Tíminn - 16.02.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.02.1966, Blaðsíða 16
38. tbl. — Miðvikudagur 16. febrúar 1966 — 50. árg. Vatnsskortur / Eyjum Skemmtifundur Framsóknarkvenna Félag Frara- sóknarkvenna heldur skemmti- fund í Tjarnar- götu 26 i dag miðvikudag kl. Spiluð verð ur Framsóknar- Ávarp flyt- Kristján Bene Kristján diktsson, borgar- fulltrúi. Konur fjölmennið og takið með ykkur gesti. PRESSUBALLIÐ 19. MARZ GÞE Reykjavík, þriðjudag. Að undanförnu hefur mikill vatnsskortur ríkt í Vestmannaeyj- um, þótt ástandið í þeim efnum hafi oft áður verið verra. Síðan í janúarlok hefur Herjólfur flutt um 120 tonn af vatni frá Reykja- vík til Eyja í hverri ferð, en þess hefur ekki þurft með síðan í sum- ar. Fólk er á biðlista eftir vatni úr uppsprettulindum, og frá Reykja- vík og erfitt er að svara þörfum allra. Verksmiðjurnar þurfa mest á vatni að halda, en bæði þar og í heimahúsum er vatnið sparað eftir megni. Vatnið sjálft fær fólk sér að kostnaðarlausu, en það kost ar 250 krónur að flytja _hvert tonn á bifreiðum að sögn Ólafs Krist- jánssonar forstjóra Vörubifreiða- stöðvar Vestmannaeyja, en hann hefur að gera með vatnsflutninga í hús. Ekki er um beina vatns- skömmtun að ræða í Eyjum, held- ur fær fólkið vatn eftir því sem það pantar. Blaðamenn á hestbaki í gær. REIÐKENNSLA 0G HESTA LEIGA í GARÐAHREPPI GÞE-Reykjavík, þriðjudag. Á morgun mun nýr rciðskóli taka til starfa að Bala í Garða hreppi. Verður þar fyrst og fremst reiðkennsla, en einnig hestaleiga fyrir þá, sem þess æskja, svo og í samráði við Ferðaskrifstofu íslands og Loft leiðir. Er ætlunin að gefa bið- farþegum Loftleiða kost á þvi að spretta úr spori á íslenzkum gæðingum. Kennararnir við reiðskólann verða tveir, ann ars vegar Peter Behrens, Þjóð verji, sem dvalizt hefur hér á landi í þrjú ár, og stundað hestamensku jafnframt því að vera kennari við Handíða- og Myndlistaskólann í Reykjavík og hins vegar frú Hedi Guð Framhaid a m n Ákveðið hefur verið, að Pressuball Blaðamannafé- lags íslands verði haldið laugardaginn 19. marz næst komandi í veitingahúsinu Lido. Heiðursgestur verður Krag, forsætisráðherra Dana og kona hans. Þeir, sem voru á Pressuballinu í fyrra hafa fongangsrétt að miðum til þriðjudagsins 22. febrúar og eru beðnir að hafa samband við Elínu Pálmadóttur eða Atla Steinarsson á Morgun- blaðinu eða Agnar Bogason í síma 13496. Vel verður til ballsins vandað, salarkynni skreytt o. s. frv. (Frá undirbúningsnefnd) Heimssýningin í Kanada eftir rúmt ár. - ísland meðal 80þátttökuþjóða MARGIR AÐILAR TAKA ÞÁTT í UNDIRBÚNI NGSSTÖRFUM VÉGNA SÝNINGARINNAR SJ—Reykjavík, þriðjudag. Eftir rúmt ár hefst heimssýn- ing í Montreal í Kanada, og stend ur hún yfir ,í sex mánuði. dagana arorð sýningarinnar verða: „Mað urinn og heimurinn sem hann býr i” (Man and his World). Eins og þegar hefiur verið getið hefur ríkisstjórn fslands ákveðið þátttöku í sýningunni í samvinnu við hin Norðurlöndin og reisa þau sameiginlega sýningarhöll, sem hafin er bygging á. Af ís- lands nálfu vann Skarphéðinn Jó Á myndinni eru fulltrúar ríklsstiórnarinnar er unniS hafa aS undirbúningi aS þáttöku íslands aS fyrirhugaSri heimssýningu í Montreal. TallS frá vinstri: SkarphéSinn Jóhannsson, arkitekt islenzku sýningarinnar, Gunnar J. FriSriksson, framkvæmdastjóri íslenzku sýningarinnar; Agn- ar Kl. Jónsson, ráSuneytisstjóri og Þórhallur Ásgeirsson, ráSuneytisstjori. (Tímamynd GE). Skipii skírt úr sjó í stai kampavíns HS-Akureyri, þriðjudag. Nýtt stálskip var sjósett í Slippnum á Akureyri í dag. Fjölmenni vai við athöfnina, og var hún hin hátíðlegasta. Skaipti Áskelsson framkvæmda stjóri ávarpaði mannfjöldann. Hóf hann mál sitt með því að miunast þess, að Eyfirðingar hefðu löngum haft forystu í hvers konar skipasmíði. Kvaðst hann vona, að svo mætti verða í framtíðinni, og þetta nýja stálskip væri spor að því marki. Framkvæmda- stjóri þakkaði síðan starfs- mönnum sínum fyrir ágætlega unnin störf og kvað þá hafa leyst úr hverjum vanda, þó að- staðan hafi verið ákaflega slæm. Síðast en ekki sízt þakk aði hann úlgerðarmanninum, Magnúsi Gamalíelssyni, fyrir það traust og áræði, sem hann sýndi, er hann fól Slippstöð- inni þetta vandasama verk- efni. Guðfinna Pálsdóttir kona út gerðarmannsins braut flösku á stefni skipsins og gaf því heit ið Sigurbjörg ÓFl. í flöskunni var sjór af Skagagrunni, og má ætla. að hann verði ekki síður happasæll en hið sígilda kampavín. Sjósetning Sigur- bjargar tókst ágætlega, og ligg ur þetta glæsilega skip nú við bryggju í slippnum og bíður frekari aðgerða. Skipstjóri á nýja skipinu verður Ólafur Jóakimsson sem áður var með Guðbjörgiu ÓF-3. Framhaid á oi M hannsson, arkitekt. að teikningu þessa húss en í upphafi var ákveð ið, að norrænu arkitektarnir (einn frá hverju landi) ynnu sam eiginlega að teikningu hússins án þess að getið væri um framlag eða hugmyndir hvers og eins. Uppiýsingar pesar komu fram á fundi. er Agnar Kl. Jónsson, Gunnar J. Friðriksson, Þórhallur Ásgeirsson og Skarphéðinn Jó- hannsson héldu í gær fyrir hönd ríkisstjórnarinnai meö ýmsum op inberum aðilum, fulltrúum fyrir tækja og stofnana, er fjalla um ferðamá), listir vísindi, tækni, viðskiptamál og upplýsingamál. Framlag íslands til norrænu sýningarhallarinnar verður 1/21 af heildarkostnaði, en hin Norð- urlöndin skipta kostnaðinum jafnt. Ríkisstjórnin hefur þegar lagt til 2 milliónii króna, og flug félögin hafa m.a. gefið farmiða til þeirra sem hafa þurft að ferð ast til utlanda vegna undirbún- ingsstarfa. í Montreal búa yfir 2 milljónir manna, og í nágrenni borgarinnar Framhald á bl. 14 Orðsending frá r’oðheimum h. f. Hlutabréfin í Goðheimum h. f fé- lagsheimili Framsóknarmanna að Hringbraut 30 í Réykiav>:J: eru nú til afhendingar á skrifstofu Frain sóknarflokksins, Tjarnargötu 26. Eru hluthafar beðnir að sækja þau sem fyrst. Örfá hlutabréf eru til sölu af sérstökum ástæðum íram að helgi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.