Tíminn - 15.03.1966, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 15 .marz 1966
9
Alfreð Aðalbjörnsson bóndi
á Unaósi, einum yzta bænum
f Hjaltastaðaþinghá, sem fyrr
á tímum hét raunar Útmanna-
sveit, er á leið í kaupstaðinn
á Egilsstöðum. Hann er þó
hvorki eldsneytis- né fóðurlaus,
en samt hafði hann samflot
með Hlíðarhreppsbændum
nokkurn spöl, unz þeir balda
ekki lengra en til móts við
TÍMINN
Björn á Móbergi og Alfreö á Unaósi í kaupstaöarferð að Egjlsstöðum.
Mynd—GB
Fluttíst búferlum til
Rvíkur og heim árið
eftir í Utmannasveit
kornbílinn, sem hefur það með
ferðis, er þá vanhagar mest
um, utan olíu. En þeir halda
áfram ferð sinni í Egilsstaða-
kauptún, Alfreð og sveitungi
hans, Björn Ágústsson bóndi
að Móbergi. Þeir lögðu af stað
að heiman um líkt leyti og
Hlíðarbændmy voru álíka lengi
að fara rösklega fimmtíu kíló-
metra leið, sem ýta hafði troð-
ið slóð fyrir jeppa og_ dráttar-
vélar. Þessir tveir Útmanna-
sveitarbændur eru menn á létt-
asta skeiði. Alfreð er í hærra
meðallagi, grannvaxinn, skarp-
holda, svarthærður, eilítið rauð
leitur í framan. Hann er spaug
greindur og hláturmildur, en
ræðir búshætti af alvöru að
bændasið. Hann kveðst hafa
verið bóndi á Unaósi síðastlið-
in fimmtán ár og þó byrjað
að búa þrettán ára, er faðir
hans fórst af slysförum við
uppskipun á Héraðsflóa, þai^
sem Unaós stendur, einn af
fimm bæjum í Hjaltastaðaþing
há, er land eiga að sjó. Nokkur
ár átti Alfreð heima annars
staðar. Er ég spyr hann um
hlunnindi jarðarinnar og reka
á fjörur hans, kveðst hann ekki
hafa gefið sér tíma upp á síð-
kastið til að ganga á fjörur
sínar, hann verði einn að sjá
um skepnurnar og hafa nokk-
uð erfiða geymslu sauðfjár,
það sé ógreið aðganga að fjör-
um hans, er liggi undir klett-
um, og hann viti ekki til þess,
að sér hafi áskotnazt fémæti
þá leiðina.
— Hvað finnst þér um þessa
snjókomu nú að undanfömu,
ALfreð, hefur hún oft orðið
meiri I þinni sveit, t.d. vetur-
inn 1950—51?
— Þá var ég reyndar ekki
á Unaósi, en þó er mér næst
að halda, að snjóþyngsli í
Hjaltastaðaþinghá sé ekki lfkt
því eins mikil nú og var vetur-
inn þann.
— Hefur samt ekki þessi
snjóakafli verið verulega baga-
legur fyrir ykkur bændur
þajna úti við Héraðsflóann?
— Ég get varla sagt það,
nema að því leyti að koma
mjólkinni frá sér til Egilsstaða.
Hún hefur komizt í mjólkur-
samlagið svona einu sinni tvisv
ar í viku.
— Hefur félagslíf færzt úr
skorðum hjá ykkur, hvernig er
t.d. með þorrablótið?
— Við höfum ekki getað
haldið þorrablót ennþá í fé-
lagsheimili okkar, Hjaltalundi,
hvað sem verður, hvort nú opn
ast leiðir frá öllum bæjum um
sveitina, það er ómögulegt að
segja, hvort við blótum þorra
í ár.
— Hefur bændum fækkað í
þinni sveit seinni árin?
— Það get ég varla sagt.
Einn fluttist suður til Reykja-
víkur fyrir fáum árum, en það
var svo gott, að hann kom aft-
ur árið eftir og hélt áfram
að búa á sinni jörð.
— Heldurðu að Egilsstaða-
kauptún muni nokkuð draga úr
því, að menn haldi áfram að
sitja jarðir sínar eða að það
veiti ykkur þjónustu í nærbýli?
— Ég held nú frekar, að það
sé okkar hagur, að þetta þorp
aukist til að veita okkur þjón-
ustu, sem við ver'ðum annars
að leita lengra til að fá.
Björn Ágústsson bóndi á Mó-
bergi er hvatlegur maður, full-
ur áhuga og synd að segja, að
hann sé málstirður, hann telur
það ekkert eftir sér að kafa
rækilega í orðaforða móð-
urmálsins til að tjá hugsanir
sínar með. Mér þykir verst, að
ekki gefst nema örstutt stund
til að ræða við hann.
— Hefurðu stundað búskap
lengi, Björn?
— Já, það eru orðin nokk-
uð mörg ár síðan ég hóf bú-
skap, en búskaparárin á
Móbergi eru ekki mörg, þetta
er nýbýli, og það er eitthvað
komið á fimmta ár síðap ég
byrjaði að búa þar.
— Eru mörg nýbýli í þinni
sveit? »
— Þau eru ein fjögur, sem
búið er á, en búið er að út-
hluta fleirum, sem ekki hefur
enn verið byggt á, en samt bú-
ið að ræsa þau fram og rækta,
leggja vatn að sumum og frá-
rennsli og undirbúa á annan
hátt.
— Hafa þessi miklu snjó-
þyngsli komið tilfinnanlega nið
ur á þér og þínu heimili?
— Þau leiða náttúrulega af
sér margskonar erfiði, sam-
göngutruflanir, það er enginn
leikur að koma mjólkinni á
markaðinn, það hefur ekki ver
ið hægt nema með jarðýtum
og beltatraktor, þetta er
feikna seinlegt, því að vega-
lengdir eru það miklar. Ég verð
að segja það, að nú hafi það
komið enn skýrt fram, að þetta
strjála byggðarlag á tæpast
nokkurn rétt á sér. Mér dettur
í hug, að ég fann mikið til
þessa hér eitt kvöldið, þegar
ég var úti við heima, það var
bjartviðri og sáust ljósin á öll-
um bæjunum, en æði langt á
milli þeirra. Ég fór að hugsa
um þetta, þegar ég horfði á
þessi ljós gægjast upp úr fönn-
inni með margra kílómetra
millibili, hvað óskynsamlegt
það er, að hafa svona langt
á milli bæjanna. Maður verður
svo sem ekki var við það, þeg-
ar maður er að hendast í W1
í sæmilegu færi um sveitina.
Á meðan svona er fyrirkomu-
lagið á byggðinni í sveitinni
er ekki von til að hægt sé að
gera mikið fyrir fólkið, sem
ella væri, bæði gagnvart raf-
lýsingu og öllum umbótum.
— Er engin þétt byggð í
þinni sveit?
— Þetta skiptist eiginlega í
tvær álmur, meðfram fjallinu
og fram með Lagarfljóti. Þétt
byggð er ekki nema þar sem
nýbýli hafa komið inn á milli,
víðast allt of langt milli bæja.
Þetta gerir allt miklu erfiðara,
fólkið getur enn síður verið
hvert öðru til aðstoðar, þegar
eitthvað á bjátar, og menn
geta ekki haft eins gott félags-
lff og hægt væri I skipulögðum
hverfum. Eins mundi vélakost-
ur hagnýtast miklu betur, gæti
verið meira sameiginl. í þéttbýli
Ég álít, að það liggi alltof mik
il fjárfesting í landbúnaðarvél
um, sem nýtast ekki nærri þvi
til fullnustu, og viðhald þeirra
verður allt of dýrt. Meðan
þetta einangrunareðli er til
staðar, gengur þetta út á, að
hver fer að hokra og kaupa
fyrir sig, en það er hreint ekk-
ert vit í því, hve illa þessar
dýru vélar hagnýtast. Of fáir
sinna því eða rísa undir því
að byggja yfir vélarnar, sem
bó þarf að gera til að góð end-
ing fáist. Og — í fæstum orð-
um sagt — við getum alltaf
búizt við snjóþungum vetrum,
en þeir yrðu okkur miklu bæri
legri, ef byggðin væri þéttari
og hver gæti liðsinnt öðrum
betur en hægt er að koma við
í þessu fáránlega dreifbýlL
Flogið til Fljótsdalshéraðs — Grein og myndir: G. B.
hennar, og maki og synir nutu
þess og ótal fleiri, sem að garði
bar.
Björn og Guðrún eignuðust fimm
börn, eina stúlku, er dó mjög ung
og þrjá syni, auk Þórhalls, sem
áður er getið, þá Svavar, Jónas
og Ásgeir. Svavar lauk námi í
Verzlunarskólanum og starfaði
lengi á Hjalteyri og í Reykjavík,
hann andaðiet í Reykjavík árið
1962 og var öllum harmdauði, sem
þekktu hann. Hann var kvæntur
Valborgu Jónasdóttur sem lifir
mann sinn. Jónas er skrifstofu
maður á Siglufirði, kvæntur
Hrefnu Henmannsdóttur, og Ásgeir
er verzlunarmaður á Siglufirði.
kvæntur Sigrúnu ÁsbjarnardótUr
Frú Guðrún Jónasdóttir, andað'
14vokt. 1954.
Þessi orð eru orðin lengri en
ætlað var í fyrstu — einhvern veg
inn hafa ótal minningar sótt á
hugann, þegar ég fór að hugsa
um Björn Jónasson og Siglufjörö.
j Þessi nöfn voru nokkuð samofin
I hvort öðru í hálfa öld.
Nú hvílir hann í mold þess stað
ar, þar sem hann haslaði sér
völl í átökunum við lífið.
Hann er einn af þeiim, sem
kom, sá og sigraði, og því er
bjart yfir minningu hans.
Jón Kjartansson.