf al-
mennra víðtækra aðgerða sovézkra
yfirvxalda gegn þeim rithöfunðum
sem eru andstæðir skoðunum
Kommúnistafl. Sovétríkjanna, að
því er talið er meðal fréttamanna í
Moskvu, en menntamenn f borg
inni óttast samt, að réttarhöldin
gegn rithöfundunum tveimur
muni efla afturhaldssinna í bar-
áttu þeirra gegn frjálslyndu fylk
ingunni meðal sovézkra mennta-
manna.
Blöð víða um heim hafa rætt
málið, og fordæmt hina þungu
dóma þar á meðal mörg ' omm
únistablöð, m. a. i Danmörku og
Sviþjóð, og framkvæmdastjóri
brezka kommúnistaflokksins hef
ur mótmælt dómnum.
Margir fréttamenn í Moskvu
telja, að réttarhöldin, og það, sem
um þau hefur verið skrifað í
sovézkum blöðum, bendi greim-
lega til þess, að ráðamönnum í
Kreml virðist að frjálslyndi hafi
þróazt of langt — eða a. m. k að
ekki megi láta það vaxa frá
Framhald a t>ls. 2
19 ára piltur rændi 7,5 milljónum
NTB-Stokkhólmi, þriðjudag.
19 ára gamall bílstjóri við aðal-
pósthúsið I Gautaborg hvarf í
morgun með rúmlega 900.000 krón
ur sænskar, eða um 7.5 milljónir
íslenzkra króna. Hann átti að
flytja nokkra sekki af ábyrgðar-
pósti frá pósthúsinu til jámbraut-
arstöðvarinnar — um 300 metra
leið — í sendiferðabifreið, en
kom aldrei á leiðarenda. Hann
tæmdi einn póstsekkinn, sem pen-
ingarnir voru í, en þeir áttu að
fara til nokkurra minni pósthúsa
í Gautaborg og nágrenni til út-
borgunar á ellilaunum. Hann hvarf
síðan með peningana, og var
ófundinn, þegar síðasta fréttist.
Lögreglan í Gautaborg lýsti
þegar eftir manninum, og var
hans brátt leitað í allri Skandi-
navíu. Lögreglan telur, að ein-
ungis sé um timaspursmál að
ræða, hvenær hann verði hand-
tekinn, þar sem vitað er hver
maðurinn er, og góð lýsing á hon-
um hefur fengizt.
Pilturinn flýði úr Gautaborg í
bifreið. Lögreglan komst að raun
um það nokkrum klukkustundum
eftir ránið, að hann hafði skilið
bifreiðina eftir í miðri Gautaborg,
og haldið áfram leiðar sinnar í
annarri bifreið. 2—3 klukkustunda
akstur er frá Gautaborg til Nor-
egs, og lögregl i telur ekki óhugs
andi, að pilturinn hafi komizt yf-
ir landamærin áður en landamæra-
verðimir hefðu getað hafið ná-
kvæmt eftirlit á landamærunum.
Peningarnir vom að helmingi
til í hundrað krónuseðlum. en
afgangurinn var í öðrum stærðum.
Framhald á bls. 7.
Þýzkur bátur fastur í fsnum á
Eystrasalti.
FASTIR
ÍÍSNUM
NTB-Stokkhólmi, þriðju lr :.
Áætlunarskip, sem sigla milli
Svíþjóðar og Fi.mlands, urðu
dag að hætta L -um ,ínum vegn
Framhald á bls. 7.