Tíminn - 02.03.1966, Síða 11
MIÐVIKUÐAGUR 2. marz 1966
TÍMINN
VERÐIR LAGANNA
TOM TULLETT
4
sem tilkynnti lögreglunni í öðrum löndum. Svörin komu
brátt:
Frá London: „Lowrence Howard, rétt nafn Leslie Harri-
son, fæddur Bedford. Sakfelldur fyrir að svíkja út fé og lýst
eftir honum fyrir það afbrot.“
Frá Amsterdam: „Leslie Harrison sakfelldur hér fjórum
sinnum fyrir að misnota traust.“
Frá Lichtenstein: „DWK-bíllinn, sem Howard, öðru nafni
Harrison, stal fór hér yfir landamærin inn í Sviss.“
Frá Zurich: „Howard gisti eina nótt í hóteli hér og fór
yfir landamærin til Frakklands 19. jútí. Fór frá ógreiddum
hótelreikningi.“
Frá París: Howard stal benzíni í Orléans og hvarf í
Toulouse.“
Eftir þetta missti Alþjóðalögreglan af slóð hans, þangað
til hún varð þess áskynja, að lögreglan í Benghazi í Libyu
hafði 13. október um haustið stöðvað Dodge-bíl. Lögreglu-
þjónum þótti bílstjórinn grunsamlegur, en gerðu sér ekki
ljóst, að bíllinn var stolinn fyrr en þeir fóru yfir lista
frá Alþjóðalögreglunni. Þeir skýrðu frá málavöxtum og létu
verðina við egypzku landamærin vita, hvað um var að
vera, en þá hafði Howard farið þar um og gefið upp vega-
bréfsnúmer. Hafði kallazt „Howard Lawrence" og sagzt
vera liðsforingi í brezka hernum. Tollþjónunum fannst svo
mikið tU „Howards ofursta“ koma, að þeir heilsuðu að her-
mannasið, þegar hann ók á brott. Þegar skýrslan kom
frá Benghazi, varð þeim ljóst, hversu þeim hafði skjátlazt
og símuðu til Kairó.
Skeyti kom til Parísar frá Kaíró 23. október: „Lawrence
handtekinn í Hotel Cécile, Kaíró. Vinsamlegast látið vita,
hverra aðgerða óskað.“
Alþjóðlegt réttarfar er seinvirkara en löggæzla ein-
stakra ríkja. Áður en greitt varð úr lagaflækjunni, sem
spannst um Harrison, hafði hann setið tvo mánuði í egypzku
fangelsi fyrir að stela sjötíu lítrum af benzíni og leigðum
bíl. Hann var látinn laus í janúar og afhentur lögreglunni í
Alexandríu fyrir að hafa komið ólöglega inn í landið. Síðan
var honum vísað úr Egyptalandi og framseldur Sýrlending-
um, sem dæmdu hann í mánaðar fangelsi fyrir þjófnað.
Næsti áfangastaður hans var Benghazi, þar sem ný réttar
höld og dómur biðu hans, og síðan gekk hann boðleið milli
lögregluliða Frakklands, Sviss, Austurríkis og Norður-ír-
lands og varð á öllum þessum stöðum að svara til saka
fyrir ógreidda hótelreikninga.
Þessi mál eru öll ósköp einföld, en þau sýna, hvernig hið
alþjóðlega lögreglukerfi starfar. Mörg mál eru langtum flókn
ari og varða glæpamenn sem tekst árum saman að leika
á réttvísina, en lenda þó venjulega að lokum í fangaklefa.
Lengi vel lék Sterian Jorgu lausum hala. Hann var vasaþjóf-
ur og stundaði iðju sína í Svíþjóð, Þýzkalandi, Austurríki og
á Ítalíu árin fyrir heimsstyrjöldina síðari. Eftir stríðið tók
að bera á þjófnuðum með syipuðu handbragði, en sérgrein
þjófsins var ferðaávísanir. Á tæpum tveim árum hafði hann
falsað nöfn fjörutíu og sex manna. í
Rithandasérfræðingarnir í skrifstofu Alþjóðalögreglunn-
ar í Haag komust að þeirri niðurstöðu, að líklega væri Jorgu
þarna að verki en enginn vissi, hvar hann var niður kominn.
Lýst var eftir honum um allan heim, og frá Sviss barst
svar um, að hann byggi þar og starfaði einn síns liðs.
Sönnunargögn skorti og fylgzt var vandlega með honum.
Hvenær sem hann fór frá Sviss, var skeyti sent til Parísar
um ákvörðunarstað hans og nýir leynilögreglumenn tóku
upp eftirförina. Þegar hann var loks handtekinn með kruml-
una í vasa ferðamanns, hafði hann í fórum sínum ellefu
vegabréf frá ellefu löndum. Öll voru fölsuð, en ekki var
á færi annarra en sérfræðinga að greina það.
Dag nokkurn árið 1950 birtist þessi fyrirsögn í blöðum
ítatíu:
„Prófessor Migliardi handtekinn fyrir eiturlyfjasölu.“
Þetta var lokaáfangi málsrannsóknar sem hafizt hafði
nokkrum mánuðum áður, með símtali milli frönsku lög-
reglunnar og Alþjóðalögreglunnar. Brigade Mondaine, lasta-
deild lögreglunnar í París, fræddi Langlais yfirlögregluþjón
sem þá var yfir Eiturlyfja- og myntfölsunardeild Alþjóða-
lögreglunnar, um að mikið magn eiturlyfja, upprunnið úr
verksmiðjum í Torino, hefði verið selt ólöglega á Ítalíu
UNDIR FÖLSKU FLAGGI
ANNE MAYBURY
47
glerögn hefur fest sig á jakkann
yðar.
Ralph færði sig til í stiganum.
— Þegar ég sótti þig seinna um
kvöldið, vissirðu að hann lá
þarna — Fenella, þú vissir það.
OG ÞÚ SAGÐIR EKKERT!
— Og þér, hr. Winslow báruð
á móti því að hafa verið í hús-
inu um þetta leyti, sagði full-
trúinn.
— Það var bara fáeinar mín-
útur. Ég var rétt augnablik.
Seinna fór ég aftur til að sækja
Fenellu. ætlaði að hitta
mig hér — hmn kom á móti mér
hérna rétt fyrir utan og ég stanz
aði. Hún sagðist vera nýkomin
og nennti ekki að fara inn og
bíða þar. Ég vissi ekkert um
þetta. Guð minn góður — ég
hefði ekki getað fengið af mér að
láta deyjandi manneskju liggja
þarna!
— Nei, hr. Winslow, ég held
ekki, að þér hafið vitað neitt.
En það varð okkur ekki til hjálp-
ar við rannsókn okkar, að þér
sögðuð ósatt, hvað fjarvistar-
sönnun snerti.
— Sagði ósatt?
— Já, hvers vegna sögðuð þér
okkur ekki, að þér hefðuð verið
heima þetta kvöld?
— Það var bara örfáar mínútur,
eins og ég var að segja.
— En ungfrú Ashlyn gekk inn,
upp til fbúðar yðar og fann
engan þar. Þess vegna var hún
viss um að enginn væri í hús-
inu og fór niður í vinnustofuna.
— Þetta eru tómar ágizkanir!
fnæsti Fenella fyrirlitlega.
— Ef svo er — hvemig hefur
þá þetta glerbrot lent á jakkan-
um yðar, ungfrú Ashlyn?
Hann þagnaði og leit aftur á
Fenellu. í hinni ógnvænlegu
þögn, sem á eftir kom, læddist
Vonnie til Joss frænda og snart
handlegg hans.
— Farðu og láttu binda um
höndina á þér, hvíslaði hann.
En hún stóð kyrr, vafði aðeins
vasaklútnum sínum yfir sárið.
En skyndilega virtist Fenella
vakna af dvala.
— En ég hef ekki — ég gæti
aldrei drepið neinn! Ég hata
dauða og ógn. Joss frændi.
Ralph . . . Þið hljótið að trúa
mér . . . Röddin brást, þegar
báðir litu undan augnaráði henn-
ar.
Hún horfði tryllingslega kring
um sig Lögregiuþjónninn stóð
svo nálægt henni, að hún hafði
enga undankomuvon. Hún hörfaði
lítið eitt til baka og augum skutu
gneistum.
— Ég ætlaði ekki að drepa
neinn! Felix frændi dó úr ofnæm
issjúkdómi! Það er sannað mál!
— Haldið áfram, ungfrú
Ashlyn. Þér ætluðuð ekki að
drepa neinn?
Fenella braut sýnilega heil-
ann í ákafa. Meira að segja í
ósigri sínum var hún þver-
móðskufull.
— Ef ég segi sannleikann, mun
ykkur verða ljóst, að ég hef ekki
drepið nein. Jæja! Eg bland-
aði dálitlu í koníakið — það er
alveg meinlaust fyrir næstum alla,
en ég vissi, að Joss frændi mundi
verða dálítið lasinn af því, vegna
ofnæmissjúkdóms hans. Ég hafði
nokkrar svefnpillur með þessu
efni í. Ég fékk þær einhvern
tíma hjá lækninum. Ég vissi, að
Joss frændi lét aldrei neinn koma
inn í vinnustofuna og að hann
geymdi koníakið þar og drakk
af því öðru hverju. Ég marði töfl
urnar og setti þær í flöskuna.
— Hvers vegna?
Hún þagnaði og leit á Vonnie.
Ralph hrópaði upp:
— Fenella.
Hún sneri sér snöggt að hon
um.
— Ég gerði þetta jafnmikið
þín vegna og fyrir sjálfa mig.
Vegna okkar beggja!
— Hvers vegna, ungfrú Ash-
lyn?
Hún dró andann djúpt.
— Ég vildi, að Joss frændi
yrði lasinn — nóg til þess, að
hann kærði sig ekki um að fá
gesti á heimilið.
Aftur hvarflaði hún haturs-
fullum augum að Vonnie.
— Ég hélt kannski, að hann
drykki af koníakinu og yrði las-
inn áður en Myra lagði af stað
frá Kanada, svo að hann mundi
senda heni skeyti um að koma
ekki fyrr en seinna. Þá hefði ég
kannsld fengið hann til að hætta
alveg við að láta hana koma. En
hann hreyfði ekki koníakið. Ég
fór venjulega inn og hristi flösk-
una til að það yrði ekki botn-
fall. Og svo kom Myra — og hitt
vitið þið.
Hún öskraði upp reiðilega.
— Hvers vegna skyldi hún
koma — eftir öll þessi ár og
grœða ...
stynj
Vonnie heyrði Joss frænda
stynja lágt:
— Ó, Fenella . .
Frænkan sneri sér að honum.
— Hún kom bara vegna pen-
inganna þinna. Og það var bara
það, sem ég vildi koma í veg
fyrir. Ég óskaði ekki, að nokkur
dæi — það gerði ég ekki — því
skyldi ég óska þess? Dauðinn
— það fór hrollur um hana.
— En frændur yðar voru tví-
burar og höfðu sama ofnæmis-
sjúkdóm, sagði lögreglufulltrúinn.
Felix frændi yðar hafði greini-
lega dreypt drjúgum á flöskunni
síðusta dagana, sem han nvar hér.
Hann hefur kannski hugsað með
sér, að því yrði síður veitt at-
hygli, ef hann drykkji af flösk-
unni í vinnustofunni en í dag-
stofunni. Eftir fyrstu sjússana hef
ur hann skilið að hann var veikur,
en ekki sett það í samband við
_______________________________n
koníakið. Hann vissi ekki að flekk
irnir á kroppnum voru eins kon-
ar viðvörun. Hann hafði ekki hug-
mynd um, að hann þjáðist af þess-
ari ofnæmistegund. enda er hún
mjög sjaldgæf. Eitur er oft vopn
kvenna við glæpi, ungfrú Ashlyn.
Nú gerðist skyndilega allt sam-
tímis. Lögreglufulltrúinn bað Fen-
ellu að fylgjast með þeim tii lög-
reglustöðvarinnar og hún hrópaði
upp:
— En ég ætlaði ekki að drepa
neinn ...
Hún hélt áfram að veina, hátt
og gjallandi meðan hún var leidd
út í lögreglubifreiðina fyrir utar-
Ralph leit á Joss.
— Ég harma þetta, sir. Ég —
Gamli maðurinn virtist ekki
heyra til hans.
— Hún hafði lykil, sagði hann
lágt og skjálfandi. — Hún hafði
beðið um það þegar ég var veik-
ur, svo að hún þyrfti ekki að
ónáða Rhodu sem hjúkraði mér.
Svo að hún gæti komið og farið
þegar hún vildi án þess við hefð-
um hugmynd um!
Hann gekk þyngslalega inn f
stofuna og Ralph hvarf hljóðlega
upp stigann.
Vonnie og Nigel voru ein í for-
stofunni.
— Farðu og láttu binda um sór-
ið, sagði hann hljóðlega.
— Ég verð að tala við Joss
ÚTVARPIÐ
Miðvikudagur 2. marz.
7.00 Morgunútvarp. 12.00 rládegis
útvarp. 13.00 Við vlnnuna: Tón
leikar. 14.40
Við sem
heima sitj-
um. Sigriður Thorlacius les skáld
söguna „Þei, hann hlutar" eftir
Sumner Locke Elliot (20). 15.00
Miðdeglsútvarp. 16.00 Siðdegisút
varp. 17.20 Framburðarkennsla i
esperanto og spænsku. 17.40 Þing
fréttir. 18.00 Útvarpssaga barr
anna: „Flóttinn" eftir Constance
Savery. Rúna Gfsladóttir 'es eig
in þýðingu (6). 18.30 Tóníeikar.
19.30 Fréttir. 70.00 Daglegt mál.
Árni Böðvársson flytur báttlnn.
20.05 Efst á baugi. Björgvin Guð-
mundsson og Björn Jóhannssan
tala um erlend málefni. 20.35
Raddir tækna Sigmundur Magnús
son talar um járn og járnskort.
21.00 Lög unga fólksins. Gerður
Guðmundsdóttir kynnir. 22.00
Fréttir og veðurfregnir. Lesiur
Passfusálma (20). 22.20 „Matsösiu
húsið," smásaga eftir James Joyce
Siguriaug Björnsdóttir býddi.
Híldur Kalman les. 22.45 Kammer
tónleikar. 23.35 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 3. marz
7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis
útvarp 13.00 A frívaktinni Eydís
Eyþórsdóttir stjórnar óskaiaga-
þætti fyrir siómenn 14.40 Við.
Á morgun
sem heima
sitjum
15.00 Mið-
degisútvarp 16.00 Síðdegisútvarp.
17.40 Þingfréttir. 18,00 Segðu mér
sögu Bergþóra Gústafsdórtlr og
Sigríður Gunnlaugsdóttir stiórna
þætti fyrir yngstu hlustendurna
18,20 Veðurfregnir 18,30 Tónleik
ar 19.30 Fréttir 20.00 Dagiegt mál
Árni Böðvarsson flytur páttinn 20
05 „Töfrasproti æskunnar" svíta
nr. 2 op. lb eftir Elgar 20,20
Okkar á milii: í Skálholti Jökull
Jakobsson og Sveinn Einu'sson
tóku saman dagskrána. 21.00 Atr
úr óperunni „Carmen" eftir Biset
21,15 Bókaspjall 21,50 Strengja-
tríó í B-dúr eftir Schubert. 22,00
Fréttir og veðurfregnir. 22,20 IIús
frú Þórdís. Séra Gunnar Árnason
les. 22.40 Djassþáttur Jón Múli
Árnason kynnir. 23.15 Brídgeþátt
ur Hallur Símonarson flytúr 28
40 Dagskrárlok.
sssasasíttsa