Tíminn - 03.03.1966, Síða 3
FIMMTUDAGUR 3. marz 1966
iTÍIWfMN
IGNATIUS LOYOLA - MÓTAÐI KA-
ÞÓLSKA KIRKJU ÖÐRUM FREMUR
Frægasti íslenzki Jesúitinn
og jafnframt einn frægasti ís-
lenzki rithöfundurinn var Pat-
er Jón Svdinsson. Hann tók
ungur kaþólska trú og gerðist
reglubróðir í þeirri reglu, sem
Ignatius Loyola stafnaði til
styrktar kaþólskri kirkju á erf-
iðum tímum. Hann er einn
þeirra, sem mótað hafa
og styrkt kaþólska kirkju fram
ar öðrum.
Hann hét fullu nafni Inigo
Lopez de Loyola, fæddist í
kastala Loyola ættarinnar í
Baskahéruðunum á Spáni um
1491. Hann var yngstur sinna
systkina, foreldrar hans voru
ættgöfugir og auðugir. 1506
verður hann þénari frænda
síns, sem var gjaldkeri
konungsins í Kastilíu. 1517
gengur hann í þjónustu ann-
ars frænda síns, hertogans af
Najera, sem var einnig undir-
konungur í Navarra. Hann var
1 sendiferðum fyrir hertogann
og tók þátt í vörn Pamploma
gegna Frökkum og særðist í
þeim átöfeum 1521. Hann var
fluttur heim og um tíma var
honum vart hguað líf. Það var
gerður uppskurður á fætinum
og hann var lengi rúmfastur.
í þessari legu tók hann að
ihuga sitt fyrra líf, sem hann
segir sjálfur í ævisögu sinni,
að hafi hingað til „stjórnast
af frægðarlöngun og eftirsókn
eftir einskisverðum hlutum.“ í
legunni las hann þær bækur,
sem til voru í kastala feðra
hans, en bókasafnið þar var
ekki fjölskrúðugt, aðeins tvær
bækur, önnur ævi Krists og
hin æviþættir dýrlinganna.
Hann segist einnig hafa hugs-
að mikið um frægar hetjudáð-
ir og nokkuð um konu eina,
sem hann dáði mjög um þetta
leyti. Dýrlingaævir höfðu þau
áhrif á hann að hann ákvað
að taka þá sér til fyrirmyndar
og afplána syndir sínar með
riddaralegri baráttu fyrir
kirkju og kristni. Þegar hann
komst á fætur fór hann til
Montserrat, en þangað sóttu
pílagrímar mjög til aflausnar.
Þar hóf hann að skrifta, og
tóku skriftir hans þrjá daga,
síðan hengdi hann sverð sitt
og rýting upp á vegg til hliðar
við Maríulíkneskju, til merkis
um, að hann hefði niðurlagt
hermennsku. Síðan skipti
hann klæðum við betlara
nokkurn og hóf síðan oæna
hald, sem stóð einn sólarhring.
Síðan hélt hann til Manresa,
borgar skammt frá Barselóna,
dvaldi þar tæpt ár og lifði á
betli, stundaði sjálfhirtingar,
sótti messu hvern dag og hafð
ist við í helli þess a milli utan
borgarmúranna. Manresa dvöl-
in varð honum til mikils
þroska, hann segir sjálfur að
dag nokkurn, þá hann sat á
bakka árinnar Cardoner, hafi
honum skyndilega skilizt margí
sem til þessa hafi verið hon-
um hulið, án þess að hann
yrði fyrir ofsjónum. Hann rit-
aði drögin að bók sinni „And-
leg æfing“ um þetta leyti. Eft-
ir dvölina þarna leggur hann
af stað í pílagrímsferð til Jerú-
salem. Hann kemur þangað í
september 1523. Hann óskaði
þess að fá að setjast þar að
en var talinn ofan af því. Hann
kemur aftur til Barselóna 1524
og þá ákveður hann að setjast
á skólabekk til þess að undir-
búa sig sem bezt til sálnahirð-
isstarfa. Þá er hann á fertugs
aldri. Hann hóf fyrst latínu-
nám, en latínan var undirstað-
an. Hann dvaldi í Barselóna
næstu tvö árin. Á þessum árum
eignast hann sína fyrstu læri-
sveina, en kirkjuyfirvöldunum
leizt ekki meira en svo á hóp-
inn og honum var bannað
að kenna þar til hann hefði
öðlazt vígslu. Meðan mál har.s
voru rannsökuð var hann
hnepptur í dyblissu ásamt læri-
sveinum sínum.
1528 fer hann til Parísar og
dvelur þar við nám til 1535.
Hann lifði á betli, fer til
Flandern og Englands til að
leita sér bónbjarga. Hann
eignast á þessum árum sína
tryggustu vini og þeir hafa
með sér lauslegan félagsskap.
Laoyola tekur meistara-
gráðu við Svartaskóla 1535,
og hverfur frá París og til
Spánar, síðar til Feneyja, og
þangað hverfa einnig vinir
hans. Nú skyldi farin pila-
grímsferð til landsins helga,
en ekkert varð af því sökum
ófriðar milli Tyrkjaveldis og
Feneyjaríkis. Hann hlýtur nú
vígslu á Jónsmessu 1537.
Næstu mánuðir liðu við bæna
hald og íhuganir og þá verður
hann fyrir þeirri reynslu, sem
markaði líf hans héðan frá.
Hann segir vinum sínum, að
hann hafi séð frelsarann og
honum hafi verið gefið í skyn,
að hann væri hans útvalinn
liðsmaður. Á jólum 1538 syng
ur Loyola síns fyrstu messu
í Rómaborg. Eftir það dvelst
hann lengst af í Róm, hann
bauð Páli páfa þjónustu sína
og 1539 ákváðu hann og fé-
lagar hans að stofna til form-
legs félagsskapar, heiti voru
hlýðni, fátækt, hreinlífi og
stuðningur við páfa. 1540 sam-
þykkir Páll páfi III stofnun
reglu Jesúbræðra. Félagar
hans kjósa Loyola fyrsta hers-
höfðingja sinn.
• Jesúfélagið taldi í fyrstu
aðeins tíu félaga en eftir
fimmtán ár voru reglubræður
taldir 1000, skipt í 12 deildir.
Þrjár þessara deilda voru á
Ítalíu, þrjár á Spáni, tvær á
Þýzkalandi, ein í Frakklandi,
ein í Portugal og tvær á Ind-
landi og Brasilíu. Kristniboð
og fræðsla voru starfsvið regl-
unnar. Loyola sendi kristni-
boða til Kongo og Abessiníu.
Loyola stofnaði skóla í Róm
bæði háskóla og prestaskóla
fyrir þýzka prestlinga, einnig
stofnaði hann hæli fyrir illa
komið kvenfólk og Gyðinga,
sem höfðu tekið kristni. Áhugi
Loyola á fræðslumálum var tak
markaður fyrst í stað, en bráð
.ega varð honum ljóst, hve
geysiþýðingarmikið slíkt starf
er og einnig varð honum ljóst,
hve sterkt afl skólarnir gátu
orðið í baráttunni fyrir páfa-
stólmn, á síðari árum sínum
vann hann að því að skipu-
leggja skólakerfi reglunn-
ar. Nú á dögum er reglan fyrst
og fremst fræðsluregla og rek-
ur beztu skóla víða um Evrópu
skóla Jesúíta eru strangir og
taka flestum öðrum skólum
fram, kennslukraftar eru vald
ir og betri skólar í latneskum
fræðum og kirkjusögu finn-
ast ekki. Loyola lagði mikla
áherzlu á undirbúning reglu
bræðra undir störf þeirra, þeir
urðu að afla sér beztu mennt
anar, sem kostur var á í hverri
grein. Frægasti skóli þeirra nú
á dögum er Greogríanski há
skólinn í Róm. Síðari árin
vann Loyola að því að semja
reglur félagsins. í þessum regl
um eru ýmis frávik í siðum
frá siðakerfi kirkjunnar, meg-
ináherzla var lögð á það, að
reglubræður gætu aðlagað sig
annarlegum aðstæðum, reglu
heitið var ekki algjört, páfinn
gat ef honum bauð svo við, að
horfa, leyst menn af heitinu.
Stjórn reglunnar var frábrugð
in stjórn flestra munkareglna í
því, að hershöfðinginn var svo
til einráður, þurfti ekki að
ráðgast við reglubræður um að
gjörðir. Hann hefur sér til að
stoðar „assistenta," en þeir
eru fulltrúar fyrir viss lönd og 1
landsvæði. Yfirmenn regl- §
unnar í hinum ýmsu löndum I
eru valdir af hershöfðingj
anum. Reglubræðrum eru
bönnuð afskipti af veraldar- ,
vafstri, bæði kaupsýslu og
stjórnmálum, svið þeirra er ?
trúboð, kennsla og mannúðar
starfsemi. Reglubræður skulu
vera þess viðbúnir að „ferðast |
til endimarka jarðarinnar |
krefjist þörf heilagrar kirkju
og nauðsyn þess, allt starf
þeirra á að vera guði til dýrð
ar og kirkjunni til styrktar.“.
Saga reglunnar skiptist í
tvö tímabil, þar fyrra frá 1540-
1773 og það síðara hefst 1814.
1773 bannaði Klemenz XIV
regluna, fámennur hópur reglu
bræðra lifði þann tíma
klaustralífi í Róm. Reglna
stundaði mjög trúboðsstarf
semi þegar á 16. öld, þegar
kemur fram á þá sautjándu,
taka reglubræður að starfa aö
því fyrir páfa, að freista þess
að vinna aftur lönd þau til ka-
þólskrar trúar, sem tóku upp
sið Lúthers og Kalvíns við siða
skiptin. Margir lærðustu guð
fræðingar þessara tíma voru
Jesúítar, og þeir áttu mikinn
þátt að stefnu páfastólsins í
trúmálum og stjórnmálum,
margir merkustu fræðimenn í
heimspeki og málvísindum
voru reglubræður og þegar
kemur fram á 18. öld, taka
bræður að stunda náttúruvís
endi. Ofsóknir hefjast gegn
reglunni á síðari hluta 18. ald
ar í þeim löndum, þar sem
hún hafði starfað lengst og var
öflugust. Mörgum var styrk-
leiki hennar þyrnir í augum,
menn nefndu hana ríki í rík-
inu og ömuðust við nánum
tengslum hennar við páfa
stólinn, ýmsir stjórnmála-
menn og ráðamenn þessara
tíma voru litlir vinir páfastóls, |
þótt kaþólskir væru og presta «
hatur var tízka. Auk þessa S
mátti benda á þessa alþjóð- 6
legu reglu, tortryggja ýmsar H
gjörðir hennar og gera hana
hættulega einingu ríkisins í
augum almennings. Reglan var
syndaselur, sem átti að gjalda
fyrir lélegt stjórnarfar.
Tuttugu og þrír Jesúítar voru
teknira f lífi í frönsku stjórn-
arbyltingunni.
1814 voru kröfurnar um
starfsleyfi reglunnar mjög há
værar víða, einkum krafan um
opnun skóla reglubræðra og
Píus VII éndrureisti regluna
aftur. Reglan hafði goldið mik
að afhroð á bannárunum, en
tók nú til starfa af miklum
krafti, samkomulag við ríkj-
andi ríkisstjórnir var oft erfitt
og reglan var bönnuð öðru
hverju í sumum löndum. A pess
ari öld hefur reglan aukizt að
áhrifum og félögum stórlega
fjölgað, einkum hefur reglan
náð miklum árangri í engil-
saxneska heiminum, bæði á
Englandi og í Bandaríkjunum.
Nasistar ofsóttu Jesúíta, bæði
fyrir stríð og á eftirstríðsárun-
Framhald á bls. 12.
Ignatius Loyola.
3
Á VÍÐAVANGI
Tollir enn í rullunni
Allt frá því að sparifjárbind-
ingin margfræga kom til með
„viðreisninni“ fyrir sex árum
hafa stjórnarblöðin haldið því
hart fram og þrástagazt á því
sýknt og heilagt, að þessi spari-
fjárbinding væri alveg lífsnauð
synleg, og það væri síður en
svo, að þetta fé væri „fryst“
eins og stjórnarandstæðingar
segðu, heldur væri það í gjald-
eyrisvarasjóðinum, og beinlín-
is forsenda hans.
Nú síðan stjórnarflokkarnir
hafa orðið að láta undan síga
fyrir gagnrýninni á hraksmán-
arlcga framkomu þeirra við
undirstöðuatvinnuvegina, sem
þeir halda í lánasvelti og vaxta-
kreppu, hafa þeir orðið tvísaga
í málinu og segja bundna féð
nú alls ekki í gjaldeyrisvara-
sjóðnum lengur, heldur sé það
beinlínis notað til þess að lána
það út landbúnaði og sjávarút-'
vegi. í gær segir Mbl. t. d.:
„Nokkur hluti af sparifé við-
skiptabankanna er tekinn ein-
mitt í þeim tilgangi að unnt sé
að lána til atvinnuveganna, og
þá fyrst og fremst með endur-
kaupum afurðavíxla“.
Morgunblaðið tollir sem sagt
enn í nýju rullunni sinni um
það, til hvers frysta féð sé not-
að, en tvísagan augljósari en
nokkru sinni fyrr.
55% og 67%
En þá munu menn hugsa með
sér, að það sé ekkert smáræði,
sem endurkeypt er af afurða-
víxlum fyrir atvinnuvegina og
vafalaust margfalt á við það,
sem var í tíð hinnar illu vinstri
stjórnar. Staðreyndirnar um
það eru þessar:
í tíð vinstri stjórnarinnar var
ekkert sparifé bundið frá við-
skiptabönkunum, og þeir höfðu
allt fé sitt til frjálsra lána, og
gátu því leyst þörf atvinnuveg-
anna miklu betur, og síðan end
urkeypti Seðlabankinn afurða-
víxla, sem námu 67% af áætl-
uðu verði afurðanna. Nú fryst-
ir stjórnin 30% af innstæðu-
aukningunni í viðskiptabönk-
unum í Seðlabankanum og seg-
ist NÚ nota það til að endur-
kaupa afurðavíxla, en þau end-
urkaup svara ekki nema til
55% afurðanna. Og ekki hefur
enn verið unnt að leysa þarfir
iðnaðarins í þessu. Þessar stað
reyndir blasa nú við.
Það er tilgangslaust fyrir
Mbl. að nefna hærri tölur end-
urkeyptra afurðavíxla, vegna
þess hve dýrtíðin hefur marg-
faldazt. Fjárlögin hafa t. d.
fimmfaldazt, og mættu þvi
keyptir afurðavíxlar líka fimm-
faldast. En Morgunblaðið reikn
ar þetta dæmi ekki þannig, því
að útkoman evrður að vera
blekking.
Hrifning í Mogga
Morgunblaðinu finnst svo
mikið til um réttlæti dómanna
um miskabætur til handa Lár-
usi Jóhannessyni í krafti meið-
yrðalöggjafarinnar, að hann
birtir sérstaka forystugrein til
þess að fagna sigri réttlætisins.
Þykir blaðinu nú mjög um
skipt til hins betra, bjartari
tímar framundan og segir:
„Fram að þessu hefur meið-
yrðalöggjöfin ekki veitt mikla
vernd hér á landi, en sýnilegt
er nú, að dómstólar skilja betur
en áður, að þessi löggjöf á að
vernda æru manna“.
Þessi dómur finnst ritstj.
Mbl. alveg sérstakt tákn um
það, þegar vel tekst til um að
vernda æru manna. Gott. sem
sagt gott.