Tíminn - 16.02.1966, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 16. febrúar 1966
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastióri Kristián Benediktsson Ritstiórar Þorarinn
Þórarinsson (ábi Andrés Kristiánsson Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritsti.skrifstofur i Eddu-
húsinu. simar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af-
greiðslusími 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur.
sfmi 18300 Áskriftargjald kr 95.00 á mán Innanlands — f
lausasölu kr. 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f.
„Lama vinnslu
sjávarafurða,,
Hirm landskunni og þrautreyndi útgerðarmaður, Har
aldur Böðvarsson á Akranesi, ritar mjög athyglisverða
grein í Morgunblaðið f gær um útgerðarmál. Hann er
ekki myrkur í máli og segir hreinlega og biatt áfram álit
sitt á stefnu og aðgerðum núverandi ríkisstjórnar í sjáv
arútvegsmálum og fiskvinnslu. Munu flestir þeir, sem nú
brjótast í því að halda við og efla þennan meginatvinnu-
veg, vera honum samdóma. Haraldur hefur grein sína
á eftirfarandi kafla:
„Á fundum sumra stjórnmálamanna og í dagblöS
um þeirra er mikill áróSur fyrir ágæti stóriðju (Búr-
fellsvirkjun og alumínverksmiðju) og samhliða þessu
er reynt að koma inn hjá þjóðinni að sjáarútvegur
og vinnsla fiskafurða sé of einhliða og að atvinnuvegi
þessum verði ekki treyst til frambúðar o.s.frv. En
samt sem áður ber þó þessi atvinnuvegur ennþá uppi
þjóðarbúið að mesiu leyti og svo mun verða lengi
enn.
Þeim, sem trúa einhliða á stóriðjuna, væri hollt að
hugleiða, að ekki er heppilegt að skera niður mjólk
urkýrnar, þ. e. útgerðina, fyrr en annað og betra kem
ur í staðinn.
Því miður virðast ráðandi öfl í þjóðfélaginu vinna
markvisst að því að lama vinnslu sjávarafurða, með
því að standa í vegi fywr nauðsynlegum lánum til
uppbyggingar og hqgræðingar þessum atvinnuvegi,
í stað þess að auðvelda og hjálpa fiskvinnslustöðvun
um með hagfelldum lánum til fiskvinnslu og til end-
urbóta á stöðvunum sjálfum, svo að þær verði færari
um að skila meiri afköstum og betri nýiingu en áður
hefur átt sér stað.“
,,Slæmur grikkur“
Síðan ræðir Haraldur um útgerð sína a Akranesi og
rekur þar ýmsar tölur um útgerð fiskvinnsiu og útflutn-
ing, og sýna þær gerla hvílík föng og cprFmæti eru
þarna dregin á land og unnin, og lýkur svo greininni
með þessum orðum:
f
„Eg hef þetta ekki lengra að sinni, en vil að endingu
benda á, að útgerðinni og vinnustöðvunum var gerð
ur slæmur grikkur með vaxtahækkuninni um áramót-
in. Og ekki bætir það úr lánaþörfinni, að enn skuli
standa bundið og innilokað meira af sþarifé lands-
manna en nokkru sinni fyrr.“
Þessi orð hins mikilvirka og þjóðkunna útgerðar-
manns mættu verða mörgum umhugsunarefni er þeir
meta þá stjórnarstefnu sem nú ræður í landinu. Þessi
maður er ekki að gera sér leik að því að gagnrýna ríkis-
stjómina á hæpnum rökum eða bjóna andstöðuflokkum
hennar. Hann er að segja hógværum orðum álit sitt og
áhyggjur af stefnu stjómarvalda landsins i málum þess
atvinnuvegar sem góð lífskjör þjóðarinnar byggjast öðru
fremur á, og hann hefur borið fyrir brjósti og unnið að
með einstæðri giftu langa ævi.
TIMINN
5
Walter Lippmann ritar um aiþjóðamál:
Forseti Bandaríkjanna breytir
nú gegn sögureyndri kenningu
Johnson forseti á Hawaii-fundinum með Van Thieu, forseta S-Vietnam.
Grein þessi er skrifuð
áður en tilkynning var birt
um árangur fundarins >
Honolulu. Á morgun verð
ur birt hér í blaðinu grein,
sem Lippmann skrifaði eft-
ir að fram kom tilkynning
um niðurstöðu fundarins í
Honolulu.
FUNDURINN í Honululu
hefur vafasöm áhrif á tilraun
irnar til að koma á einhvers
konar viðræðum milli deilu-
aðila. í gangi eru vmsar til-
raunir samtímis, svo sem til-
raunir framkvæmdastjóra Sam
einuðu þjóðanna. tilraunir
páfans og tilraunir nokkurra
hlutlausra ríkisstjórna, auk
ýmissar viðleitni einstakra
stjornmálamanna. Aðstaða og
hlutverk Viet Cong í viðræðun-
um, eða Þjóðlegu frelsisfylk-
ingarinnar, eins og hún nefn
ir sig sjálf, er frumvandinn,
sgm leysa verður áður en
nokkrar viðræður geta hafizt.
Þar sem Viet Cong ræður yfir
miklum hluta Suður-Víetnam
er ekki unnt að semja um frið
ef Viet Cong tekur ekki þátt
i samningunum.
Mér skilst. að í athugun séu
tvær aðgerðir í samskiptunum
við Viet Cong. Önmur leiðin er
að kalla Genfarráðstefnuna
aftur saman með þátttöku
störveldanna fimm, Kína.
Sovétríkjanna, Bandaríkjanna
Frakklands og Stóra-Bretlands,
ásamt fulltrúum stjórnar Norð
ur-Vietnam og tveimur full-
trúum Suður-Vietnam, öðrum
frá Saigon-stjóminni og hin
um frá Viet Cong. Þessi að-
ferð er í samræmi við styrj
aldarástandið. þar sem um tvo
valdhafa er að ræða í Suður-
Vietnam og hvorugan er unnt
að sniðganga eigi að koma á
friði
BANDARÍKJASTJÓRN hef-
ir hatnað þessari aðferð. þar
sem hún neitai að veita Viet
Cong nokkra viðurkenningu
sem stjórnarvaldi. Vegna þessa
ir önnur aðferð í athugun. Sam-
kvæmt heni aéttu stórveldin
fimm einnig að taka þátt
Gentarráðsxefnunm. svo og
stjórnin í Hanoi og Saigon og
sendinefnd fra Viet Cong. Svo
var að heyra á Harriman
sendiherra i sjónvarpsviðtali
fyrra sunnudag, að stjórn
Bandaríkjanna kynni að geta
sætt sig við þessa tilhögun Ef
aðrai hlutaðeigandi ríkis-
stjórnir gætu einnig sætt sig
við hana væru það sannarlega
gleðileg tiðindi.
Hvað sem þessu líður er nú
mikiivægara en allt annað að
fá /itneskju um, hvaða sam-
komulagi forsetinn kemst að
við Ky hershöfðinga um fyrir
komulag samkomulagsumleil v-n-
anna sem við höfum beðið
Sameinuðu þjóðirnar að gang
ast fyrir. þar sem okkur er
tjáð að engai nýjar hernaðar
lega mikilvægar ákvarðanir
verði teknar á fundinum
Honolulu. Andrúmsloftið i
kring um fundinn gæti bent
til. að forsetinn hafi ákveðið
að skuldbinda þjóðina til að
uppræta Viet Cong og treysta
óumdeilanleg yfirráð Ky hers
höfðingja og eftirkomenda
hans yfir öllu Suður-Vietnam.
Hugsanlegt ei þó, að forset
inn hafi talað hispurslaust við
Ky hershöfðingja og ráðlagt
honum að búa sig undir stefnu
breytingu Bandaríkjamanna
til samræmis við raunveruleg
ar hernaðarhorfur i Suður-
Vietnam.
Hverju hefir Ky hershöfð-
ingja verið heitið? Þeirri
spurningu verður að svara
eigi bandaríska þjóðin í raun
og sannleika rétt á að fá að
vita fyrir hverju hún er að
berjast og í hvers konai ó-
friði húr á.
RÆÐAN, sem forsetinn hélt
þegar hann var að fagna leið
togunum cveimur frá Vietnaoi,
var þrungin vandlætingu og
vanpóknun garð okkar sem
enn höldum tryggð við þá
fornu bandansku hernaðar
kenningu, sem ailir rirrennar
ar Johnsons á forsetastóli hafs
aðhyllst. eða að við verðum
ávall' að forðast styrjöld, sem
bandarískir menn há. á landi
og að mestu einir gegn Asíu
búum og fram fer á megin
landi Asíu Þeir ’ trúðu því, að
við ættum ekki að stökkva út
í sjóinn til þess að berjast þar
við uákarlana ,eins og sagt er
að Winston Churchill hafi
komizt að orði.
MacArthui háði Kóreustyrj-
öldina á landi en hann hélt
því hvað eftii annað fram að
hin gamla, bandaríska kenn-
ing væri rétt. Þetta var einnig
skoðun Ridgways hershöfð-
ing]a Gavins hershöfðingja og
Eisenhowers forseta, sem var
yfirhershöfðingi þeirra. Eng-
inn þarf þvi að skammast sín
fyrir að aðhyliast þessa kenn
ingu Og óþarfi er að hliðra
sér hjá að benda a að ÖU
framvinda mála i Vietnam
sannar einmitt, að kenningin
er rétt.
Mér virðist forsetinn ekki
vera góður sagnfræðingur þeg
ar hann segir. að þeir, sem
vilja losna eins mannúðlega
og heiðarlega og við verður
komið út úr ógöngum tröllauk
inna mistaka „tilheyri þeim
hópi manna sem ávallt hafa
verið blindir á reynsluna og
sífellt snúið-daufum eyrum við
aUri von.“
HINN sögulegi sanleikur er
einmitt sá, að þeir, sem halda
að forsetanum hafi skjátlazt,
byggja skoðun sína á kynnun-
um af sögu okkar tímabils, eink
um að því er varðar samskipti
ríkisstjórna hvítra manna á
Vesturlöndum við þjóðir Asíu.
Þégar ljósi þessarar sögu er
brugðið upp verður sýnilegt,
að Johnson forseti hefir ekki
aðeins hafnað hinni gömlu,
bandarjsku speki, heldur einn-
ig hinni nýju þekkingu á heim
inum eins og hann er í dag.
„Við getum ekki fallizt á
þau rök beirra." sagði forset
inn ,að kúgun í 10 þúsund
mílna fjarlægð komi okkur
ekki við“ Þeir. sem forsetann
gagnrýna, segja ekki, að kúg-
un . 10 þúsund mílna fjarlægð
komi okkm ekki við Þeir
halda nins vegar fram, að við
getum ekki og eigum ekki ein-
ir að gerast senn dómarai
kviðdómendur og lögreglu-
þjónar hvarvetna, þar, sem
kúgun sk-Hur upp kollinum á
yfirourði hnattarins. Þeir
halda fram, að við höfum næg
verkefni á okkar óumdeilanlega
hagsmunasviði í Evrópu, í
okkar eigin álfu og á Kyrrahaf
inu. og eigum því ekki að
látasr vers almáttugir og al
vitrir
Hir. ákafa. almenna og ó
grundaða boðun forsetans feJ
ur : raun og veru i sér kross
ferðaskyldu til allra heims-
hluta Eg hefi aldrei verið
einangrunarsinni né fylgismað
ur friðkaupa, en mér hrýs eigi
að (íður hugm við öfgunum
og neimsumfeðmingnum, sem
hefii- verið látinn spretta o-
áreittur upp úr deilunum um
einangrunina.