Tíminn - 16.02.1966, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUB 16. febrúar 1966
R
ÍÞRÓTTIR
TÍMINN
13
Verður knattspyrnuþjálf-
araskóli KSÍ stofnaður?
Reykvískir skíðagarpar á skiðum um s. I. helgi. Talið frá vinstri: Bogi
Nilsson, KR, Hinrik Hermannsson, KR og Guðni Sigfússon, ÍR.
Alf-Reykjavík, þriðjudag.
ÞjáKaravandamálið í íslenzkri
knattspyrnu var til umræðu á ráð-
stefnu, sem Knattspyrnusamband
fslands boðaði til s.l. laugardag
með forustumönnum og þjálfur-
um knattspyrnufélaganna. Á ráð-
stefnunni kom fram, að flest fé-
lögin eiga í hinum mestu erfið-
leikum með að útvega þjálfara,
sérstaklega 2. deildar Iiðin. Gat
forustumaður eins 2. deildar liðs-
ins, að hann hefði þurft að leita
til 33 manna um að taka að sér
þjálfun meistaraflokks, áður en
Tvö glæsileg skíðamót hald-
in í nágrenni Reykjavíkur
- um s. I. helgi með góðri þáttöku utanbæjarmanna.
hann fékk jákvætt svar. Þetta
dæmi, eitt út af fyrir sig, gefur
nokkra hugmynd um þá erfiðleika
sem knattspyrnufélögin ísl. eiga
við að stríða, þegar leita þarf þjálf
ara. Það skal tekið fram, að um-
rætt knattspyrnufélag bauð góða
borgun fyrir þjálfunina.
Á ráðstefnunni á laugardag var
rætt um það, hvernig mætti koma
þjálfaramálunum í viðunandi horf.
Komu fram ýmsar tillögur og mun
sérstök nefnd KSÍ, sem skipuð er
þeim Karli Guðmundssyni, Óla B.
Jónssyni og Reyni Karlssyni, fjalla
um þær.
Þjálfaraskóli KSÍ.
Sú hugmynd, að stofna sérstak-
an þjálfaraskóla KSÍ, fékk góðan
hljómgrunn á ráðstefnunni. Kom
fram, að þau þjálfaranámskeið,
sem KSÍ, hefur efnt til síðustu ár
(stiganámskeið) hafa verið gagn-
leg, en fyllsta þörf væri á að setja
þau í fastar skorður. Sérstakur
þjálfaraskóli myndi leysa það mál,
en slíkan skóla væri hægt að starf
rækja á sumrin, t.d. í Reykjavík
og útskrifa þjálfara með þjálfara-
réttindi.
Þegar rætt var um sérstakan
þjálfaraskóla KSÍ, var að sjálf-
sögðu rætt um íþróttakennara-
skóla íslands í sömu andránni.
Lýstu fundarmenn yfirleitt
óánægju með það, hve fáir knatt-
spyrnuþjálfarar kærnu frá skólan-
um. Ljóst mun vera, að lítil breyt-
ing verður á því, fyrr en skólinn
getur aukið kennslu, en eins og
nú er háttað, er kennsla í skól-
anum fyrst og fremst miðuð við
íþróttaskyldunámsgreinar skól-
anna, þ.e. leikfimi og sund. Þá er
og að geta þess, að jafnan komast
miklu færri að skólanum en vilja.
Sendiþjálfari KSÍ.
Á ráðstefnunm kom fram, að
knattspyrnufélögin töldu sér mik-
inn hag í því að fá sendiþjálfara
frá KSÍ tU að aðstoða og leið-
beina við þjálfun. Á síðasta ári
hafði KSÍ einn slíkan þjálfara,
Karl Guðmundsson, en mun ekki
hafa í hyggju að veita félögunum,
aftur á þessu ári slíka aðstoð, sem
væri þó fyiista ástæða. Breyttir
starfshættir KSÍ munu valda þvi,
að slíkur sendiþjálfari er ekki ráð-
inn í ár.
Finna verður frambúðarlausn.
Þeir, sem ráðstefnuna sóttu,
voru sammála um það, að finna
Framhald a bi. !4
Íþróttahátíð Menntaskólans í Rvík:
Nemendur og kennarar
munu bltast í kvöld
Um síðustu helgi, voru haldin
tvö glæsileg skíðamót í nágrenni
Reykjavíkur með þátttöku skíða-
manna víðs vegar að af landinu.
Er langt síðan, að skíðamót með
svo góðri þátttöku utanbæjar-
manna hafa verið haldin í ná-
grenni Reykjavíkur, en þáttakend
ur utan af landi voru frá Akur-
eyri, ísafirði og Siglufifði. Fyrra
skíðamótið var háð á laugardag
í Hamragili, svigmót, en síðara
mótið var háð á sunnudag í Jósefs
dal og var það stórsvigsmót með
flestum sömu keppendum og í
fyrra mótinu. Má geta þess, að
bæði mótin voru nokkurs konar
forkeppni fyrir fslandsmótið.
Eysteinn Þórðarson, ÍR, var
hinn öruggi sigurvegari í karla-
flokki í báðum greinunum. Og hin
unga blómarós frá Siglufirði, Ár-
dís Þórðardóttir, sigraði í báðum
greinum í kvennaflokki. í svig-
keppni drengja sigraði Tómas Jóns
son, Ármanni, en í stórsvigi Árni
Óðinsson, Akureyri.
Hamragilsmótið hófst kl. 13.00
á laugardag með keppni í svigi
kvenna, keppendur voru 9 frá
Akureyri, Siglufirði og Reykjavík.
í sömu braut sem var 38 hlið
ca. 270 metra löng og fallhæð var
80 metrar kepptu einnig drengir
frá Akureyri og Reykjavík. Var
sérstaklega ánægjulegt að sjá hinn
IT...................
Á mánudagskvöld voru
endurteknii leikir úr 4. um
ferð ensku bikarkeppninn-
ar sem enduðu með jafn-
tefli á laugardaginn. Úrslit
urðu þessi:
Coventry—Crewe 4:1
Preston—Bolton 3:2
Coventry mætir Everton
í 5. umferð og Preston mæt
ir Tottenham.
Á Skotlandi voru þessir
íeikir endurteknir úr 1. um
ferð skozku bikarkeppninn-
ar:
St. Johnstone-Ayr 1:0
Motherwell-Stirling 5:1
fjölmenna hóp ungra Akureyringa,
þeir voru bæ sínum til mikils sóma.
Reykvískir drengir veittu þeim
harða keppni en reykvísk æska
virðist ekki hafa tekið skíðabakterí
una í sig enn.
Eysteinn Þóröarson
Ekki væri það nein goðgá þótt
80 til 100 drengir úr Reykjavík
tækju þátt í slíku móti, og þarf
nauðsynlega að vinna vel að því
að æska Reykjavíkur verði að-
njótandi þeirrar dásemdar, sem
skíðaíþróttin er. Ungir Akureyr-
ingar hafa tileinkað sér hina hollu
íþrótt. Reykvískir strákar ættu að
feta í fótspor þeirra. Skíðaíþrótt-
in kallar á fleiri unga Reykvík-
inga.
Kl. 15.00 hófst svo keppni í
karlaflokki. Keppendur voru 31
frá Reykjavíkurfélögunum ÍR, KR,
Ármanni og Víking og keppendur
utan af landi voru frá Akureyri,
ísafirði og Siglufirði.
Langt er orðið síðan að skíða-
menn og konur utan af landi hafa
fjölsótt svo skíðamót í Reykjavík,
og vonandi getur orðið áframhald
á því. Reykjavík ætti á næstunni
að geta haldið stórmót á skíðum,
enda nauðsyn reykvískum skíða
mönnum að fá öðru hverju harða
heppni á heimavelli ef svo má að
orði komast.
Braut karlaflokks var 85 hlið
lengd ca. 475 m. og fallhæð var
170 m. Valdimar Örnólfsson, Kerl-
ingafjallaskíðabóndi, sem að sinni
getur ekki tekið þátt í keppni
vogna meiðsla, lagði allar braut-
irnar. Sú nýlunda við þetta mót
var, að nú voru í fyrsta sinni hér
sunnanlands notuð sjálfvirk tíma-
tökutæki, sem Skíðadeild ÍR keypti
til notkunar á Skíðamóti Reykja-
víkur. Tæki þessi eru ensk frá
fýrirtækinu Hirt Irown Ltd., Bolt-
on en umboðsmenn þess er fyrir-
tækið Rafvélar, Hverfisgötu 50.
Eftir fyrstu notkun þessara
tækja er óhætt að segja að aðstaða
til skíðakeppni hafi gerbreytzt til
batnaðar eins og allt sem tæknin
kemur nálægt.
Úrslit í Hamragilsmótinu:
Kvennflokkur.
1. Árdís Þórðard., Sigluf. 58.2
2. Karólína Guðm., AK 62.0
3. Marta B. Guðm., KR 68.1
4. Hrafnhildur Helgad., Árm. 68.4
Drengj af lokkur.
1. Tómas Jónsson Árm. 53.9
2. Jónas Sigurbjörnss., AK 57.0
3. Árni Óðinss., AK 59.0
4. Eyþór Haraldsson ÍR 59.5
Karlaflokkur.
1. Eysteinn Þórðars., ÍR 101.2
2. Samúel Gústafsson ÍS 104.7
3. Reynir Brynjólfss., AK 110.4
4. Hafsteinn Sigurðsson ÍS 111.5
Framhald á bl. 14.
Árdís Þórðardóttir.
í kvöld, miSvikudagskvöld,
halda menntaskólanemar í Reykja
vík sína árlegu íþróttahátíð að
Hálogalandi. Að venju verður boð-
ið upp á „handboltaslag“ kennara
og nemenda, en leikur þessara
aðila telst jafnan til stærri íþrótta
viðburða hérlendis. Ku kennaralið-
ið vera geysigott um þessar mund-
ir og munu kennararnir hafa ætl-
að að leika æfingaleik gegn pólska
landsliðinu, en Pólverjarnir ekki
þorað og tekið heldur þann kost-
inn að hverfa af landi brott sem
skjótast.
Það er því ekki við því að búast,
að nemendur veiti kennurum sín-
um keppni í kvöld, en þeir munu
sjálfsagt berjast til þrautar og
selja sig eins dýrt og mögulegt
er, rétt eins og í kennslustund-
unum.
Fyrir utan handboltakeppni
kennara og nemenda, fer fram
keppni í innanhúss knattspyrnu
milli MR og Verzlunarskólans. Þá
ísl. landsliöið
Alf-Keykjavík, þriðjudag.
Rúmenar og Rússar hafa á-
huga á því að fá íslenzka lands
liðið i handknattleik i heim-
sókr, annað hvort á þessu ári
eða því næsta. Eins og kunn-
ugt er léku Rússar hér í des-
embeí-mánuði s.l. og vilja
þeir að fsl. landsliðið endur-
gjald' pá heimsókn. Eins og áð
ur lefur «erið skýrt frá í Tim
anum eru lieimsmeistararnir
frá Búmeniu væntanlegir í
mar. og er nú ákveðið að þeir
leiki i Laugardalshöllinni 5.
verður handknattleikur milli MR
og Menntaskólans á Akureyri. Þá
verður pokahlaup og verðlaun af-
hent fyrir skólamót í vetur. Valdi-
mar Sveinbjörnsson, íþróttakenn-
ari, mun flytja ávarp á þessari
íþróttahátíð Menntaskólans í
kvöld.
Ármann sigraði
Rvíkmeistarana
Tveir leikir fóru fram í 1. deild
ar keppninni í körfuknattleik á
sunnudaginn. Ármenningar sigr-
uðu Rvíkurmeistara KFR með
78:75 eftir hörkuspennandi leik.
Virðist svo sem KFR-inga vanti
úthald í lengri leiki.
Þá léku KR og íþróttafélag
Keflavíkurflugvallar. KR-ingar
áttu ekk: í nemum vandræðum
og sigruðu með 81:35 eftir að
hafa haft yfir í hálfleik 40:21.
í heimsókn
og b marz. Þessa heimsókn
viljs Kúmenai að íslendingar
endurgjaldi.
Þá hefur komið til tals, að
ísl. landsliðið leiki í Póllandi,
en °oiverjar hafa ekki boðizt
til ao taka þatt i ferðakostnaði
en oað hafa bæði Rússar og
Rúmenar geri. Ekki hefur HSÍ '
ákveðið neiti um það ennþá,
hvori landsliðið fari í Evrópu
för. en það yrði þá að öllum
líkíndum ekki fyrr en á næsta
ári.
Rúmenar og Rússar vilja fá