Tíminn - 16.02.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.02.1966, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 16. febrúar 1966 14_______________________________ SKÍRÐU SKIPIÐ f'ramhalo ai i*> sibu Skipið er ,335 lestir, 39.15 metrar. lengd lóðlínu 54 metr ar, breidd .70 og dýpt 3.80. Verkstjórar við smíðina voru þessir: Þorsteinn Þorsteinsson yfirverkstjóri, Þorsteinn Jóns son, tæknifræðingur, Sverrir Árnason. 1. verkstjóri í plötu- smiðju, Árni Aðalsteinsson, 1. verkstjóri í vélsmiðju, Anton Finnsson, 1. verkstjóri í skipa setningu og Árni Þorláksson, 1. verkstjóri í skipasmíði og Niels Kröyer. Skipið er smíðað fyrir Magn ús Gamalíelsson útgerðarmann á Ólafsfirði. Aðalteikningar gerði Hjálmar R. Bárðarson, skipaverkfræðingur, en Björn Ólafsson, tæknifræðingur, gerði stálteikningar og aðrar teikningar gerðu starfsmenn Slippstöð.varinnar h.f. Kjölur var lagður að skipinu 20. júní 1965, og hefur verkið gengið samkvæmt áætlun, og stefnt er að því, að skipið verði tilbúið á síldveiðar á sumri komanda. Slippstöðin var stofnuð í nóvember árið 1952, og í fund argerðarbók frá stofnfundin- um segir m.a.: „Tilgangur fé- lagsins er að reka dráttarbraut og skipaviðgerðir í því sam- bandi. og hefur í þeim tilgangi tekið á leigu Dráttarbraut Ak- ureyrarbæjar á Oddeyrar- tanga”. Fyrstu árin var starf- semi félagsins að mestu við- gerðir hreinsun og málning skipa. Þróunin hefur orðið sú að verkefni fyrirtækisins hafa aukizt að fjölbreytni og er nú ásamt því, sem segir í stofn- samningi nýsmíði skipa, hús- byggingar og aðrar mann- virkjagerðir, ásamt verzlun með þær vörutegundir, er við koma rekstri fyrirtækisins. í upphafi voru starfsmenn fyrirtækisins 5, en í dag starfa hjá fyrirtækinu og dótt urfyrirtæki þess Bjarma h.f., véla- og plötusmiðju, er stofn- sett var í nóvember 1963 rösk lega 100 menn og voru á síð- astliðnu ári greiddar 14.8 millj ónir í vinnulaun. Fyrirtækið hefur byggt 27 báta og annazt margs konar stóxaðgerðir á skipum á þessum tíma, en stærsta ve”kcfni fyrirtækisins er þetta síðasta. smíðin á Sig urbjörgu ÓFl. í fréttatilkynningu frá Slipp stöðinni segir að lokum: ,,Á siðastliðnum áratug hafa tréskipabvggingar að mestu lagzt niður og nær eingöngu verið bvggð slálfiskiskip og þær bygg'ngar verið fram- kvæmdar að mestu eriendis, en þar sem i landi okkar er mikia af góðum iðnaðarmönn- um og ennfrernur vegna þess að teljast verður æskilegra, að íslendingar byggi sín fiski skip sjálfir, bá réðst fyrirtæk ið í það á síðastliðnu ármi að koma sér upp tækjum og bún aði til að smiða stálskip. Að- staða til að vinna slíkt verk sem þetta er engan veginn svo góð sem hún þarf að vera, en íorráðamenn fyrirtækisins hafa fullan hug á að bæta þessa aðstöðu á næstu mánuð- um. Þá má að lokum geta þess að fyrirtækið hefur þegar sam ið um smíði á c.a. 460 brúttó- lesta stálfiskiskipi fyrir útgerð arfyrirtækið Kldborgu h.f.. Hafnarfirði". Fyrstu stjórn félagsins skip uðu: Skapti Áskelsson, Herluf Ryel og Gísii Konráðsson. Nú verandi stjórn félagsins skipa: Bjarni Jóhannesson, formaður Herluf Ryel og Þorsteinn Þor steinsson. Framkvæmdastjóri frá upphafi hefur verið Skapti Áskelsson. Að lokum vill biaðið biðja velvirðingar á því, að í mynda texta með myndum frá Slipp stöðinni í dag misritaðist nafn Skapta. Var hann sagður Ás- geirsson í stað Áskelsson. íþRO •'TIR 5. ívar Sigmundss., AK 112.8 6. Leifur Gíslason KR 112.9 Eftir hádegi á sunnudag hóíst^ Stórsvigsmót Ármanns og var keppt í suðurgilinu í Jósefsda!. Úrslit urðu sem hér segir: Stórsvig karla: 1 Eysteinn Þórðarson, ÍR 55.9 2. ívar Sigmundss., Ak. 56.6 3. Reynir Brynjólfss., Ak. 56.9 4. Árni Sigurðsson, ísaf. 57.8 5. Bjarni Einarsson, Árm. 58.6 Stórsvig kvenna: 1. Árdís Þórðard., Sigluf. 46.3 Þökkum ínnilega auSsýnda samúð og vinarhug vlð andlát og jarðar- för, föður tegndaföður og afa, Brands Tómassonar frá Kollsá. Valdís Brandsdóttlr, Guðmundur Kristjánsson, Margrét Guðmundsdóttlr, Brandur Guðmundsson. Eiglnmaður mlnn og faðlr, Jóhann Ó. Haraldsson tónskáld, verður jarðsunglnn frá Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 17. febrúar kl. 1.30 e. h. Maria Krlstjánsdóttir, Ingvi R. Jóhannsson. VIS þökkum af alhug þeim stóra hóp sem sýndi okkur samúð og vlnarhug við fráfall og minnlngarathöfn eiginmanns, föður, sonar og tengdasonar, Höskuldar Þorsteinssonar yflrflugkennara, Sérstaklega þökkum við Flugsýn h. f., sem sá um minningarathöfn- ina. GuS blessi ykkur öll. Kristfriður Kristmarsdóttlr og börn, Rebekka Bjarnadóttir, Hallfriður Jóhannesdóttir, Krlstmar Ólafsson og aðrir aðstandendur. 2. Marta B. Guðm., KR 48.5 3. Ilrafhildur Helgad., Árm. 51.9 Itórsvig drcngja: 1. Árni f’ðinss., Akureyri 44.1 2. Tómas Jónsson, Árm. 44.5 3. Ingvi Óðinsson, Ak. 46.9 Mótsstjóri var Árni Kjartans- son, Ármanni. Konur og drengir kepptu á sömu braut sem var 600 metra löng með 24 hliðum hæðarmismunur var 170 m. Karla- brautin var 700 metra iöng með 33 hliðum, hæðarmismunur 200 metrar. Kaffiveitingar voru í Ár- mannsskálanum ailan sunnudag- inn og bílfært alla leið upp að skálanum. Á sunnudagskvöldið var sameig inleg verðlaunaafhending fyrir bæði mótin í Tjarnarbúð. Við þetta tækifæri mælti Sigurjón Þórðarson nokkur hvatningarorð til skíðamanna um leið og hann afhenti verðlaun fyrir Hamragils- mótið. Einnig tók til máls Sig- urður R. Guðjónsson, sem afhenti verðlaun fyrir Stórsvigsmót Ár- manns. Síðastur tók til máls for- maður Skíðasambands íslands St.ef- án Rristjánsson, og þakkaði hann utanbæjarmönnum komuna til Reykjavíkur og hafði orð á að með þessum mótum væri hafið nánara samstarf á milli hinna ein- stöku skíðafélaga á landinu og væri það mjög ánægjulegt. Stefán minnti skíðamenn á skíðanámskeið ið, sem verður í vikutíma í marz á Akureyri undir leiðsögn Ey- steins Þórðarsonar. Ennfremur var sýnd kvikmynd frá Skíðalandsmót inu á Akureyri í fyrra, sem Reyn- ir Sigurðsson Í.R. sýndi og var kvikmynd þessi afburða vel tekin. Seinna um kvöldið skemmti Ómar Ragnarsson af sinni alkunnu snilld við mikinn fögnuð áheyrenda. Skíðaráð Reykjavíkur þakkar forráðamönnum skíðamála úti á landi, sem veittu Reykvískum skíða mönnum þá ánægju að senda sín rhenn til keppni hér. Á VÍÐAVANG mann Fél. ísl. iðnrekenda, sem birtist í tímariti samtakanna, hét: „ERFIÐARI AÐSTAÐA IÐNAÐARINS“. Þar segir for- maðurinn, að mikill fjárskort- ur sé nú í iðnaðinum og hann vantaði mjög aukið rekstrarfé og stofnlán. Ilann sagði einnig að fyrir nokkrum árum liefðu ýmsir iðnrekendur verið með áætlanir um útflutning, en nú væri slíkt úr sögunni, vegna verðlagsþróunar síðustu ára. Vilja ekki ritstjórar Mbl. gera svo vel og lesa skrif iðnrek- ] enda sjálfra og fá þar svör við spurningum sínum. Það er ekki nóg að margbirtaskipanir Jóhanns ráðlierra um að menn skuli bara þegja um þessi mál allt sé í lagi, ef menn þegi að- eins um afglöp stjórnarinnar og nún íafi. VANAFESTA Framhald af 9 sfðu menn átta ár að búa til þennan rétt, þangað til hægt var að fá fólkið þar til að láta af gömlu trúnni og taka hatm í staðinn fyrir gamla mjölgraut inn. Einnig hafa lánazt nokkrar aðrar tilraunir vísindamanna í Mexicó til að auka rétti fólks þar að næringarefnum, t. d. með því að bæta ögn af fiski mjöli í brauð, kökur, kexteg undir og hinar kryddmiklu pönnukökur „tortillas*1 2 3 4 5 þar í landi, án þess að bragð eða lykt breytist við það. Japanir voru ákaflega fast heldnir á fæðutegundir fram að síðasta stríði. En frá striðslok um hefur orðið talsverð breyt ing á með iðnvæðingu og auk inni velmegun. þar sem næring arsérfræðingar hafa hvatt fólk til að neyta meira af mjólk, kjöti, eggjum og ávöxtum. Áð- ur var lítið neytt af kjöti nema við hátíðleg tækifæri, og eldri kyn=lóðin forðaðist að neyta mjólkur eða mjóikurafurða. Eft ir stríðið hefur neyzla þessara fæðutegunda stóraukizt. Samt hafa Japanir ekki dregið úr neyzlu hinna fornu eftirlætis- fæðutegunda, hrísgrjóna, brauðs og fisks, sem enn ber mest á í japönskum mált.iðum, aðeins aukið fjölbreytni í mat. En yfirleitt hefur vísinda- mönnum reynzt þungur róður inn sá, að koma vitinu fyrir fóik í því efni að fá það til að breyta um máltíðir eða matartegundir, venja sig á hollari mat en það hefur vanizt á. Það hefur komið á daginn að maðurinn er fram úr hófi íhaldssöm og vanaföst tegund í dýraríkinu að þcssu leyti, og sannast á nonum, að það er ekki létt verk að kenna gömlum hundi að sitja. REIÐSKÓLI Framhald af 16 síðu mundsson, sem getið hefur sér frægðarorð fyrir frábæra leir- keragerð sína, en Hedi hefur nú snúið sér mestmegnis að reiðmennsku. Blaðamönnum var í dag boð ið að sjá reiðskólann, og var þeim jafnframt gefinn kostur á því að prófa reiðskjótana, sem reyndust hinir ágætustu, sjö talsins. Munu þau Hedi og Peter Behrens skipta þannig með sér kennslunni, að Hedi kennir yngri nemndunum, en Behrens þeim eldri. Tekin verða til meðferðar ýmis at- riði, sem máli skipta fyrir reið menn, svo sem fóðrun hesta, og hvernig á að umgangast þá, og meðhöndla, setja á þá reið tygi og þar fram eftir götunum Ætla kennararnir að sýna nem endunum skuggamyndir þeim til glöggvunar á ýmsum atrið um. Nemendunum verður skipt í sex manna flokka, og fær hver þeirra tíu kennslustundir en námskeiðagjald verður kr. 700. Verða þeir nemendur, er þess æskja, sóttir til Hafnarfjarðar og niður á afleggjara Keflavík urvegar, og er flutningsgjald innifalið I kostnaðinum. Ekki verða teknir nemendur innan sex ára aldurs. En svo sem fyrr segir verður hér ekki einungis um reiðkennslu að ræða, held ur einnig hestaleigu, er leigan kr. 100 á fyrsta klukkutímann, en kr. 80. fyrir hverja klukku stund, sem á eftir fer. Þá hef ur Hedi ákveðið að hafa kaífi sölu á sunnudögum í íbúðar húsi sínu að Bala fyrir reið- fólk er leggur leið sína um Álftanesið. Hedi hefur einnig f hyggju að taka til sín nem- endur i heimavist, en óvist er, hvenær það verður. Þess ber að lokum að geta, að bæði hestar og knapar, eru tryggðir fyrir hvers kyns skakkaföllum HEIMSSÝNING Framhald af 16. síðu. innan 500 mílna radíuss. búa um 12.5 milljónir, og um 50 millj- ónir Bandaríkjamanna búa tiltölu lega skammt frá borginni; þannig er ekki nema eins klukkutíma flug frá New York til Montreal, og borgin liggur að öllu leyti mjög ve' við flugleiðum. í Mont- real ei stærsta höfn i heimi frá sjó, en borgin liggur um 1600 km frá mynni öt. Lawrencefljóts- ins. Fyrirhugað sýningarsvæði verður ^ðallega a eyju úti í fljót inu og 'ærður lagi í mikinn kostn að við að gera akfærar brautir til og frá eyjunni. Kanaoamenn gera ráð ^yrir 60 milljón dollara halla vegna sýn- I ingannnar og greiðir ríkissjóður ! helming þess fjár, en tvö fylki hinn hlutann Þáttaka annarra ríkja verður mjög góð, og hafa þegar 80 ríkisstjórnir ákveðið þáttöku og verða Kanadamenn Rússar og Bandaríkjamenn með stærstu sýningarsvæðin, og verð ur Rússum og Bandaríkjamönn- um stilli upp sitt hvoru megin árbakkans, svo að þeir megi líta á glæsileik hvorr annars. í sýningarhöll Norðurlanda verður komið upp sýningum frá hverju Norðuriandanna, og ætla Norðmenn að leggja áherzlu á haf og vatn í sínni deild, Finnar munu að öllum líkindum fjalla um frítíma, Danir ætla að fjalla urn manninn sem hráefni. Svíar hafa enn ekki ákveðið sitt fram- lag og sama er að segja um ís- land. Þar sem íslandsdeildin verður minnst verður mesta vandamálið að takmarka sýning- una við fá en vel útfærð atriði. í sambandi við sýninguna verð ur haldinn 5. júní sérstakur Norð urlandadagur, og þarf að vanda undirbúning fyrir þann dag sér- staklega vel af íslands hálfu. Á fundinum kom fram að Stokk hólmsoperan muni halda einar þrjár sýningar á heimssýningunni en ekki er vitað um framlag hinna Norðurlandanna á menning arsviðinu. Þá vai einnig upplýst að Norðurlandabuar í Montreal hafa skipað nefnd til að taka á móti ferðalöngum frá Norðurlönd um og útvega þeim gistingu á hótelum og á heimilum. Á fundinum kom fram ósk frá Póst og símamálastjórninni að gefa út sérstakt frímerki vegna heimssýningarinnar. og fulltrúi Ferðaskrifstofu ríkisins skýrði frá því að væntanlegur væri inn an skamms vandaður bæklingup um land og þjoð, sem m.a. yrði gefinn út á frörisku. en flest ir íbúanna í Montreal eru frönsku mælandi Næsta skrefið i undirbúningi af fslands hálfu er skipun nefnda er starfi einkum á fjórum svið- um — menningarnefnd, viðskipta nefnd, ferðamáia- og upplýsinga- nefnd og fjármálanefnd, þannig að markvisst megi vinna að sem árangursríkastri þátttöku í þess- ari glæsilegu sýningu. ÍÞRÓi TIR yrði frambúðarlausn á þjálfara- málunum. í dag væri „Ilt of fáir starfandi þjálfarar. Er ljóst. að gera þarf stórátak til að Xoma þjálfaramálunum í viðunandi og benda allar líkur til þess, að sérstakur knattspyrnuþiálfaraskóli gæti leyst vandann að miklu leyti. Konur Kópavogi Freyja, félag Framsóknarkvenna í Kópavogi gengst fyrir sýni- kennslu í gerbakstri í félagsheim- ilinu Neðstutröð 4, fimmtudag 17. febrúar n. k. kl. 8,30. Sigríður Kristjánsdóttir húsmæðrakennari leiðbeinir. Ókeypis aðgangur, ,-all- ar konur velkomnar meðan hús- rúm leyfir. — Stjórnin. Kvöldskernmtun Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík efnir til kvöldskemmt unar á fimmtudaginn fyrir félags- menn og gesti þeirra í Súlnasal Sögu. Ávarp flytur Einar Ágústs- son alþm. Ómar Ragnarsson og Jón Gunnlaugsson skemmta. Hljóm sveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi til kl. 1. Húsið verður opnað kl. 7, borðapantanir fyrir matargesti í síma 20221, þriðju- dag frá kl. 7 og fimmtudag frá kl. 4. Boðsmiða að skemmtuninni er að fá hjá stjórnarmeðlimum FUF og á skrifstofu félagsins að Tjarn- argötu 26, i símum 1-55-64 og 1-60-66.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.