Tíminn - 16.02.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.02.1966, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 16. febrúar 1966 TÍMINN ARABÍU LAWRENCE ANTHONY NUTTING 74 Aðal gagnrýnendur hans hafa talið sig finna sannanir fyrir því að allt verkið sé byggt á hrikalegri lygi og draga þá ályktun af ófáum mótsagnakenndum staðhæfingum sem birt ast í bókinni. Lawrence á sjálfur nokkurn þátt í þessu, hann virðist hafa haldið fram skoðunum sem ekki gátu staðist um efni bókarinnar. Hann segir í skrifum, sem voru gefin út eft ir lát hans: „Mér fannst það söguleg nauðsyn að segja söguna eins og mér fannst hún gerast, og ég hef ef til vill verið einn um það í her Feisals að láta frásögnina bera keim þess sem okkur fannst og við vonuðumst eftir og reyndum.“ Hann heldur síðan áfram:“ Ég tók að hylma yfir ýmsar stað- reyndir í skýrslum mínum og taldi Arabana sem hlut áttu að máli að gera slíkt hið sama. í þessari bók ætla ég einnig í lokin að dæma um hvað segja skuli.“ Hann lét liggja að því við Meinertzhagen ofursta að bókin væri byggð á lygúm, en þar eð hann væri orðinn þjóðsagnapersóna yrði hann að hegða sér eftir því. Allir þeir, sem áttu þátt að uppreisninni og voru nánir Lawrence, fengu fyrstu gerð bókarinnar senda, og enginn þeirra lét í Ijósi gagnrýni á sannleiksgildi hennar. Slík af- staða gerir að engu allar árásir. Það er enginn vafi á því, að Lawrence hirti ekki um að tína allt til og sleppti gjarnan því sem ekki kom heim við lokaniðurstöður hans. Hann minnist lítið á hernaðarlegan þátt Breta og Frakka í baráttunni gegn Tyrkjum og arabísku upp- reisninni. Þeir, sem ekki vita betur gætu ætlað að Arabar hafi þegið litla hjálp, nema gull og nokkrar fallbyssur. Hann nefnir ekki nákvæmlega hverju Bretar lofuðu Hússein og gefur í skyn að þeir hafi svikið meira en raun var. Síðar viðurkenndi Lawrenec þessar staðreyndir, þótt hann hafi ekki áttað sig á þeim sem skyldi þegar hann skrifaði bókina. En ..Lawrence setti saman bók um uppreisn Araba og þátt sinn í þeirri uppreisn, hann var ekki að skrifa hlut- læga sögu um styrjöldina í Austurlöndum nær. Það var ekki einungis að hann væri að rekja atburðarás, hann hafði málstað að verja og þerjast fyrir. Athugasemd hans við Meinertzhagen verður að skiljast á Þá leið að hann hafi haft hina mestu ömun á því að vera þjóðsagnapersóna og hetja í annarra augum. Þótt kenni nokkurs ósamræmis í rit- inu, stafar það af því að hann lýsir ástandinu og hugsun- um sínum á hverjum tíma og það vár breytilegt, þetta ósam- ræmi stafar því að hann segir sannleikann, en ekki af ósann- sögli. Lawrence var sjálfur mótsagnakenndur og minningar hans eru aðeins spegill þess. A.J. Villars segir: „Öll list grundvallast á sannleika. Lawrence var of mikill listamaður til að komast hjá því að segja sannleikann, þegar hann reynir að hylja eitthvað, endar það alltaf með því að hann segir sannleikann ... Lawrence dregur upp smæð sína og hjálparleysi við bak- svið hinnar marglitu og síhvikulu sögu, sem hann átti þátt í að móta. Lesandi bókar hans les þar frásögn, sem er annað og meira en frásögn blaðamanns um gang styrjaldar. Þarna er að finna kafla, sem virðast margunnir og slípaðir og svo hrynur list hans niður í að vera klaufaleg skrípamynd í næsta kafla. Þarna eru kaflar um veikleika allrar mann- legrar viðleitni, sem hrífa lesandann með einfaldri og íburð- arlausri frásögn án allra stílsbragða og orðskrúðs. Hann skildi félaga sína og hafði kjark til þess að skrifa allt nið- I ur, sem hann sá og reyndi og hann er svo mikill listamaður I orðsins, að blaðsíðurnar lifna. Lawrence getur þess að hann hafi alltaf þráð að geta tjáð sig, og hann gerir það með ágætum í bók sinni, sem. annar mikill listamaður orðsins, Winston Churchill, telur að beri með sér aðalsmark listar og manns. 31. Hermaður. Áður en Lawrence gekk í flugherinn tók hann sér nafnið John Hume Ross. Þessi nafnaskipti fóru ekki löglega fram, hann gerði þetta af tveimur ástæðum, önnur var sú, að hann vildi brjóta blað í lífi sínu og hefja nýtt líf og öðru- vísi gat hann illa gengið í herinn, eins og kom siðar á dag- inn, var flugherinn ekki fíkinn í þjóðsggnapersónu,: - Hann vildi gleyma stríðinu. og honum fannst að Kairó ráð- stefnan væri endahnúturinn á þeim málefnum, sem hann hafði barizt fyrir. Feisal hafnaði í írak og Abdulla í Trans- jórdaníu, og þótt vinir Abdulla hefðu ekki sömu skoðun C The New Amerlcan Llbrarv UNDIR 36 Nigel hafði snúið sér frá henni. Hún fann vonbrigði hans og stolt. Og einmitt þetta aðskildi þau nú. Stolt hans. — Ef ég hef sært þig, bið ég þig að fyrirgefa, Nigel, sagði hún hljóðlega. En trúðu mér, það var dásamlegast af öllu að fá að heyra rödd þína. — En ekki nógu dásamlegt. Skelfingin um að ég kæmi upp um þig, og eyðilegði öll þín klóklegu ráð, var þyngri á metun um. — Hefurðu nokkrun tíma flog- ið þúsundir mílna og gengið inn í ókunnugt hús til þess eins að flækjast‘inn í morðmál? — Ég hef sagt, það hlýtur að vera voðalegt fyrir þig! En það kemur ekki þessu máli við. Þegar þú gerðir þínar áætlanir, hafð- irðu ekki hugmynd um, hvað í vændum var. Svik þín og Ash- lyn morðið eru tveir óskyldir hlut ir. Hann sneri sér að henni og horfði fast í augu henni: í ham- ingju bænum Vonnie, ég er Nigeb Við sögðumst elska hvort annað, þegar við vorum saman i Vancou- ver! — Og þú fórst. Ég veit, hvað FÖLSKU ANNE kom fyrir þig. En ég vissi það ekki þá. Þær vikur, sem á eftir komu hugsaði ég — þú veizt vel hvað ég hugsaði. Ég reyndi að útiloka þig úr huga mínum, ég vonaði að ég gæti einhvern tíma gleymt þér, eða að minnsta kosti mér tækist að hugsa um þig, án þess að finna til sárinda. Það er hið eina, sem kona getur gert, þeg ar maður segist elska hana og hverfur síðan þegjandi og hljóða- laust. — Og þess vegna — Vonnie? — Þess vegna var það heimsku legt af þér að láta mig ekki vita, að þú hefðir slasazt — þú treyst- ir ekki ást minni. Þú hélzt að hún væri ekki nógu sjerk til að bera hvað sem væri. Ég hegðaði mér heimskulega í símanum — af allt annarri ástæðu. Vegna þess, að ég gat ekki fundið neitt til að segja við þig. Við höfum bæði hegðað okkur heimskulega, Nigel — bæði þú og ég — — En ég hef ekki blekkt neinn. Ég efast um, að ég hafi nokkuð kynnzt þér þessar tvær vikur í Vancouver? Eða varstu að leika þá? — Þú neitar að trúa, að maður geti gert vitleysu í góðu skyni, ekki satt? sagði hún þreytulega. FLAGGI MAYBURY — Trúa? Ég veit ekki, hverju ég á að trúa, þegar þú ert annars vegar! Það var vonlaust fyrir hana, að búast við, að þau gætu fundið nokkra lausn saman. Örvænting og þreyta heltók hana, hún varð að beita sig hörku til að hrópa ekki upp yfir sig. — Allt í lagi, sagði hún að lok- um hásri röddu. Þú getur ekki skilið mig, og þú vilt ekki hverfa frá þeirri skoðun, að ég sé svik- ari og lygari. Þá er víst ekki meira að segja. — Ekki meira að segja? Ó, jú, reyndar. — Kannski, sagði hún hálf- kæfðri röddu, langar þig til að fara til Joss Ashlyn og segja hon- um allt af létta. Kannski þér létti við það? — Hafðu engar áhyggjur af mér. Þú getur verið róleg. Ég ska! ekki angra þig. — En þú getur ekki skilið og fyrirgefið? — Þetta er svo andstyggilegt, að ég fyllist viðbjóði, sagði hann æðislega — En hvað þú ert réttsýnn! sagði hún hæðnislega til þess að særa hann. — Það hlýtur að vera stórkost- legt að vita sig jafn göfugan og ærlegan að þú hafir efni á að leika guð almáttugan. Hún vafði kápunni að sér og stóð upp. í sömu andrá stóð Nigel fyrir framan hana. FingUT hans klemmdu um handlegg hennar. — Hversu lehgi var það, sem þú segist ætla að halda þessum svikaleik áfram? sagði hann. — Einn mánuð. Mánuð af heilli ævi! Svo fer ég aftur til Kanada og Joss Ashlyn verður hamingju- samur og ég vona, að Myra verði trúlofuð Brad. Þá verða allir hamingjusamir. Meira að segja ég bætti hún þrjózkulega við — verð hamingjusöm vegna þess, sem ég gerði. — Bjáninn þinn. Hann hristi hana til. Hún færði sig frá honum. — Það er smekksatriði, sagði hún rólega. Ég er hvorki vond né heimsk i mínum augum. Hvað svo sem er skoðun ann- arra, þá er það samvizka manns sjálfs, sem ræður úrslitum. — Hefur þér ekki dottið í hug, að þetta getur komizt upp löngu áður en mánuðurinn er liðinn? hrópaði hann. Það getur eitt- hvað gerzt — án þess að vita af þvi geta þér orðið á mistök, svo að allt komist upp? Hvar stendurðu þá? Hvernig fer þá um hamingju Joss Ashlyn og Myru? — Það kemur ekkert fyrir. sem eyðileggur hana. Ég mun vera varkár — Þvi trúi ég mátulega, sagði hann reiðilega. Þú gleymir því að þú ert óbeinlínis undir eftirliti lögregiunnar. vegna morðsins, sem framið var í húsinu. Þú getur 11 ekki ímyndað þér, hvað þeir eru snjallir að grafast fyrir um allt, hvort sem það kemur málinu við eða ekki. Vonnie fann, að ef hún yrði hér lengur, mundi hún missa vald á sér. Þá myndi Nigel hugsa: Tár — síðasta bragð konunnar. Það myndi ekki hjálpa henni. Án skilnings var ástin blekking ein. Hún snerist á hæli og hljóp á brott. Hún varð að komast frá honum. Hún hafði ekki hug- mynd um, hvort Nigel horfði á eftir henni. Eins og í blindni þaut hún út úr garðinum og eftir götunni. Hún þeyttist upp tröppurnar og hringdi bjöllunni skjálfandi hendi. Fenella kom strax til dyra. Hún lyfti brúnum. — Varstu á flótta frá blaðaljós myndara? Vonnie hallaði sér að veggnum og hristi höfuðið. — Hvað er þá að? Þú skelfur eins og lauf í vindi! Myra, hvað hefur skelft þig svona? Var ráð- izt á þig í garðinum? Vonnie hætti á að segja sann- leikann.' — Það var kunningi minn frá Kanada. sem kom hingað. Við fór ÚTVARPIÐ í dag MlSvlkud. 16. febrúar. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há- deeisútvarp 'S.oo Við vinnuna: I Tónleikar. 14.40 Við seo I heima sitjum. Sigríður Thorlacius les skáidsög una „Þei, hann hlustar" eftir Sumner Locke Elliof (14) .'5.00 16.00 Síðdegisútvarp 17.20 Fram burðarkennsla esperanto og spænsku 17.40 Þmgfréttir 18. 00 ^tvarpssaga barnanna: .Flótt tpp.“ efttr Constance Savery Rúna Gísladóttii les eigtn þýð tngu (2) 18.20 Veðurfregnir 18. 30 Tónleikar 19.30 STéttir 20.00 Daglegt mál Arni Böðvcrsson flytur þáttinn. 20.05 Efst á baugi. 20.35 Raddlr lækna vrunnar Bier ing talar um mataræði bama. 21.00 Cög unga fólksins Gerður Guðmundsdóttir kynnir 22.00 Fréttir og veðurfregnir. Lestur Passiusálma '8> 22.20 „Nótt aUra nótta“ smásaga eftir Oddnýju Guðmundsdóttur. Flosi Ólalsson leikari les. 22.45 Tónverk eftir Béla Bartók: 23.30 Dagskrárlok. Fimmtudagur 17. febrúar 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp. 13.00 Á frivaktinni Eydís Eyþórsdóttir stjórnar óskalaga- þætti fyrir sjómenn. 14.40 Við, I sem, heima I sitjum. 15.00 1 Miðdegis- útvarp 16.00 Síðdegisútvarp. 18.00 Segðu mér sögu. Bergþóra Gústafsdóttir og Sigriður Gunn laugsdóttir stjórna. 18.20 Veður frégnir 18.30 Tónleikar 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál Árni Böðvarsson flytur þáttinn. 20.05 Tónleikar í útvarpssal: Samleiiur á flautu og píanó. Jón Heimir Sigurjónsson og Ólafur Vigmr Albertsson leika. 20.20 Bréf tU Bænda og neytenda. Árni G. Ey- lands flytur síðara hluta erindis síns. 20.55 „Khamma“ balletttón list eftir Debussy. 21.15 Bóka- spjall Njörður P. Njarðvik cand. mag. stj. 20.50 Kórsöngur: Det Norske Soiistkor syngur andleg lög. 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22.20 Húsfrú Þórdís. Séra Gunn ar Árnason les söguþátt eftir Magnús Björnsson frá Syðra- HóU (2) 22.40 Djassþáttur: Django Jón MúU Árnason kynnir. 23.15 Bridgeþáttur. HaUur Símon arsson flytur. 23.40 Dagskrárlok. morgun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.