Tíminn - 15.03.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.03.1966, Blaðsíða 2
ÞRIUJUDAGUR 15. marz 1966 TÍMINN IIRÐU AD KEPPA A AKUREYRI Húsfreyjan á Vaðbrekku var f jóra sólarhringa á erfiðu ferðalagi — á hestbaki, í snjóbíl og í flugvél! SJ-Reykjavík, mánudag. f gær var þátturinn „Sýsl- urnar svara“ tekinn upp á Ak- ureyri og voru þar mættir til leiks fulltrúar Þingeyjarsýslu og Norður-Múlasýslu. í upp- hafi var ætlunin að taka þátt- iim npp á Húsavík, en vegna samgönguerfiðleika fór þetta á annan veg en í fyrstu var ráð- gert Tíminn ræddi í dag við Guðna Þórðarson, annan stjórn anda þáttarins og sagði hann, að aðdragandi þessa þáttar væri orðinn sögulegur í meira lagi. í fyrsta lagi var þetta önnur tilraunin sem gerð er til að taka þáttinn upp. Fyrst varð að hætta við upptökuna, þar sem svo mikil krapaófærð var fyrir austan að bílar kom- ust ekki leiðar sinnar. Þá var ákveðið að taka þáttinn upp á Húsavík á laugardag, en þá reyndist flugvöllurinn á . Hús- vík ófær og snjóbíll Akureyr- inga í lamasessi. Þá voru Norð- mýlingar komnir til Akureyr- ar eftir sögulega ferð að aust- an, og varð þá að ráði, að Þingeyingar kæmu á eigin snjó bíl, sem þeir hafa nýlega eign azt, til Akureyrar. Lögðu þeir Framhald á 14. síðu. Á efstu myndinni er snjóbíllinn, sem Þingeyingarnir komu meS. Hann var átta tíma aS aka úr Mývatns sveit tii Akureyrar. Á myndinni i mlSIS eru þátttakendurnir frá N-Múlasýslu: Ingibjörg Jónsdóttir hús freyja á VaSbrekku, Skjöldur Eirfksson skólastjóri aS SkjöldólfsstöSum í Jökuldal og Matthías Eggertsson SkriSuklaustri. Á neSstu myndinni eru þátttakendur úr Þingeyjarsýslu: Þóroddur Jónasson læknir aS BreiSumýrl, Þráinn Þórisson, skóiastjóri og GuSmundur Gunnarsson kennari aS Laugum. Myndirnar tók Haraldur SigurSsson, fréttaritari Tímans á Akureyri. Tilbúin hús frá Svíþjóð flutt inn FB-Reykjavík, mánudag. Nú er að hefjast innflutningur tilbúinna húsa frá sænska bygg- ingafélaginu HSB, en það er lang- stærsta húsbyggingafélagið á Norð urlöndum. og er í raun og veru fjöldasamtök húsbyggjéiida ög' leigjenda í Svíþjóð, rekið á sam- Faðir bjargar brnni sínu með blástursaðferðinni !HZ-Reykjavík, mánudag. Á laugardaginn lenti lítill dreng ur úti í stórum poll skammt frá Rauðavatni og var hann nærri því drukknaður. Fyrir snarræði föður hans tókst að bjarga baminu með blástursaðferðinni. Síðdegis á laugardaginn voru tvö systkin að leika sér í byggða- hverfi inni við Rauðavatn. Heita þau Linda Hannesdóttir, 3 ára og Sigurður Ingvi Hannesson, 2 ára. Eins og barna er siður léku þau sér í pollum eða uppistöðulón- um, sem hafa myndazt þarna. Skyndilega verður Linda vör við það, að litli bróðir hennar renn- ur til í aurnum og beint út í poll. Reyndi hún að ná til hans en tókst ekki. Hljóp hún þá heim til sín sem fætur toguðu og náði í pabba sinn, Hannes Sigurðsson, sem var rétt nýkominn heim, og móður sína lika. Koma þau að barninu þar sem það var á floti í pollin- um og sneri andlitið niður. Óð móðirin, Bergljót Þórðardóttir út í pollinn, en hann náði henni í mitti, og fór með drenginn á þurrt. Þá bar föðurinn að, en hann hafði verið að leita í poll- um skammt frá, því ekki mundi litla stúlkan nákvæmlega í hvaða poll drengurinn hefði dottið. Fað- irinn lagði litla drenginn á grúfu og rann þá slím úr vitum hans. Hóf hann strax blástursaðferðina og þegar hann hafði blásið um 20 sinnum bar að konu úr næsta húsi, sem bauð þeim inn í hlýj- una á meðan hún hringdi á sjúkra- bíl. Á leiðinni reyndi maðurinn enn að lífga barnið og hélt blásturs- aðferðinni áfram er inn var kom- ið. Skyndilega vprður hann var við lífsmark hjá barninu,, er það grípur andann á lofti. Áður en varir er sjúkrabíllinn kominn á vettvang og gáfu sjúkraliðanir barninu súrefni og fór þá dreng- urinn fyrst að anda reglulega. Það var sannarlega fyrir snarræði föðurins að barninu var bjargað, því hann kunni björgunaraðferð- ina með blástursaðferðinrii en hana hafði hann lært í Iðnskol- anum fyrir nokkrum árum hjá Jóni Oddgeiri Jónssyni. Sigurður Ingvi er nú á barna- deild Landspítalans og verður ekki séð að honum verði meint af volkinu. vinnugrundvelli, og allt húsnæði, sem byggt er á þess vegum er selt á kostnaðarverðj. Hús þau sem hingað verða flutt eru flest af stærðinni frá 90 í 125 fermetra að flatarmáli ýmist með eða án Kjállara, óg gért er ráð fyrir að 100 fermetra hús fullbúið kosti um 900 þúsund krónur. HSB í Svíþjóð hefur gert allt, sem í þess valdi hefur staðið til þess að lækka byggingakostnað og byggja um leið vándað og hentugt húsnæði, og þess má geta, að á síðasta ári nam framleiðsluverð- mæti félagsins 992 milljónum sænskra króna eða 828 þúsund milljónum ísl. króna. ^ BORO sú deild í HSB sem fram leiðir tilbúin hús hefur nú starf- að í rúm 40 ár og byggt eða lagt til efni í meira en 50.000 einbýlis- hús, og í dag býr í húsum þess- um mannfjöldi sem svarar til tveim þriðju hluta allra íslend- inga. Boro framleiðir margar teg- undir tilbúinna húsa, einbýlishús, ráðhús, keðjuhús, sumarbústaði, barnaheimili, skóla og fleira. Fyrirtækið S. Óskarssbn og Co h.f. Garðarstræti 8 hefur nú fengið einkaumboð fyrir HSB:s Industri- er Afi, Borohús á íslandi, og var blaðamönnum kynntur þessi inn- flutningur í dag. Sæmundur Ósk- arsson skýrði frá ýmsu í sam- bandi við þessi tilbúnu hús, sem nú verður farið að flytja hingað til lands. Sagðist hann gera ráð fyrir, að áhugi mann beindist eink um að innflutningi tilbúinna ein- býlishúsa, og hefði fyrirtækið því iagt áherzlu á að fá ýtarlegar upp- lýsingar um fyrirkomulag, verð og gæði þessara húsa. Samkvæmt upp lýsingunum, mætti gera ráð fyrir, Framhald á b,. 14. Barnaverndarmál rædd á fundi lögfræðinga í kvöld, þriðjudagskvöld heldur Lögfræðingafélag íslands félags- fund sinn, sem féll niður í febrú- ar. Fundurinn verður haldinn í Tjamarbúð, hefst kl. 20.30. Fund- arefni verður, eins og skýrt hefur verið frá, „Barnaverndarmál og frumvarp til laga um vernd barna , og ungmenna." Framsögumenn á fundinum verða þeir prófessor Ár- mann Suævarr, háskólarektor og Ólafur Jónsson, fulltrúi lögreglu- stjóra. Lídó ekki lengur fyrir unglinga GÞE—Reykjavík mánudag, Forráðamenn veitingahússins Lídó liafa nú sótt um vínveitinga- leyfi fyrir staðinn, og gert er ráð fyrir því, að Lídó opni sem vín veitingahús eftir hálfan mánuð. Er þvj fokið í flest skjól fyrir ung lingaot., því að fram til þessa hef ur Lídó verjð svo tjl eini boðlegi vcitingastaðurinn hér í bæ, þar sem unglingum 16 ára og eldri er heimilaður aögangur. Lído opnaði sem skemmtistaður eingöngu fyrir unglinga fyrir hálfu fjórða ári, og var staðurinn þegar mjög eftirsóttur af ungling urn, sem áður haföi verið meinað Framhaid a 14. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.