Tíminn - 02.03.1966, Qupperneq 12

Tíminn - 02.03.1966, Qupperneq 12
v; j; MIÐVIKUDAGUR 2. marz 1966 r ‘*v . r/, ‘‘f\ r. 12 TÍMINN Páll Magnússon, lögfræðingur: Þjóðaratkvæði um alúmmmálið Það er fyrir löngu viðurkennt í flestum menningarlöndum. að yfirráð ríkis eigi að vera í hönd um alþýðu þess, en ekki fárra manna, og svo er þetta hér á landi. Þetta er lögfest með stjórn skipunarlögum okkar og þá fyrst og fremst með ákvæðum þeirra um almennan kosningarétt. Til grundvallar eru þau sannindi, að landið sé og eigi ávallt að vera eign alþýðu landsins, sem með harðri lífsharáttu og látlausu striti frá fyrstu tíð hefur gert landið byggilegc fyrir sig og af- komendur sína. Ættjörðin er eina athvarf hins almenna borg ara, og hann á allt sitt undir vel gengni hennar og sjálfstæði. Hann er á þennan hátt bundinn ættlandinu traustari böndum, en þeir tiltölulega fáu þegnar þess, sem á einn eða annan hátt hafa komizt til auðs og valda. Ríkidæm ið losar þá að vissu leyti úr tengsl um við landið, gerir þá óháða því og fleyga og færa utan átthag- anna. Þessar ójöfnu ástæður og ólíku viðhorf til ættjarðarinnar opnuðu augu manna fyrir því, að alþýðan ætti að ráða lögum og lofum í landi sínu. Hinn almenni kosningaréttur átti að tryggja þetta. En þegar í ljós kom, að sú trygglng reyndist meiri 1 o^i en á borði, hófu samtök alþýðurin ar baráttuna fyrir raunhæfari þátttöku í stjórn ríkisins, en rétt inum til að fá að greiða atkvæði við Alþingiskosningar á fjögurra ára fresti. Það var rétturinn til að beita verkföllum og vinnu- stöðvur.um, er nauðsyn krefði til þess að verja hagsmuni og rétt- indi almennings í landinu. Það var fyrst eftir að sigur hafði unn izt í þessari baráttu, að alþýðan gat verið húsbóndi á heimili sínu og tekið í taumana um stjórn þess, er henni sýndist. Þetta hús- bóndavald alþýðunnar er í fullu samræmi við hið stjórnskipulega lýðræði þjóðarinnar. En beiting þessa valds getur farið í bága við meirihlutavald Alþingis, hið svonefnda þingræði. Má þá segja að árekstur verði milli þjóðræðis og þingræðis. Þegar slíkt kemur fyrir verður þingræðið, sem vel getur verið í andstöðu við vilja þjóðarinnar, að láta í minni pok ann. Sú takmörkun á valdi þings ins er viðurkennd og kemur fram í verki, þegar stórmál, sem varð ar Þjóðarheildina, og ekki hefur verið kosið um, kemur fyrir þing ið. Er Alþingi þá óheimilt að af- greiða slíkt mál, án þess að það sé borið undir þjóðaratkvæði. Komi það fyrir, að valdhafarnir ætli að bregðast þessati skyldu sinni, þá er samtökum alþýðu landsins bæði rétt og skylt að beita utanþingsvaldi sínu, verk- falls- og vinnustöðvunarréttínum, til að fyrirbyggja þá misbeitingu þingvaldsins. Þetta er löglegt og i fyllsta máta lýðræðislegt bjarg- ráð og á ekkert skylt við upp- reisn eða stjómbyltingu. Þessar hugleiðingar eru birtar í tilefni af því, að ríkisstjómin virðist vera einráðin í, að ætla sér að misbeita þingræðinu á yfirstandandi Alþingi. með því að lögfesta, í skjóli lítils meiri- hluta par erlenda stóriðju í land inu, án þess að bera það stórmál undir vilja þjóðarinnar. En ég tel engan vafa á því, að í slíku tilfelli sé það hrein og bein skylda alþýðusamtaka landsins að skerast í leikinn og beita öllu valdi sínu til að hindra svo þjóð hættulegt gerræði stjórnarvald- anna. Eg álít og, að samtökin eigi að tilkynna ríkisstjórninni ófrá- víkjanlega ákvörðun sína í þessu efni, áður en málið kemur fyrir Alþingi, svo að stjórnin og hinn erlendi auðhringur, sem hún er að semja við, viti hvað í vændum er, ef ráða á þessu örlagaríka máli til lykta að þjóðinni for- spurðri. IÞRÓTTIR Framhald af bls. 13. Forráðamenn handKnatt- leikssambandsins í Rúmeníu urðu varir við þessa gagnrýni, og fóru að nokkru leyti eftir henni, því nú var ákveðið að breyta um, og gera spilið hrað- ara. án þess þó að það gengi út yfir öryggi í sendingum og góðri vöm. Einnig tóku þeir upp ýmsar nýjar leikaðferðir, sem flestar, ef ekki allar þjóð- ir hafa reynt að leika eftir. Einnig var ákveðið að taka þátt í sem flestcim lapdsleikj- úöi’ og engin vandkvæði voru á því, því allir höfðu mikinn áhuga á að keppa við heims- meistarana, kynnast þeim og læra af þeim, því óhætt er að fullyrða, að þeir hafi þá sýnt, að þeir voru í sérflokki. Rúmenska landsliðið fór margar keppnisferðir á árun- um 1961—63, og voru þessar keppnisferðir einkum famar til þess að kynnast liðum ann- arra þjóða, svo og til þess að samæfa hópinn, æfa nýjar leik- aðferðir og bæta þolið, því oft- ast kepptu þeir marga leiki á mjög skömmum tíma, eða svip- að og keppt er í heimsmeist- arakeppni. Heimsmeistarakeppnin 1964 fór fram í Tékkóslóvakíu og komust Rúmenar sem heims- meistarar að sjálfsögðu beint í úrslitakeppnina. Lentu þeir í forkeppninni í riðli með Rúss- um, Noregi og Japan, og urðu úrslit leikja þessi: Rúmenía — Rússland 16:14 Rúmenía — Noregur 18:10 Rúmenía — Japan 36:12 Síðar í keppninni sigruðu þeir Dani með 25:15 og Tékka með 16:15. f úrslitunum mættu þeir Svíþjóð og sigruðu með 25 mörkum gegn 22. Stuttu eftir heimsmeistara- keppnina 1964 hófu þeir undir- búning að heimsmeistarakeppn inni, sem fer fram í Svíþjóð í janúar 1967, og léku m.a. á árinu 1964 eftirtalda lands- leiki: Rúmenía — Rússland 12:12 Rúmenía — Ungv.land 25:12 Rúmenía — Júgóslavía 11:17 Rúmenía ;— V-Þýzkaland 22:14 Rúmenía — Tékkósl. 19:17 Seint á s.l. ári barst Hand- knattleikssambandi íslands bréf frá heimsmeisturunum, þar sem þeir óskuðu eftir að fá að leika hér á landi 2 lands- leiki í sambandi við fyrirhug- aða ferð til Norðurlanda. Tók- ust samningar og eru heims- í 11. grein stjórnarskrárinnar er gert ráð fyrir því, að þjóðar- atkvæðagreiðsla taki tvo mánuði. Það getur efeki verið nein frá- gangssök að fresta afgreiðslu málsins svo stuttan tíma, til þess að fá úr því skorið, hvort okkar fámenna þjóð vill fara í sambýli við erlendan aiuðhring. Þjóðin á að fá að ráða þessu sjálf, því það er hún, sem á allt á hættu ef illa fer, en ekki þeir hvatvísu menn á Alþingi, sem vilja ráða málinu til lykta á eigin ábyrgð, sem engin er. 27.2. 1966. meistararnir nú komnir hér og væntir Handknattleikssamband fslands. að keppendur, svo og áhorfendur hafi mikla ánægju af að sjá þessa frægu menn í keppni hér á landi í fyrsta sinn. Að lokum skal þess getið, að innan vébanda Handknattleiks sambands Rúmeníu eru 615 karlalið og eru keppendur þar um 11.200, 504 kvennalið með 9.700 keppendum og 842 ung- lingalið með um 20 þúsund keppendum. Rúmenska .landsliðið, - sem heimsækir fsland að þessu scnni er þannig skipað: Pénu Cornel. Fæddur 1946. Hefur leikið 2 landsleiki. Bogolea Ion. Fæddur 1940. Hefur leikið 38 landsleiki inn- anhúss og 4 landsleiki í 11 manna handknattleik. Iacob Iosif. Fæddur 1939. Hefur leikið 24 landsleild inn- anhúss og 2 landsleiki í 11 manna handknattleik. Otelea Cornel. Fæddur 1940. Hefur leikið 44 landsleiki inn- anhúss og 5 landsleiki í 11 manna handknattleik. Costache Mircea II. Fæddur 1940. Hefur leikið 45 landsleiki innanhúss og 7 landsleiki í 11 manna handknattleife. Marinescu Mihai. Fæddur 1945. Hefur leikið 3 landsleiki. Gatu Cristian. Fæddur 1945. Hefur leikið 6 landsleiki. Popescu Ion. Fæddur 1942. Hefur leikið 15 landsleiki. Costache Mircea I. Fæddur 1935. Hefur leikið 27 landsleiki innanhúss og 7 landsleiki í 11 manna handknattleik. Moser Ion. Pæddur 1937. Hef ur leikið 48 landsleiki innan- húss og 7 landsleiki í 11 manna handknattleik. Hnot Virgil. Fæddur 1936. Hefur leikið 49 landsleiki inn- anhúss og 6 landsleiki í 11 manna liði. Nica Cezar. Fæddur 1943. Hefur leikið 18 landsleiki. Goran Gheorghe. Fæddur 1945. Hefur leikið 6 landsleiki. Gruia Gheorghe. Fæddur 1941. Hefur leikið 17 landsleiki. Licu Gheorghe. Fæddur 1945. Hefur ekki áður leikið í lands- liðL HESTAR OG MENN Framhald af 8. síðu. beina tillögu sé að ræða. — Og þess skal jafnframt getið, að það er gert án alls samráðs við þá aðila, sem um þessi mál hafa fjallað — — Ýmsum finnst að taka þurfi á hrossaræktarmálum okk ar með ákveðnari og fastari tökum en gert hefir verið. því hingað til hafi þar ebki fengizt árangur sem erfiði. Ætti því að vera orðið tímabært að leita annarra og nýrra aðgerða ef slíkt gæti orðið til batnandi árangurs. — A. m. k. ætti þetta mál að vera þess vert, að það yrði tekið til gaumgæfi legrar athugunar ef verða mætti að það gæti leitt til nokkurs ávinnings. G.Þ. Dagana 11. og 12. febr. var haldið dómaranámskeið á veg um L.H., í Félagsheimili Fáks við Elliðaár. Þátttakendur voru um 20 frá öllum hestamannafélögum vest an heiða, að Andvara undan- skildum. — Leiðbeinendur voru þeir: Þorkell Bjarnason, hrossa ræktarráðunautur, Bogi Eggerfs son, Páll Agnar Pálsson og Har aldur Sveinsson. Þátttakendur létu hið bezta yfir þeirri fræðslu og tilsögn sem þeir fengu þarna, en það var alhliða fræðsla um byggingu og eigín leika hestsins sem dómar á hestamannamótum eru byggðir á. Einnig voru kappreiðarregl urnar skýrðar, og sérstaklega bent á þau meginatriði, sern taka verður mest tillit til og hvað þar beri helzt að varast. Fyrirgreiðsla Fáks um þetta námskeið var öll með ágætum sem skylt er að þakka. Er ætlast til að þátttakendur í þessu móti, og öðrum slíkum verði síðar tiltækir til dóms- starfa á hinum ýmsu hesta- mannamótum en þar hefir stundum skort á, að menn væru auðfengni rí dómstörf, bæði til góðhestadóma og mats á sýningarhrossum. Tvö önnur námskeið er áfeveð ið að halda í vetur. Annað í Borgarnesi um næstu helgi, (5. og 6. marz) og hitt að Hellu á RangárvöUum 12.—13. þ.m. Slík námskeið sem þessi má telja nauðsynleg og verður þeim vonandi haldið áfram á komandi árum. Á VÍDAVANG Framhald af bls. 3 Slfk ummæli eru ósanngjörn í mesta máta. Reynsla og opin berar skýrslm- sýna, að menn á þessum aldri, að minnsta kosti þeir, sem ekið hafa ba langa ævi, valda mjög sjaldan slysum í umferðinni. Að vísu geta þeir verið famir að stirðna við akstur, en gætni þeirra og reynsla vegur það upp og miklu meira. Öðra máli gegn ir ef til vill um þá menn, sem ekki hafa lært á bíl fyrr en á efri árum, en bílstjórum á þessum aldri með langa öku- reynslu og góða að baki fjölg ar óðum, og af þeim stafar minni hætta í umferðinni en flestum öðrum. STEVENSON Framhald af 9. síðu. hann gat í rauninni ekki talað eins og sá Adlai Stevenson, er heimurinn dáði. heldur aðeins sem opinber ráðgjafi til varn ar stefnu, sem hann oft á tíð um var persónulega ósamþykk ur. „Ég held ég hafi verið of þolinmóður“. sagði hann og bætti ‘síðan . við með einskonar skælbrosi: „Ég held þetta sé einhver veikleiki í skapgerð minni.“ Hann sagðist verða að taka ákvörðun innan viku. Það sem hann meinti, að mér skildist, var að segði hann ekki af sér þessa dagana, mundi stjórnin í Washington tæpast hafa tíma til að gera Sjötugur: Kar! Þór- hallason Afmæliskveðja Vildi ég gjarnan víkja þér vinarorðum skærum. Allt hið bezta ert þú mér inn í huga tærum. Efeki varð hún ævin þín eintóm rósa ganga. Níu borin börnin þín barat þú veginn stranga. Reyndist duga frækn í för fast þó raunir skáru. Voru margra kröpp þá kjör hverjir færri báru. t i. . , i,S,. i... Þinnar sálar tæmdi tóm trega brúuð vökin. Þegar lóku ljúfum rómi léttu hófatökin. Þína gjarnan gladdi lund geðið létti þétta sitja vakran hófa hund hratt um velli slétta. Glettinn ert og kýmni kannt kætir margan huginn. Sýnist flestum slíku vant sjöunda við tuginn. Þekkir bæði víf og vín vinur brags og Ijóða. ÖIl mér sýnist ævin þín eins og vorið góða. H.K. ráðstafanir áður en AIIs- herjarþingið tæki til starfa í setpember. Þetta mundi veit ast honum erfitt, sumpart vegna þess, að fylgismenn hans í röðum menntamanna, sem voru heiftarfullir út af stefnu okkar viðvíkjandi Viet Nam og Dóminíska lýðveldinu, voru að reyna að fá Stevenson til að rísa gegn rikisstjórninni og forsetanum. Honum gramdist mjög þessar tilraunir þeirra. Þeir höfðu alls ekki gert sér grein fyrir. hversu viðkvæmt mál samband hans við Was hington var. Þeir höfðu van metið skyldurækni hans gagn vart stjórnarráðinu í Washing ton, þeir gerðu sér allt of einfaldar hugmyndir um þann vanda, sem Bandaríkjunum var á höndum í utanríkismálum. Enda þótt það bærist ekki í tal okkar á milli, fannst mér liggja í augum uppi, að Adlaí gæti ekki sagt af sér án þess að vísa algerlega á bug þess um mönnum, sem vildu hon um vel, þótt ekki bæru þeir skyn á það. sem þeir töldu sig geta lagt á ráðin um.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.