Tíminn - 16.02.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.02.1966, Blaðsíða 3
IVfTJ'VIKUDAGUR 16. fehriiar 1966 TÍMINN Melbourne, næststærsta borg Ástralíu vex nú óðfluga og er talið að íbúatala bæjar ins tvöfaldist á næstu 25 árum. Reikna yfirvöld borg- arinnar með þvi, að sex minni borgir í nágrenni Melbourn- es sameinist henni fyrir 1990. riílaverksmiðja í Gorkji í Sovétríkjunum hefur fram- leitt nokkra bíla, sem ætlað- ir eru sérstaklega til aksturs í norðurhéruðum landsins. Eru þessi bílar aðeins til reynslu fyst um sinn en þá á að vera hægt að nota í allt að 71 gráðu frosti. Eru þeir sér- staklega útbúnir hitatækjum og kraftmikilli vél, auk dekkja sem frjósa ekki. ★ Til sölu er nú í Mexico jap- önsk höll ásamt rísökrum og páfuglum og er söluverð hallar innar um 120 milljónir króna. Höll þessi er í Cuernavaca í Mexico og seljandinn er Doan Tiane de Champassak fursta frú. Furstafrú þessi, sem er reyndar betur þekkt undir nafninu Barbara Hutton, lét byggja þessa höll og fékk til þess bandariskan og japansk- an arkitekt, en nú segir eigin maður hennar, sem er hinn sjö undi, að Barbara hafi ekki þrek til þess að ferðast, en hún er 52 ára, til Mexico. Þau hjónin eru nú búsett í Tanger í Marokko. Barabra Hutton og furstinn hittust fyrst á mál- verkasýningu, sem hann hélt og keypti hún þá mörg mál- verk, sem á sýningunni voru og gengu þau í hjóna- band 1964. Hjónavígslan var framkvæmd eftir siðvenjum í Laos. Voru fætur Barböru málaðir rauðir og klæddist hún grænu við vígsluna. Titill furstans á nefnilega rætur sínar að rekja til þess, að ætt- ingi fyrrverandi forsætisráð- herra Laos arfleiddi hann. ■k Það var mikil leynd í sam- bandi við nýju James Bond- kvikmyndina, sem nú er verið að vinna að. Kvikmyndin heit- ir Casino Royal og James Bond-hetjan Sean Connery leikur ekki í kvikmynd- inni. Hver það er, sem fer með hlutverk James Bond, er ekkert vitað. Aðeins svo mikið er víst, að Ursula Andress og Peter Sellers leika í myndinni og nú velta menn því fyrir sér, hvort það sé Peter Sellers, sem hefur tekið að sér hlutverk James Bond. ¥ Chichesterdómkirkjan í Sussex er níu hundruð ára gömul og þarfnast mjög við- gerðar og kirkjur vðísvegar : Sussex eru nú farnar að safna peningum handa dómkirkj- unni og það á heldur óvenju- legan hátt. Það var alveg nauðsyn legt að finna eitthvert ráð, sem illir tækju eftir, því að það iru um hundrað milljónir. ?em þarf að safna. Til þess að fá pening- na er nú sungið Calypsolag öllum kirkjum í Sussex til Þetta er algeng sjón í Salis- bury í Rhodesíu þessa dag- ana. Unglingar ganga um göt- urnar með skilti á bakinu, og stendur á því: „Ég hata Har- old,“ og er þar átt við Harold Wilson, forsætisráðherra, en hinir hvítu fbúar landsins eru lítt h 'nir af aðgerðum verka- mannastjórnarinnar í málefn- um Rhodesíu. * Þetta e hertosahiónin af Windsor í Marbeuf kvikmynda húsinu í Tar sýningu á rétt fyrir frum kvikmyndinni „Kings Story“, sem fjallar um æv ‘ hertogans. Hér sést hin svissneskætt- aða leikkona Ursula Andress fela mikið glóðarauga bakvið stór sólgleraugu. Hin 29 ára gamla leikkona hlaut glóðar- augað, þegar hungrað dádýr hljóp á hana og sparkaði í and lit hennar. Þetta skeði, þegar leikkonan var stödd í dýra- garðinum í Bushey Park, rétt fyrir utan London, og var að gefa dýrunum. Vegna þessa atburðar hefur orðið að fresta kvikmyndun á hinni nýju Jam es Bond kvikmynd, „Cas- ino Royale,“ þar sem Ursula leikur aðalhlutverk ásamt Peter Sellers. Fangelsislíf lestarræningj- anna fimm, sem stóðu að lest- arráninu mikla í Bretlandi kemur nú til með að verða talsvert þægilegra heldur en það hefur verið fram að þessu og er það eiginkonum þeirra að þakka. Eiga þeir nú að fá að sofa í myrkri á næturna, en fram að þessu hefur alltaf verið kveikt ljós í fangelsi- klefum þeirra, og auk þess eiga þeir að fá leyfi til þess að hlusta á útvarp. þess að hvetja fólk til þess að leggja fram skerf sinn. Söng- inn samdi plantekrumaður á Jamaica og hann syngur hann sjálfur. Nafn söngsins er: Chichester Cathedral is fall- ing down. ★ ISPEGLITÍMANS 3 Á VÍÐAVANGI Vakna við vondan draum Það er engu líkara en Morg- unblaðið hafi vaknað við óþægi lcgan draum í gær. Leiðara- höfundurinn virðist allt í einu hafa tekið eftir því, að Jóhann Hafstein hafi sagt eitthvað fleira á fundi iðnrekenda en að biðja þá að þegja um ávirðing- ar stjórnarinnar í garð iðnað- arins, því að annars væri hætta á, að gagnrýnin á stjórnina „sí- aðist inn í almenning" og jafn vel iðnrekendur sjálfa. Hinn „frjálslyndi“ lciðarahöfundur I Morgunblaðsins sá hins vegar P nær ekkert annað en þessi f merkilegu tilmæli ráðherrans, h þegar hann fór að leita þar að | gullkornum til þess að endur- | birta í leiðara sínum. En þetta * fannst honum svo gott og i snjallt, að hann endaði leiðar- ann með því að segja, að undir þetta vildi Morgunblaðið alveg sérstaklega taka, og voru þau orð ekki höfð um önnur atriði í ræðu Jóhanns. Nú hefur leiðarahöfundurinn fengið ofurlítinn eftirþanka og líklega stafar það af því, að ein- hver góður maður hafi sagt honum, að þetta hafi ekki ver ið hið bezta í ræðu Jóhanns. Þess vegna skrifar hann nýjan leiðara í gær, þar sem hann minnist ekki á hin einstæðu tilmæli Jóhanns en rekur nokk ur önnur atriði úr ræðu hans og segir, að gegn þeim standi andstæðingarnir rökþrota. En sá maður er ekki talinn rök- þrota, sem lýkur sínum „rök- ræðum“ með því að biðja menn að halda sér saman. Fertugur fundur í fertugu félagi Eins og sjá má á Morgun- blaðinu síðustu daga, á Varðar- félagið fertugsafmæli um þess- ar mundir og hefur haldið af- mælisfagnað góðan. En af því að þetta er alvörugefið félag var einnig haldinn eins konar afmælisfundur í Verði á dög- unum. Umræðuefnið var skatta og tollamál, og þótti bezt hæfa, því að stjórnin telur þetta helztu glansnúmer sín. Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, var fenginn til að reifa málið, enda talinn ein helzta stjarnan á íhaldshimninum um þessar mundir. En hrifningin hjá íhaldsfólkinu var ekki meiri en það, að fundinn sótti milli 40 og 50 manns, og þykir það ekki tiltakanlega mikil fundarsókn hjá helzta stjórnmálafélagi flokks, sem fengið hefur yfir 20 þúsund atkvæði í höfuðborg inni. Aðrir segja aftur á móti, að þetta hafi verið hnitmiðað og við hæfi að halda fertugan fund í fertugu félagi. „Erfiðari aðstaða iðn- aðarins" Morgunblaðið segir í forystu- grein um iðnaðarra „u Jóhanns: „Nú er bezt að Framsóknar- menn geri hreint fyrir sínum dyrum og leggi spilin á borðið. Hver eru málefnaleg rök þeirra fyrir þeirri fullyrðingu, að rík isstjórnin hafi tekið iðnaðinn „kverkatökum"? Þessari spurningu er ofur fljótsvarað. Tíminn hefur fyrir sér skýr orð forystumanna iðn- aðarins sjálfra. Það er þeirra dómur, sem byggl er á. Viðtal við Gunnar J. Friðriksson, for- Framhald á bl. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.