Tíminn - 15.03.1966, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 15 .marz 1966
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar- Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gislason Ritstj.skrifstofur i Eddu-
húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræt) 7 Af-
greiðslusímj 12323 Auglýsingasími 1952ji Aðrar skrifstofur,
sfmi 18300. Áskriftargjald kr 95.00 á mán Innanlands — t
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f
Þingroí og kosningar
Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins, sem
lauk í Reykjavík síðdegis á sunnudaginn, gerði einróma
þá kröfu, að þing verði rofið nú Þegar, áður en erlenda
stóriðjumálið er afgreítt, og nýjar kosningar látnar fara
fram
•
Forsendur þessarar kröfu eru ljóslega settar fram í
stjórnmálaályktun flokksins, sem þirt er á forsíðu þlaðs-
ins í dag. Þar er bent á það, hvernig ríkisstjórnin hefur
nú gersamlega og fyrir löngu fyrirgert rétti sínum til
Þess að halda áfram á braut sinni og með þau mál, sem
hún hyggst nú knýja fram að þjóðinni fornspurðri.
Þessum rétti hefur stjórnin glatað með því að
hrökkiast frá yfirlýstri stefnu sinni, missa gersamlega
tökin á dýrtíðarmálunum fyrir löngu og varpa þjóðinni
út í algert stjórnleysi efnahagsglundroða og óðaverðbólgu
og ætla síðan að hlaða ofan á þetta hrapandi fell er-
j lendri stóriðju, sem í senn verður olía á eld verðbólgunn-
ar og þenslunnar og margfaldar jafnvægisvandamál þjóð-
arinnar, en bindur henni ófyrirsjáanlegar áhættubyrðar.
í ályktun miðstjórnar Framsóknarflokksins er rökstutt,
I hvernig dýrtíðin hefur magnazt, eytt kaupmætti launa-
! tekna og grafið sundur rekstrargrundvöll atyinuuveg-
anna. Þrátt fyrir þyngstu skattabyrðar, sem þjóðin hefur
i þekkt er greiðsluhalli hjá ríkissjóði. Þjónustuframkvæmd
| ir ríkisins eru dregnar saman og sitja á haka og kreppt
; að smáframleiðendum og öðrum Þarfasta atvinnurekstri
þjóðarinnar með sérstökum ráðstöfunum stjórnarvalda
í lána- og vaxtamálum, til þess að selja framkvæmdaafl
! þjóðarinnar í hendur íslenzkum stórbröskurum og er-
| lendum auðhring í samfélagi. Afstaða stjórnarvalda í
i þjóðernis- og menningarmálum og samskiptum við aðrar
þjóðir er reikul og undanlátssöm. f stefnu og aðgerðum
' valdhafanna kemur fram liáskaleg vantrú á meginbjarg-
ræðisvegum þjóðarinnar og íslenzku framtaki en minni-
máttároftrú á erlenda fjárhags- og atvinnuforsjá.
, Af þessu öllu má ljóst vera, að ríkisstjórnin ræður alls
ekki við verkefni sín, og ábyrg öfl með Þjóðinni verða að
taka höndum saman til þess að knýja fram breytta stefnu
og víðtæka samstöðu um öfluga baráttu gegn óðaverð-
bólgunni og beitingu framkvæmdaaflsins á skipulegan
hátt til stuðnings atvinnulífi þjóðarinnar, Þar sem fram-
tak landsmanna, ekki sízt hinna ungu, fær að njóta sín
og stuðnings samfélagsins.
Allri þjóðinni er nú ljóst, að ríkisstjórnin hefur ger-
samlega brugðizt heitum þeim, er hún gaf fyrir síðustu
kosningar og ætlar að bæta því ofan á að fara langt út
fyrir það umboð, sem þjóðin hefur gefið flokkum hennar,
með því að veita erlendum aðilum heimild til stóriðju í
landinu á þessum háskalegu ofþenslutímum, og með þeim
kjörum og staðsetningu, sem á engan hátt stuðla að
lausn mesta vanda Þjóðarinnar, heldur magna hann um
allan helming_
í Ijósi þessara staðreynda hlýtur Framsóknarflokkur-
inn að lýsa yfir. að óhæfa sé að draga það Iengur að
leggja málin í dóm þjóðarinnar. Hann krefst þess því
að Alþingi verði rofið og efnt til nýrra kosninga, áður
en hin erlenda stóriðja verður heimiluð með þeim kjör-
um, sem boðuð eru. Með því að samþykkja málið nú í
lok kjörtímabils væri þipgið að binda Þjóðina óafturkall-
anlega og um miklu Iéngri tíma en núverandi umboð
þess nær til.
TÍMINN 5
Áðeins ein leið til
— það er hin leiðin
Ávarp Helga Bergs ritara Framsóknarflokksins í lok aðaifundar miðstjórnar
flokksins s. I. sunnudag
Árið 1966 markar merklleg
tímamót í sögu flokks okkar í
tvennum skilningi.
Flokkurinn verður fimmtug
ur. Hálf öld er liðin síðan átta
Þingmenn víðsvegar að úr
byggðum landsins hófu nýjan
Þátt í stjórnmálasögunni með
Því að bindast þeim samtökum,
sem öðrum fremur hafa mótað
líf og starf þjóðarinnar á liðn
um áratugum, verið í farar-
broddi í sókn til fullkomnari
atvinnúhátta og ríkara menning
arlífs á íslandi.
Við munum síðar á þessu
ári minnast þessara tímamóta
með viðeigandi hætti, minnast
þeirra brautryðjenda sem fyrir
hálfri öld lögðu grunninn að
uppbyggingu þess baráttutækis
íslenzks fólks sem flokkur okk
ar er í dag.
En cinnig í öðrum skilningi
markar árið 1966 tímamót í
flokkssögunni.
Þetta ár mun skera úr um
það hvort okkur hefur tekizt að
afla trausts á stefnu okkar og
starfi í sama mæli, sem and
stæðingar okkar glata því, eða
hvort skipbrot þeirra leiðir íil
almcnns pólitísks sinnuleysis,
sem stefndi þingræði okkar í
hættu. Á þessu ári fara fram
sveitarstjórnarkosningar, sem
verða munu örlagaríkari en
slíkar kosningar eru alla jafna.
Úrslit þeirra munu í veruieg
um atriðum móta vígstöðuna
við Alþingiskosningarnar að
ári, en þær verða prófraun á
þingræðisfyrirkomulag okkar.
Fái ríkjandi meirihluti ekki
verðskuldaða hirtingu þá, þá
hefur það fallið á prófinu.
Það er trú mín að þeim, sem
síðar grúska í stjórnmálasögu
okkar tíma, muni þykja sú
stjórnarstefna, sem boðuð var
í upphafi árs 1960 og kennd
við „viðreisn" kátlegt fyrir-
brigði.
Sú stefna var byggð á þeirri
kenningu að þjóðin lifði um
efni fram, og þvi þyrfti að
breyta, með því að draga sam
an seglin. Stefnan var þess
vegna hrein samandrátttar
stefna, sem boðuð var af slíltu
kappi að margir óttuðust að
leiða kynni til atvinnuleysis.
En á það reyndi aldrei. Áður
en tvö ár voru liðin hafði
ríkisstjórnin varpað þessari
stefnu algerlega fyrir borð —
og var raunar engin eftirsjá í
því, ef eitthvað annað hefði
komið í staðinn, en við fengum
bara stcfnulausa verðbolgu-
stjórn. Seinustu 4 árin höfum
við búið við hreina óstjórn. Víð
reisnin hvarf, gufaði upp.
Framsóknarflokkurinn boð-
aði þá, 1960 eins og nú þá
stefnu, að erfiðleikunum yrði
að mæta með öflugum aðgerð
um til aukningar framleiðslu
og afköstum, aukinni vélvæð-
Iingu og bættum vinnubrögðum
og meiri framleiðni. En stjórn
in fór öfugt að. Þó stefnan,
gufaði upp liélt hún fast vifl
Helgi Bergs
þau höft, sem boðuð höfðu ver
ið til að draga saman fram-
kvæmdir og neyzlu, en notaði
þau ekki í því skyni, heldur til
þess að færa til fjármuni í þjóð
félaginu í þágu þeirra afla, sem
gera Sjálfstæðisflokkinn út.
Fjárbinding og lánsfjárliöft
höfðu þær afleiðingar, sem
slíkar aðgerðir hljóta jafnan
að hafa í stjórnlausu og stefnu
lausu atvinnulífi, að bitna fyrst
og fremst á vaxandi fyrirtækj
um og atvinnugreinum, vaxtar
broddum atvinnulífsins, sem að
sjálfsögðu eru háðust lánsfjár
markaðinum. En með þessum
vinnubrögðum hefur stjórnin
vissulega náð harðari kverka
tökum á fjármálalífi þjóðarinn
ar en flestir gera sér Ijóst, og
notað þau til að spýta fé, inn-
lendum og erlendum lánum í
skuldakónga og verðbólgu-
braskara, sem fleyta rjómann af
rekstrarörðugleikum hinna þjóð
nýtu atvinnuvega og af elju og
sparnaði alls þorra almennings.
Ríkisstjórnin hcfur enga
stefnu og enga skipulcga stjórn
á málefnum þjóðarinnar. Og
hún vill ekki hafa það, þvi að
þá væri torveldara fyrir um
handahófsleg vinnubrögð, til að
hygla einum í dag og öðrum
á morgun.
En ár cftir ár bíður þjóðin
stórfellt tjón af þessum vinnu
brögðum. Framsækin þjóð
með ótal verkefni fram undan
verður að búa við mótaða
stefnu í málefnum sínum — og
markvissa forustu, sem geti
framkvæmt stefnuna af ein-
urð og festu.
En til þess þarf ný viðhorf og
nýja forustu.
Alla þessa tíð hefur Fram-
sóknarflokkurinn boðað já-
kvæða leið. Þegar boðskapur
andstæðinga okkar var að þjóð
in lifði um efni fram og þyrfti
að draga úr framkvæmdum og
neyzlu þá töldum við þá ieið
neikvæða og liéldum fram hinni
jákvæðu leið að vinna skipulega
að aukinni framlelðslu auknum
afköstum þjóðarbúsins til að
standa undir síauknum þörfum
og síbættum lífskjörum. Þetta
gerum við enn.
Við verðum í framtiðinni að
temja okkur nýtízkuleg og
skipuleg — kerfisfundin
vinnubrögð á öllum sviðum.
Við verðum að byggja starf
okkar á ýtarlegum áætlunum til
skamms tíma og Iangs.
Lítum yfir farin veg Fram-
sóknarflokksins um hálfrar ald
ar skeið. Það eru tæp 40 ár
síðan flokkurinn kom til valda
og hóf að leggja grunn að nú-
tíma þjóðfélagi. Það er ekki
Iengra síðan. En cftir önnur
40 ár hefur okkur skilað inn í
aðra öld. Þá verða íslendingar
helmingi fleiri en nú. Hvernig
viljum við að landið og þjóð
félagið vcrði þá?
Á tímum örra breytinga í
tækni og þekkingu sér að vísu
enginn fyrir alla hluti, en
áætlanir til langs tíma verða að
miðast við þær staðreyndir sem
þekktar eru á hverjum tíma
og eru því sífellt í endurskoðun.
En fyrsta nauðsyn hverri fram- I
sækinni þjóð er markmið, önn-
ur stefna og þriðja forusta.
Það er margt sem þarf að
gera og óskalistinn er Iangur
þessvegna þarf að vinna skipu
lega til þess að framkvæmda
getan nýtist sem bezt í þágu
þjóðarinnar. Það verður að
raða verkefnunum á óskalistan
um. Framkvæmdamátturinn,
tæknin og vinnuaflið, myndar
rammann og innan I þann ramm
verður að raða verkefnum þjóð
arinnar. Ilisminu verður að
fletta af og komast að kjarna
málsins.
Á þessum brautum boðar
Framsóknarflokkurinn förina
út úr þjarki og þrefi dagsins
í dag inn i annasama framtíð,
uppbyggingar, starfsgleði og vel
megunar. Formaður flokksias
hefur nefnt þá braut hina leið
ina og það er réttnefni vegna
þess að það hefur enginn nema
Framsóknarflokkurinn aðra
leið að boða.
Nú þegar fyrir dyrum standa
tvennar kosningar mcð árs yl
millibili, kosningar sem eru svo
örlagaríkar vegna þess að þær
eru prófraun á viðbrögð lýðræð
isfyrirkomul. okkar við lélegu
stjórnarfari, sem almenn ó-
ánægja hefur skapazt um, vakn
ar spurningin: vill þjóðin breyt
ingu? Neitandi svar bæri lýð-
ræðinu ekki fagurt vitni enda
er það trú mín að þjóðin muni
vilja breytingu. En það verður
að vera okkar hlutverk að sýna
fram á hvernig sú breyting yrði
knúin fram. Hvar er að inna
það þjóðfélagslega afl sem hef
ur kraft og vilja til að knýja
fram breytingu og leggja til
nýja forustu?
Hvar er það afj að finna?
Alþýðubandalag Sósíalista, Þjóð
vörn? Allir vita að þar er eng-
in forusta, enginn vilji og eng
FYamhald á bls. 12 ®
V
I