Tíminn - 16.02.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.02.1966, Blaðsíða 12
MTÐVIKITPAGUR 16. febrnar 1966 12 TIMINN LA frumsýnir Swedenhieims- fjölskylduna á fimmtudaginn HS-Akureyri, mánudag. Síffastliðið haust réði Leikfélag Akureyrar til sín framkvæmda- stjóra og er það nýmæli í sögu leikfélagsins. Að því tilefni rabb- aði fréttamaður Tímans við for- mann L. A., Jón Kristinsson sem einnig gegnir umræddu fram kvæmdastjórastarfi. — Þú hefur tekið virkan þátt í starfsemi L.A. í fjölmörg ár, Jón? — Já, ég er búinri að vera meira og minna viðloðandi félags- skapinn í 30 ár. — Hvað viltu segja um starf- semina á þessu tímabili? — Það má kanriski segja, að starfsemin hafi verið svipuð ár frá ári, að því lyeti, að félagið hef ur oftast komið upp þrem til fjór- um leiksýningum árlega. Þessi verkefni hafa að sjálfsögðu verið æði misjöfn, bæði að efnum og gæðum, en mörg ágæt leikrit hef- ur félagið sýnt á þessu tímabili, bæði innlend og erlend. Má hér aðeins minna á: Gullna hliðið, ís- JLandsklukkuna, Fjalla-Eyvind, 'akrúðsbóndann, Lériharð fógeta, Skuggasvein, Pilt og stúlku, Galdra-Loft, Múnkana á Möðru- völlum, Brúðuheimilið, Mýs og menn, Pabba, Ævintýri á göngu- för, Tehús Ágústmánans, Á útleið, Þrettándakvöld og svo þrjár Óper ettur: Meyjaskemmuna, Bláu káp- una og Nitouche. — Hvað olli því að L.A. réði framkvæmdastjóra nú? Jón Kristinsson — Já, öllu má nú nafn gefa, en réttara væri líklega að segja, að ég væri „reddari," þá góðu ís- lenzku skilja sjálfsagt flestir, og það nær vel yfir það verksvið, sem mér er ætlað. Annars er ástæðan sú, ef talað er í alvöru, að flestir eru svo störfum hlaðn- ir, að erfitt er að sinna slíku starfi í hjáverkum. Og það er meira verk en margur e.t.v. hygg- ur að undirbúa og koma upp leik sýningu. Síðasti aðalfundur sam- þykkti því heimild, til handa stjórninni að ráða starfsmann hálf an daginn, yfir starfstímabilið. Attræður í dag Davíð Bjðrnsson Áttræður er í dag Davíð Björnsson, sem lengi var bóndi á Þverfelli í Lundarreykjadal. Áhaldaleigan SIMI 13728 113 leigp vibratorar fvru stevpu vatnsdælur steypu brærivélax. biélbörur ofnar o.fi Sent og sótt. el oskaö er Ahaldaleigan Skafta*elli vi? Nesveg, Seltjarnarnesi. Isskápa og píanóflutningar sama stað sím» 13728 Hann var alkunnur fjallamaður og reiðmaður og var um tugi ára grenjaskytta, bæði á Snæ- Lá»*? okirur st'lla og herða upr nýji oifreiSina Fylgirt '•ei með -*»freíFinnl BILASKOÐUN Skúlagö*" 32 Slmi 13 101 l6N eY«TEINSRON lógfræóingur sími 21510 lögfræðislrrifstofa Laugavpgi il fellsnesi, þar sem hann bjó um tíma og á ættarslóðum sín um í Borgarfirði. Hann er enn ern og hress og þykir gam an að ræða við góðkunningja, enda fróður um margt og glögg ur á menn og málefni. Hann dvelur í dag á heimili Svein- bjargar dóttur sinnar að Hvassa leiti 42 hér í borg. ■Siódic <Sór — Hvernig er aðstaðan í sam- komuhúsinu? — Samkomuhús bæjarins, eins og það er jafnan kal’lað, er sex- tugt hús. Það vitnar vissulega um stórhug aldamótamannanna, að enn skuli það vera viðunandi sem leikhús bæjarins og ekki annað sjáanlegt en við verðum að una við það enn um árabil. Aðstaðan í húsinu hefur raunar breytzt með árunum t.d. var það mikil breyt- ing til bóta, þegar sett var hall- andi gólf og föst sæti í salinn. Og nú stendur fyrir dyrum við- bygging, þar sem koma búnings- herbergi og aðstaða til leikfjalda- smíði, sem engin hefur verið. — Hvað um laun leikaranna? — Um það skulum við sem minnst tala. Réttara væri að kalla það þóknun eða bara glaðningu. Fyrir nokkrum árum hélt einn leikarinn saman þeim tímum, sem' fóru í æfingar og sýningar á einu leikriti, og launin reyndust kr. 7.00 á klst. Nei, það eru ekki pen ingarnir sem laða, heldur aðeins áhugi. og sú ánægja, sem öll list sköpun veitir, og á því hefur LA öðru fremur lifað til þessa. — Er ekki við ýmsa erfileika að stríða í starfinu? — Jú, blessaður vertu. Erfið- leikarnir virðast alltaf til staðar. Ég skal aðeins benda á tvennt. Það sem ég lítiilega drap á áð- an, að allir hafa svo mikið að gera, að margir, sem annars hafa ánægju af að fást við leiklist, sjá sér illa fært að sinna svo tíma- frekum störfum, sem leiklistin óhjákvæmilega útheimtir og svo hitt hve afar erfitt er að fá leik- stjóra að ég nú ekki nefni lærða leikara, sem mjög mikilsvert er að geta átt kost á annað slagið. Þjóð- leikhúsið hefur að vísu lítillega sinnt þessu verkefni, en þyrfti að gera það í miklu ríkari mæli í framtíðinni. — Hvað um verkefni L.A. á þessu starfsári og næsta? — Á þessu starfsári eru ætlun in að sýna þrjú leikrit. Við hóf- um starfsárið með sýningu á Skrúðsbóndanum eftir Björgvin Guðmundsson. Þetta var mjög um- fangsmikil sýning og fjölmenn. Leikarar, söngvarar og dansarar milli 40—50 manns. Það væri vissu lega gaman að sjá Skrúðsbóndann á stærra sviði t.d. Þjóðleikhússins, þar mætti gera því ramma við hæfi. Nú svo er það Swedenhielms fjölskylda eftir Hjalmar Berg- man, sem nú mun í fyrsta sinn kynntur á leiksviði hér á landi. Leikstjóri er Ragnhildur Stein- grímsdóttir. Frumsýning verður n.k fimmtudag. Síðasta verkefn- ið er svo fyrirhugað að verði Bær- inn okkar, eftir Bandaríkjamann- inn Thornton . /ilder, leikstjóri verður Jónas Jónasson. Ætlunin er að sýningar hefjist í byrjun apríl. Um næsta ár er það að segja, að enn liggur ekki fyrir nein áætlun, en það verður merk- isár í sögu félagsins, því 19. apríl 1967 er L.A. 50 ára. En rabb þar um bíður síns tíma. MAUPASSANT Framhaid at 8 síðu. þess að sjúkur maður hafi get að ritað slík listaverk. Skýr- leikinn er aðall hans sem rit- höfundar og franskan er skýr ust þjóðtunga. Hann líkti frönskunni við spegilskygnda tjörn, sem ekki væri hægt að ýfa. Tilgerð og málknúsun er ekki til í ritum hans, stíll hans er eðlilegur, hversdagslegt fólk og atburðir hefjast i æðra veldi. þegar hann hefur fest lýsingu sína á blað at slíkri ein lægni, hófsemi og smekk að unum er að lesa. Hófsemin er eitt aðaleinkenni stíls hans án þess að lesandini finnt til þess að það hafi kostað höfund inn nokkra áreynslu. Málið er I blæbrigðaríkt og trútt því hrá efni, sem lýst er, það fellur allt saman í eina heild, stíll, mál og efni. Maupassant stendur öðrum raunsæishöfundum framar, lýs ingar hans eru nákvæmari-og-ein faldari, rit ihans minna helzt á kvikmynd, og menn geta bezt kynnt sér aldarhátt í Frakk- landi á síðari hluta 19. aldar með lestri rita hans. Þótt sögusvið hans sé Frakk land þessa tímabils, hefur hann jafnframt lýst sammannleg- um eiginleikum, svo rit hans eru sígild alls staðar. Persónur hans geta verið á gangi í dag hér á götunum og verða það líka eftir áratugi. Vegna þessa eru bækur hans vinsælt lestrar efni og hafa verið þýddar á flestai1 Evróputungur. Margar þeirra hafa verið filmaðar. Sænski læknirinn Axel Munthe minnist kynningar sinnar við Maupassant í „San Michele“, bæði þegar hann dvaldi í París og um borð í snekkju hans „Bel Ami“, en Maupassant skírði snekkjuna eftir skáld sögunni, sem ber þetta nafn, ýmsir hafa sett saman bækur um höfundinn og eru merkast- ar Dumesnil: Guy Maupassant 1947; Steegmiiller: Maupassant 1949; Tasart: Souvenirs sur Gay de Maupassant 1911. Marg- ar útgáfur hafa komið út af verkum hans í Frakklandi og heildarútgáfur á ensku. S.B. MINNING . . . Framhald af 8. síðu. vinnukennari, Björn deildarstjóri hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga og Guðrún bókhaldari hjá Áfeng- is- og Tóbaksverzlun ríkisins. Ár- ið 1930 hætti Guðmundur búskap á Víkingavatni og fluttist til Kópa- skers, en þar var hann í 8 ár starfsmaður hjá Kaupfélagi Norð ur-Þingeyinga. Hafði raunar áður starfað þar í 2 ár um 1920. Á Kópaskeri kvæntist hann árið 1932 síðari konu sinni, Árdísi Pálsdótt- ur, bónda í Svínadal í Kelduhverfi, Jónssonar, og lifir hún mani} sinn ásamt 3 börnum þeirra, en þau eru: Kristján bóndi á Núpi, Árni rafvirki í Reykjavík og Björg bú- sett á Kópaskeri. Guðmundur keypti Núp árið 1938, og hófu þau hjónin þá búskap þar og bjuggu þar síðan. Núpur er við þjóðbraut í Öxarfirði, ein af fríðustu jörð um þeirra sumarfögru sveitar, og stendur bærinn hátt suðvestan und ir Öxarnúp. Þar gerðist Guðmund- ur einn af gildustu bændum í sveit inni og var framkvæmdasamur á jörðinni, bæði við útfærslu túns og byggingu útihúsa. — Um ná- lega 50 ára skeið veitti hann for- stöðu sparisjóði i héraðinu. Átti og sæti í hreppsnefnd í Keldu hverfi á búskaparárum sínum þar. Guðmundur var iðjumaður mik- ill og kappsamur.að hverju sem hann gekk, verklaginn og fjölhæf- ur og því með drýgstu mönnum til allra verka, ekki aðeins við bú- störf heldur einnig við skrifstofu- störf og annað, er hann vann af því tagi Hafði áhuga á íþrótt- um og kenndi mörgum sund í Kelduhverfi, enda sjálfur góður sundmaður og mun hafa lært hjá Erlingi Pálssyni í Reykjavík 1913- 1914. Sláttumaður ágætur. Hagur vel, smíðaði amboð og margt fleira fyrir heimilið, fléttaði reipi og gjarðir, prjónaði a vél í tóm stundum og gerði sjálfur við það er aflaga fór. Nýtni var honum í blóð borin >p vakandi áhugi á að hata allt í íagi, er nota þurfti utan bæjar og innan og svipað var að segja um fjármál hans og viðskipti. Fjármaður góður og nyjög fjárglöggur og natinn við I búfjárlækningar. Stjórnsamur og útsjónarsamur og gerði sér far um að kenna öðrum rétt handtök við vinnu. Fyrirhyggja hans var mik- il, og hafði hann því oft áhyggj- ur út af því, er fram undan var. Glaður þó með glöðum, er svo bar undir. Hann var söngmaður góður og söngelskur, lék oft á orgel á heimili sínu. Heyrt hef ég börn hans, hin eldri, minnast þess, er hann kenndi þeim ungum heima og söng með þeim lög við lióð Þorsteins Erlingssonar, er þá voru mörgum kær. Hann var áhugasam- ur um þjóðmál og meðal þeirra, er bezt sóttu leiðarþing í Öxar- firði. Síðustu árin var heilsa hans tek- in að bila og kraftar að þverra, enda aldurinn hár.Er á ævina leið átti hann oft erfitt með svefn. En allt fram á síðasta æviár sinnti hann störfum meira eða minna á búi sínu og sonar síns. Á vetrum dvaldist hann þá stundum í Reykja vík á vegum barna sinnar þar. — Vandamenn og vinir kvöddu hann i Fossvogskirkju 28. des. s.L, og var þar fjölmennt, en í Reykjavík eiga nú heima auk fyrrnefndra barna bæði systkini hans, Björn fyrrv. kaupfélagsstjóri og alþm., sem nú hefur nál. sex um áttrætt, og Guðrún kona Björns Gunnars- sonar frá Skógum, sem er yngst þeirra systkina. En jarðsunginn var hann í heimgrafreit á Víkinga- vatni 5. jan. s.l. Þó ótíð væri um áramótin, var bjart yfir æskusveit hans þennan dag, er samferða- menn söfnuðust þar saman við út- för hans. Það ætla ég réttmæli sem einn af hinum fyrri sveitungum hans sagði í ræðu' við gröf hans, að hann hafi verið maður „tilfinn- inganæmur og nokkuð ör í lund, en hreinlyndur og trölltryggur og mjög öruggur liðsmaður í hverju því máli, er hann taldi til góðs horfa.“ — Genginn er hann nú til feðra sinna eftir langan ævidag og mikið starf. G.G. OPIÐ BRÉF Framhald af 8. síðu. í góðri meiningu (það er til að létta á sýslunum). En hvað á þá að gera? Það á að láta sýslumar annast sína vegi. Þar er staðþekJdng fyrir hendi. Jafnframt mætti svo tryggja sýslunum meiri tekju- stofna, sem þessu svaraði. — Það eru mörg mál sem varða lands byggðina sem væru betur koiriin í höndum kunnugra manna og stofnana úti á landi, en það er stærra mál en svo, að því sé blandað f þetta. Og að endingu. Við erum fámenn þjóð í talsvert stóru og erfiðu landi. — Vegamálastjómin er áreiðanlega ekki öfundsverð af sínu starfi. Eg efa að nokkurt starf sé eins vanþakklátt og erfitt eins ng hennar þegar miðað er við það fé, sem hún fær til af- nota og þau verkefni, sem þarf að leysa. En setjum nú svo að á sex ára fresti eða nú í vetur yrði lagt eitthvert fé til nýbygginga í Skeggjast.hr. frá ríkinu. Hvað á vegamálastjómin að gera með það. Ólíklegt er að það yrði meira en til brýnustu þarfa til að tjasla í aðal þjóðveginn, þar sem umferðarþunginn er mestur Útkoman verður allavega sú að þessir utanveltu vegir hljóta að sitja a hakanum. — Ábúendur á þessum bæjum gefast upp fyrr eða síðai og milljóna verðmæti og lífsstarf þessa fólks fer í súg inn. Það er ykkai háttvirtir þing- menn að kynns ykkur þetta og ráða oót á, ef það sem hér er sagt revnist rétt. Reykjavík 4. 12. 1965. Þórarinn frá Steintúni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.