Tíminn - 15.03.1966, Side 13

Tíminn - 15.03.1966, Side 13
ÍÞRÓTTIR ÞRIBJUDAGUR 15 .marz 1966 IÞROTTIR TÍMINN 13 •Heimsmethæðin mæld nákvæmlega út. Jón Þ. Olafsson er til vinstri (Tímamynd Bjarnieifur) Leikmenn Manchester fengu hlýjar móttök- ur í II — nema hjá Chelsea, sem sigraði þá 2:0 Hsím,—mánudag. Fyrsti deildarleikur ensku meist aranna, Manch. Utd., eftir hinn rnikla sigurleik í Lissabon var gegn Chelsea í Lundúnum á laug- ardaginn og aldrei hefur nokkurt (jnskt lið fengið aðrar eins mót- tökur á útivelli. Löngu áður en léikurinn hófst höfðu 60 þúsund manns troðið sér inn á völlinn — en þá, varð að loka hiiðunum og um tuttugu þúsund manns biðu í frjálsíþróttum innanhúss: fyrir utan. Alls staðar mátti sjá félagsliti Manchester iiðsins rautt og hvítt — og þegar liðið kom inn á völlinn ætlaði fagnað- arlátunum aldrei að linna. Og síðan hófst leikurinn og hin- ir ungu Chelsea-leikmenn voru ekki uppnæmir fyrir látum áhorf- enda. Þeir hófu leikinn og geyst- ust að markinu, Tambling fékk knöttinn í vítateig og sendi hann rakleiðis í mark. Harry Grergg varð því að hirða knöttinn úr netinu eftir aðeins 30 sekúndur. Og eftir fjórar mínúturí lá knötturinn aftur í markinu. Graham skoraði. Fleiri Fiamhald á bls. 12 Valbjörn setti met í stangarstökki — og Jón Þ. átti góðar tilraunir við heimsmetið í hástökki án atrennu. Unglingameist aramót á skíðum háð á Akureyri Aíf-Reykjavík, mánudag. , Valbjörn Þorláksson, KR, seíti nýtt íslandsmet í stangarstökki innanhúss) á Meistaramótinu í frjálsíþróttum, sem háð var í KR- húsinu um helgina. Stökk Valbjörn 4.37 metra, sem er einum senti- metra betra en fyrra metið, sem hann átti sjálfur. Valbjörn flaug yfír 4,37 metra og mátti vara sig á að reka sig ekki undir loft í KR-liúsinu, sem varla gefur mögu- leika á þvi að stökkva mikið hærra en 4,40—4,50 metra. Og þegar Valbjöm hafði sett metið var hann spurður um hve mikið ætti að hækka fyrir næstu tilraun. Svar ið gat ekki orðið nema á einn veg: „Hækkið eins og þið getið." En Valbjörn náði ekki að stökkva hærra en 4.37 metra að þessu sinni, en ólíklegt er annað en þetta nýja met fjúki bráðlega. Eins og kunnugt er, þá er íslands- met Valbjarnar utanhúss 4,50 metrar, sett 1961. Nokkuð margir áhorfendur — á mælikvarða ísl. frjálsíþróttamóta — fylgdust með keppninni í KR- húsinu um helgina, og urðu þeir vitni að skemmtilegri keppni. Gam an var að fylgjast með viðureign Jóns Þ. Ólafssonar í Í.R. við hehns- metið í hástökki án atrennu. Eftir að Jón hafði stokkið 1,71 metra léttilega, lét hann hækka í 1,77 metra — sama hæð og heimsmet- ið er — og átti þrjár góðar til- Valbjörn Þorláksson raunir við hæðina, en felldi í öll skiptin. Að sögn hefur Jón átt enn þá betri tilraunir við heimsmetið, svo ekki þarf að koma neinum á óvart þótt Jón verði ofan á í glímunni við það innan tíðar. Úr því að Jón Þ. Ólafsson er á dag- skrá, er ekki úr vegi að minnast á þann ósið hans að íklæ’ast rauði keppnispeysu merktri „Uni versity of Mexico.“ Það getur ver ið gott og gilt ,að vera svona „merktur" á æfingum, en er alls ekki viðeigandi á opinberum mót- um, allra sízt meistaramótum. í langstökki án atrennu sigraði Jón Þ., stökk 3,30 metra, og í þrístöikki án atrennu sigraði hann sömuleiðis, en fékk meiri keppni en í fyrri greininni. í fyrstu um- ferð stökk Jón 9,50 metra, en fékk fljótlega keppni frá þeim Úlfari Teitssyni, KR, og Guð- mundi Jónssyni, HSK. Stökk Úlfar 9,48, en Guðmundur 9,61 og var það í fjórðu tilraun. Með því hafði Guðmundur forustu. í síðustu tilraununum náði Jón sér betur á strik og stökk 9,77 og 9,82. Franvmistaða Guðmundar í þessari grein vakti athygli og verður gaman að fylgjast með þess um unga manni. f hástökki með atrennu var Jón Þ. hinn öruggi sigurvegari, stökk 2,06 metra. Kjartan Guðjóns son varð annar, stökk 1,85 metra. Þetta var fjórða greinin, sem Jón sigraði í, en hann tók þátt í fimm, og verður ekki annað sagt en frammistaða hans í mótinu hafi verið góð. Árangurinn í kúluvarpi var frekar slakur. Guðmundur Her- mannsson hafði yfirburði, varpaði 15,27 metra, en Kjartan Guðjon- son var annar. 13,70 metra. Hér koma úrslit í einstökum sreinum: Stangarstökk: Valbjöm Þorláksson KR 4,37 m (fsl. metj Páll Eiríksson, KR 3,85 m Ólafur Guðmundss., KR 3,30 m Magnús Jakobss., Breiðab. 3,30 m Langstökk án atrennu: Jón Þ. Ólafsson, ÍR 3,30m Ólafur Ottósson, ÍR 3,20 m Skúli Hróbjartsson, HSK 1,60 m Unglingameistaramót fslands Guðmundur Jónsson, HSK 3,16 m Erlendur Valdimarsson, ÍR 1,60 m á skíðum 1966 fer fram í HHðar- Þrístökk án atrennu: Jón Þ. Ólafsson, ÍR 9,82 m GuðmtindUr Jónsson, HSK 961 m Úlfar Teitsson, KR 9,48 m Hástökk með atrennu: Jón Þ. Ólafsson, ÍR 2,06 m Kjartan Guðjónsson, ÍR 1,85 m Xngim. Ingimundars., HSS 1,75 m Þrír fyrstu í kúluvarpinu: Frá vinstri Kjartan, Guðmundur, sigurvegari og Erlendur. Kúluvarp: Guðm. Hermannss., KR 15,27 m Kjartan Guðjónss., ÍR 13,70 m Erlendur Valdimarss., ÍR 13,23 m Þriðjudaginn 15. marz n.k. hefst námskeið fyrir byrjendur í judo og sjálfsvörn. Kennari verður Al- ex Fraser 2. dan judo. Þetta er í fyrsta skipti hér á landi, að hátt gráðaður judokenn ari tekur að sér að kenna á byrj- endanámskeiði, en judo á nú ört vaxandi vinsældum að fagna hér á landi sem annars staðar, og er ekki vafi á, að íslandingar eiga Bergþór Halldórsson, HSK 1,75 m Erlendur Valdimarsson, ÍR 1,75 m Valbjörn Þorláksson, ÍR 1,75 m Þá var keppt í aukagrein á mót- inu, í kúluvarpi drengja. Páll Dag- bjartsson, HSÞ, varð drengjameist- ari, varpaði kúlunni 16,64 metra. eftir að ná góðum árangri með bættum aðbúnaði til iðkunar judo og tilsögn góðra kennara, sem er mest um vert. Allir geta æft judo sér til gagns og ánægju, góður árangur er alls ekki alltaf kom- inn undir miklum kröftum. Æfingar fara fram að Langa- gerði 1 (húsi K.F.U.M.) á þriðju dögum og fimmtudögum kl. 8 s.d Innritun á staðnum. (Judokan) j f jalli við Akureyri dagana 26. og j 27. marz n.k. Keppt verður íeftirtöldum greinum: 7.5 km. skíðagöngu pilta 14—16 ára. Skíðastökk 14—16 ára. Nor- ræn tvíkeppni 14—16 ára. Svig pilta 12—15 ára. Stórsvig pilta 12 —15 ára. Alpatvíkeppni pilta 12— 15 ára. Svig stúlkna 12—14 ara. Stórsvig stúlkna 12—14 ára. Alpa- tyíkeppni stúlkna 12—14 ára. Aldur miðast við síðastliðin ára- mót. Dagskrá mótsins hefur verið ákveðin sem hér segir. Laugardag- ur 26. marz: Kl. 14.00 Stórsvig pilta 12—15 ára og stúlkna 12—14 ára. Kl. 16.00 7.5 km. skíðaganga pilta 14—16 ára. Sunnudagur 27. marz: Kl. 13.00 Svig stúlkna 12—14 ára. Kl. 14.00 Svig pilta 12—15 ára. Kl. 15.30 Skíðastökk 14—16 ára. Þátttökutilkýnningar ásamt þátt tökugjaldi, sem er kr. 20.00 fyrir hvern keppanda í hverri grein. skulu send mótstjórn, c/o Guð- •mundur Tulinius, Hafnarstr. 18 Akureyri. Þróttur og ÍR sigruðu Tveir leikir í 2. deildar keppninni í handknattleik voru háðir s. 1. laugardags kvöld. f fyrri leiknum léku ÍR og Keflavík og áttu ÍR- ingar í miklum vandræðum með Suðurnesjamennina. Svo fóru leikar, að ÍR sigr aði með cins marks mun, 25:24. Með því hefur ÍR tekið forustu i mótinu, hlot íð 10 stig, en Víkingur og Þróttur eru með 8 stig og einum leik færra. í síðari leiknum sigraði Þróttur Akurnesinga nokk- uð örugglega með 33:24. Hástökk án atrennu: Jón Þ. Ólafsson, ÍR 1,71 m Námskeið fyrir byrjend ur í júdó hefst í kvöld

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.