Tíminn - 16.02.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.02.1966, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 16. febrúar 1966 r—■ ....... ■■■ TÍMINN Fólk flest þykist cta aðeir.s þann mat, sem því þykir góður. Meira sannmæli mundi þó vera. að fólki þykir allur sá matur góður, sem það hefur vanizt á að leggja sér til munns. Upp eldishættir og þjóðfélags, efna hagur, fjölskyldulíf, trúarbrögð, atvinna og metorð, allt þetta stuðlar að því að ákveða matar venjur okkar, að því er segir í nýlegri ritgerð eftir næringar sérfræðinga Matvæla- og land búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Bretum er það nálega heil agt mál að fá kalkúna, kjötköku og búðing á jólunum, Banda- ríkjamenn geta ekki hugsað sér Þakkargjörðardag án kalkúna og tröllaeplistertu. Eða hvað segjum við, ef ekki væri boðið upp á sfcötu á Þorláksmessu og hangikjöt á jólum? Fáfræði, hleypidómar, tor tryggni og misskilningur hafa ráðið miklu um það, hvort fólk vill leggja sér eina eða aðra :egund til munns eða telur hana Hér sést eldamennska í Persíu, eins og hún tíðkast enn í dag víða í þessu stórveldi fornaldarinnar. Vanafesta, trú ráða miklu um og hindurvitni mataræði fólks hreint óæti. Til að mynda tók það íra ein fimmtíu ár að fall ast á að rækta kartöflur og láta þær tilheyra daglegri máltið sinni. Og í Englandi, spm hef ur þó löngum verið tiltölulega vei og skynsamlega ræktað land, leið hálf þriðja öld unz kartöflur voru teknar í tölu matvælategunda, þær voru áð- ur taldar eitraðar. Miklu skemmra er síðan töm atar urðu taldir til grænmetis tegunda á matborði alls þorra fólks í ýmsum löndum, þar sem samskonar hindurvitni og hleyptidómar voru á lofti gegn þeim sem kartöflum. Frans- mönnum þykja sniglar ósköp ljúffengir, en mundi hrylla við, væri þeim boðið upp á skelli bjöllur, sem Nígeríumenn telja hnossgæti. Fyrr á öldum voru söl tæpast talin mannamatur hér á landi, og til skamms tíma mátti fól'k hérléndis ékki hugsá til þess að leggja sér til munns krabba, humar eða rækjur, sem eignast nú æ fleiri aðdá endur, og hvernig yrði íslend ingum við, væru þeim færðar ó diski marflær eða önnur álíka Ekki er ýkjalangt síðan ýmsar svokallaðar menningarþióðir tðldu kartöflur fremur skepnumat en manna, og sumar þjóðir vilja heldur svelta en leggja sér hveitimat, kjöt eða fiskmeti til munns. kvikindi, hundar, kettir og mýs, sem mörgum þykja herramanns matur í Austurlöndum. Eins fussa flestir útlendingar við, þegar þeir finna lykt af há- karli eins og hann er hér verk aður, eða kæstri skötu eða grásleppu, jafnvel hangikjöti, og: dettur þeim sízt af pllu : í. húg að leggja sér slíkt tii irtunns. Súrsaðir hrútspungar þykja þeim aftur á móti góðir — þangað til þeir fá að vita, hvað það er. Eins er um við- brögð margra hér gagnvart hrossakjöti. En hvað sem því líður, þa er víst um það, að fátt fólk legg ur einungis mælikvarða næring argildis á matartegundir, ótrú lega fáir meta mat eftir því fyrst og fremst. Mörgum er máítið fagurfræðilegt atriði, og enn fleira fólki er hún þó líkamleg stundaránægja. Viðhorf fólks gagnvart dýr um, sem það umgengst mikið, hefur ósjaldan áhrif á það, á hverju það matast. Víðsvegar í Afríku og Indlandi er litið á kýr sem sérstaka fjölskylduvini, og komið er fram við þær sem ættingja. í Indlandi er alls ekki liðið, að kú sé slátrað. í Afríku er litið á kúaslátrun sem helgi athöfn eða hátíðlegan viðburð, og éti fólk kjötið af þeim, er alls ekki ætlast til að litið sé svo á, að það sé partur af venju legri máltíð til að nærast af. heldur hluti af helgiathöfn Þeir sem halda vilja að fólKi þeim mat, sem verulegt næring argildi hefur, eiga ósjaldan viö ramman reip að draga, verða að berjast við fáfræði og kerlinga bæfcur, og þó enn oftar vana- festu fólks og trúarlegar grill- ur. Stundum verður andstaða gegn matartegundum öldungis fáránleg. svo þeir standa ráð- þrota. sem koma fólki til hjálp ar í neyð. Nægir að nefna það sem kom fyrir í Bengal, þegar þar kom upp hungursneyð. vegna uppskerubrests á brís grjónum. Var þá útvegað iiveiti i stað hrísgrjóna. en fjölmargir hinna sveltandi Bengalbúa höfn uðu því. Sumir töldu það of hart til að hægt væri að elda það, ómeltanlegt, .þeir höfðu hreint og beint enga trú á hveiti sem matartegund. Margir kusu heldur að verða hungur morða en leggja sér hveiti til munns. í Þýzkalandi eftir heimsstyrjöldina síðari var erfitt að fá margt banhungrað ‘ $lk:<til að éta irtaís þ^r, éð það væri skepnumatur en ekki manna. Trúarbrögðin eiga ólitinn þátt í að skapa matarvenjur fólks. Fjölmargir Gyðingar taka ekki í mál að éta svínakjöt, einungis af trúarlegum ástæð um. í Indlandi, sem hefur um þriðjung nautgripa í veröldinni leggur aðeins fjórðungur íbú- anna sér kjöt til munns, sum- part af fjárhagslegum ástæðum, en fyrst og fremst vegna þess, að nautgripir eru taldir til helgra dýra. Næringarfræðingar verða að beita ýmsum brögðum til að fá fólk til að neyta fæðu, sem trú arlegar eða þjóðvenjur eða hindurvitni af ýmsu tagi banna því að leggja sér til munns, og verða þeir þá oft að leita aðstoðar mannfræðinga, vélags fræðinga og sálfræðinga, og tekst þetta stundum með því að fara í kringum trú og venj- ur fólksins í stað þess að brjóta þær alveg niður. Næringarsérfræðingar hafa „búið til“ rétti með líku bragði og hefðbundnir réttir næringar snauðir, sem ýmsar þjóðir hafa vanið sig á, og sannfært þær um að taka þá í staðinn. „Incaparina" nefnist einn slíkra protein-ríkra rétta, sam settur úr maís, sorghum, baðm- ullarfræmjöli, þurrkuðum sveppum og tilbúnu A-fjörefni, sem innleiddur hefur verið i máltíðir skólabarna í Mið-Amer íku, einungis vegna þess ,að að hægt er að bera hann á borð í stað mjölgrautsins „atole", sem fólki þar þykir svo lystauk andi og ljúffengur, en skortir næringarefniv Það tók vísinda Framhaia a r J4 Yfirmatsveinar i alþjóðlegum gildaskátum verSa að þekkja vel tll matarvenja hinna ýmsu þjóða til að geta þóknazt öllum gcstum, er aS garði ber. v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.