Tíminn - 15.03.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.03.1966, Blaðsíða 8
8 TIMINN ÞRIÐJVDAGVR 15. marz 1559 Ketill indriðason: Opið bréf til Búnaðarþings Flutt hefur veriS á alþingi frum varp til laga um minkaeldi. Flutn- ingsmenn telja, að hér sé um arð- vænlega atvinnu að ræða. Benda á, að aðrar Norðurlandaþjóð- ir hafi stórgróða af því og færa til tölur um verðmæti skinnasöl- unnar. Kostnaðar mun lítið getið við framleiðsluna og þaðan af siður hvað fleira kemur til frá- dráttar, er þó nauðsyn að gera sér þess grein, þegar meta skal arðsvonina í heildv Reynsla okkar fslendinga bend- ir a.m.k. til þess. Bein útgjöld af innflutningi minkanna sýndu Ijótan rekstrarhalla. Tugmilljóna töp, tryggð fram í aldir, ef ekki tekst að eyða villiminkinum. Tjón á náttúruauðlegð landins til við- bótar, ómetanlegt. !»etta láta flutningsmenn frv. eins og vind um eyrun þjóta. Beita þessari reynslu meira að segja máli sínu til stuðnings. Telja að þó minkur kæmist þá undan lás og slá, muni það ekki verða nú og þó svo færi, hvað er í húfi? Villiminkur er fyrir og honum verður ekki útrýmt. Hér er um þjóðmál að ræða, og við þjóðtrú að glíma. Þjóðmál talca til allra, en þetta mál til bænda, öðrum fremur og því sný ég máli mínu til þeirra, er nú sitja Búnaðarþing og bið þá að hugsa mál þetta vandlega. Höfuðatriðið er, hvort unnt muni vera að aleyða minkinum eða ekki. Staðhæfing margra, að það sé ekki hægt, gildir engu meira en fullyrðing fárra, um að það sé hægt. Sannanir geta hvor- ugir lagt fram, en líkurnar ber að meta sem vandlegast. Ég flyt ekki mál hinna fyrr- töldu, en veit þó, að trú þeirra stafar frá þeirri villu að jafna saman aðstöðunni við vinnslu refa og minka, en það er tvennt ólíkt. Ef til vill má jafna þessu nokkuð saman, þegar um hlaupadýr er að ræða, en þegar kemur að því að finna grenin, mætti með sanni segja, að hlutföllin væru 1 á móti 100. Refurinn á sér greni um allt land, frá háöræfum og jöklum til flæðarmáls, og það getur aldrei fundizt nema nokkur hluti af grenjum hans. Minkurinn þræðir ár- og vatnsbakka. Það má því með viðráðanlegum mannsöfnuði og hundum finna og vinna megin- hluta grenja hans á fyrsta ári reglulegrar og svikalausrar her- ferðar. Hreinsa síðan til á næstu árum á sama hátt, og ef beitt væri jafnframt sæmilegum verð- launsveitingum fyrir dráp hlaupa- dýra mundi skjótt skipta um. Segjum 1—2—3 þúsund kr. fyrir hvert dýr, og því hærra, sem nær drægi takmarkinu — aleyðingu. Hvað væri borgandi fyrir síðasta tuginn? Hvað síðasta minkinn? Þetta er framkvæmanlegt, óg kostnaðurinn aðeins brot þeirrar fjárhæðar, sem færi — segjum til ársins 2066 til minkadráps á þann hátt, sem það er rekið nú. Skipu- lags- og eftirlitslítið. Sums staðar sótt af kappi og með stórkostnaði, annars staðar slælega og minkur- inn næstum því friðaður. En það getur enginn maður lagt til, að útrýmingarstríð verði hafið, ef nú verður leyfður innflutningur. Það vita allir flutningsmennirnir engu síður en aðrir, að þau orð Finns Guðmundssonar, er hann hafði í útvarpi s.l. ár, „að fyrr eða síðar hlytu einhverjir minkar að sleppa úr haldi“ eru sannmæli. Og þó miklu betur væri gætt alls bún- MINNING Björn Jónasson Sigluf irðí Kunnur siglfirzkur borgari, Björn Jónasson, er nýlátinn: Hann lézt að heimili elzta sonar síns Norðurgötu 13, Siglufirði, þann 19- f. m. og var jarðsettur frá Siglu fjarðarkirkju 26. f. m. að viðstöddu fjölmenni. Þann dag kvöddu Siglfirðingar sérstæðan og eftirminnilegan per sónuleika, mikinn eljumann, sem meir en hálfa öld starfaði á Siglu firði og undi þar vel hag sínum. Við, seim höfum þekkt Björn Jónasson um áratugi, söknum hans og okkur finnst skarð fyrir skildi. Siglufjörður eitthvað svipminni eft ir lát hans, og þó var Bjöm Jóuas son orðinn háaldraður, er hann lézt, þreyttur vegfarandi, sem þráði hvíld, en reisn hans, frásagnargleði og hugsun til hinztu stundar var svo eftirtektarverð nákunnugum, að ekkert er of sagt hér að fram an. Bjöm Jónasson var fæddur 23. júni 1886 að Ytra-Hóli, Öngulstaða hreppi í Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin, sem þar bjuggu, Jónas Einarsson og Guðrún Jónsdóttir. Þau voru hin mætustu hjón, sem öllum þótti vænt um, sem kynntust þeim. Ytra-Hóls heimilið var mann- margt, því auk Bjöms áttu þau 6 aðra syni, Hólmkel, Njál, Garðar Árna, Jónas og Einar. Allur þessi mannvænlegi piltahópur komst til fullorðins ára og urðu dugandi menn í norðlenzkum byggðum. Hólmkell er látinn fyrir allmörg um árum. Var hann búsettur á Siglufirði, mesti sómamaður, sem féll frá fyrir aldur fram. Þrír bræðurnir, Njáll, Garðar og Árni eru búsettir á Siglufirði, en Einar býr á Hjalteyri og Jónas á Húsa vík. Eftir því, sem ég bezt veit eyddi Björn Jónasson ekki mörgum ámm æsku sinnar í skólagöngu, en hann var þó margfróður maður, ekki ein vörðungu um sögu og landshagi frá fyrstu tíð, heldur einnig um „bækur og menn“. Á uppvaxtarárum Björns Jónas sonar kom ekkert upp í hendum ar á mönnum án fyrirhafnar. Þessa staðreynd uppgötvaði hann snemma á lífsleiðinni, og árið 1904, þá 18 ára gamall réðist hann til Þórhalls Bjarnasonar að Lauf aðar búranna, nú en áður var, þá eru minnimir þeir sömu — og ekki betri. Hirðuleysi, sviksemi eða drykkfeldni eins einasta gæzlu manns eða spellvirki illvirkja og óknyttastráka gæti setn heila her skara út í frelsið og víðáttuna án þess að lögum yrði komið yfir hinn seka, og hverju næmi sektar- fé? Óendarlega smáu broti þeirr- ar fjárhæðar, sem kostaði að eyða varginum. Hættan á slysum vex með hverju búi og snúist tízku- vindurinn ekki þeim mun fljótar, verða þau mörgum sinnum 5 eftir fáein ár. Skyndigróðahyggjan er ríkur þáttur í fari þjóðarinnar og fer vaxandi. Hér stangast á sem víðast, mis- munandi hagsmunir og sjónarmið. Öðru megin hugur hvers þess bónda á öllu landinu, sem á varp eða varpsvon, veiði eða veiðilík- indi í ám og vötnum, allra ali- fuglaeigenda, fiskiræktarmanna, allra leigutaka veiðiréttinda, allra er unna náttúrufegurð og gæðum landsins. Hins vegar gróðavon peninga- manna, ærið tvísýn þó, og sem hafa ótal skilyrði til að ávaxta fé sitt á öruggari hátt en þennan. Löggjöfin um eyðingu refa og minka, undir stjórn veiðistjóra, er sett var fyrir fáum árum, hefur áorkað ótrúlega miklu, að þvi er minkinn varðar, svo ófullkomin sem hún þó var og er. Einn aðal- gallinn sá, að leggja framkvæmd veiðanna í hendur sveitarstjóma. Meðan sauðfjáreign er önnur að albúgrein bænda annast hrepps- nefndir refaveiðar betur en nokk- ur annar aðili, en um minkaveið- ar gegnir öðru máli. Fari saman hagsmunir, veiðiáhugi, framsýni og skyldurækni verulegs hluta ási, sem þá var forstöðumaður Prestaskólans. Vann liann og nam hjá honurn um 2ja ára tímabil. Hann hafði oft orð á því við kunnuga, hversu mikið hann mat þessa dvöl í Laufási, en frændsemi var með honum og séra Þórhalli, síðar biskup, og naut Björn þess Síðar yngdi hann biskup upp, þá er hann eignaðist sinn fyrsta son, sá sveinn er nú miðaldra maður norður á Siglufirði, forstjóri um- svifamikils verzlunarfyrirtækis þar og nýtur almennra vinsælda sam- borgara sinna. Kvæntur er hann Hólmfríði Guðmundsdóttur. Björn hélt frá Laufási á margan hátt ríkari en hann kom þangað. Leið hans lá nú norður í Eyja- fjörð. Hann staldraði við á Látrum á Látraströnd. Þar vendir hann sveitarmanna vinnst á um minka- dráp. Bresti á um þetta og bætist svo við svíðingsháttur og sínka, senda þau sveitarfélög, er hafa forustumenn gædda slíkum eigin- leikum, heilar minkahjarðir frá sér árlega í allar áttir, og stríðið helzt við, þar sem þó var búið að vinna mikinn bug á óvininum og getur þó hver skyggnzt um sína sveit. Ég vil drepa á mína. Laxá í Aðaldal og vatnasvæði hennar er Paradís minksins. Laxár- dalur og Mývatnssveit sennilega enn betri, ef orðið gæti, og hverj- um manni ljóst áður en minkur- inn komst hingað að suðvestan, að hvergi mundi torveldara að verjast honum. Það hefur þó tek- izt svo að fáum held ég blandist hugur um það, að ef nú tæki fyr- ir aðstreymi hans, tækist okkur að eyða honum til fulls á fám árum, fyrst og fremst með endur- tekinni grenjaleit, og af þessu má ráða hvað aðrir gætu þá líka, sem betri skilyrði hafa svo sem er á öllu Norðurlandi vestan Kinnar- fjalla og allt í Borgarfjörð. Hér í Aðaldal voru fullir 30 minkar drepnir árið 1964, megin hlutinn í og við greni. S.l. ár 9 dýr og (nú) telja nákunnugir menn, að nú séu hér viðloða 3—5, en örðugt um vinnslu, eins og til hagar um snjó- og ísalög. í Laxárdal og Mývatnssveit hef- ur minks heldur ekki orðið mikið vart s.l. ár, en það er aðra sögu að segja úr Bárðardal. Ósagt skal látið um veiði eða leitir fyrri ára, en í vor er talið að veiðin hafi skipt nokkrum tugum og samkv. góðum heimildum voru um 30 drepnir þar í haust og fram á veturinn og fyllstu líkur til að þar hafi verið innansveitarstofn sínu kvæði í kross og fer að gera þaðan út bát til sjóróðra, ræður fólk til vinnu og selur fisk. Á Látrum kynntist hann ungri þingeyskri heimasætu, Guðrúnu Jónasdóttur, er síðar varð kona hans. Þau gengu í hjónaband 1911 og nokfcru síðar fluttu þau til Siglu fjarðar. Þar byggðu þau stórt timb urhús við Aðalgötu (árið 1912), keyptu síðar fundarhús Templara þar á staðnum og bættu því við hús sitt. Eftir það varð það hús með myndarlegri húsum í bænum. Þetta hús seldu þau síðar Birni Guðmundssyni og konu hans, frú Stefaníu Jóhannesdóttur, sem bjuggu þar með sæmd til dauða dags. Árið 1914 byggir Björn hús við Norðurgötu, og ojuggu þau hjón þar um áratugi, eða þar til þau fluttu að Hvanneyrarbraut 2. Árið 1912 fór lítið fyrir bifreið um og vélknúnum farartæfcjum á Siglufirði, eins og víðar á íslandi. Siglufjörður var þá í örum vexti. Unnið var þá að byggingu barna skóla og annarra bygginga í bæn um, götur voru lagðar, rafmagns veita var í undirbúningi. Allt efni þurfti þá að flytja á vögnum að sumrinu og sleðum á vetrum. Hjálp arhellan var hesturinn, sá þarfi þjónn. Allt frá því, að Björn Jónasson stígur fæti á Siglufjorð, helgar hann sig flutningaþjónust unni. Heimili hans var sannköll uð flutningamiðstöð. Hann (iaupir hesta, kerrur, sleða, vagna og aftur hesta — hefur oft fleiri en einn mann í vinnu við flutning ana, en er alltaf fyrstur að verki og vinnur oft myrkranna á milli. og að mestu frá því í vor. Við, sem búum á bökkum Mývatns og Laxár hugsum því hlýlegar til veiðimannanna bárðdælsku en sveitarstjórnarinnar þar í hreppi, þó hún hafi nú loks gert rögg á sig. Það eru engar smáupphæðir, sem bárðdælsku veiðimennirnir hafa sparað nágrannasveitum, sýslu og ríki,með drápi þessa dýra fjölda, áður en hann lagði land undir fót, því víst er, að minnstur hluti hans hefði aukið kyn sitt í Bárðardal í vor. Nóg mun þar eftir og minkinum er lítt gefið um þéttbýli. Frásögn þessi, tel ég að ætti að glöggva þá menn, sem annars láta sig málið nokkru skipta, hvað hér er um að ræða. Eyðingu á fugli, silungi og laxi er ekki á nokkurs færi að meta, en þegar litið er til þess, að minkurinn drepur drápsins vegna, en ekki ein ungis til ðtu, þð er augljóst að eyðileggingin miðast algerlega við það, sem hver og einn kemst yfir. Búnaðarþingi ber skýlaus skylda til að láta þessi mál meira til sín taka en það hefur gert. Það á að andmæla nýjum inn- flutningi þessa skaðadýrs. Sjá um að lögin um eyðingu minka verði tekin til endurskoðunar. Verðlaun fyrir dýradráp hækkuð. Veiði- stjóra fengið aukið vald og stefnt,. að aleyðingu minksins innan ára- tugs. Ég lít svo á, að hlutdeild hreppa og sýslufélaga um veiðikostnað í þeim lögum, sem nú gilda, sé sanni nær, að því er tekur til meginhlutans. Hins vegar full ástæða til að létta þeim kostnaði að verulegum hluta af víðlendustu hreppunum, er eiga veiðivötn og ár í fjarlægð, svo og ai! mjög fá- mennum byggðarlögum. Eyðisveit ir og almenninga verður ríkið að sjá um að öllu leyti. Engin mun sú sveit á landinu, að ekki sé hægt að eyða þar hverj- um minki, ef kapp er á lagt. Slíkt hið sama um landið allt, þó það taki lengri tíma. Af reynslu gömlu laganna á að stofna til nýrra, og allsherjar út- rýmingar. Fjalli, 1. marz 1966. Björn Jónasson átti fleiri hesta en vagnhesta. Hann keypti einn- ig góðhesta og leigði þá Siglfirð- ingum og öðrum til útreiðatúra. Einnig var hann um áratugi leið sögumaður ferðamanna um Siglu fjörð og Skagafj. Hestar hans voru að sjálfsögðu misjafnir að gæðum, en mikil var eftirspurnin, og fjör og gleðskapur var jafnan tvinn að inn í þessi viðskipti Björns Jónassonar. Þegar ég hugsa nú norður yfir heiðar og fjöll um þennan þátt í lífsstarfi Björns og sé í anda viðskiptavini hans síðla laugar- dags eða eldsnemma sunnudags, taka á móti gæðingunum, því all ir fengu „bezta“ hestinn, eða sé fyrir mér hópana ríða suður Suð- urgötuna í átt til fjalla og víðáttu Skagafjarðar, þá minnist ég orða Einars Benediktssonar: ,AIenn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi“ Fullyrða má, að þeir, sem enn lifa og þátt tóku í þessum dýrð legu helgarferðum, eru sammála Einari Benediktssyni, um að „Sá drekkur hvem gleðinnar dropa í grunn, sem dansar á fáksspori yfir grund". Björn Jónasson átti ríkan bátt í því. að margir samborgarar hans, sem enga hestana áttu, gátu „dans að á fáksspori yfir grund“. Heimili átti Björn Jónasson gott. Frú Guðrún var mikilsmetin hús freyja — heimilið var vettvangur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.